Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Diana að slá sér upp? ►DIANA prinsessa er í skíða- ferðalagi á Vail Mountain í Col- orado um þessar mundir. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi ef ekki hefði sést í fylgd hennar piparsveinninn og miHj- ónamæringurinn Teddy Frost- mann, 54 ára, en þau hittust fyrr á þessu ári í heimsókn Diönu til Bandaríkjanna. Eignuðust bam ► AKISHINO prins, annar sonur Akihito keisara, og eiginkona hans Kiko prinsessa eignuðust sitt annað barn 29. desember og reyndist það vera stúlkubarn. AÐEINS ÞÚ MARISA TOMEI ROBERT DOWNEY JR. BONNIE HUND, JOAQUIM DE ALMEIDA, FISHER STEVENS (COLD FEVER) í frábærri rómantískri gamanmynd. Hlátur — grátur og allt þar á milli. í leikstjórn stórmeistarans NORMANS JEWISON Sýnd, 5, 7, 9 og 11. Miðaverð kr. 550. Sýnd kl. 7. STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Only you bolir, geisladiskar, lyklakippur og boðsmiðar á myndir í STJÖRNUBÍÓI. verökr. 39.90 min. Ein stelpa, tveir strákar, þrir möguleikar threesome Sýnd kl. 9 og 11. B. i 12 ára. KARATESTELPAN Sýnd kl. 5. Opið nýársdag \ • /y/7 r/Y'/ /. Tíu bestu myndimar 1994 Arnaldur Indriðason Sæbjörn Valdimarsson 1. Dreggjar dagsins - („Remains of the Day“) Yfirburðaverk með Anthony Hopkins í hlutverki bresks yfirþjóns. Leikur hans er könnun inní algert tómarúm, tilfinningalegan dauðadal þess sem veit að hans innri maður er liðið lík. James Ivory. 1993. 2. í nafni föðurins - („In the Name of the Father") Stórkostlega vel gerð og leikin sannsöguleg mynd um fangelsun sakleysingja í Bretlandi og samband föður og sonar í haldi. Daniel Day-Lewis fer á kostum í jafn- vel sinni bestu mynd. Jim Sheridan. 1993. 3. Listi Schindlers („Schindler’s List“) Spielberg rekur af sér slyðruorðið með margfaldri ósk- arsverðlaunamynd sinni um gyðingabjargvættinn Óskar Schindler. Átakanleg og sorgleg og sönn og líklega er rétt að það hefði ekki verið hægt að gera hana betur. Steven Spielberg. 1993. 4. Reyfari („Pulp Fiction") Myndin sem kom mest á óvart á árinu eftir leikstjóra sem á framtíðina fyrir sér. Þijár yndislegar glæpasögur sem leiftra af kómík í bland við yfírvofandi ógn. Leikar- ar eins og John Travolta finna endurnýjaðan kraft í safaríkasta handriti síðustu ára. Quentin Tarantino. 1994. 5. Þrír litir: Blár, Hvítur, Rauður - („Trois colours: Bleu, Blanc, Rouge“) Myndabálkur Kieslowskis, sem byggist á frelsi, jafn- rétti og bræðralagi, hefur kveikt líf í listrænu evrópsku kvikmyndahefðinni og er í heild einhver mesti kvik- myndaviðburður ársins. Krzysztof Kieslowski. 1994. 6. „Serial Mom“ Meistarastykki vandræðabarns ameríska kvikmyndaiðn- aðarins segir af settlegri úthverfahúsmóður sem gerist fjöldamorðingi.' Ódrepandi ádeila á ofbeldisdýrkunina vestra. Kathleen Turner er mögnuð sem rætnasta og morðóðasta kvensnift kvikmyndasögunnar. John Wat- ers. 1994. 7. Forrest Gump Sérstök mynd sem átti auðvelt með að fanga hugi og hjörtu áhorfenda um allan heim. Tom Hanks vinnur leiksigur í titilhlutverki einfeldningsins sem fer með okkur um 30 ára róstursama sögu Bandaríkjanna. Ljúf- sár, skemmtileg og fyndin, gerð með ríkri saknaðar- kennd. Robert Zemeckis. 