Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 8
BORÐTENNIS IÞROmR ISHOKKI Morgunblaðið/Rúnar Þór Það war oft mikill darraðardans við mark SR í leikjunum á Akureyri um helgina. í þetta sinn náði markvörður SR að veija. Á myndinni til hliðar sést Heiðar Ingi Ágústsson, markakóngur íslandsmótsins úr SA, kyssa bikarinn. Hann gerði alls 16 mörk í deildinni í vetur, þaraf sex í leikjunum tveimur um helgina. SA meistari þriðja árið í röð Skautafélag Akureyrar varð um helgina ís- landsmeistari í íshokkí þriðja árið í röð. SA sigraði Skautafélag Reykjavíkur í tveimur úrslitaleikjum á Akureyri, 6:3 og 7:1. „Við þurftum að hafa meira fyrir þessum íslands- meistaratitli en hinum tveimur á undan. Þetta er erfiðara og erfiðara með hverju árinu,“ sagði Magnús Finnsson, formaður íshokkídeildar SA. Skautafélag Reykjavíkur vann fyrsta úrslita- leikinn sem fram fór í Reykjavík og urðu Akur- eyringar því að vinna báða leikina á Akureyri til áð veija titilinn. Á laugardaginn fór fyrri leikurinn fram. Staðan var jöfn, 3:3, eftir tvo ieikhluta. En í þriðja og síðasta leikhuta komu þijú mörk í röð frá heimamönnum og lokatölurnar urðu 6:3 og því þurfti hreinan úrslitaleik. Úrslitaleikurinn fór fram á sunnudag og aft- ur hafði SA betur, sigraði nokkuð örugglega 7:1. FRJALSIÞROTTIR / EVROPUMEISTARAMOTIÐ INNANHUSS Colin Jackson í sérflokki COLIN Jackson frá Wales náði þeim einstaka árangri að sigra í 60 m grindahlaupi og 60 m hlaupi á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss í París um helgina. Konum hefur tekist að sigra bæði í spretthlaupi og grindahlaupi á stórmóti, t.d. Fanny Blankers-Koen frá Hollandi á Ólympíuleikunum 1948 og bandarísku stúlkunni Gail Deversá HM íStuttgart ífyrra, en Bandaríkjamaðurinn Harrison Dillard hafði komist næst því, sigr- aði í annarri greininni á ÓL1948 og hinni á ÓL1952. Jackson sagðist ekki ætla að halda áfram á sömu braut, hann væri grinda- hlaupari og ætlaði að einbeita sér að því sem hann væri bestur í með sigur á Ólympíuleikunum f huga. Dillard, sem er 70 ára unglinga- þjálfari í New York, hafði sigrað í 82 mótum í röð, þegar hann fór á úrtökumótið fyrir ÓL 1948. Hann snerti þrjár af 10 grind- um í 110 m grindahlaupi og þrátt fyrir sigur var hann dæmdur úr leik vegna reglna, sem þá voru í gildi. Hann sigraði í 100 m hlaupi á ÓL og var í sigursveit i boð- hlaupi, en hirti gullið í 110 m grind fjórum árum síðar. Jackson sagði að aðeins grindahlaupið kæmi til greina í framtíðinni. „Eg er á toppn- um sem grindahlaupari og því að taka áhættu í spretthlaupum? Það er of mikið af því góða og ég ætla ekki að reyna að vinna til fleiri verðlauna í spretthlaupi á stórmóti. Ég er grindahlaupari, það er það sem ég geri best og ég vil að eftir mér verði munað sem slíkur." Jackson á heimsmetin inni og úti í 110 m grind og 60 m grind, en tókst ekki að sigra á Ólympíuleikun- um 1992 og meiddist í upphitun fyrir undanrásir á HM 1991. Hann sagðist hafa verið langt niðri eftir þetta, en náði sér á strik og sigraði á HM í Stuttgart í fyrra. Jackson sagðist eiga mikla möguleika á að bæta heimsmet sitt, 12,91, í 110 m grindahlaupi um 1/10 úr sekúndu í sumar og talið er að hann geti hlaupið 100 metrana undir 10 sek- úndum. „Þetta var gaman, en í raun var ég bara að stríða sprett- hlaupurunum. Ég ætla ekki að keppa í 100 metra hlaupi í sumar og er ekki viss um að ég verði með í boðhlaupum." Jackson sigraði í grindinni á 7,41, en fór á 7,39 í undanrásum. Heims- met hans er 7,30 frá fyrri viku, en hann á sex af átta bestu tímum innanhúss í greininni. „Þó svo virð- ist, sem tíminn sé ekki góður, var ég aðeins 1/100 úr sekúndu frá Evrópumetinu utanhúss. Eftir að hafa keppt sex sinnum á tveimur dögum ákvað ég að láta öryggið ráða ferðinni, því ég var viss um að ég gæti sigrað og vildi ekki taka áhættu." Evrópumótið verður í Helsingi í sumar og Samveldisleikarnir í Vikt- oria í Kanada, en Jackson horfir lengra framá veginn. „Ég vil ekk- ert frekar en að sigra á Ólympíu- leikum. Allir hugsanlegir sigrar á milli Ólympíuleika eru sætir, en sig- ur á Ólympíuleikum er sá stærsti. Það er það sem ég er að vinna að.