Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIINIAR Samskíptin við Kína Nágrannaþjóðir okkar, vestan hafs og austan, keppast við að auka SIÐARI GREIN í NÝLEGRI för minni til Austur- Asíu, með viðkomu í Japan, Kína og Suður-Kóreu, tilkynnti ég kín- verskum stjórnvöldum, eins og fram kom í fyrri grein minni, að Island vildi opna þar sendiráðsskrifstofu, og virða þannig grundvallarregluna um gagnkvæmni í samskiptum þjóðanna. í fyrri grein minni segir að við- skiptahagsmunir væru mikilvæg ástæða ákvarðana um rekstur sendiskrifstofa erlendis. Viðskipti íslands hafa farið vaxandi við Suð- Austur Asíu undanfarin ár (sjá töflu) og eru líkur fyrir því að svo verði áfram, eftir því sem þessi lönd verða ríkari. Jafnvel þótt meðaltekj- ur séu ennþá lágar í sumum þess- ara ríkja, fer þeim sífellt fjölgandi, sem hafa jafnmiklar eða meiri tekj- ur en Vesturlandabúar. Á töflunni sést að Suðaustur-Asía er orðinn jafnmikilvægur markaður fyrir ís- lenskan útflutning og Bandaríkja- markaður. Velta vöruviðskipta var um 12% við þessi ríki á síðasta ári, miðað við 12,7% fyrir Bandaríkin. Það land sem kaupir mest af ís- landi í Suðaustur-Asíu er Japan, sem var fjórða mikilvægasta út- flutningslandið 1993 á eftir Bret- landi, Bandaríkjunum og Þýska- landi. Taívan lenti í 13. sæti árið 1992 og jókst útflutningur þangað um 25% í fyrra. Árangur íslands í Taívan gefur einhveija vísbendingu um framtíðarmöguleikana í Kína, þar sem íbúar eru 55-falt fleiri. Þar sem viðskipti Islands eru meiri við Japan en við Kína og nærliggjandi svæði, Taívan og Hong Kong, samanlagt væri freist- andi að álykta að skynsamlegra væri fyrir ísland að opna sendiskrif- stofu fyrst í Tókýó. Nokkrar ástæð- ur eru fyrir því að svo er ekki. Ein sú mikil- vægasta er að viðskipti við Japan hafa þróast á markaðsgrundvelli, án atbeina eða með litl- um afskiptum stjórn- valda. Allt önnur staða ríkir í Kína, sem enn býr við miðstýrt hag- kerfi, þótt vissulega séu að verða breytingar á því. En í stórum dráttum er það enn svo að þar hafa stjórnvöld veruleg afskipti af milliríkj aviðskiptum. Sendiskrifstofa myndi því koma íslenskum fyrirtækjum að mun meira gagni en í Japan. Við þetta bætast þau sjónarmið sem áður eru rakin, um stöðu Kína í heiminum, gagn- kvæmnissjónarmið og kostn- mönnum sendiráða að sinna vissum verkefn- um í þágu lands og þjóðar, sem viðskipta- skrifstofa mætti ekki alltaf vinna. Fyrir minni ríkin er því yfir- leitt hagkvæmara að vera með sendiráð en viðskiptaskrifstofur, þótt stóru ríkin geti leyft sér að reka hvort tveggja. í Kína væri hvorki skynsamlegt né hagkvæmt að vera ein- göngu með viðskipta- skrifstofu. Mat á árangri Þótt ísland opni sendiskrifstofu í Kína um næstu áramót, með að- stöðu í sendiráði Svíþjóðar til þess samskipti við Asíuþjóð- ir, staðhæfir Jón Bald- vin Hannibalsson, vegna