Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 35 G UÐBRAND UR GUÐBJARTSSON orð Davíðs í 2. Samúelsbók 3.38: „Vitið þér ekki að höfðingi og mik- ill maður er í dag fallinn í ísrael.“ Fyrstu kynni mín af Þórði, Bjarna bróður hans og móður þeirra, voru fyrir u.þ.b. 45 árum. Þau bjuggu þá öll á Fálkagötu 10 í Reykjavík, en þar átti Þórður heima æ síðan. Móðir mín þurfti á þeim tíma að sinna erindum í bænum, en ég að þreyta próf við ónefndan skóla hér í Reykjavík. Leitaði hún þá til vinkonu sinnar, er bjó hér í borg og bað hana að útvega okkur her- bergi, um stuttan tíma, eða nánar tiltekið u.þ.b. þrjár vikur. Kona þessi var Ólína heitin Einarsdóttir, djörf og heilsteypt kristin kona, sem nú er látin fyrir allmörgum árum. Ólína leitaði til Þórðar, sem gekk úr herbergi sínu fyrir okkur og bjó hjá bróður sínum þennan tíma. Engan fengum við reikning fyr- ir, en sérstök vinátta hefir varað síðan í sameiginlegri trú á Drottinn Jesúm Krist. Það er ekki ætlun mín að rekja æviferil Þórðar, það munu aðrir gera sem færari eru til þess en ég. Eg veit að hans verður sérstaklega minnst vegna sjómannatrúboðsins, hversu hann var vakinn og sofínn í því að dreifa Orði Guðs, Bibl- íunni, og smáritum í skipin. Það kom jafnvel fyrir, eftir að hann var orðinn aldurhniginn, að hann hringdi og þáði það að einhver kéyrði hann til þess að hann gæti komið orði Guðs í skip og bát. Trú- boðsstarf hans var þó miklu víð- tækara. Hann gat vitnað um Drott- in sinn hvort heldur var á vinnu- stöðum á torgum úti eða hvar sem hann kom. „Sá sem kannast við mig fyrir mönnum, við hann mun ég einnig kannast fyrir föður mín- um á himnum," segir Jesús í Matt. 10.32. Fáa hefi ég vitað jafn síauð- uga í verki Drottins. Ef hann kom í heimsókn dreifði hann smáritum og myndum til ungra og eldri. Margt er ótalið í sambandi við hans starf, enda lét hann ekki blása í básúnur fyrir sér. Þó vil ég aðeins nefna að hann var þátttakandi í hjálparstarfi í Indlandi um árarað- ir, og veit ég ekki betur en að þar sé hjálparstöð, sem ber nafn hans. Hann kostaði uppeldi einhverra indverskra barna. Ein slík „upp- eldisdóttir" hans er gift og búsett í Færeyjum. Önnur dvaldi hér á íslandi um tíma, en er nú gift og búsett á Indlandi. Þórður varð þeirrar ánægju að- njótandi að ferðast, jafnvel alla leið til Indlands og sjá það starf, sem hann og aðrir stóðu að þar. Vissulega hlaut Þórður oft þakk- læti fyrir sín verk, en hann hlífði sér aldrei við því að taka á sig „vanvirðu Krists". „Sá sem niður- lægir sjálfan sig mun upphafinn verða,“ segir Jesús. Það gilda allt aðrar reglur í ríki Guðs en þær sem menn búa til hér í heimi. Því er sem hljómi fyrir eyrum mínum: „Gott þú góði og trúi þjónn, gakk inn til fagnaðar Herra þíns.“ Slíkra Guðs þjóna er gott að minnast. Ekki veit ég hvort ég hefi aðstöðu til þess að fylgja Þórði síðasta spölinn, en dætrum hans, Svövu og Fríðu, og fjölskyldum þeirra sendi ég samúðarkveðjur og blessunaróskir. J.K. Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið, það er kraftur Guðs til hjálpræðis hveijum þeim sem trúir. (Róm. 1. 16.) Þessi orð hafa hljómað í huga mér síðan ég heyrði að vinur minn Þórður M. Jóhannesson væri látinn. Um ætt og uppruna hans ætla ég ekki að skrifa enda ekki kunnug þar um. Ég hef þekkt hann hátt í þrjá áratugi og haft mikið og gott samstarf við hann allt frá því að krislilegt sjómannastarf hóf göngu sína árið 1968. Þar störfuðum við bæði þótt segja megi að Þórður liafi starfað en ég horft á og fylgst með. Á unga aldri eignaðist Þórður lifandi trú á frelsarann Jesú Krist, sem leiddi til þess að Drottinn kall- aði hann til starfs meðal