Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ _______AFMÆLI______ LILJA SVEINBJÖRNS- DÓTTIR SCHOPKA í dag er tengda- móðir mín Lilja S. Schopka 95 ára. Lilja fæddist 25. nóvember árið 1899 í Hliðarhús- um við Vesturgötuna í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Anna Ásmundsdóttir sem var fædd og uppalin í Reykjavík og Svein- bjöm Jónsson beykir, ættaður úr Húna- vatnssýslu. Lilja átti fjögur systkini og voru þau: Halldóra, gift Pétri Ingjaldssyni skipstjóra, Kristbjörg, gift Magnúsi Gúbjartssyni forstjóra, Jón, vél- stjóri, sem var tvíburabróðir Lilju, kvæntur Ágústu Magnúsdóttur, og Bergur, sem dó í æsku. Lilja er nú ein á lífi af systkinahópnum. Lilja ólst upp í samhentri fjöl- skyldu og við þau kjör sem alþýðan bjó við í byijun aldarinnar. En þeg- ar Lilja var rúmlega tvítug hófst ævintýrið í lífi hennar. Jón bróðir hennar sem vann þá í vélsmiðjunni Hamri kynntist ungum Þjóðveija, sem var farinn að vinna á sama vinnustað og bauð honum heim. Var þar kominn tilvonandi eigin- maður Lilju, Julius Schopka. Hann hafði borið hér að landi árið 1920 og hafði þá siglt víða um lönd, m.a. til Kúbu, Argentínu og Urugu- ay. Hann hafði gengið í herskóla í Kiel og gegnt herþjónustu á kaf- bát í fyrra stríði. Hann ritaði endur- minningar sínar síðar frá fyrri heimsstyijöld, um kafbátahemað Þjóðveija, en Árni Óla blaðamaður færði í letur. Lilja sagði mér ein- hvem tíma að vinkonur móður hennar hefðu spurt hana, hvort hún ætlaði að láta stúlkuna í hendurnar á þessum útlendingi og hefði móðir sín þá sagt að stúlkan réði þessu sjálf. Og þar með var framtíð stúlk- unnar ráðin. Lilja og Julius héldu brúðkaup sitt 1922 og gerðist Julius brátt verslunarstjóri fyrirtækisins Á. Einarsson & Funk. Síðar varð hann einkaeigandi fyrirtækisins og einn- ig átti hann og rak Nora Magasín, sem margir muna sjálfsagt eftir. En sú verslun var til húsa þar sem nú er Gallerí Borg. Var hann á sín- um tíma einn af umsvifamestu kaupmönnum bæjarins. Lilja og Julius byggðu ásamt Jóni bróður Lilju stórt hús í Skeijafirðinum, og er Félag einstæðra foreldra nú þar til húsa og bjuggu þau þar allan sinn búskap. Lilja nýtti tíma sinn vel og lærði meðal annars þýsku, sem hún talar lýtalaust. Varð fljótt mjög gest- kvæmt á heimili þeirra og rak Lilja heimilið af miklum myndarskap. Tileinkaði sér meðal annars þýska matargerðarlist og ég hef alltaf dáðst að Lilju, þegar hún var að halda veisl- ur. Þá var skipulag á hlutunum. Hún sigldi fyrir stríð með manni sínum til Evrópu i við- skiptaferðir og kynnt- ist tengdafólki sínu sem flest bjó á þessum tíma í Efri-Slesíu, sem var þá hérað í Þýska- landi. Árið 1930 varð Julius austurrískur konsúll og gegndi þeim . störfum til 1938 og tók svo aftur við konsúls- starfinu eftir stríð og var aðalræðismaður Austurríkis til dauðadags, en hann lést 1965. Auk ræðismannsstarfsins gegndi Julius ýmsum trúnaðarstörfum og var sæmdur mörgum heiðusmerkjum. í tengslum við ræðismannsstarf- ið kynntust þau hjón mörgu víð- frægu fólki, sem voru gestir á heimili þeirra. Má þar til dæmis telja Wilhelm Canaris flotaforingja, sem síðar var tekinn af lífi eftir að banatilræði við Hitler, sem hann og fleiri höfðu staðið að, fór út um þúfur. kanslarasoninn dr. Max Adenauer