Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.11.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 35 Að því er varðar Björn Önundarson geta að auki verið sérstök rök til að bíða endan- legrar niðurstöðu hinnar opinberu rann- sóknar, áður en ákvörðun um lausn til fulln- aðar er ráðin. Slíkt hefur þó engin áhrif á heimild til lausnar um stundarsakir nú þeg- ar. Þá verður að gæta þess að virða lögboð- inn andmælarétt skv. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 38/1954 og gefa viðkomandi starfs- mönnum kost á að tjá sig um þær ávirðing- ar, sem þeir eru bornir, áður en lausn til fullnaðar er ráðin. Loks þarf að gæta að því að tiltaka skýrlega þær ávirðingar, sem lausn úr starfi er byggð á, þár sem þær ávirðingar einar koma til skoðunar í hugs- anlegu síðara dómsmáli til heimtu bóta, sem ráðherra byggir á í lausnarbréfi." Könnuðust ekki við að hafa séð lögfræðiálitið Álit embættisins afhenti fyrrverandi rík- islögmaður, Gunnlaugur Claessen, ráðherra að viðstöddum aðstoðarmanni ráðherra, Jóni H. Karlssyni, Páli Sigurðssyni, ráðu- neytisstjóra og Guðjóni Magnússyni, skrif- stofustjóra í ráðuneytinu. Við afhending- una, sem átti sér stað 10. eða 11. nóvem- ber 1993, gerði hann viðstöddum stutta grein fyrir álitinu og niðurstöðum þess. Lauk þar með afskiptum ríkislögmanns af málinu. Ekki þykir hjá því komist að geta þess, að hvorki ráðuneytisstjórinn né skrifstofu- stjórinn könnuðust aðspurðir við að hafa séð umrætt minnisblað embættis ríkislög- manns fyrr en 4. október 1994. Ráðuneytis- stjórinn upplýsti t.d. í þessu sambandi að umrætt bréf embættis ríkislögmanns, ásamt minnisblaðinu, hefði ekki verið bókað inn í ráðuneytið fyrr en það fannst ofan- greindan dag í skrifborði heilbrigðisráð- herra. Ráðuneytisstjórinn ítrekaði hins veg- ar fyrri svör sín er honum var greint frá því að bæði fyrrverandi ríkislögmaður, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra og aðstoðar- maður hans hefðu staðfest ofangreinda lýs- ingu á því hveijir hefðu verið viðstaddir afhendingu minnisblaðsins. Rétt þykir að geta þess strax hér, að þegar rannsókn lögregluyfirvalda lauk um mitt ár 1993 var Stefán ákærður fyrir skattalagabrot. Refsimáli á hendur honum lauk hinn 28. september 1993 með því að hann gekkst skv. heimild í 124. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála undir að greiða 1.300.000 króna sekt í ríkis- sjóð, en sæta ella varðhaldi í 4 mánuði greiddist sektin ekki innan ijögurra vikna. Rannsókn rannsóknarlögreglu í máli Björns lauk 6. júní 1993, en ákæra var ekki gefin út á hendur honum fyrr en 5. aprfl 1994 og féll dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í því máli 1. nóvember sl. Þar var Björn dæmdur í 3ja mánaða skilorðsbundið varð- hald og 3.000.000 króna sekt fyrir skatta- lagabort. Viðræður um starfslokakjör Með bréfí hinn 11. nóvember 1993 til heilbrigðisráðherra fór Bjöm Önundarson fram á tímabundið leyfí frá störfum sem fryggingayfirlæknir, frá og með 12. nóvem- ber 1993 að telja. Um leið óskaði hann eftir því að fá að ljúka óteknu orlofi og fara í kjölfar þess í áunnið 6 mánaða náms- leyfí. Jafnframt lýsti hann því yfír að hann myndi leita eftir lausn úr starfi trygginga- yfirlæknis frá og með 1. janúar 1994 eða fyrr, „enda náist samkomulag um starfs- lokakjör, og óska ég eftir viðræðum við ráðuneytið um þau efni“, eins og orðrétt segir í bréfi Bjöms. í bréfí dagsettu 30. nóvember 1993 rit- aði síðan Andri Ámason, hrl., heilbrigðisráðherra bréf fyrir hönd Björns, þar sem hann með vísan til bréfaskrifta um málið og viðræðufunda með ráðherra og ráðuneytisstjóra, setti fram svohljóðandi tillögur varðandi starfslok Björns sem tryggingayfirlæknis: 1. Björn fái greidd þau heildarlaun sem tryggingayfirlæknisstöðunni fylgja, fyrir tímabilið 1. jan. 1994 til 30. júní 1994, eða í 6 mánuði. Launagreiðslum þessum fylgi full lífeyris- og orlofsréttindi. Grunnlaun verði greidd mánaðarlega fyrirfram svo sem venja er, en að öðru leyti verði launin greidd í einu lagi hinn 1. janúar 1994, fyrir allt tímabilið. 