sjómanna. Eitt sinn sagði hann mér frá því hvernig það hefði gerst að hann fékk þessa köllun en ég man ekki nógu vel þá sögu til að segja hana hér. En eitt veit ég Þórður hlýddi þessu kalli og hóf strax störf með- al sjómanna, sem hann sinnti með- an líf og heilsa entist. Hann var óþreytandi í að boða þeim fagnað- arerindið, sem er kraftur Guðs eins og ég vitnaði til í upphafi. Ég minn- ist þess að meðan sjómannastofan var á Vesturgötu 19 kom Þórður hvern dag á hjólinu sínu er hann hafði lokið störfum, tók saman smárit og annað kristilegt efni á þeim tungumálum sem til þurfti hveiju sinni og hjólaði síðan með þetta í tösku á bögglaberanum til að setja í skipin. Ef gott var veður tók hann gjarnan með sér harmon- ikkuna sína, spilaði og söng kristi- lega söngva fyrir sjómennina. Þannig var hann óþreytandi að boða Orðið í tíma og ótíma. Það ver ávallt gleðilegt að sjá hann þegar hann kom til baka, það geisl- aði þá af honum gleði og friður, þá sagði hann frá því hvað hann hefði farið í mörg skip og bætti gjarnan við með bamslegu brosi á vör: „Blessaðir mennirnir, þeir tóku mér svo ósköp vel, mér var meira að segja boðið upp á kaffi í einu skipinu.“ Þannig var Þórður ávallt þetta hlýja viðmót, engum hallmælt, en færði allt til betri. vegar. Ég man líka hvað hann var oft hryggur þegar hann fór í rússnesk skip með smárit sem ekki var tekið við, þá voru þeir afsakaðir „blessaðir mennirnir", þeir máttu áreiðanlega ekki taka við þeim. Söm var gleðin þegar hann á seinni árum mátti óhindrað afhenda þeim ritin. Ótaldar voru líka Biblíurnar sem hann lét í skipin. Ég veit að í mörg ár var honum gefin ein Biblía í mánuði, sem hann smíðaði kassa utan um, fór með í skipin og fékk að hengja upp í borðsal skipsins og glaður var hann ef hann fékk að vita að sumir hefðu lesið þær. Sunnudagaskóla hafði Þórður um árabil og bænastundir einu sinni í viku. Þar voru stundum fáir. Eitt sinn spurði ég hann hvort þær væru vel sóttar. SvaMð var: „Ó, nei, stundum erum við bara tveir, ég og Drottinn." Það var ekki bara sjómanna- starfið sem Þórður sinnti, hans hlýja hjarta fann til með öllum sem voru minnimáttar. Þeir eru ótaldir sem hafa notið þess. Margir áttu athvarf hjá honum fyrr og síðar og þeir munu óefað sakna vinar í stað þegar hann er horfinn. Þá var hann einnig hjálparhella fjölskyldu á Indlandi, en henni’ sendi hann alltaf peninga, fatnað og fleira. Úr þessari fjölskyldu kom til hans ung stúlka sem hann annaðist í nokkurn tíma eða þar til hún gift- ist og flutti til Færeyja, en nokkru síðar kom systir hennar. Einnig hana tók hann að sér þar til hún fór aftur heim til Indlands. . Ég sakna Þórðar, hann var tryggur vinur sem ég hefði_ ekki viíjað missa af að kynnast. Ávallt þegar ég hringdi til hans voru kveðjuorðin þessi: „Vertu blessuð, góða, ég man alltaf eftir að biðja fynr þér og manninum þínum, já, og allri fjölskyldunni.“ Þær bænir hafa áreiðanlega venð heyrðar. Mig langar að enda þessi kveðju- orð með síðustu ljóðlínum úr kvæði eftir Þórð, sem hann nefndi Yfir öldurnar. Yfir hafið ég heim kominn er, frá hafróti lífsins og neyð, því Guðsonur greiddi mér leið, hann greiða vill eins fyrir þér. í himinshæðum munt brátt, þinn herra og lausnara sjá, og Ijóma þar líkt og Hann er, og lifa Honum alla tíð hjá. (Þ.M.J.) Blessuð sé minning'Þórðar Matt- híasar Jóhannessonar. Ég veit að nú hefur hann fengið að líta sinn herra og lausnara og hlotið hvílc eftir vel unnin störf. Helga. + Guðbrandur Guðbjartsson, fyrrverandi hreppstjóri í Ólafsvík, fæddist á Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi á Snæfells- nesi 23. apríl 1907. Hann lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 10. