Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994 23 Atvinnuleysi í október tii desember 1993 Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli. Á höfuðborgarsvæðinu standa ^2% 4.048 atvinnulausir á bak við töluna 5,4% í desember og fjölg aði um 528 frá því í nóvember. Alls voru 8.046 atvinnu- lausir á landinu öllu desember og hefur fjölgað um 2.019 frá því í nóvember O N D O N D 0 N D Ráðherra býður sveitarfélögnm að nota aðeins hugbúnað frá SKYRR til skráningar á atvinnuleysi Ráðherra kærður til samkeppnisstofnun- ar o g umboðsmanns VERK- og kerfisfræðistofan Spor í Keflavík hefur kært Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráðherra til samkeppnisráðs fyrir að stuðla að einokun og brjóta gegn samkeppnislögum með því að gefa sveitarstjórn- um í landinu fyrirmæli um að nota ákveðið forrit sem Skýrsluvélar ríkisins hafa hannað við skráningu upplýsinga um atvinnuleysi án til- lits til þess að flest stærstu sveitarfélög í landinu sem tekið hafa upp tölvuskráningu hafi þegar fest kaup á forriti sem Spor hefur hannað í þessu skyni. Að sögn Einars Júlíussonar hjá Spori telur fyrirtækið einnig að ráðherrann hafi ekki haft lagaheimild til þess að gefa sveit- arfélögunum fyrirmæli um þessi atriði með þeim hætti sem hún gerði með bréfi frá 30. nóvember sl. „Okkur finnst þetta mál hálfóskiljan- legt og höfum líkt þessu við það að iðnaðarráðherra gæfi út fyrirskip- un um að allir smiðir í landinu séu skyldugir til að nota ákveðna teg- und af hömrum sem ráðuneytið hafi séð um að láta hanna,“ sagði Einar. Einar Júlíusson sagði, að Spor hefði undanfarin fjögur ár þróað kerfí fyrir sveitarfélög til að skrá og miðla upp- lýsingum um atvinnuleysi. Flest eða Skráning vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins birt í gær Yfir átta þúsund at- vinnulausir í desember Útlit er fyrir að atvinnulausum fari enn fjölgandi í janúarmánuði YFIR átta þúsund manns voru atvinnulausir að meðaltali í des- ember síðastliðnum á landinu öllu samkvæmt upplýsingum vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytis og hefur atvinnu- leysi í desember ekki áður mælst jafnmikið. Það jafngildir því að 6,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði hafi gengið atvinnulaus í mánuðinum, 5,3% karla og 7,7% kvenna. Atvinnu- lausum fjölgaði um rúmlega tvö þúsund milli nóvember og desember og nú voru einnig tæplega tvö þúsund fleiri atvinnu- lausir en í desember í fyrra. Atvinnuleysi á árinu 1993 hefur ekki áður orðið jafnmikið. Það fór hæst í mars, 5,4% af mann- afla. í frétt frá vinnumálaskrifstof- unni kemur fram að atvinnulausum í desember hafi fjölgað að meðal- tali um 33% frá nóvember sem sé minna en hlutfallsleg fjölgun milli nóvember og desember síðustu tíu ára en þá hafi fjölgunin yfirleitt verið í kringum 45%. Þó hafi at- vinnulausum aldrei fjölgað meira milli mánaða en nú. Skýringar á breytingum séu fyrst og fremst árleg stöðvun margra fiskvinnslu- stöðva í desember, sem hafi orðið víðtækari nú vegna aflasamdráttar og boðaðs verkfalls sjómanna. Að auki séu árstíðarbundnar sveiflur í ýmsum atvinnugreinum svo sem byggingariðnaði og þungaflutning- um. Atvinnuleysi eykst hlutfallslega mest á Austurlandi og öllu Norður- landi og þar var atvinnuleysið í desember á bilinu 9-10% að meðal- tali. Atvinnuleysi í desember skipt- ist annars þannig eftir landssvæð- um að á höfuðborgarsvæðinu voru 5,4% atvinnualusir og 7,6% að með- altali á landsbyggðinni. Atvinnu- leysi í einstökum kjördæmum var þannig að á Vesturlandi var J^að 5,6%, á Vestfjörðum 2,2% á Norður- landi vestra. 