Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Skúríngar, skrift- ir og leikstjórn Hafnsögnbrot er yfirskrift þriggja stuttverka sem áhugaleikfélagið Hugleikur frumsýnir í kaffileik- húsinu í Hlaðvarpanum annað kvöld. Þorgeir Tryggvason og Unnur Guttormsdóttir svipta hulunni af Hugleik og verkunum þremur. Morgunblaðið/Árni Sæberg VIÐ litinn vog í litlum bæ heyja litla Gunna og litli Jón lífsbaráttu sína og dreymir um betra líf. „VIÐ svífumst lítils þegar við vilj- um skemmta fólki,“ segja Þorgeir Tryggvason og Unnur Guttorms- dóttir félagar í áhugaleikfélaginu Hugleik sem frumsýnir Hafnsögu- brot í Kaffileikhúsinu í Hlað- varpanum á morgun, fimmtudag. Um er að ræða þijú stuttverk sem mynduðu hluta sýningarinnar Hafnsögur sem Hugleikur stóð fyrir í Hafnarhúsinu síðastliðið vor. Sú sýning naut mikilla vin- sælda og komust færri að en vildu. Nú gefst tækifæri til að beija hluta hennar augum en sakir anna hjá leikfélaginu verða sýningar af skornum skammti. Hafnsögubrot eru eftir fimm höfunda og í leikstjórn jafn margra leikstjóra. Sonur og elskhugi fjallar um tvær konur sem taka tal saman á kaffihúsi við höfnina. Þær eru gjörólíkar manngerðir, hafa átt ólíka ævi og hafa ólík lífsviðhorf. Engu að síður leiðir tal þeirra í ljós að sögur þeirra tvinnast saman á ótal vegu. Höfundar eru Sigrún Óskarsdóttir og Ingibjörg Hjartar- dóttir en leikstjórn annast Vilborg Valgarðsdóttir og Árni Baldvins- son. Anna Kristín Kristjánsdóttir skrifar stuttverkið Litla Gunna og litli Jón en leikstjóri er Unnur Guttormsdóttir. Við lítinn vog í litl- um bæ heyja Gunna og Jón lífsbar- áttu sína og dreymir um betra líf. Hversu lítið Gunna elskar Jón verð- ur svo bara að koma í ljós. Sleppa löngum andlátssenum Matselja hans hátignar er óperu- þykkni. Þykkni vegna þess að í þessu tólf mínútna langa verki leynast allar eigindir óperu sem, að sögn aðstandenda, er venjulega teygð upp í 3-4 tíma með endur- tekningum og löngum andlátssen- um. Hér er allt til alls; göfugur konungur, illa innrættur og van- skapaður bróðir hans, viðurstyggi- leg eldabuska, kolbíturinn sonur hennar og prinsessa. I höll kon- ungs brugga matselja hans og öf- undsjúkur bróðir honum launráð. En vald örlaganna lætur ekki að sér hæða og hugumstór Tenór kemur upp um heila ráðabruggið. Höfundar og leikstjórar eru Ár- mann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason. „Hugleikur er ekki síður rit- smiðja en leikhús. Kannski væri réttast að kalla hann leikverka- smiðju,“ segir Þorgeir. „Félagar skrifa leikritin, leikstýra þeim, leika, smíða, sauma, mála og hvísla. Þannig verða sýningar til, einn félagi bregst við því sem ann- ar hefur gert og útkoman er óút- reiknanleg." Átta tugir manna hafa tekið þátt í starfi Hugleiks á þeim ára- tug sem hann hefur verið við lýði en í dag eru virkir félagar á milli tuttugu og þijátíu. „Við lifum í sátt og samlyndi enda er þetta góður hópur sem er einstaklega skemmtilegt að vinna með,“ segir Unnur sem var í þeim hópi sem setti leikfélagið á laggirnar. „Enda skröltum við áfram,“ bætir Þorgeir við. Þau eru á einu máli um að hópvinna sem