margvíslegra við- skiptamöguleika sem þar bjóðast. að byija með, mun það ekki í sjálfu sér leiða til stóraukins útflutnings strax á næsta ári. Stofnun sendi- ráðs er langtíma ráðstöfun. Ekki verður unnt að meta árangurinn fyrr en í fyrsta lagi eftir 3-4 ár. Byggja verður upp aðstöðu, stofna sambönd, heimsækja nágrannaríki, byggja upp traust. Mjög mikilvægt Jón Baldvin Hannibalsson að. Sendiráð eða viðskiptaskrifstofa Því er stundum haldið fram að betra væri að stofna viðskiptaskrif- stofur en sendiráð erlendis. Þótt viðskiptaskrifstofur geti verið æski- legar í sumum tilfellum, þá eru þær yfirleitt verri kostur fyrir lítil lönd. Slíkar skrifstofur njóta yfírleitt ekki skattafríðinda, nema þær séu hluti af sendiráði eða ræðisskrifstofu. Þær eru álíka dýrar í rekstri og sendiráð, sem geta sinnt mun fjöl- breyttara hlutverki. 011 sendiráð Islands eru viðskiptaskrifstofur, en viðskiptaskrifstofur geta aldrei ver- ið sendiráð. Sendiherra er viður- kenndur fulltrúi þjóðhöfðingja og sem slíkur hefur hann yfirleitt mun betri aðgang að stjómvöldum. Auk þessgilda fastmótaðar reglur í sam- skiptum þjóða, sem heimila starfs- Utanríkisverslun viö Austur-Asiu o.fl. 1992 og 1993 Útflutningur FOB Innflutningur CflF Milljónir kr. 1992 Útflutningur % 1993 % Breyting 1992 Innflutningur % 1993 % Breyting A. Japan 6.628,0 7,5% 8.777,1 9,3% 32,4% 5.579,1 53% 5.056,9 53% -93% B. Suöur-Kórea 89,1 0,1% 225,7 03% 153,3% 729,0 03% 7613 03% 43% C. Kína o.fl. 1.4933 1,7% 1.904,3 2,0% 27,5% 2.0873 23% 2.3013 23% 103% Taívan 1.476.0 1,7% 1.845,8 1,9% 25,1% 787,9 0,8% 844,4 0,9% 7,2% Hong Kong 11,8 0,0% 49,9 0,1% 322,9% 622,1 0,6% 526,3 0,6% -15,4% AlþýðulýÖveldið 6.0 0,0% 8,6 0,0% 43,3% 677,3 0,7% 931,1 1,0% 37,5% D. ASEAN 32,9 0,0% 51,5 0,1% 56,5% 5803 0,6% 6013 0,7% 33% Tafland 8,9 0.0% 24,0 0,0% 169,7% 199,9 03% 139,2 0,2% -30,4% Singapúr 18,6 0,0% 15J 0,0% -16,7% 144,5 0,1% 1593 0,2% 10,2% Indónesía 3.3 0,0% 8,9 0,0% 169,7% 87,1 0,1% 128,8 0,1% 47,9% Malasía 1,4 0,0% 2,7 0,0% 92,9% 89,7 0,1% 124,5 0,1% 38,8% Filippseyjar 0,7 0,0% 0,4 0,0% -42,9% 59,6 0,1% 49,5 0,1% -16,9% Brúnei 0,0 0,0% 0,0 0,0% 0,0% 0,0 0,0% 0,0 0,0% 0,0% Samtals A-D 8.243,8 9,4% 10.958,6 11,6% 32,9% 8.9763 93% 8.7213 9,6% -23% E. Óseanía 65,1 0,1% 1533 0,2% 1353% 2.5523 2,6% 2.2693 23% -11,1% Ástralía 59,9 0,1% 43,6 0,0% -27,2% 2.468,3 2,5% 2.202,6 2,4% -10,8% Nýja-Sjáland 5,2 0,0% 109,6 0,1% 2007,7% 83,9 0,1% 66,9 0,1% -20,3% Samtals A-E 8.308,9 9,5% 11.1113 11,7% 33,7% 113283 11,9% 10.991,0 12,0% -4,7% Bandaríkin 10.038,8 11,4% 15.164,4 16,0% 51,1% 8.012,1 8,3% 8.502,9 9,3% 6,1% Alls 87.832,9 100,0% 94.7033 100,0% 7,8% 96.895,4 100,0% 9007,0 100,0% -53% Á töflunni sést að mikil útflutningsaukning hefur orðið frá Islandi til Austur-Asíu, um 33% milli ára 1992-93. Útflutningurinn var orðinn 