Morgunblaðið - 23.10.1994, Page 8

Morgunblaðið - 23.10.1994, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ HELGI Áss Grétarsson, 17 ára gamall Rejkvíking- ur, varð fyrsti Islending- urinn til að sigra á heimsmeistaramóti ungjinga 20 ára og yngri í skák. Helgi Áss varð 33. skákmaðurinn til að vinna þennan eftirsótta titil og hann er ekki kom- inn í hóp með neinum aukvisum. Þrír af fjórum síðustu heimsmeist- urum eru þar á meðal, þeir Kasp- arov, Karpov og Spasskí, en Bobby Fischer tók aldrei þátt á mótinu, hann hafði einungis áhuga á titlin- um sem hann vann í Reykjavík 1972. Um tvítugt hafa-skákmenn tekið út mikinn hluta af þroska sín- um og það virðist takmörkum háð hversu miklum framförum þeir ná síðar á lífsleiðinni. Það er afar mik- il fylgni á milli velgengni á HM 20 ára og yngri og árangri síðar. Þenn- an titil vinna aðeins miklir hæfi- leikamenn. íslendingar hafa hingað til getað státað af frábærum árangri í yngri flokkunum. Jón L. Árnason og Hannes Hlífar Stefánsson urðu heimsmeistarar 16 ára og yngri, Héðinn Steingrímsson heimsmeist- ari 12 ára og yngri og Karl Þor- steins sigraði á öflugu bamamóti sem að vísu var ekki viðurkennt af FIDE. Þau mót eiga sér mun styttri sögu en HM 20 ára og yngri og það liggur í augum uppi að sig- ur á þeim er ekki nærri því eins marktækur fyrir framtíðarhorfur sigurvegaranna. Fyrri heimsmeistarar unglinga 1951 Ivkov, Júgóslavíu 1953 Panno, Argentínu 1955 Spasskí, Sovétr. 1957 Lombardy, Bandaríkjunum 1959 Bielicki, Argentínu 1961 Parma, Júgóslavíu 1963 Gheorghiu, Rúmeníu 1965 Kurajica, Júgóslavíu 1967 Kaplan, Puerto Rico 1969 Karpov, Sovétr. 1971 Hug, Sviss 1973 Beljavskí, Sovétr. 1974 Miles, Englandi 1975 Tsjékov, Rússlandi 1976 Diesen, Bandaríkjunum 1977 Júsupov, Sovétr. 1978 Dolmatov, Sovétr. 1979 Seirawan, Bandaríkjunum 1980 Kasparov, Sovétr. 1981 Cvitan, Júgóslavíu 1982 A. Sokolov, Sovétríkjunum 1983 Kir. Georgiev, Búlgaríu 1984 Curt Hansen, Danmörku 1985 Dlugy, Bandaríkjunum 1986 Arencibia, Kúbu 1987 Anand, Indlandi 1988 Lautier, Frakklandi 1989 V. Spasov, Búlgaríu 1990 I. Gurevich, Bandaríkjunum 1991 Akopjan, Sovétr. 1992 Zamicki, Argentínu 1993 Miladinovic, Serbíu 1994 Helgi Áss Grétarsson Það eru mörg stór nöfn á þessum lista og reyndar ótrúlega mikil fylgni á milli velgengni á þessu móti og seinni frama. Síðasta aldar- fjórðunginn hafa aðeins fjórir menn borið nafnbót heimsmeistara í skák, þeir Boris Spasskí, Bobby Fischer, Anatólí Karpov og Gary Kasparov. Af 30 fyrstu heimsmeisturum ungl- inga urðu samt þrír þeirra heims- meistarar og 19 urðu afar sterkir stórmeistarar. Átta náðu ekki að standa undir þeim væntingum sem fylgja titlinum. Helmingur þeirra náði þó stórmeistaratitli, en voru fyrir neðan meðallag sem slíkir. Áðeins fjórir af sigurvegarunum 30 urðu ekki stórmeistarar. Allir munu hafa gerst atvinnumenn um lengri eða skemmri tíma. HEIMSMEISTARI UNGLINGA HELGIASS í HÓP ÓTVALIHHA Um tvítugt hafa skákmenn tekið út mikinn hluta af þroska sínum og það virðist takmörkum háð hversu miklum framförum þeir ná síðar á lífsleiðinni, skrifar Margeir ________Pétursson. Það sé mikil fylgni á milli_ velgengni á HM 20 ára og yngri og árangri síðar. Þennan titil vinni því aðeins miklir hæfileikamenn. Morgunblaðið/Andri Áss Grétarsson Gary Kasparov Joel Lautier 1980. 