Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 1
Börnin hafa allt of greiðan aðgang að kvikmyndum sem eru bannaðar Flóaarabar panta ísraelsteri TVÖ hundruð arabar frá Sameinuðu furstadæmunum hafa bókað ferð um ísrael í mars nk. Allir eru þeir múham- meðstrúar en setja engin skilyrði varð- andi leiðsögumann í ferðinni. Frá þessu sagði ísraelska blaðið Jerusalem Post í fyrradag. Ferð þessi þykir tíðindum sæta og er hún pöntuð með Arkiaferðaskrifstofunni í ísrael og sagði forstjóri hennar Dori Shoshan að þetta yrði þar með fyrsta heimsókn Flóaaraba til ísraels. Þeir hafa mestan áhuga á að vitja heilagra staða múha- meðstrúarmanna en hafa einnig látið ljósi óskir um að fara um staði sem kristnum mönnum eru helgir. ■ „LITIÐ eftirlit með mynd- bandamarkaði veldur okkur áhyggjum. Við vitum að mynd- ir sem kvikmyndaeftirlitið hefur bannað eru leigðar undir borðið sums staðar. Sömuleiðis höfum við rökstuddan grun um að ung böm hafi allt of greiðan aðgang að myndböndum sem bönnuð eru yngri en 16 ára,“ segir Auður Eydal forstöðumaður kvikmyndaeftirlits ríkisins. „Foreldrar þurfa að gæta betur að því sem börn horfa á, hvort sem það eru mynd- bönd, bíómyndir í sjónvarpi eða í kvikmyndahúsi. Samkvæmt FORELDRAR eru besta kvikmyndaeftir- litið, segir Kristín Jónasdóttir fram- kvæmdastjóri Barnaheilla. að íslensk börn eyða meiri tíma við sjónvarp en til heimanáms og er vitnað í könnun sem gerð var meðal grunnskóla- nema á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Kristín Jónasdóttir fram- kvæmdastjóri Barnaheilla er þeirrar skoðunar að besta kvik- myndaeftirlitið séu foreldrar. „Hluti af mannréttindum barna er að foreldrar og for- ráðamenn verndi þau.“ Hún segir að verndun barna verði mikilvægur hluti af ráðstefnu sem haldin verður 29. október næstkomandi um mannréttindi reglugerð eiga bamavemdaryfirvöld og lögregla að annast eftirlit á mynd- bandaleigum og í kvikmyndahúsum, en því miður er það eftirlit ómark- visst. Best væri ef lögregla hefði starfsmann til að sinna eftirliti af þessu tagi.“ 60% mynda bönnuð börnum 60% myndbanda sem voru á markaði á síðasta ári voru bönnuð börnum yngri en 12 ára. „Gróft of- beldi hefur aukist í leiknum myndum á síðustu árum,“ útskýrir Auður. Hún segist ekki aðeins hafa áhyggju'r af því að eftirlit skorti með myndböndum, heldur einnig í kvik- myndahúsum þar sem margir salir eru. „Ekkert eftirlit er við sýningar- sal, þótt þar sé sýnd mynd sem er bönnuð börnum. Við höfum stundum farið fram á gæslu fýrir framan sýningarsali, ef mynd er sérlega óhugnanleg. Við gerðum það til dæmis vegna sýninga á myndinni Natural born killers, sem sýnd er um þessar mundir.“ Þorvaldur Árna- son framkvæmdastjóri hjá Bíóhöll- inni segir að starfsfólk í miðasölu selji ekki yngri en 16 ára börnum aðgöngumiða á þessa mynd og einn- ig að sérstök gæsla sé við salinn sem myndinn er sýnd í. Meirl tími í sjónvarp en heimanám í nýju fréttabréfi Barnaheilla er meðal annars fjallað um hversu greiðan aðgang börn hafa að ofbeld- ismyndum. Þar kemur einnig fram barna. „Við viljum jafnramt knýja fram breytt viðhorf til barna og taka á einstökum málum eins og kynferð- islegu ofbeldi. Barnaheill hafa sent frá sér yfír- lýsingu vegna frétta að undanförnu um ofbeldisverk og hættulega leiki barna og unglinga hér og í Noregi; „Eigendur og starfsfólk á myndí bandaleigum þurfa að sýna meiri ábyrgð í afgreiðslu til barna og unglj inga,“ segir meðal annars í yfirlýs- ingunni. Einnig kemur þar fram hvatning til foreldra og uppalenda. „Barnaheill