“ Sjötti sigur Coomans Nelli Fiere-Cooman frá Hollandi, sem verður 30 ára í júní, stakk yngri keppinauta sína af í 60 m hlaupi og sigraði í sjötta sinn á EM inni, en í fyrsta sinn á síðustu fímm árum. Viðbragð Coomans, sem hefur tvisvar sigrað á HM, var ekki sem best og hún var á eftir í miðju hlaupi, en fór framúr og sigraði á 7,17 sekúndum. „Ég æfði vel fyrir mótið og var sannfærð um sigur,“ sagði hún. Aðeins Tékkinn Helena Fibingerova hefur gert betur, en hún sigraði átta sinnum í kúluvarpi á EM, og Valery Borzov frá fyrrum Sovétríkjunum sigraði í sjö sprett- hlaupum 1970 til 1977. Victor Sa- neyev frá Sovétríkjunum sigraði í þrístökki 1970 til 1972 og aftur 1975 til 1977. Stefka Kostadinova frá Búlgaríu sigraði í hástökki í fjórða sinn á EM innanhúss, stökk 1,98 m. Ko- stadinova, sem er 180 sm ahæð og verður 29 ára í mánuðinum, sigraði fyrst í Aþenu 1985, en heimsmet hennar utanhúss er 2,09. Guðmundur í sérflokki Guðmundur E. Stephensen var í sérflokki á boðsmóti Borð- tennissambandsins sem og í lands- keppni unglinga við Svía í Laugar- dalshöll um helgina og sigraði alla mótheija sína. Svíþjóð er í hópi bestu borðtennisþjóða heims og mættu þrír sænskir unglingalandsliðsmenn í boðsmótið auk 13 íslenskra ungl- ingalandsliðsmanna. Guðmundur mætti Svíanum Petter Turegard í undanúrslitum og vann 21-18, 18-21, 21-14. í hinum undanúrslita- leiknum sigraði Ingólfur Ingólfsson Adam Harðarson, sem býr og æfír í Svíþjóð, 21-16, 21-14. Guðmundur vann síðan í úrslitum 21-18, 13-21, 21-10. í landsleiknum léku Guðmundur, Ingólfur og Adam gegn Turegard, Nuklas Ahlström og Tobias Larsson og voru leiknir níu leikir, allir við alla. Svo fór að Guðmundur sigraði alla mótheija sína, en Ingólfur og Adam fengu sína tvo vinningana hvor. ísland vann því 7-2, en næsta stórmót íslensku strákanna verður Evrópumót unglinga í París í júlí. SKIÐI Kristinn og Ástaáverð- launapall Kristinn Björnsson frá Ólafsfírði og Ásta S. Halldórsdóttir frá ísafirði, stóðu sig vel á mótum í Svíþjóð um helgina. Kristinn náði besta árangri sínum í svigi og Ásta bætti sig verulega í stórsvigi. Kristinn varð í þriðja sæti í svigi á alþjóðlegu stigamóti (FlS-móti) í Stöten í Svíþjóð á laugardaginn. Hann fékk 26,27 (fis) stig sem er besti árangur hans í svigi, en hann átti áður best 30,62 stig. Sigurveg- ari í mótinu var Svíinn Anders And- ersson (95,15 sek.) og landi hans, Andreas Eirkson, varð annar á 95,68 sek. Tími Kristins, sem var með næst besta tímann í síðari umferð, var eftir báðar umferðir 96,16 sek- úndur. Arnór Gunnarsson frá ísafírði keppti einnig í mótinu og hafnaði í 17. sæti af 124 keppendum. Hann fékk samanlagðan tíma 99,61 sek. og hlaut 40,88 stig, sem er besti árangur hans í vetur. Ásta keppti í stórsvigi í Ternaby í Svíþjóð á laugardag og náði þar sínum besta árangri stigalega séð. Hún hafnaði í 2. sæti á eftir Ulriku Runberg frá Svíþjóð, sem fékk tím- ann 1.10,91 mín. Ásta fór báðar ferðirnar á 1.11,92 mín. og hlaut 36,42 stig, en hún átti áður best 55,73 stig í stórsvigi. Hún keppti í svigi á sama stað á sunnudaginn og varð aftur í 2. sæti. Sigurvegari í sviginu var Anna Orre frá Svíþjóð á 2.11,15 mín., en Ásta, sem náði besta brautartímanum í fyrri um- ferð, fékk tímann 2.11,40 mín. og fékk fyrir það 32,53 stig, en hún á best 24,25 stig. GOLF Basl hjá Úlfari I llfar Jónsson, kylfíngur úr Keili, tók þátt í móti í Bandaríkjun- um í síðustu viku. Leikið var á velli í Flórída sem er par 72 og SSS 73. Úlfar lék á 72, 76 og 76 og dugði það í 7. sætið af 27 keppendum. Úlfar sagði að þetta hefði verið hálfgert basl hjá sér, sérstaklega síðari tvo dagana, en mikið rok var og rigning á meðan mótið fór fram. 1 2X1 1X1 1212 3TALIA: 21X 11X 1X2 1111 ENGLAND;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.