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ólafs- víkurkirkju 17. ágúst. Guðbrandur Guðbjartsson ólst upp á heimili foreldra sinna, hjón- anna Guðbröndu Þorbjargar Guð- brandsdóttur og Guðbjarts Krist- jánssonar, við almenn sveitastörf. Á búskaparárum foreldra hans varð Hjarðarfell eitt af merkustu menn- ingarheimilum sýslunnar. Þar hafði frá alda öðli venð gestkvæmt, því bænnn stendur við þjóðleið milli sveita, leiðina um Kerlingarskarð. Guðbrandur fór í íþróttaskóla árið 1926 og útsknfaðist þaðan. Eftir námið fór hann um sveitir Dala- sýslu og Snæfellsness og kenndi íþróttir og þjóðdansa. í einni af þeim ferðum kom hann til Ólafsvík- ur og kynntist þar konuefni sínu, Knstjönu Sigþórsdóttur frá Kletta- koti, dóttur Kristbjargar Gísladótt- ur og Sigþórs Péturssonar skip- stjóra. Gengu þau í hjónaband 18. október 1930. Eignuðust þau fímm börn, en misstu tvö þeirra ung. Eftirlifandi börn þeirra Guð- brands og Knstjönu eru öll gáfuð og glæsileg, enda af góðum ættum. Fyrsta barn þeirra hjóna Pétur Þór fæddist í Klettaholti 3.2. 1932. Þegar hann var rúmlega 11 mán- aða, veiktist hann skyndilega líkast til af botnlangabólgu. Þegar þetta gerðist var ofsaleysing og allar ár óbrúaðar og harðófærar. Guðbrand- ur barðist hetjubaráttu við náttúru- öflin til að ná til læknis, en það tókst ekki í tæka tíð og lézt barnið hinn 22. janúar 1933. Eftir þetta áfall fluttust hjónin til Ólafsvíkur. Þar dundi yfir þau annað áfall. Vorið 1940, er þau bjuggu að Fögrubrekku í Ólafsvík, veiktist Guðbrandur og dætumar tvær, sem þau áttu, af óþekktum sjúkdómi, sem líkast til hefur venð heila- himnubólga. Húsið var sett í sóttkví og allt beint samneyti við umheim- inn útilokað. Mat fengu þau á tröpp- urnar. Það var hjartagott fólk, sem kom með matinn. Guðbrandur og systurnar voru með óráði. Húsbónd- inn og dæturnar lágu milli heims og helju. Hinn 10. júní lézt yngri dóttirin, Bryndís. Knstjana fékk kistu inn um glugga, bjó um barn- ið, og rétti svo kistuna út um gluggann aftur. Það er enginn, sem veit, hvaða áfall þetta var fyrir hjónin. Þessu verður ekki lýst með orðum. Þessi veikindi eftirlétu sár á líkama og sál þeirra hjóna. En hjónin og hin unga náfrænka mín Kristbjörg voru sterk í sinni trú á Knst frelsara. Það hjálpaði þeim. Það andar oft köldu undir Jökli, þó að fólkið sé gott og náttúran fögur. Guðbrandur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir samfélag sitt samhliða hreppstjóraembættinu, því embætti gegndi hann í hálfa öld. Hann var jafnframt formaður skattanefndar lengi og síðar um- boðsmaður skattstjóra, í kjörstjórn og formaður kjörstjórnar og ýmsum öðrum nefnda- og trúnaðarstörfum gegndi hann um lengri og skemmri tíma. Enn er þó ógetið um störf hans og þeirra hjóna að málefnum kirkjunnar. Kristjana náfrænka mín hafði hafið organleik í Brimils- vallnakirkju ánð 1919 þá á þrett- ánda ári. Síðan og allt fram á árið 1978 annaðist hún tónlistarflutning við _þá kirkju og eftir að þau fluttu til Ólafsvíkur varð hún organisti við kirkjuna þar einnig. Guðbrandur hafði afar góða söngrödd og hann varð því virkur þátttakandi í kirkju- kór Ólafsvíkur og hafði forsöng á hendi í Vallnakirkju. Þess utan starfaði hann að málefnum safnað- arins og þau hjón bæði hafa tekið fullan og virkan þátt í safnaðar- starfi í Olafsvík meðan þau höfðu heilsu og krafta til. Guðbrandur var maður góðlynd- ur og blíðlyndur, góður eiginmaður, góður faðir, reiddist aldrei, gerði allt með lempni, hann talaði þá bezjtu íslenzku, sem ég hef heyrt. Ég lærði mikið bara við að hlusta á hann. Ég vil vona að ég gleymi aldrei þeirri