Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.08.1994, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 7/8-13/8 ►FYRSTA Skaftárhlaupið í þijú ár hófst um hádegi á fimmtudag. Vatnsmagn í ánni er að öllu jöfnu 60 til 150 rúmmetrar en var kom- ið upp i 520 síðdegis á fimmtudag. Talið er að hlaupið standi í tvo til þrjá daga. ►FUNDIST hafa krítarpíp- ur, sleggjur, vaðsteinar og hlutir sem tengjast daglegu lífi við fornleifauppgröft í Viðey. Mannvistarleifar í eynni eru frá fjórum tíma- bilum og eru þær elstu frá 10. öld. ►BORGARRÁÐ hefur hafnað tilboði Electrolux vegna fyrirhugaðrar bygg- ingar íþróttahúss fyrir heimsmeistarakeppnina í handknattleik. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi R-lista, sagði að tilboðið hefði þótt með öllu óað- gengilegt. Jens Ingólfsson, framkvæmdastjóri Amar- húsa hf., sem er umboðsað- ili Electrolux á íslandi, seg- ir að um misskilning sé að ræða, ekki hafi verið lagt fram eiginlegt tilboð og for- svarsmönnum Electrolux sé í mun að koma til móts við óskir Reylgavíkurborgar. ►FULLTRÚARÁÐ Sjálf- stæðisfélaganna í Reykja- vík hefur samþykkt sam- hljóða og án umræðu að halda prófkjör vegna þing- kosninga 28. til 29. október næstkomandi. Prófkjörið verður opið öllum fullgild- um flokksmönnum í borg- inni, 16 ára og eldri, og öðrum þeim, sem kosninga- rétt eiga í borginni á kjör- dag og fylla út beiðni um inngöngu I flokkinn fyrir kjördag. Svalbarðadeilan heldur áfram NORSK stjómvöld hafa staðfest reglu- gerðarbreytingu til að koma í veg fyrir veiðar íslendinga við Svalbarða. Breyt- ingin felur í sér heimild til að færa skip til hafnar, gera afla og veiðarfæri upptæk og jafnvel skipið sjálft. Norsk- ir strandgæslumenn sigu niður í Há- gang I og Andeyna á föstudagskvöld. I upphafí var haldið að látið yrði reyna á reglugerðarbreytinguna en síðar kom í ljós að hún hafði ekki verið auglýst í norskum fjölmiðlum í tæka tíð. Norð- mennimir gáfu íslendingunum harð- orða viðvömn og yfirgáfu skipin eftir um þriggja tíma viðveru. Ekki er annað vitað en vel hafi farið á með Norðmönn- um og íslendingum í skipunum. Þau voru á heimleið og verða væntanlega hér á landi um miðja næstu viku. Eng- in íslensk skip em við veiðar á Sval- barðasvæðinu nú. Útgerðarmenn skipa á svæðinu gagnrýna stjómvöld fyrir aðgerðaleysi og hafa ákveðið að koma saman í næstu viku til að ráða ráðum sínum. Friðrik_ Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Úthafs, sem m.a. gerir út Há- gang I og II, treystir á samstöðu út- gerðarmannanna. Nánari útfærsla á fyrri afstöðu NORSKIR stjórnmálamenn líta svo á að ekki felist ný afstaða gagnvart veið- um íslendinga á Svalbarða í nýju reglu- gerðinni. Hún sé fyrst og fremst nán- ari útfærsla á fyrri afstöðu. Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra íslands áttu fund um hertar aðgerðir Norðmanna á föstudag. Davíð Oddsson sagði að fund- inum loknum að lítið gagn væri í því að ræða við norsk stjórnvöld á meðan þeir lékju stríðshetjur í Barentshafi til að breiða yfír lélega sjávarútvegssamn- inga við Evrópusambandið. Málarekst- ur fyrir alþjóðlegum dómstólum væri í athugun fylgdu Norðmenn kröfum sín- um eftir. Landamæri ísraels og Jórdaníu opnuð LANDAMÆRI ísraels og Jórdaníu voru opnuð með viðhöfn á mánudag og hófst þá jafnframt fyrsta opinbera heimsókn ísraelsks forseta til Jórdan- íu. Yitzhak Rabin forsætisráðherra sagði að ísraelar hefðu ekki getað beðið deginum lengur eftir þessum tímamótum en með þessu var endir bundinn á 46 ára styijaldarástand milli ríkjanna. Vilja afnám vopna- sölubannsins BILL Clinton Bandaríkjaforseti lofaði á fímmtudag að mælast til þess við öryggisráð Samein- uðu þjóðanna fyrir j lok október að vopnasölubanninu gegn Bosníu yrði af- létt ef Serbar féllust ekki á friðaráætlun stórveldanna fimm. Öldungadeiid