þessi kalli fram ýmislegt sem einstaklinginn hafí ekki órað fyrir að byggi innra með honum. „Til að byija með ætlaði ég bara að skúra og vera með baksviðs en áður en ég vissi af var ég farin að leika, skrifa og leik- stýra,“ segir Unnur. Tvær ættir Þorgeir rekur þennan góða starfsanda til þess að leikfélagið hafi byggst upp í krin'gum „tvær ættir“, eins og hann kemst að orði; sjúkraþjálfaragreinina og félags- ráðgjafagreinina. Unnur er sjúkra- þjálfari og einskonar ætthöfðingi þeirrar greinar enda stofnfélagi. Þorgeir kom hins vegar til skjal- anna síðar er hann kvæntist inn í sjúkraþjálfaragreinina. Unnur bendir reyndar á, að með Þorgeiri hafi fæðst þriðja greinih sem hún kallar Norðlingakvíslina. „Þetta tvinnast og þrinnast saman á ýmsa vegu,“ verður Þorgeiri að orði. Húsnæðisvandi háir Hugleik en leikfélagið hefur lengi verið á hrak- hólum. „Við erum á götunni um þessar mundir," segir Unnur. Hug- leikur hefur fundið sýningum sín- um vettvang víða í gegnum árin. Má í því samhengi nefna Galdra- loftið, Félagsstofnun stúdenta, Tjarnarbíó • og Hafnarhúsið. Þá skaut Hlaðvarpinn skjólshúsi yfir eina sýningu fyrir tæpum áratug; þannig að leikfélagið rennir ekki alveg blint í sjóinn nú. Þau Unnur og Þorgeir bera höfuðið hátt þrátt fyrir húsnæðisleysið enda á Hug- leikur traustan hóp aðdáenda sem fylgir honum hvert fótmál. Þá bendir Þorgeir á að mótlæti hafi eflt margan listamanninn til dáða. „Það má í raun líkja okkur við berklaveiku skáldin. Þau þrifust á sjúkdómi sínum; við þrífumst á húsnæðisleysinu. “ Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 1995 Sænskur kór- stjóri verð- launahafi SÆNSKI kórstjórinn Eric Ericsson fær Tónlistarverðlaun Norður- landaráðs 1995. í greinargerð dóm- nefndar segir að hann hafi end- urnýjað kórsöng og starfsemi kóra á Norðurlöndum. Verðlaunin eru 350.000 danskar krónur og verða afhent ásamt bók- menntaverðlaunum Norðurlanda- ráðs á 46. fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík_ í febrúar. Tveir Íslendingar hafa fengið Tónlistarverðlaun Norðurlanda- ráðs, þeir Atli Heimir Sveinsson 1976 og Hafliði Hallgrímsson 1986. Fyrir íslands hönd átti Bergljót Jónsdóttir sæti í dómriefndinni að þessu sinni og er hún jafnframt formaður nefndarinnar. ------4---------- Viltu verða hluti Monu Lisu? NÆSTA VOR verður vígt nýtt safn í La Coruna á Spáni. Safnið verður kallað Domus og er helgað tilveru mannsins. Meðal verka sem þar verða sýnd er risastór eftirlíking af málverki Leonardos da Vinci, Monu Lisu. Verkið verður ekki málað heldur sett saman úr tíu þúsund passa- myndum. Tölvuskjár mun veita upplýsingar um nöfn og þjóðerni þeirra sem myndirnar eru af. Þeir sem vilja verða hluti þessar- ar nýju Monu Lisu skulu senda passamynd af sér ásamt nafni og fæðingarlandi til Casa de las Cienc- ias, Parque de Santa Margarita, E-15005 La Coruna Spáni. Afbragðs Beckett LEIKUST Sigtúnum 1, Selfossi LEIKFÉLAGSELFOSS Við bíðum eftir Godot eftir Samuel Beckett. Leikstjórn, þýðing, leik- mynd: Eyvindur Erlendsson. Leik- endur: Sigurgeir Hilmar Friðþjófs- son, Steindór Gestsson, Guðjón H. Björnsson, Davíð