Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.04.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRIL 1994 53 Leiðsögn til stjarnanna Frá Þorsteini Guðjónssyni: Svo var, áður en þetta væri. - Snorri Sturluson. Langbestu stjörnufræðibókina handa byrjendum — sem ekki leggja sig sérstaklega eftir hinum mæl- ingafræðilegu og stærðfræðilegum þáttum, tel ég vera Leiðsögn til stjarnanna eftir Ingvar Agnarsson, sem er yfírfarin og gaumgæfð af dr. Þorsteini Sæmundssyni, stjörnu- fræðingi en útgefín af Skákprenti árið 1991. Bókin er til sóma bæði útgefendum og höfundum. Fræðsla um himingeiminn er mjög mikils- verð, og menn mega ekki ímynda sér, að geimur sá sé einhver „hlut- ur þarna úti“, því að við erum öll í honum miðjum og þátttakendur í þróun hans, eins og við séum hluti af honum og hann af okkur. Stjörnusjónaukinn Hubble hafði bilað um leið og honum var skotið upp, en fyrir áræði og snilli geim- ferðamanna tókst að koma honum í lag nú nýlega, og skilst mér þó, að einhver undursamleg heppni hafi líka komið þar við sögu. En þá er líka komið að því, sem hann sýndi, með hinum margfalt skýrari myndum en áður höfðu náðst, og er þess þá fyrst að geta, að „menn höfðu talið“ að „alheimurinn væri 15 milljarða ára gamall", og þess vegna væri það, sem sést á ysta sjónaijaðri, einmitt þetta gamalt. Nú sáu menn, nærri hinum útreikn- aða ysta jaðri, í þá átt sem stjörnu- merkið Tucana er, afarskýra stjörnuþyrpingu, vetrarbraut, sem auk þess að vera í nær 15 milljarða ljósára ljarlægð, var engu að síður sjálf allmargra milljarða gömul; það sýndi innri gerð hennar. En ef ljós- ið sem fór frá henni fyrir 13 millj- örðum ára, sýnir 4 milljarða ára gamla þyrpingu, er þar fundin vetr- arbraut sem telur 17 mtlljarða ára og er þar með „eldri en alheimur- inn“. Náttúrulega er fullkomin mót- sögn í því, að nokkuð geti verið eldra en alheimur, enda fór því fjarri, að allir stjörnufræðingar tryðu á slíkt. Það væri ekki ófróð- legt að rekja, hvernig það gat gerst, að slík hugmynd næði þvf valdi, sem varð um tíma. Það hygg ég hafa verið um peningaleg, trúflokkaleg og jafnvel stjórnmálaleg þungavikt- aráhrif að ræða. Það ber sannarlega ekki vott um hátt menningarstig Jarðarbyggja eða andlegt sjálf- stæði, að slíkt skyldi geta komist inn á svið vísindanna. En ég vil aðeins minnast á að þessi erkidella kom fyrst upp hjá belgískum ábóta um 1927 og hét þá reyndar ekki Hvellur heldur Atóm (Lemaitre: Le Atom Primitif; á ensku 1941: The Primeval Atom). Þróunarsögu hug- myndarinnar „á mjóum þráðum“ — frá Atómi yfir í Hvell hygg ég aldr- ei hafa verið rakta, en ef einhver veit betur, væri vert að láta þess getið. Svo miklum umskiptum mun uppgötvun hinnar „ofgömlu" vetr- arbrautar „á jaðri alheimsins" valda, að fæstir munu sjá yfir nema lítið brot af J)ví. Við næstu útgáfu Almanaks Islendinga kemur til dæmis upp það vandamál hvort hækka skuli „aldur alheimsins“ úr 15 milljörðum í 25 (til dæmis), eða þá að fella niður að minnast á aldur- inn, eins og réttast væri, því að slíkur aldur er ekki til. Aðeins „af- mörkuð kerfí“ eiga sér ákveðinn aldur, en hið óendanlega er eilíft. