Morgunblaðið - 13.01.1994, Síða 20

Morgunblaðið - 13.01.1994, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 Alúðarþakkir fœri ég öllum sem glöddu mig með heimsókn- um, skeytum og gjöfum í tilefni af 100 ára afmœli mínu 6. janúar síðastliðinn. Þuríður Pálsdóttir. ára afmœlistilboð ‘TóCvusktóCi ísíands er um þessar muncíir 5 ára og býður af því tiCefni einstalýt afnuzCistiCboð: Skrifstofutækninám með 20% afslætti mm Bókfærsla Ritvinnsla, Word fyrir Windows Tölvubókhald Tölvureiknir, Excel Verslunarreikningur Gagnagrunnur Tollskýrslugerð Windows og stýrikerfi ....aðeins kr. 3990 á mánuði Tölvuskóli Islands Sími 67 14 66 vopið til kl. 22 Verðið miðast við jafnar afborganir í 24 mánuði Andmæli við óhróðri Ljósrit af áritun Jökuls á Tæmdan bikar. Við undirrituð systkini biðjum Morgunblaðið góðfúslegast að birta eftirfarandi: Það er stundum rétt að leiða hjá sér lygar, söguburð, róg og dylgj- ur. En svo svívirðilega hefur Jó- hanna Kristjónsdóttir veist að minningu látins föður okkar og bróður og vanheiðrað móður okkar að við, eftirlifandi börn Þóru Ein- arsdóttur og Jakobs Jónssonar, getum ekki hugsað okkur að móð- ir okkar, sem lést 9. janúar s.l., verði jarðsungin án þess að and- mæii okkar komi fram. Ofurkapp Jóhönnu Kristjóns- dóttur í svívirðingum og slúðri fór ekki framhjá þeim sem sáu neðan- greindan sjónvarpsþátt. Hlakkandi og hlæjandi hnykkti hún á óhróðr- inum um fjölskyldu okkar og skemmti sér auðsjáanlega hið besta þarna handan við öll mörk velsæmis og siðferðis. Slík fram- koma dæmir sig vitanlega sjálf. Bókin er fyrst og síðast vitnisburð- ur um hugarfar og innræti höfund- arins enda byggð á trúnaðarbroti gagnvart látnu fólki og persónu- legum árásum á þá sem hafa ekki lengur aðstöðu til að svara fyrir sig. Við erum þess þó fullviss að minning foreldra okkar og orðstír bíður engan hnekki í hugum þeirra fjölmörgu skyldmenna, vina og velunnara sem þau eignuðust í einkalífi og farsælu starfi í fjöl- marga áratugi auk þess sem ótal ritverk þeirra feðga standa sem ólyginn minnisvarði um þá sjálfa. Okkur er ljúft að votta hvenær sem er og frammi fyrir hveijum serrt er að ævinlega munum við búa að þeim kærleika sem foreldr- ar okkar auðsýndu okkur og verð- ur aldrei fullþakkaður; umhyggja þeirra fyrir bömum sínum og hvort öðru og hjálpsemi ómæld voru hornsteinar fjölskyldulífs. Þau voru okkur kjöifesta frá fyrstu tíð með- an þeim entist líf og heilsa. Þau hjálpuðu ætíð langt umfram það sem með nokkurri sanngirni er unnt að ætlast til af foreldrum. Þau eiga annað skilið en líf þeirra sé skrumskælt í eldhúsreyfara og jafnvel lagst svo lágt að hafa uppi þau ósannindi að foreldrar okkar hafi lagt á okkur hendur og verið okkur vondir. Og satt að segja þykja okkur tímarnir með eindæm- um úr því ber nauðsyn til að veija opinberlega gott og fallegt heimili og kærleiksríka foreldra. Við, systkinin fjögur sem eftir lifum, tökum heils hugar undir orð Jök- uls sem hann skrifaði til foreldra sinna á titilblað einnar bókar sinnar: „Til mömmu og pabba, á jólunum 1951. Ykkur fæ ég aldrei fullþakkað allt sem þið hafið lagt á ykkur, til að gera líf mitt gott og farsælt. Guð blessi ykkur. Jök- ull.“ Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, Svava Jakobsdóttir, Þór Jakobsson, Jón Einar Jakobsson. Yfirlýsing í sjónvarpsviðtali í Stöð 2 milli jóla og nýárs var Jóhanna Krist- jónsdóttir spurð um andsvör ætt- menna Jökuls Jakobssonar, bróð- ur míns, við bók hennar Perlur og steinar og var svar hennar á þá leið að hún hefði rætt bókina við mig lengi í haust. Þessi um- mæli er ekki hægt að skilja á annan veg en þann að mér hafi verið kunnugt um innihald bókarinnar og efnistök og jafnvel lagt blessun mína yfir þann óhróður sem hún eys yfir for- eldra mína og bernskuheimili. Hið sanna er að Jóhanna Kris- tjónsdóttir hafði óvænt samband við mig að fyrrabragði sl. haust. Hún kallaði mig til hálftíma við- tals út á Kastrupflugvöll í Kaup- mannahöfn þar sem hún átti leið um. Erindi hennar reyndist vera það eitt að segja mér frá því að bókin væri væntanleg og mundi hún þar leiðrétta ýmsar „mis- sagnir“ um Jökul sem hún taldi lifa með þjóðinni. Handritið að bókinni var þá komið í prent- smiðju og er skemmst af að segja að ég hef hvergi komið nálægt verkinu, hvað þá samþykkt það og vissi ekki á hveiju var von fremur en systkini mín, enda ekki leitað til okkar eftir heimild- um. Svar Jóhönnu Kristjónsdótt- ur í umræddu sjónvarpsviðtali er ekki unnt að skoða öðruvísi en sem lævísa viðleitni til að gera mig samábyrga fyrir bókinni og hlýt ég að lýsa andúð á óheilind- um hennar í minn garð. Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, Kaupmannahöfn. > > I I > > > Hœsta ávöxtun meöal óbundinna innlánsreikninga í bönkum og sparisjóbum! Raunávöxtun Sparileiöar 3 hjá íslandsbanka 7 993 var 4,2%. Enginn annar óbundinn reikningur hjá bönkum og sparisjóöum gaf jafn háa ávöxtun þennan tíma. Sparileiö 3 er alltaf laus til ráöstöfunar. Engin þóknun reiknast af útteknu fé sem staöiö hefur inni 12 mánuöi eöa lengur. Taktu markvissa stefnu í sparnaöi. Þaö borgar sig aö spara á Sparileiöum í íslandsbanka. ÍSLAN DSBAN Kl > > > > > >

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.