Kristjánsson, Magnús. K. Eyjólfsson. Sunnudagur 13. nóvember. VIÐ Sigtún 1 á Selfossi, niðri við ána og í skugga verslunarhúss KÁ, stendur lítið rauðmálað hús sem áður hýsti Iðnskólann en er núna athvarf Leikfélags Selfoss. Þar inni er lágt til lofts, anddyrið hallærislegt, salurinn mjór, sviðið þröngt. Eigi að síður er þar at- burði að sjá um þessar mundir sem eru athyglisverðir og eftir- minnilegir. Eyvindur Erlendsson hefur þýtt og sviðsett þar eitt af áleitnustu verkum leikbókmennta' aldarinnar af fæmi sem aðdáun vekur og fengið til liðs við sig suma bestu leikara á Suðurlandi (og þótt víðar væri leitað). Þessir menn kallast áhugaleikarar enda sinna þeir hver um sig eigin brauðstriti við önnur störf, einn í Hveragerði, annar í Grímsnesinu og sá þriðji á Selfossi. En í Godot sprengja þeir af sér hömlur allra merkimiða og stíga fram á sviðið sannir, þroskaðir listamenn. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson leikur Vladimir og Steindór Gestsson Estragon, tvo utan- garðsmenn sem bíðá eftir Godot sem aldrei kemur. Þeir eru svo allslausir að þeir eiga enga fortíð, enga sögu að segja, enga endur- minningu, ekkert nema larfana utan á sér, gulrót og næpu. Þó eiga þeir hvor annan og skilgreina sig í tóminu hvor fyrir hinn. Og þeir eiga hug sinn og tungumálið, kjarnmikið, safaríkt og það mótar hug þeirra og endurspeglar og veitir þeim nokkurs konar hetju- lega reisn í lífi án tilgangs. Báðir leikararnir, Sigurgeir og Stein- dór, skilja þessa strípuðu eymd að því er virðist í beinum sér og skila henni til áhorfenda að innan um langan veg og í því er leiksig- ur þeirra beggja fólginn. Báðir hafa þeir hljómfagrar, sterkar raddir, njóta þess að beita þeim vel. Látbragð allt (og samleikur) er eins og best má vera, þaulæft, gáfað, og ekki eru þeir félagar sístir þegar skopið rís upp í fasi þeirra og orðbragði gegnum allan nöturleikann. Chaplin og Keaton eru sem betur fer aldrei fjarri. Leynist endurlausnin kannski í skopinu? Er burleskan sá háttur sem hentar okkur best nú þegar ekkert tollir lengur undir einum hatti? Þeir félagar, Sigurgeir og Guðjón eru báðir þaulæfðir gam- anleikarar og sú reynsla nýtist þeim vel. Pozzo, kúgarinn sem týnir tíma og sjón, er vel leikinn af Guðjóni H. Björnssyni og Magnús Kjartan Eyjólfsson er prýðilegur drengur sem drengur. Og svo er það Davíð Kristjánsson sem Lucky, tregur, tjóðraður ves- alingur sem reynir að koma reiðu á hugsanir sínar og heimsmynd í einni átakanlegustu einræðu leik- bókmenntanna. Davíð er svo kyrr að það hriktir í manni við að horfa á hann. Og þegar hann hefur upp raust sína er reiðileysi huga hans algert, átakanlegt, nístandi. Mað- ur finnur hvernig trúfestin við blekkingu vitsins brestur og hökt- andi flýr. Og þegar Guðjón tekur sín fyrstu spor í tjóðruðum dansi fangar hann tímann og sveigir undir vald sitt í tempóinu. Yndis- legt. Þessi maður býr yfir agaðri leiktækni, tilfinningalegri dýpt og sterkri nærveru. Islenskir kvik- myndaleikstjórar verða að finna hann og festa á ræmu. Á bak við þessa ágætu leikara og allt um kring sveimar svo Eyvindur Er- lendsson, sá sem les