8,9%, á Norðurlandi eystra 9,7%, á Austurlandi 10,2%, á Suðurlandi 7,3% og á Suðurnesj- um 7,2%. Mest atvinnuleysi meðal kvenna var á Austurlandi 13,9% og mest meðal karla á Norðurlandi eystra 8,2%, Tæplega 10.000 atvinnulausir síðasta dag desember Atvinnulausir síðasta dag des- embermánaðar voru hátt í tíu þús- und eða 9.682, rúmlega þrjú þúsund fleiri en síðasta dag nóvembermán- aðar. Þar af voru karlar 4.650 og konur 5.032. Körlunum hafði fjölg- að um rúmlega 1.300 frá mánuðin- um á undan og konunum um 1.700. í frétt vinnumálaskrifstofunnar segir að þetta ásamt tveggja vikna sjómannaverkfalli í byijun janúar og að atvinnulíf er í mestri lægð á árinu í janúar geri það að verkum að búast megi við talsverðri fjölgun atvinnuleysisdaga í mánuðinum. Þannig ætti ekki að koma á óvart þótt atvinnuleysið yrði á bilinu 7-8%. Gera megi ráð fyrir að at- vinnuleysi aukist alls staðar og einkum þó á Austurlandi og Norð- urlandi og konum ætti að fjölga hlutfallslega meira en körlum. Hins vegar megi búast við því að þegar fer að líða á mánuðinn og hjól at- vinnulífsins fari að snúast minnki atvinnuleysi og ættu tölur yfir at- vinnulausa í lok mánaðarins að sýna það. Árið í heild Ef litið er yfir atvinnuleysi á árinu 1993 í heild kemur fram að 5.600 manns voru að meðaltali at- vinnulausir allt árið eða 4,3% af áætluðum mannafla á vinnumark- aði og hefur fjölgað um rúmlega 1.700 manns frá árinu 1992 þegar 3.868 voru að meðaltali atvinnu- lausir. Meðaltal atvinnuleysis er yfir 5% í tveimur landshlutum, 5,4% á Suðurnesjum og 5,6% á Norður- landi eystra. Atvinnuleysi var minnst á Vestfjörðum á árinu 2,2%, en þar eykst það þó hlutfallslega mest á milli ára eða um 167%. Næstminnst var atvinnuleysið á Vesturlandi 3,7%, en í öðrum lands- hlutum var atvinnuleysið á milli 4-5% á árinu 1993. Atvinnuleysið eykst um 64% á höfuðborgarsvæðinu milli áranna 1992 og 1993 eða um 1.240 manns. í aðeins einum landshluta minnkaði atvinnuleysi milli 1992 og 1993. Það var á Suðurnesjum þar sem atvinnulausum fækkaði að meðal- tali úr 436 í 417 eða um 19 sem jafngildir 4% fækkun. öll stærstu sveitarfélög í landinu, sem hafi tölvuskráð upplýsingar af þessu tagi, hafi keypt kerfi fyrirtækisins og gert við það viðhalds- og þjónustu- samninga að Reykjavík undanskil- inni, en þar hefur skráning á upplýs- ingum af þessu tagi ekki verið jafn langt á veg komin og víðast annars staðar. Á vegum SKYRR hefur einn- ig verið þróað kerfí til að annast þessa skráningu á upplýsingum um atvinnu- leysi og 30. nóvember sl. sendi félags- málaráðherra bréf til sveitarfélaga í landinu þar sem þeim eru gefin fyrir- mæli um að kaupa þann hugbúnað sem SKÝRR hefur hannað. Þetta bréf hefur leitt til þess, að sögn Einars, að Akureyrarbær hefur sagt upp þjónustusamningi við Spor en önnur sveitarfélög bíða að sögn Einars átekta um hvort fyrirmæli ráðherrans standi, enda hafi þetta í för með sér útgjöld upp á hundruð þúsunda fyrir hvert sveitarfélag, auk þess að valda Spori tjóni. Einar sagði, að á vegum ráðu- neytisins hefði einnig staðið til að koma á fót gagnagrunni sem safnaði upplýsingum um atvinnuleysi á lands- vísu og hefði Spori tekist að gera sinn hugbúnað þannig úr garði að hann gæti nýst við uppbyggingu þess gagnagrunns. Ákvörðun ekki hnikað Einar sagði, að eftir að fyrirtækið hefði frétt af bréfí ráðherrans frá 30. nóvember hefði verið leitað eftir skýr- ingum og leiðréttingum frá ráðuneyt- inu en ekki borist önnur svör en bréf sem yrði skilið á þá leið að afstöðu ráðherrans yrði ekki hnikað. Ásgeir Jónsson lögmaður í Njarð- vík hefur fyrir hönd Verk- og