Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.01.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 11 Sala á hlutabréfum rikisins í SR-mjöli Ekki útboð Hreinn Loftsson, formaður einka- væðingarnefnar ríkisstjórnarinnar, sagði við Morgunblaðið, að verð- bréfafyrirtækið sem sá um sölu bréf- anna, hefði fengið það verkefni að Göngustíg- ur lengdur við Ægisíðu og 24.801 kr. mánaðargreiðslur Honda CMc frá aðeins kr. 1.190.000, GÖNGUSTÍGURINN sem lagður hefur verið samsíða Ægisíðu verður lengdur austur fyrir flug- vallarsvæðið að Nauthólsvík á árinu. Þá verður gerður stígur meðfram Sæbraut frá Ingólfs- garði og austur að listaverkinu Sólfari til móts við Frakkastíg. Við fyrri umræðu um fjárhags- áætlun borgarinnar kom fram í máli borgarstjóra að áfram verður haldið lagningu göngustígsins sem er samsíða Ægisíðu en framkvæmd- ir við hann hófust árið 1992. Á þessu ári er fyrirhugað að ljúka áfangan- um frá dælustöð við Skeljanes og austur fyrir flugvallarsvæðið og að Nauthólsvík. ( ;æð AELÍSAR ÁGÓÐU VEF DI ... M i h^iiC 11 V 1^4 T T 1 Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 O HONDA Vatnagörðum - Sími 689900 -kjaraboð! ’!'Meðalmánaðargreiðsla án vaxta til 3ja ára fyrir Honda Civic 3ja dyra DX árg. 1994 HARALDUR Haraldsson undirbýr málshöfðun á hendur sjávarútvegs- ráðherra til að fá rift sölu á hlutabréfum ríkisins í SR mjöli hf., í ljósi þess að tilboð Haraldar í bréfin hafi verið eina löglega tilboðið sem í þau barst. Formaður einkavæðingarnefndar ríkisstjórnarinnar segir hins vegar, að tilboð Haraldar hafi ekki verið gilt, þar sem það upp- fyllti ekki sett skilyrði. Bréfin voru seld hópi loðnuútgerða og fjár- festa sem einnig buðu i bréfin Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Haraldar segir málsóknina háða því að samþykki fáist fyrir flýtimeðferð málsins fyrir héraðsdómi Reykjavík- ur og það komi í ljós eftir helgi. Fáist það samþykki verði látið reyna á það hvort við söluna hafi ekki verið brotnar allar reglur stjórnar- farsréttar, sem stjórnvöld eigi að gæta í samskiptum við þegna sína, og hvort ekki sé á þeim grundvelli hægt að fá þeirri stjórnarathöfn, sem sala bréfanna sannanlega sé, hnekkt með dómi. Jafnframt sé verið að kanna hvort hægt sé að gera þá kröfu að lagt verði fyrir stjórnvaldið að ganga til samninga við Harald. Aðeins eitt tilboð Haraldur Haraldsson sendi frá sér fréttatilkynningu í gær, þar sem segir, að sjávarútvegsráðherra hafi með greinargerð sem birtist í Morg- unblaðinu í gær, staðfest að aðeins hafi eitt tilboð hafi borist í hlutabréf ríkisins í SR-mjöli hf. í greinargerð- inni eru bæði tilboðin í hlutabréf SR-mjöls birt. Var annað frá hæsta- réttarlögmönnunum Benedikt Sveinssyni og Jónasi Aðalsteinssyni fyrir hönd hópsins sem síðan fékk bréfin til kaups. Hitt var frá Sigurði G. Guðjónssyni hrl. fyrir hönd Har- aldar og fleiri fjárfesta. Haraldur segir í fréttatilkynning- unni, að fráleitt sé að líta á bréf Benedikts og Jónasar sem tilboð; í mesta lagi megi líta svo á að lög- mennirnir bjóðist til að smala saman einhveijum ótilgreindum aðilum til að ræða hugsanleg kaup á hlutabréf- unum. Bréfið hafi ekki falið í sér loforð í lögfræðilegum skilningi, en loforð sem viðtakandi geti samþykkt sé nefnt tilboð. leita að traustum kaupanda og fá sem best verð fyrir bréfin. Ekki hafi verið um útboð að ræða í skiln- ingi laga um útboð þar sem þau lög gildi eingöngu um útboð á vöru eða þjónustu. í þessu tilfelli hefði ákveðinni aðferð verið beitt og seljanda bréf- anna, ríkinu, hefði í kjölfarið verið fijálst að taka hvaða boði um við- ræður sem var. Seljandinn tekið til- boð umbjóðenda Jónasar og Bene- dikts sem fullgilt tilboð sem fæli í sér greiðslu að lágmarki 650 milljón- ir króna fyrir bréfin. í viðræðum hefði síðan komið í ljós, að tilboðs- gjafar voru reiðubúnir til að greiða 725 milljónir fyrir bréfin. Hreinn sagði, að tilboð Haraldar og félaga hans hefði hins vegar ekki verið gilt, því það hefði ekki upp- fyllt skilyrði um fjárhagslega getu, og ekki hefðu fengist skýringar á forsendum þess þrátt fyrir skýr ákvæði um það í reglum sem áður voru kynntar þátttakendum. Lögfræðistörf fyrir Sjóvá í fréttatilkynningu Haraldar er Hreinn Loftsson krafinn svara um hvort rétt sé að lögfræðiskrifstofa sem hann rekur ásamt fleiri lög- mönnum hafi á grundvelli sérstaks samnings tekið að sér lögfræðistörf fyrir Sjóvá Almennar hf. en það fé- lag er meðal kaupenda að SR-mjöli. Sé svo, sé Hreinn Loftsson algerlega vanhæfur til að fjalla um mál þetta. Hreinn sagði um þetta, að hann hefði ekki tekið að sér nein lögfræði- störf fyrir Sjóvá-Almennar. Hins vegar hefði einn meðeiganda hans að lögfræðistofunni, Ólafur Axels- son, tekið slík verkefni að sér. Því væri fullyrðing Haraldar röng, og í samræmi við málflutning hans í kjöl- far sölunnar á SR-mjöli hf. Morgunblaðið/Þorkell Efnilegir skákmenn SKÁKSKÓLI íslands hélt námskeið fyrir úrvalsnemendur af landsbyggðinni í húsnæði skólans dagana 3.-6. janúar sl. 24 nemendur á aldrinum 10-16 ára, víðsvegar að af landinu, mættu á námskeiðið. Kennslu, sem stóð frá morgni til kvölds, önnuðust stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason. í lok kennsludaganna tefldu þátttakendur skákmót, sem lauk með sigri Halldórs Inga Kárasonar frá Akur- eyri. O Málshöfðun undirbú- in til að rifta sölunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.