2. Björn fái námsleyfí frá 1. jan. 1994 til 30. júní 1994, eða í 6 mán- uði. Á námsleyfistímanum skv. framanskráðu fái Björn greidda dagpeninga í sam- ræmi við viðmiðunarreglur ferðakostnaðarnefndar, sbr. II. kafla umburðarbréfs nefnd- arinnar, dags. 10 sept. sl. Samkomulag verði um að allir dagpeningarnir komi til greiðslu hinn 10. jan. 1994, eingreiðsla, í samræmi við þágildandi gengi SDR. 3. Bjöm mun óska eftir lausn úr stöðu tryggingayfirlæknis frá og með 1. jan. 1994. 4. Björn býður ráðuneytinu fram starfs- krafta sína til að sinna sér- verkefnum fyrir ráðuneytið eða undirstofnanir þess í sam- ráði við ráðherra og er þá vís- að til viðræðna á fundum með yður, ráðherra og ráðuneytis- stjóra í ráðuneytinu nú í nóv- - ember 1993. Með bréfí dags. 15. desember 1993 til Andra Árnasonar, hrl., umboðsmanns Björns Önundarsonar, tryggingayfírlæknis, ákvað heilbrigðisráðuneytið að fallast á til- lögur lögmannsins um starfslok Björns, sem gerðar voru í bréfí lögmannsins til ráðu- neytisins hinn 30. nóvember 1993. Ákvörð- un ráðuneytisins var svohljóðandi: 1. Að Björn njóti áunnins námsleyfisréttar, samtals 6 mánuðir. 2. Að námsleyfið verði tekið á tímabilinu janúar til 30. júní 1994. 3. Að föst mánaðarlaun vegna námsleyfis í 6 mánuði verði greidd í einu lagi 1. janúar 1994. 4. Að greiddir verði dagpeningar vegna námsleyfís í samræmi við reglur ferða- kostnaðarnefndar. 5. Að dagpeningar verði greiddir í einu lagi 10. janúar 1994 í samræmi við þágildandi gengi SDR. 6. Að skrifleg beiðni Björns um lausn frá störfum berist ráðuneytinu eigi síðar en 20. desember 1993 svo að unnt verði að ganga frá greiðslum samkvæmt framansögðu.“ Með bréfí dags. 15. desember 1993 sendi heilbrigðisráðuneytið Tryggingastofnun ríkisins ljósrit af nefndu bréfí Andra Áma- sonar, hrl., og svarbréfí ráðuneytisins og fól Tryggingastofnuninni, eins og áður seg- ir, að annast uppgjör við tryggingayfir- lækni „vegna áunninna réttinda samkvæmt kjarasamningum" eins og það var orðað í nefndu bréfi. Ekkert samráð mun hafa verið haft við starfsmannaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins um mat á réttindum Bjöms við starfslok samkvæmt kjarasamn- ingum né forsendur uppgjörs þessa að öðru leyti. Hinn 28. desember 1993 sendi Trygg- ingastofnun heilbrigðisráðuneytinu ávísun, útgefna sama dag og stflaða á ráðuneytið, að fjárhæð 2.950.101 krónur „sem er upp- gjör við Bjöm Önundarson tryggingayfír- lækni vegna áunninna réttinda samkvæmt kjarasamningum“ eins og það er á sama hátt orðað í bréfí stofnunarinnar er ávísun- inni fylgdi. Ávísunina framseldi ráðuneytið til lögmanns Björns í janúar 1994 og fékk um leið afhent uppsagnarbréf hans. Taldi erfitt að víkja Birni í greinargerð félagsmálaráðherra, Guð- mundar Árna Stefánssonar, frá 26. septem- ber sl., vegna framkominnar gagnrýni á störf hans í fjölmiðlum, gerði hann sérstaka grein fyrir ofangreindri ákvörðun sinni. Þar kemur m.a. fram að það hafi verið álit lög- lærðra ráðgjafa hans að erfitt væri að víkja yfirtryggingalækni úr starfí sökum lög- fræðilegra álitaefna, sem m.a. gætu leitt til skaðabótaskyldu ríkissjóðs. Þetta stafaði af því að meint brot læknisins sneri ekki að starfí hans sem tryggingayfirlæknis, heldur laut að skattskilum vegna starfa hans á hinum frjálsa markaði. Síðan segir svo orðrétt: „Uppsögn úr starfi hefði þýtt að yfír- gnæfandi líkur bentu til að orðið hefði að