kerfís- fræðistofunnar Spors sent Sam- keppnisstofnun og samkeppnisráði kærubréf þar sem með afskiptum sín- um af hugbúnaðarkaupum sveitarfé- laganna í þessu máli hafi ráðherrann stuðlað að einokun og brotið gegn ákvæðum, tilgangi og anda sam- keppnislaganna. Að auki hefur um- boðsmanni alþingis verið sent erindi um málið, sem byggt er á því mati lögmannsins að ráðherrann hafi farið út fyrir valdsvið sitt og lagaheimildir með afskiptum af málinu. Stórkaupmenn kæra álagningu vörugjalds GÍSLI Baldur Garðarsson hrl. hefur kært fyrir hönd Félags íslenskra stórkaupmanna álagningu vörugjalds á innfluttar vörur til Eftirlits- stofnunar EFTA og beinist kæran að tveimur þáttum sem félagið tel- ur skýr dæmi um framkvæmd gjaldtöku sem sé í andstöðu við ákvæði EES-samningsins. Er þess krafist að Eftirlitsstofnunin beiti sér fyrir því að íslensk stjórnvöld felli niður þessa gjaldtöku. íkýtur ÍEFTA föll héldust.óbreytt þrátt fyrir gildis- töku EES-samningsins^ Eru talin upp nokkur dæmi um afleiðingu þessa fyrir vörur frá aðild- arríkjum EES-samningsins, s.s. um hjólbarða sem báru áður 10% toll en bera nú 6% vörugjald, ýmsa bílavara- hluti sem báru áður 10-30% toll en bera nú 16% vörugjald, ýmis heimil- istæki sem báru áður 5-15% toll en bera nú 20% vörugjald og rafmagns- tæki sem báru áður 15-30% toll en bera nú 30% vörugjald. Verslunarráð bendir á að í EES- samningnum var íslandi ekki veitt sambærileg undanþága frá megin- reglunni um frjálst flæði vöru og gert var í fríverslunarsamningnum frá 1972. Vitnað er í það markmið EES-samningsins að mynda einsleitt efnahagssvæði sem grundvallist á „sameiginlegum reglum og sömu samkeppnisskilyrðum", og að samn- ingsaðilar einsetji sér að beita sér fyrir frelsi til vöruflutninga, þar sem ákvæði um fijálst flæði vöru milli landa byggist á því sjónarmiði og þeim anda að hindrunarlaus við- skipti stuðli að sem mestum hag neytenda. í bréfinu til Eftirlitsstofnunar EFTA vitnar Verslunarráðið sérstak- legatil 3., 8., 10. og 14. greina samn- ingsins þar sem m.a. er lagt bann við tollum á innflutning og einnig eru gjöld sem hafa samsvarandi áhrif og tollar bönnuð. „I þessu sambandi verður að telja ýmsar líkur benda til þess að vörugjöld samkvæmt lögum 18/1993 séu gjöld sem hafi samsvar- andi áhrif og tollar,“ segir m.a. í bréfinu. Félagið kærir annars vegar álagn- ingu vörugjalda á ljósmynda- eða kvikmyndavörur sem það telur vera ígildi tolla og í raun lítt dulbúna tolla sem séu bannaðir skv. 10. grein EES-samningsins. „Telja verður vandséð, hvaða gjöld gæti verið átt við í 10. gr. ef umrædd vörugjöld féllu ekki þar undir. Áhrif þessara gjalda eru öldungis hliðstæð áhrifum tolla, og með upptöku vörugjaldanna er beinlínis verið að vinna gegn þeim meginmarkmiðum um fijálsa vöru- flutninga milli samningsaðila, sem eru hornsteinn EES samningsins," segir m.a. í kærunni. „Ólögmæt mismunun“ Einnig er kært vegna mismununar á gjaldfresti sem vörugjaldslög kveða á um milli innlendra framleiðenda, sem geta fengið rúmlega fjögurra mánaða frest til greiðslu vörugjalda og innflytjenda sem þurfa að inna vörugjald af hendi við tollafgreiðslu. „Hér er um að ræða augljósa mis- munun milli innlendrar framleiðslu á Islandi og framleiðslu frá öðrum ríkj- um innan EES. Þessi mismunun er ólögmæt samkvæmt 14. gr. EES samningsins,“ segir í kærunni. Staðhæft er í kærunni að umrædd gjaldtaka muni hafa í för með sér að neyslu verði að einhveiju marki stýrt og íslendingum verði einnig gert erfitt fyrir í framtíðarviðskipt- um við aðrar þjóðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.