Banda- ríkjaþings samþykkti tvö frumvörp, annað þess efnis að forset- inn legði þetta til og hitt að hann aflétti banninu einhliða ekki síðar en 15. nóvember svo hægt verði að selja múslimum vopn. Æfir út í írani ARENGTÍNUMENN eru æfir út í írani vegna sprengjutilræðis í Buenos Aires sem kostaði tæplega 100 manns lífið 18. júlí. Argentínskur dómari hefur gefið út handtökutil- skipun á hendur fjórum írönskum stjórnarerindrekum vegna tilræðis- ins. Carlos Menem forseti hefur sagt að vísa bæri sendiherra Iandsins. Bill Clinton ►BILL Clinton Banda- ríkjaforseti beið mesta ósigur sinn á þingi er sljórnarfrumarp til að stemma stigu við glæpum náði ekki fram að ganga á fimmtudag. ►ÍSRAELSKA ríkissjón- vaiyið sagði í fyrradag að Irakar hefðu látið i ljós ósk um að semja frið við ísraela. ►STJÓRN Silvios Ber- íusconis forsætisráðherra Ítalíu verður æ valtari í sessi og mikið verðfall varð á mörkuðum í Mílanó í fyrradag vegna skyndi- legra vaxtahækkana seðlabankans sem óttast pólitíska upplausn. ►ÆTTINGJAR fórnar- lamba sprengjutilræðisins yfir Lockerbie hafa hafn- að blóðpeningum Gaddafi Líbýuleiðtogi. Hann hefur boðist til að greiða hverri bandarískri fjölskyldu sem missti ástvini jafn- virði 210 milljóna. króna. ►FRANSKA lögreglan hefur handtekið tugi mú- slimska ofsatrúarmanna frá Alsír og á annað hundrað ólöglegra inn- flyljenda í viðamiklum leitaraðgerðum í París í vikunni. Franska stjórnin fyrirskipaði þessar að- gerðir eftir morð á fimm Frökkum í Algeirsborg í vikunni sem leið. ERLEIMT Hulunni svipt af kynferðisafbrotamáli í Þýskalandi Fimmtán börn mis- notuð um árabil Stuttgart. Mor^unblaðið. RÉTTARHÖLD eru nú hafin í einu óhugnanlegasta og umfangsmesta kynferðisafbrotamáli gegn börnum sem sögur fara af í Þýskalandi. 20 karlmenn og 7 konur á aldrinum 23 til 79 ára, úr tveimur fjölskyldum í bænum Worms i Suður-Þýska- landi, eru ákærð fyrir að hafa mis- notað kynferðislega böm sín og frændsystkini, alls 15 talsins. Talið er að bömin hafí verið svívirt um árabil eða allt frá árinu 1990, en upp komst um ódæðið í ársbyijun 1993 og hefur viðamikil rannsókn staðið yfír síðan. Hún hefur meðal annars leitt í Ijós að nánast allir sem koma við sögu, jafnt gerendur sem þolendur, teljast vera fyrir neðan meðallag í greind og nokkrir jafnvel á mörkum þess að vera þroskaheftir. I ársbyijun 1993 tóku barna- verndaryfirvöld í Worms þá ákvörð- un að koma í fóstur fimm systkinum á aldrinum 5 til 12 ára, enda voru heimilisaðstæður óviðunandi; faðir- inn atvinnulaus drykkjumaður og móðirin vændiskona. Eftir að börnunum hafði verið komið fyrir hveiju á sínu heimilinu og fósturforeldranum hafði tekist að ávinna sér traust þeirra, fór sannleikurinn smátt og smátt að koma í ljós. Elstu dæturnar tvær voru fyrstar til að leysa frá skjóð- unni og skýrðu frá því, hvor í sínu lagi, sem fram hafði farið á heimili þeirra. Lýsingar þeirra voru vægast sagt óhugnanlegar en svo hárná- kvæmar, að enginn efaðist um að taka skyldi börnin alvarlega. Hrundið var af stað rannsókn í málinu, sem náði til tveggja fjöl- skyldna í Worms og beindust bönd- in fljótt að um 30 manns; foreldrum barnanna, ættmennum og vinafólki þeirra. Um var að ræða foreldra systkinanna fimm, ömmu, afa, móð- urbróður, frændur, eldri stjúpsystur barnanna ásamt eiginmanni, föður eins bekkjarfélaga, kunningja for- eldranna og fleiri. I ljós kom að auk systkinanna höfðu tíu önnur börn úr fjölskyldun- um tveimur verið misnotkuð kyn- ferðislega í íjölda ára af foreldram sínum og ættmennum, en börnin öðluðust kjark hvert af öðru þegar leið á rannsóknina og fengust á endanum til að segja frá því sem gerst hafði. Reuter * Afangasigur í kjarnorkudeilu Robert Galucci, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, t.v., og Kan Sok Ju, aðstoðarutanrík- isráðherra