Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 FRETTIR Vínsjóir Suöur-Evrópnríkja eru aö kaffæra e&iahag Evrópusambandsins: ■ Þau eru að spyija hvort EES-samningurinn tryggi þeim ekki líka þetta námsefni, hr. menntamálaráðherra? Ákvörðun um húsaleigubætur þarf að taka fyrir 1. október Ráðuneytið segir ekki hægt að fresta ákvörðun FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ seg- ir að ekki sé hægt að gefa sveitarfé- lögum frest á að taka ákvörðun um það hvort húsaleigubætur verða greiddar út í viðkomandi byggðarlög- um, en bæjarstjórnir Akureyrar, Kópavogs og Hafnarfjarðar hafa far- ið þess á leit við ráðuneytið. Segir ráðuneytið að það sé ekki í þess valdi að breyta lögum sem gildi í þessum efnum. Sveitarfélög þurfa að taka ákvörðun um greiðslu húsaleigubóta fyrir 1. október og tilkynna það fé- lagsmálaráðuneytinu fyrir 1. nóvem- ber, samkvæmt lögum sem samþykkt voru í vor og taka gildi í upphafi árs 1995. Fram hefur komið að Húsavík og ísafjörður hafa tekið ákvörðun um að greiða ekki út húsaleigubætur og það sama gildir um Blönduós, en að Reykjavík ætlar að gera það. Málið verður rætt á reglulegum stjómarfundi í Sambandi íslenskra sveitarfélaga á morgun, föstudag. Samkvæmt lögunum taka ríki og sveitarfélög sameiginlega þátt í greiðslu húsaleigubóta. Eiga sveitar- félögin að sjá um útgreiðslu bótanna og greiðir ríkið þeim 60% af útlögð- um kostnaði. Jöfnunarsjóður sveitar- félaga annast greiðslurnar. Til þess að íbúar sveitarfélags eigi rétt á greiðslu bóta þarf viðkomandi sveit- arstjóm að taka ákvörðun þar að Iútandi vegna næstkomandi árs fyrir 1. október og tilkynna það ráðuneyt- inu ásamt áætlun um upphæð bót- anna fyrir 1. nóvember. 21 þúsund hæst á mánuði Reglugerð félagsmálaráðuneytis- ins um fjárhæð og útreikning húsa- leigubóta vargefin út 14. september síðastliðinn og nefnd á vegum ráðu- neytisins þar sem í eiga sæti þrír fulltrúar Sambands íslenskra sveitar- félaga vinnur nú að nánari útfærslu á framkvæmdinni. Húsaleigubætur geta ekki numið hærri upphæð en 50% af leiguupphæð og geta aldrei orðið hærri en 21 þúsund krónur á mánuði. Þær reiknast þannig að fyr- ir hverja íbúð greiðist sjö þúsund króna grunngjald og síðan bætast Lög um húsaleigubætur voru samþykkt í vor og verða þær greiddar út á næsta ári, en það er í valdi hvers og eins byggðarlags að ákveða slíkt. Sjónarmið til lag- anna eru mismunandi. við 4.500 krónur fyrir fyrsta bam, 3.500 krónur fyrir annað bam og 3 þúsund krónur fyrir það þriðja. Að auki bætist við 12% þeirrar leigufjár- hæðar sem er á bilinu 20 til 45 þús- und krónur. Bætumar eru eigna- og tekjutengdar og skerðast óháð ijöl- skyldustærð um 2% af árstekjum umfram 1,5 milljón króna. Ef eignir að frádregnum skuldum eru umfram þijár milljónir króna er 25% þess sem umfram er bætt við þær tekjur sem liggja til grundvallar ákvörðun bót- anna. í athugasemd sem félagsmála- ráðuneytið hefur látið frá sér fara vegna gagnrýni sem fram hefur kom- ið á lögin um að í þeim séu vafaatr- iði og þau gangi í þveröfuga átt varð- andi það að aðskilja verkefni ríkis og sveitarfélaga, segir að gagmýnin byggist á sömu sjónarmiðúm og for- ysta Sambands íslenskra sveitarfé- laga hafi haft uppi er Iögin voru samþykkt á Alþingi. Af því tilefni hafi ríkisstjómin samþykkt fyrir setningu laganna að ganga til við- ræðna við forráðamenn sveitarfélag- anna og „komi í ljós í þeim viðræðum að óhjákvæmilegt sé að gera breyt- ingar á lögunum til að gera fram- kvæmd þeirra markvissari verða slík- ar tillögur lagðar fram á haust- þingi“. Sfðan segir: „Á grundvelli