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON Rauðalæk 14, Reykjavík. Alvöru orð Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Frá Árna Helgasyni: Þegar ég fór að heiman til Vest- urlands bjóst ég ekki við að þar yrði eins löng dvöl og komið er á daginn. Mamma mín gaf mér góð fyrirmæli. Hún var einlæg i trú sinni á Jesúm Krist, enda hafði hann aldrei brugðist henni. M.a. voru þessi orð: Leitið fyrst Guðsríkis og hann réttlætis og þá mun allt þetta veitast yður að auki. Það eru orð að sönnu sem hafa fylgt mér síðan og gefíð lífinu gildi. Að fela Jesúm allt sitt líf er hverjum þeim sem gerir það af einlægni og samvisku- semi þau mestu auðæfi sem unnt er að eignast í þessum fallvalta heimi. En Jesú krefst líka af okkur að við séum trúir. Lífíð er ekki alltaf dans á rósum og hætturnar marg- ar. Hann varar okkur við breiða veginum sem liggur til glötunar og rétt áður en ég hóf að rita þessi fáu orð kom ég niður í Galatabréf- inu þar sem sterk viðvörun er til VELVAKANDI ABENDING TIL PÓSTS OG SÍMA KONA hringdi til Velvakanda og sagðist vera undrandi á því að Póstur og sími skyldu ekki slá þann vamagla á vakningaþjónustu sinni, að hringja strax í viðkom- andi og fá staðfestingu á því að hann hafí raunverulega beðið um að vera vakinn. Hún hefur búið erlendis nokkurn tíma og notaði samskonar þjónustu þar, og var þessi háttur ævinlega hafður á þjónustu þess símafyrirtækis. Þetta ætti ekki að vera mikið vandamál hjá Pósti og síma og myndi trúlega fækka svona plati. T AP AÐ/FUNDIÐ Gleraugu töpuðust TVÍSKIPT kvengleraugu töpuðust á kvennaböðum Laugardalslaug- arinnar 2. apríl sl. Skilvís finnandi skili þeim í sundlaugamar í Laug- ardal eða hringi í síma 812147. Barnastígvél fannst LÍTIÐ „moonboots" stígvél fannst í Sparisjóði vélstjóra fyrir nokkru. Hringt hafði verið áður en stígvél- ið kom í leitirnar og spurt um það. Er viðkomandi beðinn að hringja aftur í síma 628577. Úr týndist GULLHÚÐAÐ kvenúr af gerðinni Delma með svartri leðuról tapaðist á leiðinni Mosfellsbær - Njálsbúð á öðmm í páskum. Finnandi vin- samlega hringi í síma 91-667374. Kápa tekin í misgripum LJÓS popplínkápa með svörtum nýlegum skinnhönskum í vösum var tekin í misgripum úr fata- hengi í Félagsheimili aldraðra, Bólstaðarhlíð, og önnur skilin eftir miðvikudaginn fyrir páska. Kann- ist einhver við málið er hann beð- inn að hafa samband í síma 18665 eða fara á staðinn og skipta á kápum. Gleraugu töpuðust GLERAUGU í þunnri brúnni um- gjörð töpuðust fyrir u.þ.b. þremur vikum síðan í Hvömmunum í Kópavogi. Finnandi vinsamlega hringi í síma 40056. GÆLUDÝR Köttur fæst gefins HJÁLP. Getur einhver hugsað sér að bjarga lífi Patta. Hann er 2ja ára geltur, mjög góður högni sem vegna sérstakra ástæðna vantar nýtt gott heimili. Upplýsingar gef- ur Sóley í síma 29133 fyrir há- degi og 687446 seinnipartinn og á kvöldin. Kettlingar KETTLINGAR fást gefins, vegna sérstakra ástæðna, einnig sérlega falleg og barngóð eins árs læða. Upplýsingar í síma 674772. 4x með frönskum og sósu =995.