fyrrv. yfirborgarstjóra í Köln, dr. Rudolf Jonas, sem var bróðir forseta Austurríkis, og fór í leiðangur á Vatnajökul og skrifaði síðar bók um ferðina o.fl. o.fl. Einn- ig var alltaf mikið um að austur- rískir og þýskir lista- og vísinda- menn hefðu viðkomu á heimili þeirra og að sjálfsögðu skutu þau skjólshúsi yfir blanka háskólastúd- enta á puttaferðalögum þeirra til landsins. Áhafnir þýskra skipa sem hér höfðu viðdvöl, voru og tíðir gestir, en margir voru gamlir félagar Jul- iusar úr fyrra stríði. Þá voru hér á fyrri hluta aldarinnar margir Þjóð- veijar og kynntist Lilja þýskum konum og stofnuðu þær sauma- klúbb, sem hittist reglulega í meira en hálfa öld. Heimili Juliusar og Lilju var óvenju glæsilegt og ólíkt því sem tíðkaðist i Reykjavík um miðbik aldarinnar. Má segja að það hafi verið miðevrópskt menningarheim- ili á sjálfri Sögueyjunni. Persnesk gólfteppi, stílhúsgögn og antik- munir. Málverk frá fyrri öldum, safn fallegra silfurmuna og stórt bókasafn. Lilja og maður hennar eignuðust jörðina Stíflisdalur II í Þingvalla- sveit fyrir réttum 50 árum. Þar dvaldi Lilja á býli sínu með bömin á hveiju sumri meðan þau voru að vaxa úr grasi. Einnig áttu þau lítið hús við Stíflisdalsvatn, þar sem starfsfólk þeirra og kunningjar fengu að dveljast um lengri og skemmri tíma. Þótt Lilja fengist ekki við veiðiskap var Julius iðinn við silungsveiðar í vatninu og ekki er laust við að sú tómstundaiðja hafi gengið í arf í fjölskyldunni. Börn Lilju em : Lilja stúdent og húsmóðir, dr. Sverrir efnafræðing- ur og framkvæmdastjóri í Þýska- landi, Ragnhildur húsmóðir í Bandaríkjunum, Ottó viðskipta- fræðingur og dr. Sigfús fiskifræð- ingur. Óll börnin hafa gifst, barna- börnin efu 15 og bamabarnabörnin 14. Þegar ég kynntist Lilju fyrir um 30 árum vakti það athygli mína, að börn hennar hétu öll mörgum nöfnum, en þá hétu flestir íslend- ingar aðeins einu fornafni. Fjögur elstu börnin heita hvert þremur nöfnum en yngsta barnið tveimur nöfnum, nöfnum þeirra manna, sem Julius kynntist er hann bar hér að landi og veittu honum ómet- anlegan stuðning að öllum öðrum ólöstuðum, en það voru þeir Sigfús Blöndahl aðalræðismaður Þjóðveija og dr. Alexander Jóhannesson pró- fessor og fyrrv. háskólarektor. Er ég tengdist fjölskyldunni var Lilja orðin ekkja og komin yfir miðjan aldur. Það vakti strax eftir- tekt mína hvað hún er jákvæð og hún hefur alltaf lagt áherslu á að rækta þann þátt í fari sínu. Hún hefur alla tíð verið ákaflega létt í lund og haft lag á að gera gott úr öllu, þótt á móti hafi blásið, enda er aldrei svo að ekki skiptist á skin og skúrir í lífínu. Þar hefur ekki dregið úr að bjartsýni er henni í blóð borin. Lilja er umtalsgóð og hef ég aldrei heyrt hana leggja illt orð til nokkurs manns enda er flá- ræði og undirferli henni ekki að skapi. Lilja hefur alla tíð verið ákaflega greiðvikin og hjálpsöm og gott að leita til hennar. Alltaf verið boðin og búin til að hjálpa og átti það ekki síður við um eiginmanninn. Julius var manna fúsastur til að láta fé af hendi rakna til ýmissar hjálparstarfsemi þótt í kyrrþey hafi verið. Þá má nefna ótal matar- og fatasendingar til ættingjanna aust- an járntjalds en margir aðrir í Þýskalandi og Austurríki nutu ör- lætis þeirra hjóna á erfiðleikaárun- um, sem fýlgdu