Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ í sjóstanga- veiði mei Eyjalerium EYJAFERÐIR í Stykkishólmi eiga mikinn þátt í að ferðamanna- straumurinn beinist hingað og er starfsemin komin í fullan gang. Eftirspurn í ferðir er meiri en nokkru sinni fyrr, um 15% að því er eigendur Eyjaferða álíta. Fjöl- margir ferðamenn koma ár eftir ár og hafa Eyjaferðir leitast við að auka sífellt fjölbreytni þeirra ferða sem boðið er upp á. Ferðir um eyjamar þar sem menn gæða sér á nýveiddum hörpudisk mælast ailtaf vel fyrir og er farið í allt að sex ferðir á dag, þó bátur- inn rúmi um 60 manns. Nú hefur fyrirtækið einnig útbúið og gert upp bát þar sem fýrst og fremst er boð- ið upp á sjóstangaveiði auk náttúru- skoðunar. Ef vei gengur geta ferða- menn tekið aflann heim í pottinn. Þessi bátur hefur verið gerð- ur upp og verður notaður í sjóstangaveiðiferðir. Einnig geta menn leigt bátinn til sjóferða, t.d. veiðar með lúðulóð þegar kemur fram á sumar. Skip- stjóri er Gísli Hallgrímsson sem hefur getið sér gott orð sem aflakló. í sumar verður veiðidagur fjölskyld- unnar alla miðvikudaga. Þá gefst foreldrum kostur .á að taka böm sín með í veiðitúr án þess að greiða sérstakt gjald fyrir þau. Vonast ferðamenn eftir að vinsældir þess- ara ferða verði ekki síðri en hinna sem haldið verður áfram líka. ■ Ámi Helgason, Styykkishólmi. 5010 manns f Vildarklúbbi Flugleiða NÚ ERU 5.000 manns félagar í Vildarklúbbi Flugleiða, þar af um 1.800 útlendingar, flestir bandarískir. Félagar safna punktum í flugi og fá m.a. ókeypis ferðir þegar ákveðnum punktafjölda er náð. Um 300 manns hafa þegar fengið ókeypis ferðir fyrir sína punkta. Þá hafa Flugleiðir sérstakan Sum- arbónus fyrir farþega í innanlands- flugi í sumar og fá farþegar tvöfald- an punktafjölda fyrir flug frá Reykjavík til Egilsstaða, Hafnar og Vestmannaeyja í júní. í júlí er tvö- faldur punktafjöldi milli Reykjavík- ur, Sauðárkróks, Akureyrar og Húsavíkur og í ágúst á milli Reykja- víkur, ísafjarðar, Patreksfjarðar og Þingeyrar. Þá er tvöfaldur punktafjöldi í sept- ember veittur fyrir flug milli Kefla- víkur og Frankfurt og einnig til Fort Lauderdale. Enn sem komið er hefur ekki verið gengið frá samning- um um að önnur flugfélög taki punkta úr Vildarklúbbi Flugleiða inn í sín tilboð. Vildarklúbbur Flugleiða hefur starfað í hálft annað ár og ef félagi hefur verið tvö ár í klúbbnum og ekki náð að safna nægilega mörgum punktum fymist helmingur punkta fyrstu ferðar að þeim tíma liðnum. Farþegum skal bent á að þeir verða sjálfir að vekja athygli á við innritun að þeir séu félagar í klúbbn- um til að punktafjöldi sem er veittur á flugleiðinni nýtist þeim. ■ Fjarlægðir á leiðum Flugleiða Km frá Reykjavík Amsterdam 2038 Baltimore 4432 Barcelona 2980 Kaupmannahðfn 2141 Færeyjar 771 Fort Lauderdale 5853 Frankfurt 2398 Glasgow 1344 Hamborg 2165 Kulusuk 735 London 1893 Luxemburg 2332 Milanó 2806 New York 4160 Orlando 5676 Osló 1771 Paris 2259 Salzburg 2795 Stokkhólmur 2139 Zurich 2629 Sifllt frá Grindavík með ferða- Grindavík - HEILSUFÉLAGIÐ við Bláa lónið gefur kost á siglingu frá Grindavík með einstaklinga og hópa í samvinnu við fleiri aðila í ferða- þjónustu. Siglt er frá