1988. Boris Spasskí Anatólí Karpov 1955. 1971. FORSETIFIDE, Campomanes frá Filippseyjum, afhenti Helga Áss Grétarssyni heimsmeistara- bikarinn í flokki skákmanna 20 ára og yngri. Þá má ekki gleyma því að marg- ir af öflugustu skákmönnum heims í dag urðu aldrei heimsmeistarar unglinga í þessum flokki, þrátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir. Breyttir tímar - aukin samkeppni En það er þó engan veginn hægt að ganga að því sem vísu að eftir fáein ár nái Helgi Áss Grétarsson að berjast við þau Anand, Kramnik, Kamskí og Júdit Polgar um heims- meistaratitilinn, svo nokkur nöfn séu nefnd. Aðstæður allar i skák- heiminum hafa breyst mikið á þeim 43 árum síðan keppnin hóf göngu sína og aldrei meira en á síðustu fímm árum. Áður fyrr þótti sjálfgef- ið að sigurvegarinn á þessu móti blandaði sér fljótlega í baráttu full- orðinna um æðstu metorð. Þá voru mótin miklu færri en nú og heims- meistari unglinga fékk verðskuld- aða athygli. En nú er öldin önnur, það líður varla sú vika að ekki hefj- ist öflugt skákmót einhvers staðar í heiminum, svo ekki sé talað um öll opnu mótin. Fyrir unga skák- menn á uppleið er hægt að fara margar aðrar leiðir til að slá í gegn en að sigra á HM unglinga. Því er það að margir stigahæstu ungling- arnir taka ekki lengur þátt á mót- inu. Þannig er um t.d. þau Vladím- ir Kramnik, Gata Kamsky, Júdit Polgar, Peter Leko og fleiri. Ástæð- umar fyrir því að þau sitja heima eru líklega helst þær að ekki er um peningaverðlaun að ræða auk þess sem enginn getur verið viss um sig- ur á svo fjölmennu og öflugu móti. Stórstjörnumar myndu því hafa öllu að tapa. FIDE reyndi að auka aðdráttar- afl mótsins í fyrra með því að ákveða að sá sem sigraði á mótinu' á vinningum, án þess að til stigaút- reiknings þyrfti að koma, myndi hreppa stórmeistaratitil, óháð öllum þeim ströngu skilyrðum sem venju- lega þarf að uppfylla. En uppgjafa- meistumnum í FIDE yfírsást eitt mikilvægt atriði. Stjörnurnar eru löngu orðnar stórmeistarar og þurfa ekki á HM unglinga til að sækja þann titil. Tólf skákmenn 20 ára og yngri bera nú stórmeistaratitil, en einungis tveir þeirra vom með í Brasilíu. Þótt þessi allra stærstu nöfn hafí vantað kastar það þó ekki neinni rýrð á árangur Helga Áss. Hann átti í höggi við miklu erfiðari andstæðinga en langflestir af fyrir- rennurum hans og þótt enginn keppandi hafí verið frá Rússlandi, komu fjölmargir frá fyrrum Sovét- lýðveldum. Gary Kasparov: Fyrsta stóra skrefið Greinarhöfundur hitti Gary Kasparov að máli eftir að Helgi Áss varð heimsmeistari og ég spurði hann um gildi þessa titils. Hann lagði áherslu á að titillinn hefði fært sér aukið sjálfstraust. „Ég vissi þá að ég gæti náð á tindinn," sagði Kasparov. Hann varð heimsmeistari unglinga 1980 og sigraði Anatólí Karpov í heimsmeistaraeinvígi að- eins fimm árum síðar. Kasparov hafði ekki gengið nærri eins vel í yngri flokkunum. Á HM 16 ára og yngri í Frakklandi 1977 varð hann að sætta sig við þriðja sætið á