greiða lækninum verulegar fjárhæðir í kjöl- far skaðabótamáls. Ég ákvað því að leysa málið með samkomulagi. Læknirinn léti af störfum þá þegar, en auk samningsbund- inna réttinda við starfslok, ynni hann fyrir ráðuneytið tvær skýrslur. Um var að ræða munnlegt vilyrði af minni hálfu. Með þessu vannst að mínu áliti þrennt: Viðkomandi einstaklingur lét af störfum, án þess að lög væru á honum brotin og fannst mér það verulegur ávinningur. Kostnaður af starfs- lokum með þessum hætti var mun minni, en verið hefði í kjölfar skaðabótamáls. Starfskraftar læknisins nýttust í gagnleg mál fyrir ráðuneytið.“ Umdeilanleg ákvörðun Umrædd ákvörðun ráðuneytisins um greiðslur samkvæmt framangreindu upp- gjöri við starfslok Björns er að mati Ríkis- endurskoðunar mjög umdeilanleg í ljósi þeirra upplýsinga, sem fyrir lágu um eðli og stöðu máls hans. Fyrir lá ítarlega rök- stutt álit embættis ríkislögmanns um að lögákveðin skilyrði væru fyrir hendi til þess að veita Birni í það minnsta lausn um stund- arsakir á meðan beðið var endanlegrar nið- urstöðu hinnar opinberu rannsóknar. Eins og fram kemur í niðurlagi minnisblaðs embættis ríkislögmanns taldi embættið meira að segja að fyrir hendi væru lög- ákveðin skilyrði til að ráðherra gæti neytt heimildar til að veita Birni lausn úr starfi til fullnaðar á grundvelli refsiverðrar hátt- semi. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að þó svo að rannsókn í máli Björns hafi ekki verið að fullu lokið þegar ákvörð- un um uppgjörið við hann var tekin, lá fyrir viðurkenning af hans hálfu á saknæmu undanskoti tekna í mjög verulegum mæli. Af framansögðu mátti ráðherra vera Ijóst að mjög ólíklegt væri að hugsanleg ákvörð- un hans um að bjóða Birni að segja upp starfí sínu eða víkja honum ella úr starfí v myndi baka ríkissjóði bótaskyldu. Að taka ákvörðun um svo umtalsverð fjárútlát fyrir ríkissjóð vegna starfsloka Björns Önundar- sonar, þrátt fyrir jafn afdráttarlausa og vel rökstudda niðurstöðu embættis ríkislög- manns um að skilyrði væru til þess að víkja honum úr starfi, er að mati Ríkisendurskoð- unar aðfínnsluverð meðferð á almannafé. Á sama hátt er aðfinnsluvert að ekki var formlega haft samráð við starfsmannaskrif- stofu fjármálaráðuneytisins um mat á þeim réttindum eða kröfum samkvæmt kjara- samningum, er Björn kynni að eiga á ríkis- sjóð við starfslok. Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem Ríkisendurskoðun hefur aflað sér hjá starfsmannaskrifstofunni um þessi efni, er t.d. ljóst að Bjöm gat í desember 1993 í mesta lagi átt rétt á 30 daga náms- leyfí samkvæmt lq'arasamningum. Á sama hátt mæla kjarasamningar ekki fyrir um rétt til launa eftir að uppsögn að eigin ósk tekur gildi. Því er bersýnilega villandi og jafnframt varhugavert í ljósi fordæmisgild- is, sem slíkt kann að hafa, að gefa í skyn lélainatar, ggafibr fifeœMtar í byrjun aðventu, fimmtudaginn 1. desember nk., kemur út hinn árlegi jólablaðauki sem heitir Jólamatur, gjafir og föndur. Blaöaukinn verður sérprentaður á þykkan pappír og í auknu upplagi, þar sem jólablaöaukar fyrri ára hafa selst upp. í þessum blaðauka verða birtar uppskriftir af jólamat, farið í heimsóknir tif fólks og forvitnast um jólasiði og ómissandi rétti á jólaborðið. Konfektgerð, tertuuppskriftir og uppáhalds smákökuuppskriftir verba á sínum stað svo og föndur. Fjallað verður um jólagjafir, einföld servíettubrot og jólakortagerð kynnt. Þeim sem áhuga hafa á ab auglýsa í þcssum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 21. nóvember. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Dóra Gubný Sigurbardóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 691111 eba símbréfi 691110. • kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.