1994. 8. Leifturhraði („Speed") Besta hasarmynd ársins gerist í strætó á ógnarhraða. Stanslaus keyrsla frá upphafí til enda með glansandi fínum Keanu Reeves í aðalhlutverki. Ein af fáum mynd- um ársins sem bauð upp á raunverulega spennu. Jan Du Bont. 1994. 9. Nakinn („Naked") Fantagóð samtímalýsing á lífi almúgans í London séð með augum hins heimspekisinnaða og málóða David Thewlis, sem fer á kostum í aðalhlutverkinu. Gróf og klúr en sönn í eymdarlegri heimssýn sinni. Mike Leigh. 1993. 10. Allir heimsins morgnar - („Tous les matins du monde“) Kom hér allt of seint og í slitnum lörfum en stóð undir væntingunum sem ein besta mynd Frakka hin síðari ár. Listaverk um leitina að svari við spurningunni um hinn sanna tilgang listarinnar. Alain Comeau. 1991. 1. Listi Schindlers - („Schindler’s List“) Steven Spielberg 1993. Spielberg leiðir okkur vægðarlaust í allan sannleika í einni bestu mynd sem gerð hefur verið um helförina. Ekki síst mikilsverð fyrir ungt fólk og framtíðina. 2. Reyfari („Pulp Fiction") Quentin Tarantino. 1994. Tarantino er frumleg- asti, þjófóttasti og háðskasti kvikmyndagerðar- maður dagsins. Og ekki getur að líta litríkari hjörð persóna en þá sem spretta útúr kollinum á honum. 3. Forrest Gump Robert Zemeckis. 1994. Heimsmynd síðustu ára- tuga skoðuð með barnsaugum, og við sem erum á svipuðum aldri og söguhetjan sjáum ævi okkar renna hjá í tónum og tíðindum. Látlaus, þó kynngimögnuð og Hanks í snilldarformi. 4. Kryddlegin hjörtu - („Como agua para chocolate") Alfonso Auro. 1993. Rómönsk frásagnarsnilli krydduð sínu töfraraunsæi, eldheitum ástamálum og matargerðarkúnst. 5. Þrír litir: Rauður - („Trois couieurs: Rouge“) Krzysztof Kieslowski. 1994. Svanasöngur leik- stjórans og lokakafli þríleiksins um fánalitina frönsku, er töfrandi mynd um mannlegar dyggð- ir og flókin forlög. 6. Dreggjar dagsins - („Remains of the Day“) James Ivory. 1993. Stórkostleg mynd á öllum sviðum kvikmyndagerðarinnar, þar sem afburða- leik Anthony Hopkins í hlutverki tilfinningalega bælds og húsbóndaholls yfirþjóns ber þó hæst. 7. Saga úr Bronx - („A Bronx Tale“) Robert De Niro. 1993. De Niro, sem tekst á við leikstjórnarfrumraun sína af öryggi og handrits- höfundurinn Chazz Palminteri (sem jafnframt stelur myndinni í einu aðalhlutverkanna), draga upp eftirminnilega og trúverðuga mynd af lífinu . við _götu í Bronx á sjöunda áratugnum. 8. I nafni föðurins - („In the Name of the Father“) Jim Sheridan. 1993. Mynd, byggð á sönnum atburðum, sem skilur áhorfandann eftir sárreiðan útí miskunnarlaus yfirvöld og rotið réttarfar. Pete Postlethwite og Daniel Day Lewis sýna firnasterkan leik. 9. Hvað pirrar Gilbert Grape? - („What’s Eating Gilbert Grape?“) Lasse Hallström 1994. Tragi-kómísk, mjög svo óvenjuleg mynd frá Hollywood, enda stendur Svíinn Hallström aftan við tökuvélarnar. Laðar það besta fram hjá Johnny Depp og ótrúlegri smábæjarsögu. 10. Ógnarhraði (,,Speed“) Jan De Bont. 1994. Skólabókardæmi um vel lukk- að kassastykki — þær myndir sem halda kvik- myndaiðnaðinum gangandi. Full af spennu og skemmtilegheitum frá upphafi til enda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.