heita á foreldra og aðra uppalendur að halda vöku sinni gagnvart því myndefni sem börn hafa aðgang að og tilkynna yfirvöld- um um brot á reglum um útbreiðslú myndefnis sem er skaðvænlegt börn- Lýsingar á krásunum gefa ástarsögum ekkert eftir ORÐSPOR frönsku matreiðslu- meistaranna lætur ekki að sér mm hæða ef marka má ummæli mm Patriciu Wells blaðakonu JQ hjá International Herald Tribune, sem samkvæmt ■■ fyrirmælum yfirboðara sinna tók að sér að ferðast w um heiminn og velja tíu Z bestu veitingahús heims. P; Þijú af tíu veitingahúsum ■■ á Iistanum voru í París; Hf Joel Robuchon í 1. sæti, Guy Savoy í 7. sæti, Taille- vent í 8. sæti og í 9. sæti J var Restaurant Daniel í New York, en það er rekið Ui af Frakka. í öðru sæti var 0Q Restaurant Fredy Girardet í Crissier í Sviss, og í þriðja sæti Lai Ching Heen í Hong Kong. . . . jöröin skalf og nötraðl Verkefnið óx Wells svolítið í augum í byij- un. Hún efaðist um getu sína til að velja marktækan lista, ákvað samt að slá til ella væri hún flón að hafna einstæðu verk- efni sem þessu. Áhyggjur Wells reyndust óþarf- ar, því hún segist ekki hafa velkst í nokkrum vafa þegar hún bragðaði á gómsætustu krásun- um. Lýsingar hennar gefa til- finningaþrungnum ástarsögum ekkert eftir: ... ég fann einfald- lega hvernig jörðin nötraði og skalf...“ \ Aðferð Wells var einföld, hún einbeitti sér ein- göngu að matnum, útliti hans, lykt, bragði og samsetn- ingu. Hún útilokaði allt sem hún óhjá- kvæmilega vissi um sum veitingahúsin og lét skoðanir annarra ekki hafa áhrif á sig. Þjónustu og um- hverfi gaf hún engan gaum fyrr en að snæðingi lokn- um. Sigurmöguleikar veitinga- húsanna byggðust því alfarið á líkamlegum og tilfinningalegum viðbrögðum hennar. Samkvæmt frásögn Wells nötraði jörðin einna mest þegar hún bragðaði á gratíneruðum makkarónum i París, önd baðaðri í gæsafitu og ávaxtasafa í Sviss og djúpsteikt- bestu stabir í 1. Joel Robuchon, París 2. Restaurant Fredy Girardet, Crissier, Sviss 3. Lai Ching Heen, Hong Kong ~4. Le LouíFXV-Álaln bucasse, Monte Carlo 5. Osteria da Flora, Feneyjum 6. Jiro, Tókýó 7. Guv Savoy, París 8. Taiiíivént, París 9. Restaurant Daniel, New York 10. Da Cesare, Albaretto della Torre, Ítalíu um hörpudisk með ferskum per- um í Hong Kong. Bætti á sig tveimur kílóum Verkefnið var einnig fólgið í að velja tíu yfirlætislaus veit- ingahús, sem alla jafna flokkast ekki með alglæsilegustu mat- sölustöðum heims. Þetta farfnst Wells þrautinni þyngri, enda komu þúsundir veitingastaða til greina. Niðurstaðan varð sú að hin óviðjafnanlega George Germons pizza hjá AI Forno í Providence á Rhode Island, un- aðslega matargerðarlistin á La Tupina í Bordeaux og allt að því ástríðufullur keimur matarins í Frontera Grill í Chicago komu veitingahúsunum á þennan lista. í heildina er Wells afar hrifin af hæfni og sköpunargáfu mat- reiðslumeistara hvarvetna í heiminum. Sömuleiðis fínnst' henni aðdáunarvert hversu þjóð- legar hefðir eru víða í hávegum hafðar. Hún er sannfærð um að alþjóðlegur matarsmekkur, hefð- ir og venjur eigi ekki eftir að lúta í lægra haldi fyrir hamborg- urum og kóki. Wells segir frá ýmsum spaugi- legum uppákomum, t.d. þegar þjónninn horfði í forundran á hana og spurði hvenær hún hefði eiginlega borðað síðast. Henni fannst óþarfi að uppljóstra að í hádeginu hefði hún borðað áþekkan skammt. En hvað sýnir baðvogin eftir slíka heimsreisu? „Tvö kíló til viðbótar," segir Wells og fínnst ferðin vel þess virði. ■ FOSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.