Passíusálm- ana, þýðir Tsjekhov, leggur sig ekki eftir tittlingaskít. Ekki gafst tími til að bera þýðingu hans á Godot saman við frumtextann eða eldri þýðingu annars ágæts leik- hússmanns, Árna Ibsens, en hún hljómar kjarnyrt, þjál, gælir við orðaleiki og upphefur stundum textann svo hann. verður e.t.v. öllu hátíðlegri en frumtextinn en eykur við það enn á meðvitað framandlegt yfirbragð sýningar- innar. Fagurfræði hraðans í sýn- ingunni er vönduð. Tíminn til að horfast í augu við tómið og kom- ast undan er ávallt til staðar en aldrei of langur. Textinn byggir sjálfur upp dáleiðsluáhrifin. Þessi sýning er svo góð að hún þorir að flýta sér ekki. Búningar eru smekklegir og í góðu litasamræmi við ákaflega einfalda, sterka, markvissa og vel unna leikmynd. I þessari leiksýningu er hugsað fyrir öllu. Hvergi verður allsstaðar. Ekk- ert erum við öll, kristilega kannski. Kómísk örugglega. För- um og sjáum. Sigrum á Selfossi með Eyvindi & Co. Verðum aldrei söm. Förum nú. Förum. Guðbrandur Gíslason. Sinfóníuhljómsveit Islands Verk eftir Þorkel, Moz- art og Rakhmaninov Á TÓNLEIKUM Sin- fóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói á morgun, fimmtudag- inn 17. nóvember, kl. 20 mun Takuo Yuasa frá Japan stýra Sinfón- íuhljómsveitinni. Hann er hér nú í annað sinn, en síðast var hann hér fýrir tveim árum. Takuo Yuasa hefur vakið athygli fyrir hljómsveitarstjórn og sækjast ýmsar af stærstu hljómsveitum Evrópu eftir því að fá hann til að stjórna, segir í kynningu. Hann starfar mikið með BBC hljómsveitinni í Skot- landi, þar sem hann er fastur gestastjórnandi. Einleikari köldsins er svissneski klarínettu- leikarinn Hans Rudolf Stalder, en hann nýtur álits sem klarínett- og bassethornleikari og er eftirsóttur víða sem einleikari. Fiskveiðideila hvati að tónverki Á tónleikunum verða flutt verkið Haflög eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem hann samdi árið 1973 þegar fiskveiðideila Breta og íslendinga stóð sem hæst og var sú deila kveikjan að vekinu. Haflög voru frumflutt árið 1974, en hafa ekki heyrst á tónleikum síðan. Að flutningi Haflaga loknum mun Hans Ru- dolf Stalder leika klarí- nettukonsert Mozarts, sem af mörgum er tal- inn vera eitt fegursta verk sem Mozart samdi. Fáum mun vera kunnugt að hljóðfæri klarínettleikarans sem Mozart samdi verkið fyrir, Antons Stádlers, var dálítið stærra en venjulegt klarínett sem gerði að verkum að hljóðfæri hans náði fjórum hálftónum dýpra en hefðbundið klarínett. Mozart not- færði sér þessa eigin- leika hljóðfæris Stadl- ers til fulls svo af þeim sökum þarf að breyta verkinu lítilsháttar svo hægt sé að leika það á venjulegt klarínett og þannig þekkjum við klarínettukonsertinn í dag. Á seinni árum hafa verið smíðuð klarínett eins og það sem Mozart samdi kon- sertinn fyrir og leikur einleikari kvöldsins einmitt á þannig hljóð- færi. Síðast á efnisskránni er sinfónía nr. 3 eftir Rakhmanínov sem hann samdi árið 1936, sex árum áður en hann lést. Sinfónía þessi hefur aldrei verið flutt hér á tónleikum áður. Hans Rudolf Stalder

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.