íslenzku, sem hann kenndi mér. Gestrisni þeirra hjóna var algerlega takmarkalaus. Eng- inn fór svangur frá þeirra húsi. Eg man eftir því, að þegar ég lék við Guðbrand Þorkel og Sigþór dag einn, þá komu allt í einu gestir ríð- andi frá Breiðuvík og Staðarsveit. Allir fengu lambakjöt og súpu, ofan í þetta „Jönufrænkupönnukökur" með þeyttum rjóma og rabarbara- sultu og auðvitað kaffi! íslenzk gestnsni! Oft á sunnudögum komu Krist- jana og Guðbrandur til okkar á Fornu Fróðá til þess að hjálpa okk- ur með heysláttinn, rökun eða hey- bindingu. Ég horfði ætíð með að- dáun á armvöðva Guðbrands, þegar hann lék sér að töglum og högldum og batt svo fast, að ég naumlega gat leyst reipin í hlöðunni í Ólafsvík. Um jólin var okkur - afa mínum Sigþóri Péturssyni, og ömmu minni, Kristbjörgu Gísladóttur, og mér - ávallt boðið til Kristjönu og Guð- brands. Við fengum ætíð prýðismat og góðar gjafir. Guðbrandur lék á orgelið og Jana líka. Síðan röbbuðu afi minn Sigþór og Guðbrandur saman. Amma mín Knstbjörg var úti í eldhúsi hjá dótt- ur sinni Knstjönu, sem var við að búa til góðgæti handa okkur. Við börnin lékum okkur í því herbergi, sem orgelið var í. Ég man eftir því að ég fékk leyfi til þess að fara upp að Ólafsvíkur- rétt að hausti einu með frændum t mínum Guðbrandi Þorkeli og Sig- þóri. Við vorum afar lengi, alltof lengi, við réttina. Ég var eldri en frændur mínir. Jæja, við vorum á leið heim yfir holtið, þá kemur Guðbrandur allt í einu á móti okk- ur. Hann var að leita að okkur. Mér varð um og ó. Guðbrandur sagði ekki neitt, en ég sá allt í augum hans. Ég varð miður mín og ég skammaðist mín. Ég kafroðn- aði af skömm. Allt í einu fann ég mína litlu hönd í hlýrri, mjúkri og sterkn hendi Guðbrands. Hann sagði bara: „Birgir minn, stundum verðum við að hugsa okkur um og vita, hvað við gerum.“ Mig langaði til að faðma hann. En ég þorði það ekki. Ég vissi, að ég myndi bytja að skæla. Konu sína missti Guðbrandur í október 1983. Hann var þá fannn að heilsu og kröftum og fyrst eftir lát konu sinnar dvaldi hann hjá dóttur sinni á Sauðárkróki, en var síðan um tíma á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Síðan flutti hann á elli- og hjúkrunarheimilið Grund þar sem hann dvaldist síðan unz hann lézt. Alráður veiti hjónunum frið og vernd í eilífðinni. Heilög sé minning þessara hjóna sem voru svo góð við mig og gerðu svo mikið fynr mig, þegar ég var að alast upp fyrir vestan. Birgir Karlsson frá Fornu Fróðá, Fróðárhreppi (nú Árósum Jótlandi). t Útför systur minnar, ÁSLAUGAR HELGADÓTTUR, Rauðarárstíg 24, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. október kl. 13.30. Unnur Helgadóttir. t Minningarathöfn um móður okkar, VALBORGU (DIDI) GÍSLADÓTTUR FLODERUS, Persgatan 7-III, 75320 Uppsala, sem fórst með ferjunni Estoniu 28. september sl., fer fram frá Dómkirkjunni í Uppsölum föstudaginn 28. október kl. 14.00. Anna Floderus, Ulla Floderus, Thorbjörn Floderus. t Þökkum auösýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför sonar míns, bróður og mágs, LÁRUSARHALLDÓRS JAKOBSSONAR, Hólagötu 50, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við knattspyrnu- ráði ÍBV og knattspyrnufélaginu Tý. Inga Lárusdóttir, Sigurjón Jakobsson, Ingibjörg Bjarnadóttir. t Minningarathöfn um móður okkar og systur, SIGRÍÐI PÉTURSDÓTTUR FAABERG, hefur farið fram í Noregi. Þökkum auðsýnda samúð. Magnús Faaberg, Ingibjörg Faaberg, Guðmundur Pétursson, Ásgeir Pétursson, Þorbjörg Pétursdóttir, Einar Faaberg, Þorsteinn Faaberg, Gunnar Már Pétursson, Stefán Pétursson, Pétur Pétursson, tengdabörn, barnabörn og mágkonur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.