- TAKWMEÐ < ) tiJ TÁKIÐMEÐ - tilboð! \*W -tilboð! Jarlinn Þú svalar lestrarþörf dagsins MP Flísalím og fúgi 0 AiFABORG r KNARRARVOGI 4 • » 686755 Gætín gagnanna <« örnggan afritnnarbúnad ♦BGÐEIND- Austurströnd 12. Sími612061.Fax612081 okkar ef við hugum á framhaldslíf- ið og undirbúnings þess: Gal. 6. 7-10. Villist ekki. Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir mun hann uppskera. Sá sem sáir í hold sjálfs sín mun af holdinu upp- skera glötun, en sá sem sáir í and- ann mun af andanum uppskera ei- líft líf. Þreytumst ekki að vera að gera það sem gott er, því að á sín- um tíma munum vér uppskera ef vér gefumst ekki upp. Þess vegna skulum vér meðan tími er til ástunda hið góða, gjöra gott, eink- um trúbræðrum vorum. Það er staðreynd að söfnun fjár- sjóða á jörðu gefur lífínu lítið gildi. Enda segir Biblían að mölur og ryð grandi því. Hinir eilífu fjársjóðir hafa aldrei brugðist þeim sem hafa eignast þá, svona einfalt er þetta og munum að þetta jarðlíf er eins og Einar Ben. segir bæði stutt og stopult. Hann hefur djúpa reynslu þess og sannfærðist um að upphim- inn fegri er augað sér, móti okkur faðm sinn breiði, þ.e. af við nýtum þennan tíma hér á jörðu til að reyna af fremsta megni að „ganga með Kristi og setja traust okkar á hann“. Svona einfalt er þetta. Það er ekki nóg að syngja: 0 þá náð að eiga Jesúm, en hafna í orði og gjörðum leiðsögn hans. Þjóð mína vantar í dag ekki meira hins veraldlega, heldur mikillar andlegrar vakningar og strauma frá Drottni vorum. Um þá skulum við biðja af einlægni landinu okkar til blessunar. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Pennavinir SEXTÁN ára ísraeli með margvís- leg áhugamál vill ólmur eignast ís- lenska pennavini: Rotem Cohen, 14/A Dror St., 75660 Rishon le-Zion, Israel. ÞÝSK 22 ára stúlka sem nemur landafræði, íþróttir og líffræði við háskólan'n í Karlsruhe. Hefur þrisv- ar heimsótt ísland og vonast til að eignast íslenska pennavini: Ai\ja Krieger, Lutzowweg 3, 76571 Gaggenau, Germany. LEIÐRÉTTIN G Fermt í Landa- kirkju 24. apríl í frétt um fermingar á lands- byggðinni í blaðinu í gær var sagt frá því að Landakirkja í Vest- mannaeyjum væri með fermingu sunnudaginn 17. apríl. Það er ekki rétt, ferming fer ekki fram i Landa- kirkju fyrr en sunnudaginn 24. apríl og biður Morgunblaðið hlutaðeig- endur velvirðingar á þessum mis- tökum. Laugardagar og sunnudagar eru: dudagar á Jarlinum, Sprengisandi Þá gerir fjölskyldan sér glaðan dag og börnin fá barnaboxin vinsælu með Ofurjarlinum og félögum hans, með hamborgara, frönskum og kók, á aðeins 195 krónur. Þeir eldri eiga margra kosta völ: Mest seldu steikur á íslandi eöa ítalskur salatbar, hollur, ljúffengur og ódýi* eða eitthvað annað gómsætt af matseðiinum - af nógu er að taka Nýtt kortatímabil V t I f / N ® A Sprengisandi 77™! oo unqhngar verða í meirihluta um 350 ^y: Styrkjum iJngdóminn íþelrra f/áröf/un! Sértilboð helgarinnar: ■i Speedo sundbolir á 1400 kr. Speedo sundtöflur á 300 kr. Bás 26 og 27 ■■ Sjósiginn þorskur og reykt loðna hjá Bergi frá Fáskrúðsfirði Opið laugardag og sunnudag frá kl. 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.