í kjölfar ófriðarins mikla. Þótt Lilja hafi ekki tekið opinber- lega þátt í stjórnmálum hefur hún alltaf fylgt sjálfstæðisstefnunni að málum. Lengst af hefur hún verið heilsuhraust og hafði alveg fram að níræðu ótrúlegt starfsþrek. Hún hélt sitt eigið heimili fram yfir 94 ára aldur en dvelur nú á Droplaug- arstöðum og unir hag sínum vel. Á þessum merkisdegi er margs að minnast. Ég vil þakka þér Lilja mín fyrir ánægjuleg kynni og margvíslega hjálp og óska ég og fjölskylda mín þér alls hins besta um ókomin ár. Helga Skúladóttir. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Philip Morris MJÖG góð þátttaka var í Philip Morris tvímenningnum og spiluðu tæplega 350 pör. Sitt sýnist hveij- um um útreiknaða skor í keppninni en úrslitin í báðum flokkum voru afgerandi. Norður/Suður: Þrösturlngimarsson - UlfarOm Friðriksson 75.5 Bjami Sveinsson - Ólafur Jóhannsson 62.0 Hjalti Elíasson - Eiríkur Hjaltason 60.0 Siguijón Helgason - Gunnar Karlsson 57.8 Guðmundur Pétursson - Halla Bergþórsd. 56.0 Guðbrandur Bjömsson ■ Bjöm Pálsson 54.1 Austur/Vestur: UnnsteinnArason-MagnúsAsgrímsson 73.2 Guttormur Kristmannss. - Páimi Kristmannss. 58.0 GunnarBóasson-HermannTómasson 57.7 Bjöm H. Guðmundsson - Jónas Olafsson 54.9 PéturGuðjónsson-AntonHaraldsson 53.3 Hrafnhildur Skúlad. - Jörundur Guðmundsson 52.6 Bridsfélag Hornafjarðar Nýlokið er tveggja kvölda Board- a-Match sveitakeppni hjá félaginu með þátttöku 6 sveita. Sigurvegar- ar eftir hrikalega baráttu var sveit Gunnars Páls Halldórssonar með 75 stig. í öðru sæti með jafnmörg stig var Hótel Höfn og í 3. sæti Skrapsveitin. í sigursveitinni spiluðu auk Gunnars Páls, Jón Níelsson, Ingvar Þórðarson, Guðbrandur Jóhannsson og Jón Sveinsson. Nú stendur yfir þriggja kvölda tvímenningur með þátttöku 14 para. Staðan eftir tvö kvöld: Ólafur Magnússon og Baldur Kristjánsson hafa 350 stig. Næstu pör eru Gunn- ar Páll Halldórsson og Jón Níelsson annars vegar og Björn Gíslason og Sigfinnur Gunnarsson hins vegar með 349 stig. Bridsfélag eldri borgara, Kópavogi Spilaður var tvímenningur föstu- daginn 18. nóvember. 20 pör mættu, spilað var í 2 riðlum, A og B. Úrslit í A-riðli: Karl Adolfsson - Eggert Einarsson 132 CyrasHjartarson-GarðarSigurðsson 132 Helga Helgadóttir - Ásta Erlingsdóttir 115 Meðalskor 108 Úrslit í B-riðli: Eysteinn Einarsson - Kári Sigurðsson 126 Bergsveinn Breiðfjörð—Baldur Ásgeirsson 121 Ásthildur Sigurgísladóttir - Lárus Amórsson 120 Meðalskor 108 Þriðjudaginn 22. nóvember var spil- aður tvímenningur. 24 pör mættu, spilað var í tveim riðlum, A og B. Úrslit í A-riðli: Jónina Halldórsdóttir - Hannes Ingibergsson 193 Eysteinn Einarsson - Kári Siguijónsson 191 BergurÞorvaldsson-ÞórarinnÁmason 189 Hannes Alfonsson — Einar Elíasson 183 B-riðiII: GarðarSigurðsson-CyrusHjartarson 206 Helga Ámundadóttir - Hermann Unnbogason 191 Jón Stefánsson - Þorsteinn Laufdal 186 IngóifurHelgason-RagnarÞorsteinsson 181 Meðalskoríbáðumriðlum 165 FRÉTTIR Basar Vinahjálpar FELAGIÐ Vinahjálp heldur basar í Fóstbræðraheimilinu sunnudaginn 27. nóvember kl. 14-16. Á basarn- Him verða eingöngu handunnir mun- ir. Félagið var stofnað árið 1963 og hefur starfað síðan í tveimur deild- um, hanndavinnudeild og brids- deild. Ollum ágóða af starfseminni hefur árlega verið