Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1994 Nýjar bækur ■ Tímarit Máls og menningar, 1. hefti 1994 (55. árgangs), er kom- ið út. Gerðar hafa verið nokkrar útlitsbreytingar á tímaritinu, „sem ætlað er að efla það enn sem lífleg- asta vettvang bókmennta og lista hér á landi“, segir í kynningu útgef- anda. Meginyfirskrift TMM að þessu sinni er: Hver er hræddur við James þennan Joyce? Eitt helsta stórvirki 20. aldar bókmennta, Od- ysseifur eftir James Joyce, er nú sem kunnugt • er komið út á ís- iensku. Sá bókmenntaviðburður er tilefni þriggja greina í þessu hefti TMM, greina sem ættu að geta opnað nýjum lesendum leið að þessu margslungna verki. Margvíslegur skáldskapur er frumbirtur í tímaritinu: eftir Matt- hías Johannessen, Geirlaug Magn- ússon, Magneu J. Matthíasdóttur, Jónas Þorbjarnarson, Eyjólf Óskar og Anton Helga Jónsson, auk þýð- ingar Þorgeirs Þorgeirsonar á Ijóði eftir Federico García Lorca. Einnig má nefna smásögur eftir Guðmund Andra Thorsson, Guðberg Bergsson og Pál Pálsson, auk leikþáttar eftir Ólaf Sveinsson. Loks má nefna ítar- legt viðtal Dagnýjar Kristjánsdóttur við Álfrúnu Gunnlaugsdóttur um ritstörf hennar og bókmennta- kennslu við HÍ. Ritstjóri TMM er Friðrik Rafnsson. Astoðarritsljóri er Ingibjörg Haraldsdóttir, en rit- nefnd skipa Soffía Auður Birgis- dóttir, Pétur Gunnarsson, Arni Bergmann og Kristján Árnason. TMM kemur úr fjórum sinnum á ári og kostar ársáskrift 3.300 krónur. DAGBOK NESKIRKJA: Föstu- og fyr- irbænaguðsþjqnusta kl. 20. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNES- KIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili. ÁRBÆJARKIRKJA: Mömmumorgunn í fyrramálið kl. 10-12. I dag: Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 16. TTT-starf 10-12 ára kl. 17. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12 á há- degi. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stund- ina. Unglingastarf (Ten-Sing) í kvöld kl. 20. FELLA- og Hólakirkja: Helgistund í Gerðubergi kl. 10.30. Umsjón sr. Hreinn Hjartarson. HJALLAKIRKJA: TTT-starf 10-12 ára í dag kl. 17-19. KÁRSNESSÓKN: Mömmu- morgunn í dag kl. 9.30-12 í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 10-12 áraídagkl. 17.15-19. HAFNARFJARÐAR- KIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi og léttur hádegis- verður í safnaðarathvarfinu, Suðurgötu 11, að stundinni lokinni. VEGURINN, kristið samfé- lag, Smiðjuvegi 5, Kópa- vogi. Biblíulestur sr. Halldórs S. Gröndal í dag kl. 18. SKIPIN_____________ REYKJAVÍKURHÖFN: í gær kom Freyja af veiðum, Stapafell kom af strönd og Reykjafoss fór á ströndina. I dag eru væntanleg Detti- foss, Gissur ÁR og Heiðrún IS koma af veiðum. HAFNARFJARÐARHÖFN: í gær fór Hofsjökull og til hafnar komu Grænlandsfarið Malia Artica og togarinn Sólbakur sem fór samdægurs. Þá komu til löndunar Tjalda- nes, Lómur, _ Skotta, Drangavík, Albert Ólafsson og Jónína Jónsdóttir. íbúð- Hrísey Til sölu ca 90 fm íbúð á jarðhæð við Norðurveg í Hrísey. íbúð- in skiptist í 4 herb., stofu, eldhús, búr og baðherb. íbúðin er staðsett á besta stað, rétt ofanvið höfnina. Laus nú þegar. Til greina koma skipti á minni íbúð. Upplýsingar í síma 91-30834. Sýnishorn úr söluskrá: ★ Raftækjaverslun, gömul og þekkt. ★ Fiskbúð með mikla veltu. ★ Innflutn. og verslun m. sérhæfðar byggvörur. ★ Barnavörubúð með þekkt merki. ★ Framleiðsla úr súkkulaði. ★ Þekkt bónstöð á góðum stað. ★ Framleiðsla á kökum. ★ Vöruflutningar. Stutt þægileg leið. ★ Framleiðsla á vinsælli matvöru. ★ Lítið framköllunarfyrirtæki. ★ Bílasala á besta stað. ★ Húsnæði og tæki fyrir fiskverkun í Reykjavík. ★ Lítið bifreiðaverkstæði. ★ Framleiðsla á landbúnaðartækjum. ★ Húsgagnasprautun. ★ Trésmíðaverkstæði, vel tækjum búið. ★ Lítil snyrtistofa með Ijósabekk. ★ Hársnyrtistofa á góðum stað. ★ Nýinnréttaður hverfispöbb. ★ Skyndibitastaður með stóru eldhúsi. ★ Sælgætisverslun með mikla veltu. ★ ísbúð, sjoppa, skyndibitastaður. ★ Sérhæfð tískuvöruversi. Eiginn innflutningur. [msiziiiiirfíSTWi SUOURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Sembaltónleikar _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Franski semballeikarinn Crist- ine Lecoin hélt tónleika í Hafnar- borg sl. sunnudag og flutti franska sembaltónlist eftir Rameau, Forqueray og Royer, sem allir störfuðu á fyrri hluta 18. aldar og áttu það sammerkt að vera þátttakendur í þeirri tilfærslu frá barrokk til klassíkur, sem nefnist rókokkó, en þar var lögð áhersla á einfalt og leikandi tónmál og að tónlist ætti að vera til skemmtunar og túlka eitthvað, jafnvel segja sögu. í þessari tónlist birtist sá fijóangi, sem síðar blómstraði í verkum manna eins og DebuSsy, þar sem horfið var frá strangri vinnutækni og leit að efnisríku tónrænu innihaldi en í staðinn reynt að gera tónlist að myndrænt túlkandi miðli. Þetta viðhorf réði miklu um það að Frakkar eignuðust ekki sinfón- íska tónlist á klassíska tímabilinu, því þeir töldu t.d. óperuna og jafn- vel ballettinn fremri túlkunarmiðil en sinfóníuna. Á þessum tíma voru uppi miklar umræður í Frakklandi varðandi list, sem var í raun eini vettvangur ftjálsrar umfjöllunar í miskunnarlausu ritskoðunarsamfé- lagi. Þessar deilur, sem nutu vemd- ar konungs og drottningar, urðu oft harla harðvítugar og fóra stund- um fram með blyslýstum hóp- göngum og brúðubrennslum, mönn- um og málefnum til háðungar. Lecoin flutti sembalsvítu í G, sem er seinni svítan (sú fyrri er í A) í Novelles-svítunum eftir Rameu, en hann þurfti að leggja til hliðar sín barokk-viðhorf til að þjóna undir ráðandi smekk fólks og semja skemmtitónlist og bera sembalverk hans þess glögg merki. Þetta eru falleg verk og þar er Rameau einnig að glíma við nýstárlega hljómaskipan, en hann samdi fyrstu kennslubókina um hljómfræði, er hafði mikil áhrif á því sviði tónsköpunar, m.a. á þróun klassískrar tónlistar. Svíta í C fyrir fjólu (viol), eftir Forqueray eldri, var endurrituð af syni hans fyrir sembal og er allra skemmtilegasta verk. Þó ekki ris- mikið, en það var í lokaverkinu, Svítu í c eftir Royer, sem Lecoin lék með miklum tilþrifum og sýndi, svo að ekki verður um villst, að Lecoin er mikill tekníker. Tónmál beggja verkanna er einfalt og lögð áhersla á leiktæknileg atriði, frem- ur en flókið tónmál, sérstaklega í Royer, en því verður ekki neitað, að nokkur skemmtan er að slíku efni, þegar vel er leikið, eins og hjá Lecoin. Það truflaði nokkuð undirritað- an, að öll verkin voru „lesin af blaði“ en það merkir í raun, að ýmislegt er óæft, enda mátti stundum heyra, að Lecoin missti úr einn og einn tón, sem þó skemmdi ekki heildarmynd verk- anna. Það fer ekki á milli mála, að Lecoin er frábær sembalisti og má vera að hún leiki af meiri al- vöru þau sembalverk, þar sem aðrar kröfur eru gerðar en að út- færa leikræna yfirborðstúlkun og tæknibrellur. Shakespeare á Skaganum _________Leiklist____________ Guðbrandur Gíslason Leiklistarklúbbur Fjölbrauta- skólans á Akranesi. Þrettándakvöld eftir William Shakespeare. Þýðing: Helgi Hálfdanarson. Leiksljóri: Þröstur Guðbjartsson. Aðalleikendur: Svanfríður