eft- ir þeim Jóni L. Árnasyni og White- head frá Bandaríkjunum. Werner Hug: Enginn keppnismaður Það em ekki allir sem hafa skap- gerð til að halda ótrauðir áfram leið- inni á toppinn. Svisslendingurinn Wemer Hug er mikið ljúfmenni, en hann vann titilinn óvænt árið 1971. Eftir það hefur hann verið atvinnu- maður í skák, en í stað þess að ferð- ast vítt og breitt til að taka þátt á mótum hefur hann lagt meiri áherslu á uppeldi bama sinna. Hann er ekki ennþá orðinn stórmeistari þótt eng- inn efíst um mikla hæfíleika hans. Hug er sáttur við að gera jafntefli í næstum hverri einustu skák, en er oft harður í hom að taka ef á hann er ráðist. Hann er því jafn- tefliskóngur á flestum mótum sem hann tekur þátt í. Hug viðurkennir fúslega að hann hafí misst metnað til frekari afreka eftir að hann varð heimsmeistari unglinga. Að tefla rétt úr stöðunni Það fer ekki á milli mála að sá sem sigrar í aldursflokknum 20 ára og yngri á möguleika á að verða heimsmeistari í skák og a.m.k. kom- ast í hóp hinna tíu bestu. Gallinn er hins vegar sá að það eru marg- falt fleiri góðir skákmenn í heimin- um nú en fyrir tíu ámm og á hveiju ári koma fram nýir hæfíleikamenn. Samkeppnin hefur aldrei verið harð- ari en nú og jafnvel frægir stórmeist- arar á borð við Nigel Short em hræddir um að þeir séu að missa af lestinni. Þeir fremstu verða að leggja á sig gífurlega vinnu til að halda sér á toppnum og þeir þurfa að vera knúnir af takmarkalausum metnaði. Einn þeirra heimsmeistara ung- linga sem hefur haldið vel á spilun-. um er Frakkinn Joel Lautier, sem sigraði á HM unglinga í Ástralíu árið 1988. Hann var aðeins 15 ára og lítt þekktur fyrir mótið. Það var heppnisbragur á sigrinum og talað var um að hann gæti aldrei náð slíkum árangri aftur. Fyrr á árinu hafði hann teflt á opna Reykjavík- urskákmótinu og ekki vakið neina athygli — lenti oft í því að þurfa að tefla í kjallaranum á Hótel Loft- leiðum. En Lautier gerði sér mat úr heimsmeistaratitlinum, hann afl- aði sér öflugra styrktaraðila og fékk sterka stórmeistara til að þjálfa sig. Fáir taka skákina eins alvarlega og með þrotlausri þjálfun er Lautier nú að komast í hóp tíu bestu skák- manna heims, 21 árs að aldri. En það eru líka aðrir sem hafa ekki þolað velgengnina. Banda- ríkjamaðurinn Mark Diesen, sem sigraði 1976, lagðist í leti og eitur- lyfjaneyslu og hætti taflmennsku eftir nokkur ár. Hann varð ekki stórmeistari. Helgi Áss Grétarsson er annar Norðurlandabúinn til að sigra á eftir Curt Hansen, en árið 1987 missti Simen Agdestein af titlinum á stigaútreikningi. íslendingar hafa náð misjöfnum árangri á þessu móti. Friðrik Ólafsson tók þátt á tveimur fyrstu mótunum. Árið 1951 varð hann í 11.-12. sæti af 18 keppendum en tveimur árum síðar í 3.-4. sæti af 20 sem var glæsileg- ur árangur. Það var svo ekki fyrr en í Finnlandi 1984 að Karli Þor- steins tókst að slá Friðriki við með því að lenda í þriðja sæti. Höfundur skrífar um skák í Morgunblaðið. BREYTTUR OPNUNARTIMI í vetur er opið frá ki. 11—19 (21) virka daga Sy BIAA kl. 10 - 20 (21) laugardaga og sunnudaga \ LÓNIÐ METÁR í AÐSÓKN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.