11,6% heildarútflutnings 1993 (en meðaltalsútflutningur til Bandaríkjanna 1990-93 var 12,6%). Útflutningur til aðildarríkja Samtaka suð-austur Asíuþjóða (ASEAN) er enn lítill, en talið er að þar geti verið svigrúm til útflutningsaukningar. er í þessum ríkjum að aðili sé á staðnum til þess að fylgja málum eftir. Kostnaðurinn yrði svipaður og fyrir lítið sýslumannsembætti. Varðandi þá möguleika sem ís- lendingum bjóðast í Kína og víðar, mun reynslan leiða það í ljós, hvaða valkostir eru fýsilegastir. Sjávaraf- urðir verða vissulega áfram mikil- væg útflutningsvara til Asíu, bæði ódýrari tegundir og þær verðmeiri. í framtíðinni verður að skoða mögu- leika á að fullvinna vöruna meira hérlendis og aðlaga hana markaðs- aðstæðum í þessum löndum. Á þessu sviði þarf að vinna mikið undirbúningsstarf. Þá eru í Kína möguleikar fyrir ísland til þess að bjóða ýmsa þjón- ustu, verkfræðiþjónustu, verktaka- þjónustu við jarðhita, vegagerð o.fl. Allt eru þetta valkostir fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja færa út kvíarn- ar. Loks má nefna að einhver fyrir- tæki munu sjálfsagt vilja styrkja stöðu sína í framtíðinni með 'sam- starfsverkefnum í þessum löndum; t.d. með því að framleiða á stærri markaði vöru, sem reynst hefur vel á íslandi, svo sem veiðarfæri, sér- hæfðan vinnufatnað og tæknibún- að. Nágrannaþjóðir íslands, bæði vestan hafs og austan, keppast nú við að auka samskipti sín við Asíu- þjóðir, vegna þeirra viðskiptamögu- j leika sem þar bjóðast og væntan- ^ legs ávinnings af gagnkvæmu sam- starfi. Það mun reynast heillaspor fyrir íslendinga í framtíðinni að stíga þetta fyrsta skref nú til að treysta samskipti landsins við Kína og aðrar Asíuþjóðir. Á næsta ári verður kvennaráð- stefna Sameinuðu þjóðanna haldin í Peking. Um svipað leyti mun for- seti íslands fara í sína fyrstu opin- 1 beru heimsókn til Kína. Ég vona I að íslenskt sendiráð í Peking hafi j þá tekið rösklega til starfa. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins — Jafnaðarmannaflokks íslands. Þau eru á okkar vegum. Styöjum við bakið á þeim. + Rauði kross íslands Rauöarárstig 18,105 Reykjavík, sími 91 -626722 Sendifulltrúar Rauða krossins á neyðarsvæðum eru oft síðasta von hinna varnarlausu. Þeir hafa bjargað milljónum mannslífa um víða veröld.Við íslendingar höfum lagt okkar að mörkum í því mannúðarstarfi. En betur má ef duga skal. Á sjötta tug íslenskra sendifulltrúa úr mörgum starfsgreinum hafa starfað á vegum Rauða krossins í 30 löndum á undan- förnum árum. Þeir njóta virðingar og eru eftirsóttir vegna víðtækrar reynslu, útsjónarsemi og dugnaðar - mannkosta sem nýtast vel þar sem allt er í hers höndum. Taktu þátt í mannúðarstarfinu með okkur og greiddu gíróseðilinn í næsta banka eða pósthúsi. Framlag þitt hjálpar þeim. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.