Norður-Kóreu, takast i hendur eftir að tilkynnt var í gær um samning milli þjóðanna vegna hinnar umdeildu kjarn- orkuáætlunar Norður-Kóreu- manna. í samkomulaginu er kveð- ið á um að Norður-Kóreumenn skipti um kjarnakljúfa og fari að nota léttvatnskjarnakljúfa, sem framleiða mjög lítið af plútóníum. Bandaríkjamenn munu kalla sam- an hóp þjóða til þess að standa straum af kostnaðinum við breyt- inguna, sem talinn er verða um fjórir milljarðar dollara, og tryggja að Norður-Kóreumenn fái orku með öðrum hætti uns nýju kjarnakljúfarnir verða tekn- ir í notkun. Ríkin sömdu ennfrem- ur um að skiptast á stjórnmála- fulitrúum og draga úr viðskipta- hömlum, og stíga þannig fyrstu skrefin í átt til eðlilegra sam- skipta. Norður-Kóreumenn munu áfram verða aðilar að sáttmálan- um um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna. Borg frá tímum Rómaveldis fundin í Jórdaníu Minjamar í hættu efnahagsbata vegna Raleigh. Reuter. TÝNDA borgin Aila, sem var ein helsta hafnarborg Rómaveldis, fannst nú í sumar í eyðimerkurs- andinum undir jórdönsku borginni Aquaba, sem er við samnefndan flóa í Rauðahafi. Hópur vísinda- manna frá ríkisháskóla Norður Karólínu í Bandaríkjunum hefur leitað í sumar, og segja þeir hættu á að staðurinn, sem er nærri landa- mærunum víð ísrael, hverfí undir hótel og bílastæði, því friðarsamn- ingur ríkjanna, og söguleg opnun landamæranna á þessu svæði hafi leitt til skyndilegs efnahagsbata á svæðinu. „Við vissum að vegna vaxtar Aquababorgar væri þetta síðasta tækifærið sem við hefðum til þess að finna þá fomu borg, Aila,“ sagði Thomas Parker, prófessor i sagn- fræði, sem leiddi hóp fornleifafræð- inga, sagnfræðinga og nemenda sem fann þessa 2.000 ára gömlu borg. Einu vísbendingarnar um stað- setningu borgarinnar voru forn skjöl og loftmyndir þar sem greina mátti óljósar útlínur grafinna veggja. Það tók vísindamennina nokkrar vikur að grafa upp leifar af borg- inni, sem stóð frá fyrstu öld fyrir Krist til sjöundu aldar. Hún var viðskiptamiðstöð fyrir Rómaveldi uns islamski spámaðurinn Múha- með lagði borgina undir sig. Meðal þess sem grafið var upp voru hlut- ar borgarmúrsins, mörg þúsund pottabrot og mynt, auk bréfs sem einhver hefur ritað á mjaðmagrind- arbein úr kameldýri. Verið er að þýða bréfið. Mikill hluti Ailaborgar liggur undir Aquababorg, en Parker telur að hægt verði að bjarga mikilvæg- um minjum um borgina. Hann tek- ur þó til greina að þrýstings gætir vegna uppgripa í ferðaiðnaði á svæðinu, sem hefur ekki síst orðið vegna þess að nýlega var opnað hlið á landamærum ríkjanna um þrem kílómetrum norðan við borg- ina. Gömul port- kona vill verða borg- arstjóri London. Reuter. STJÓRNMÁLAMENN í ensku borg- inni Liverpool stukku verðandi borg- arstjóra til varnar á fimmtudag eftir að fjölmiðiar birtu fregnir þess efnis að hún hefði komist í kast við lögin. Petrona Lashley er 53 ára vara- borgarstjóri og tekur að' óbreyttu við starfi borgarstjóra á næsta ári. Blað- ið Liverpool Echo birti hins vegar frétt á fimmtudag þess efnis að Las- hley hefði verið dæmd fyrir vændi á áttunda áratugnum og árið 1990 var hún dæmd til fjársektar fyrir að hafa komist yfir fasteignir með svikabrögðum. Sjálf kvaðst Lashley staðráðin í að láta uppljóstrunina ekki hafa áhrif á sig og sagðist gáttuð á þeim áhuga sem gömlum syndum hennar væri sýndur. Háttsettir borgarfulltrúar sögðu fregnirnar ekki gefa ástæðu til að þeir kanni aftur hvort embætt- ið teljist hæfa Lashley. Harry Rim- mer, forseti borgarráðs og flokks- bróðir Lashley í Verkamannaflokkn- um, sagði að hún hefði bæði hæfí- leika og reisn til þess að hljóta starf- ið. „Hún hefur óskoraðan stuðning okkar,“ sagði Rimmer. Mike Storey, leiðtogi Fijálslyndra, sagðist einnig styðja hana til borgarstjórastarfsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.