varið til kaupa á hjálpartækjum fyrir ýmis félög, stofnanir og spítala, svo sem Blindrafélagið, MS-félagið, Öskju- hlíðarskólann, Safamýrarskólann, Landakotsspítalann, Landspítalann o.fl. Jólabasar KFUK HINN árlegi jólabasar KFUK verð- ur haldinn laugardaginn 25. nóvem- ber. Basarinn verður í nýjum aðal- stöðvum KFUK og KFUM við Holtaveg og hefst kl. 14. Að venju verður þar margt eigu- legra muna hentugum til jólagjafa, frábærar kökur til jólanna og kaffí- sala fer fram meðan basarinn stend- ur yfir. .-....♦ » ♦---- Basar aldraðra á Hvolsvelli ÍBÚAR á Kirkjuhvoli, dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli, halda basar laugardaginn 26. nóvember og hefst hann kl. 14. Margt góðra muna verður til sölu, hannyrðir og fleira sem aldr- aðir hafa gert í tómstundum sínum undanfarið ár. Týndir bílar LÖGREGLAN hefur undanfarnar vikur leitað án árangurs að tveimur bílum sem stolið var frá eigendum sínum. Rauðum Toyota Corolla bíl, ár- gerð 1982, með skráningarnúmerin R-69163, var stolið frá Eyjabakka 3. október og er bíllinn ófundinn enn eins og dökkblár íjögurra dyra Saab, R-1081, sem hvarf 27. októ- ber frá Frakkastíg. ------» ♦ 4---- Basar í Víði- staðasókn SYSTRAFÉLAG Víðistaðasóknar heldur sitt árlega aðventukaffi og basar, með handunnum munum og laufabrauði, sunnudaginn 27. nóv- ember. Systrafélagið vinnur fýrir kirkju og söfnuð og hefur unnið að mörg- um stórum verkefnum. Nú leggja systurnar alla sína vinnu í gólfefna- sjóð og segir í fréttatilkynningu að það sé mikið mál og kosti mikla vinnu. Kaffísalan og basarinn hefjast í safnaðarheimilinu að lokinni messu kl. 15. Ný tísku- verslun við Laugaveg TÍSKUHÚSIÐ Cabaret, Laugavegi 76, var opnað fyrir skömmu. Eig- andi verslunarinnar er Eygló Gunn- þórsdóttir. Til sölu í versluninni er fatnaður fyrir ungt fólk og konur á besta aldri. Mikið úrval er af peysum, stuttum pilsum, bolum, kjólum, samkvæmisbuxum o.fl. Af tilefni opnunarinnar verður 20% afsláttur fram á laugardag. -----♦.♦—♦---- ■ MÆLSKU- og rökræðukeppni á vegum III. ráðs ITC verður hald- in á morgun, laugardaginn 26. nóv- ember, kl. 13 á Hótel Selfossi. Keppnislið eru fjögur; ITC RÓs Hveragerði og ITC Fífa Kópa- vogi byrja keppnina. Rós leggur til að opinberir embættismenn hætti nú þegar að veita áfengi á vegum ríkisins. Fífa mælir með tillögunni. Eftir stutt hlé keppa ITC Jóra Selfossi og ITC Melkorka Reykja- vík. Melkorka leggur til að kvóti verði settur á barneignir íslendinga. Jóra andmælir tillögunni. ■ ♦ ♦ ♦ ■ TROMMULEIKARINN Gunn- laugur Briem flytur fyrirlestur um trommuleik laugardaginn 26. nóv- ember í Tónabúðinni, Laugavegi 163. Fyrirlesturinn hefst kl. 14 og er aðgangur ókeypis. í tilefni af fyrirlestrinum verða allar trommu- vörur á tilboðsverði í Tónabúðinni á laugardaginn. -----♦ ♦ ♦---- ■ KIWANISKLÚBBURINN Eld- borg, Hafnarfirði, heldur upp á 25 ára afmæli klúbbsins í Skút- unni, Hafnarfirði, laugardaginn 26. nóvember. Afmælishófið hefst kl. 19. Kiwanisklúbburinn Eldborg var stofnaður þann 27. nóvember 1969 og hefur starfað með miklum krafti í 25 ár sem þjónustuklúbbur í Hafnarfirði. Einnig hefur verið unnið að þeim sameiginlegu lands- byggðarverkefnum sem Kiwanis- hreyfingin hefur staðið fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.