Grindavík og ýmist siglt austur undir Krýsuvíkurbjarg eða vestur undir Reykjanes og land- ið skoðað frá sjó og farþegar geta einnig skoðað sjávarlíf og rennt færi. Þá er fyrirhugað að sigla út í Eldey og skoða fugialíf þar. Krist- inn Benediktsson staðarhaldari bað- hússins við Bláa lónið sagði í sam- tali, að með þessum ferðum væri verið að auka Qölbreytni fyrir ferða- menn, ekki síst fyrir þá ferðamenn sem stoppa stutt við á höfuðborgar- svæðinu eða hér suður með sjó. Kristinn sagði að það væri talsvert um að ferðamenn væru að koma úr hringferð um landið og við tæki FERÐALÖG Mamma, hvað er hægt að gera í Trier? TRIER er ljúf og falleg hundrað þúsund manna borg sem stendur við bakka Moselárinnar. Ferðamenn sem heimsækja þessa elstu borg þýskalands skipta ekki hundruðum þúsunda heldur milljónum á ári hveiju en þrátt fyrir það einkennir borgina friðsæld, hreinleiki og feg- urð. Leikfangasafnið í Tríer hefur að geyma meira en fimm þúsund leikföng til að dást að. Byggingamar eru gamlar og tfgulegar og svo virðist sem íbúar borgarinnar leggi sig í líma við að prýða hana blómskrúði og halda við gömlum minjum sem eru allt frá tímum Rómveija. Borgin Tríer með börnin í huga Mamma, hvað er hægt að gera þama í Trier gall við í stelpunni minni þegar ég kom úr nokkurra daga ferð um Trier og nágrenni? Hvemig átti ég að koma henni f skilning um að þetta væri einmitt borgin sem ég vildi fara með mín böm til? Trier og ekki síður næsta nágrenni borgarinnar væri einmitt tilvalin fyrir fjölskyldufólk. Ekki þýddi að tíunda með há- fleygum orðum fegurð vínakranna og Móseldalsins spjalla við hana um Rheinishe Landemuseum sem er safn með minjum frá tímum Róm- veija eða sannfæra hana um töfra þess að staldra við hjá vínbændum í Móseldalnum, skoða vínkjallara og smakka á framleiðslunni. Nei Trier og Móseldalurinn séð með augum bamsins er öðmvísi en ekki síður spennandi. Hjólað um Móseldallnn Undanfarið hafa Flugleiðir boðið hagstætt verð á flugi og bíl til Lúx- emborgar og það jafnvel verið ódýr- ari kostur en bara flugfarið. Það er um klukkustundar akstur frá flugvellinum í Lúxemborg til Tríer og þar em ótal gistimöguleikar, tjaldstæði, hjólhýsastæði, gisti- heimili, farfuglaheimili og mörg hótel. Fyrir utan borgina, meðfram ánni er líka hægt að finna einka- heimili sem bjóða upp á gistingu, lítil notaleg gistihús og hótel. Stúlkunni sagði ég nú frá því að meðfram Móselánni væm göngu-, og hjólastígar og dásamlegt að hjóla meðfram ánni á góðum degi, heyra fuglasöng og finna ilminn af falleg- um gróðri. Allsstaðar em bekkir til að stoppa við og fá sér djús og samloku og það er engin örtröð , aðeins um helgar að fjölmenni er á þessum stígum. Það era nokkrar hjólaleigur í Móseldalnum en hjá þeim aðila sem ég var með hjól hjá í bænum Konz var verðið mjög hagstætt. Fullorðn- ir borgar um 500 krónur fyrir dag- inn og böm rúmlega 200 krónur. Leiga á hjálmum er 90 krónur á dag og sama gildir um töskur á hjólin eða annan auka útbúnað. Heimilisfangið er Granastrasse 24, 54329 Konz og síminn 06501-7790. Það er bömum og fullorðnum ömgglega ógleymanlegt að hjóla saman meðfram ánni, stoppa til að borða nesti eða skoða sig um í litl- um og friðsælum