þessa samkomulags hefur félags- málaráðherra átt viðræður við for- ystumenn Sambands íslenskra sveit- arfélaga um framkvæmd laganna. Engar tillögur komu þar fram um breytingar á lögum um húsaleigu- bætur. í kjölfar þessara viðræðna skipaði félagsmálaráðherra nefnd skipaða fulltrúum félagsmálaráðu- neytis og Sambands íslenskra sveit- arfélaga til þess að vinna að undir- búningi laganna, þ.m.t. að vinna að undirbúningi reglugerðar um sam- skipti sveitarfélaga við jöfnunarsjóð og hvemig standa eigi að upplýsinga- gjöf og annarri framkvæmd laganna. Fulltrúar Sambands íslenskra sveit- arfélaga í nefndinni eru þau Lára Bjömsdóttir, félagsmálastjóri í Reykjavík, Sveinn Ragnarsson, fyrr- verandi félagsmálastjóri, og Magnús Karel Hannesson, sveitarstjóri Eyr- arbakka. Nefndin hefur átt gott sam- starf og hefur verið sammála um undirbúning og framkvæmd," segir í athugasemdinni. Þá er gagnrýnt að bæjarfélögin Húsavík og ísafjörður ákveði að hafna möguleika á húsaleigubótum fyrir íbúa sína án þess að reyna að afla sér frekari upplýsinga hjá fé- lagsmálaráðuneytinu um fram- kvæmd mála. Þórður Skúlason, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfé- laga, segir að Sambandið hafi ætíð gert mikiar athugasemdir við það samkrullskerfi ríkis og sveitarfélaga sem verið sé að koma .upp með þess- um lögum. Sveitarfélögin greiddú húsaleigubætur eftir sínum eigin reglum og þá í tengslum við aðra fjárhagsaðstoð. Þau hefðu ævinlega lagt það til þegar lagafrumvarpið var í deiglunni að ríkið tæki upp kerfi á eigin forsendum ljkt og vaxtabóta- kerfið. Þessu kerfi fylgdi mikill auka- kostnaður fyrir sveitarfélögin bæði hvað varðaði framkvæmdina, sem sveitarfélögin ættu að sjá um, og fjármögnun. Hann sagði að Sambandið sem slíkt hefði ekki tekið afstöðu í þessum efnum og hvert'og eitt sveitarfélag yrði að meta það á eigin forsendum hvort það tæki þátt í þessu húsa- leigubótakerfi eða ekki. MORGUNBLAÐIÐ Ráðgjafi um landgræðslu Island sem köld og blaut eyðimörk David Sanders David Sanders var alinn upp á sauð- fjárbúi í Ástralíu og þykir öllum hnútum kunnugur hvað land- græðslu snertir. í starfi sínu og ferðum um heim- inn hefur hann aflað sér mikillar þekkingar á jarð- vegseyðingu og leiðum til úrbóta. Markmið heim- sóknar hans er meðal ann- ars að kanna möguleika á samvinnu við erlendar þjóðir og ráðgjöf og ræða möguleika íslands í al- þjóðastarfi á sviði jarð- vegsrannsókna og -vernd- ar. Hann er jafnframt öt- ul! talsmaður þess að auka ábyrgð almennings í þessu samhengi. í hverju er starf þitt fólgið! „Aðildarlöndin eru um 170 sem stendur og við ráðleggjum þeim einkum um atriði sem snerta land- búnað. Mitt starfssvið lýtur eink- um að jarðvegsvemd í tengslum við uppblástur og eyðingu lands og ástæða þess að mér var boðið til íslands er sú gífurlega gróðu- reyðing sem á sér stað hérlendis og ég hef séð með eigin augum síðustu daga.“ Og hvað fmnst þéfl. „Þær skemmdir sem unnar hafa verið á umhverfinu frá því landið byggðist eru ansi umfangsmiklar. Það má segja í stuttu máli að land- ið líkist kaldri, blautri eyðimörk, hversu mótsagnakennt sem það kann að hljóma. Þeir staðir sem ég hef kynnt mér eru lítið frá- brugðnir eyðimerkursvæðum Mið- austurlanda.“ Kom það þér að óvöruml „Já, ég var hissa. Það eru til svæði þar sem einn metri jarðvegs eða meira hefur fokið upp í tímans rás. Stór svæði þar sem gróður er nánast horfinn. Og í umhverfi þar sem veðurfar er jafn óblítt og hér tekur það langan tíma fyrir þessi svæði að jafna sig.