Gísla- dóttir, Guðmundur Klaxton, Gunnar Sturla Hervarsson, Þór- unn Örnólfsdóttir, Steinn Arnar Jónsson, Gísli Elmarsson. Það er gaman að því hvernig þetta leikrit byrjar áður en það byijar. Áhorfendur era að koma sér fyrir á stólunum í salnum og við þeim blasir ekki tjaldið heldur svið- ið sjálft og á því leikendurnir að lifa rullur sínar áður en þær lifna við með formlegum hætti í upphafi leiks. Því er sem maður komi að einhverju sem er alltaf til, alltaf í gangi, og á sinn hátt er það trúverð- ug nálgun við sjálfan Shakespeare sem með því að einskorða lífið við leikhús frelsaði það til ferðar um allar trissur í tíma og rúmi og líka upp á Akranes. Það er leikandi gleði, léttleiki yfir þessu verki, sem kemst vel til skila á Skaganum. Ekkert er alvar- legt, ástin ristir ekki það djúpt að hún verði að ástríðu, hnittni Fjasta fífls er hvergi meinleg, veslings Malvólíó vart meira en broslegur. Að vísu býr margt undir eins og alltaf hjá Shakespeare, en aðal hans er að hver og einn getur sótt til hans skemmtan við sitt hæfi. Og Þrettándakvöld er mikil skemmtun. Tónlist er mikilvægur þáttur í leikritinu. Hér er boðið upp á ramm- íslenska tónlist í bland, og það er hressandi og stingur ekki í stúf við uppákomurnar í því fjarlæga landi Iliríu. Þetta er þriðja árið í röð sem Þröstur Guðbjartsson leikstýrir hjá leiklistarklúbbi NFFA. Hann hefur eflaust átt sinn þátt í því að klúbb- urinn valdi þetta leikrit Shakespear- es til flutnings og á þakkir skildar fyrir. Því hér reynir á. Það þarf strangt taumhald á ærslunum til að húmorinn fái að njóta sín, og það hefur tekist. Erfiðast er þó að mæla fram margræðan texta og skila orðaleikjum svo skiljist og varla á annarra færi en æfðustu manna. Nokkur munur var þarna á milli leikenda og ekki nema von. Þó er aðdáunarvert að spreyta sig, og gaman að heyra hve mörg þau voru sem skynja fegurðina í hljóm- falli textans. Látbragð allt og æði leikenda var með ágætum, og hér má aftur þakka leikstjóranum fyrir að gera greinar- mun á því látbragði sem er einungis afkáralegt og hinu sem beislað er og skoplegt. Samt var heildaryfir- bragð sýningarinnar frjálslegt og leikendur ekki stirðir í hlutverkum sínum. Þeir sem leika í þessari sýn- ingu hafa margt lært og skemmt sér og öðram vel um leið. Ekki verður svo skilið við þennan unga, glaða og hæfíleikaríka hóp að ekki sé minnst á búningana. Þeir era aldeilis prýðilegir og það sama gildir um förðun. Snjallt er að hafa Andrés Agahlýjan á hjóla- skautum því það brýtur niður skil- rúm tímans og undirstrikar eins og margt annað í þessari ágætu sýn- ingu að sá neisti sem kveiktur var í London árið 1602 logar enn. Ungmennafélag Gnúpveija sýnir víða um Suðurland Eystra-Geldingaholti. UNGMENNÁFÉLAG Gnúpveija hefur að undan- förnu æft leikritið „Blúndur og blásýra“ eftir Jo- han Kesselring í þýðingu Ævars R. Kvaran, undir leikstjórn Höllu Guðmundsdóttur í Ásum. Framsýning var á leikritinu sl. föstudagskvöld í Árnesi við góða aðsókn og ágætar undirtektir. Alls eru 13 leikarar sem fara með 14 hlutverk í sýning- unni og yfirleitt skiluðu þeir hlutverkum sínum vel en nokkrir þreyttu þarna framraun sína á leiksviði. Leikstarfsemi hefur verið stunduð í áratugi í Gnúp- veijahreppi og hafa ætíð verið hér margir áhuga- og hæfileikamenn á því sviði. Næstu sýningar verða í Aratungu 2. mars, Þing- borg 7. mars, Njálsbúð 9 mars, Flúðum 13. mars, í Kópavogi 18. mars og í Árnesi 20. mars. Jón. Morgunblaðið/Jón. Leikhópur Ungmennafélags Gnúpveija.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.