bæjum á leiðinni. Með því að staldra við á nokkmm stöðum og taka lífinu með ró tók um íjóra tíma að hjóla tuttugu og fimm kílómetra lengd. Stígarnir em beinir og malbikaðir og það rúmir að tveir geta auðveldlega hjólað samsíða. Ef vill er hægt að gista á leiðinni eða hjóla fram og til baka sama daginn. Þá er líka mögulegt að taka lest til baka með hjólin. Borgln skoðuð úr risa lelkfangalest Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í Tríer að bjóða upp á skoðunar- ferð úr opinni lest sem lítur út eins og stór Lególest og kölluð er Rö- mer-express. Lestin er þijá stundar- fjórðunga að aka með ferðamenn um borgina og í hátalarakerfi glym- ur rödd fararstjóra sem útskýrir það sem fyrir augu ber. Farið er á 45 mínútna fresti frá Porta Nigra borgarhliðinu og kostar ferðin 10 mörk fyrir fullorðna sem em rúm- lega ijögur hundmð krónur og helming af þeirri upphæð fyrir böm sem orðin em sex ára. Sumarbóteli á Laugartióli breytt í gistiheimili Sædís siglir út úr höfninni í Grindavík. 1-2 daga bið eftir að komast út og væri kjörið fyrir þann hóp að nýta sér þessar ferðir. „Þá viljum við hafa framkvæði í að efla ferða- mannaþjónustuna og auka framboð á afþreyingu hér um slóðir. Bláa lónið heldur aðdráttarafli sínu en við eram hér að hugsa um aukna íjölbreytni," sagði Kristinn. Báturinn, sem notaður er í ferð- imar, heitir Sædís, 40 tonna bátur frá Þorlákshöfn og er búið að fiska kvóta skipsins þannig að segja má að,nú sé gert út á afla utan kvóta- kerfisins. Báturinn hefur verið leigður út september í þessar ferðir. Laugarhóli - Sumarhótelinu sem rekið hefur verið undanfama tvo áratugi í húsrými Klúkuskóla og félagsheimilisins Laugarhóls hefir nú verið breytt í gistiheimili. Verð- ur rekin þama gisting með morg- unverði, en einnig er hægt að fá keyptar einstakar máltíðir, auk þess sem sundlaugin verður opin og þá einnig sölutuminn á staðn- um. Rekstur hófst að þessu sinni þama fyrsta júní og lýkur svo um mánaðamótin ágúst-september. Það er Sigrún Jónsdóttir á Drangsnesi, sem rekur gistihúsið á Laugarhóli að þessu sinni. Þama era fjögur fjögurra manna her- bergi með hlaðrúmum og tvö tveggja manna. Þá er hægt að taka Ijölda manns í svefnpoka- pláss, bæði í skólastofum og sal. Þá er einnig skipulagt tjaldstæði bæði framanvið húsið og neðar á túninu. Þar er einnig rennandi vatn og snyrtiaðstaða. Nokkur fjöldi fólks hefir ávallt komið að Laugarhóli á hveiju sumri. Samt hefir verið erfitt að láta reksturinn bera sig. í stað þess að leggja í þann kostnað sem þurft hefði til að þarna mætti reka hótel í sumar var því ákveðið að Gistiheimilið á Laugarhóli. reka þama gistiheimili í staðinn þetta árið. Skammur gangur er á ýmsa staði sem skemmtilegt er að skoða. Að húsabaki er baðlaug sú er Guðmundur Arason biskup, hinn góði, vígði á sínum tíma. Um það bil kílómetra austan við staðinn er Goðafoss í Hallárdalsá, en þar á að hafa verið kastað í goðunum úr hofinu í Goðadal. Þá er hinn botnlausi Hrísmúlahellir handan ár milli Framness og Kaldrana- ness. Auk þess er fullt af fellum sem létt er að klífa og dölum eins og Sunndal, Goðadal og Selárdal, sem gaman er að kanna. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.