“ Er veðrinu um að kenna að ein- hverju ieyti! „Nei, ástæðan er sú hvernig maðurinn nýtir landið. Það tekur þúsundir ára að skapa jafnvægi í vistkerfinu, fyrir dýr og plöntur að þróast í samræmi við aðstæður í náttúrunni. Síðan kemur maðurinn og raskar þessu jafn- vægi og það sem við reynum að leggja áherslu á er sjálfbær búskapur. Það sem sem gerst hefur hér er það að landið hefur ekki verið nýtt í samræmi við náttúrulegar aðstæður. Ofbeit ér eitt dæmið.“ Er hún aðalástæðatí! „Svo virðist vera ef marka má það sem ég hef skoðað á þessum stutta tíma.“ Hvað með jarðrask og sandfok af völdum jökulhlaupa. Getur það ekki átt einhvern hlut að málP. „Umhverfið hér er afar við- kværnt vegna þess hversu ungt landið er jarðfræðilega. Landið er enn í mótun og þess vegna er land- rof eitthvað sem ekki má líta fram- hjá. En vandinn er sá að landið er nýtt á þann hátt að eyðingin er hraðari en ella. Ef landið hefði ekki byggst væri landslagið allt öðruvísi. Hér væri meiri gróður, til dæmis. Ef ekkert verður að gert munu aðstæður fara versn- andi en ég er búinn að skoða það sem gert hefur verið og mér virð- ist sem næsta skref hljóti að vera að auka vitund almennings. Fólk hefur vanist landeyðingunni og lítur því á málin sem svo að- um náttúnilegt fyrirbæri sé að ræða.“ Hvað getum við gerf! „Aukið fræðslu hjá yngra fólki ►DAVIÐ Sanders, doktor í jarðvegsfræðum, hefur verið yfirmaður jarðvegsverndunar- sviðs Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1979. Hann hóf störf hjá áströlsku Iandgræðslunni árið 1958 og dvelur hérlendis þessa viku til þess að kynna sér jarðvegseyðingu á íslandi og veita ráðgjöf um stefnumörkun og skipulag landgræðslustarfs hérlendis. svo það öðlist aukinn skilning á umhverfi sínu. Landeyðing er al- þjóðlegt vandamál og ég ætla að kynna þær hugmyndir sem upp hafa komið í öðrum löndum og helst mega koma að gagni hér. Helsta áherslubreytingin sem orð- ið hefur í landgræðslu á undan- förnum árum er sú að hvetja al- menning til þess að leggja sitt af mörkum I stað þess að reiða sig á hið opinbera. Þetta hefur ekki gengið sem skyldi því vandinn er svo stór og því hefur verið brugðið á það ráð að auka fræðslu. Almenningi verð- ur að skiljast áð vandamálip er hans frekar en stjómvalda. í Ástr- alíu hafa ýmis byggðarlög tekið málin í sínar hendur og stofnað hópa að undirlagi stjómvalda. Þeir setja síðan á fót ýmis verk- efni. Bændur á tilteknum stöðum geta til dæmis lagst á eitt og æskt fjárframlaga frá stjórnvöldum. Einnig má nefna skólabörn. í Ástralíu fá böm sérstakan útbúnað svo þau geti safnað upplýsingum um gróðurfar. Mælt vaxtarhraða tijáa eða grass og safnað upplýsingum fyrir fagfólk í landgræðslu. Þannig verða þau beinir þátttakendur, áhuginn eykst og þau afla sér þekkingar sem fylgir þeim út ævina.“ Hvað tekur það langan tíma að hvetja almenning til dáða? „Það veltur á því hversu mikið fé stjórnvöld leggja til í upplýs- ingaherferð ef út í það verður far- ið. Ég býst við að 5-10 ár séu ekki fjarri lagi en vegna smæðar landsins og hás menningarstigs ætti það að vera frekar auðsótt." Hversu langt er í það að land- eyðing hér megi teljast komin úr böndununf! „Ég myndi segja að svo væri þegar komið. Mér brá þegar ég sá ástandið á nokkrum stöðum. Þetta hefur gerst á svo löngum tíma, gegnum aldirnar býst ég við, að fólk er orðið vant því. Það gerir sér ekki grein fyrir því að þetta er af mannavöldum." Sagt er í íslendingabók að ís- land hafi verið skógi vaxið milli ijalls og fjöru. „Það mætti kannski ganga út frá þeim punkti til að virkja al- menning." Brá þegarég sá ástandið sums staðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.