Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KYIKMYNDIR/Stjörnubíó hefur tekið til sýninga kvikmyndina Legends of the Fall, eða Vindar fortíðar eins og hún kallast á íslensku, sem segir sögu bandarískrar flölskyldu í byrjun aldarinnar. Aðalhlutverkin leika þeir Brad Pitt, Anthony Hopkins og Aidan Quinn. Átakasaga bræðra SUMT fólk heyrir sína innri rödd skýrt og greinilega og lifir í samræmi við það sem það heyrir. Fólk af því tagi missir gjarnan vitið eða verður að goðsögnum." Þannig hefst skáldsagan Legends of the Fall eftir bandaríska rithöf- undinn Jim Harrison, en samn- enfnd kvikmynd sem byggð er á sögunni hefur nú verið frumsýnd í Stjörnubíói. Þetta er víðfeðm og rómantísk saga Ludlow-fjölskyld- unnar, þriggja bræðra, föður þeirra og ungrar stúlku sem breyt- ir á varanlegan hátt lífi hvers og eins þeirra. Myndin er tilnefnd til Oskarsverðlauna fyrir bestu hönn- un, bestu kvikmyndatöku og bestu hljóðsetningu. William Ludlow (Anthony Hopk- ins) gegndi stöðu ofursta í banda- ríska riddaraliðinu þangað til hann gat ekki lengur liðið meðferð ríkis- stjómar sinnar á frumbyggjum vestursins. Hann byggði búgarð á afskekktum stað við rætur Kletta- ijalla í Montana, en þar ætlaði hann að ala upp syni sína þijá fjarri firringu samtímans. Alfred (Aidan Quinn) er elstur bræðranna. Hann er skyldurækinn og dulur en viljasterkur, en yngsti bróðirinn, Samuel (Henry Thom- as), er ástsæll og fullkomið dæmi um þá hugsjónastefnu sem ríkti í byijun aldarinnar. Þriðji bróðirinn er svo Tristan (Brad Pitt), sem er engum líkur. Hann er villtur og skapbráður og hefur komist til manns í ötulli umsjá indíánans One Stab, sem er fyrrum njósnamaður ofurstans. Hjá honum hefur Trist- an lært og tileinkað sér hæfni og eðli stríðsmannsins. Á uppvaxtarárunum eru bræð- urnir óaðskiljanlegir og þeim er ókunnugt um þær ástríðufullu og ofsafengnu leiðir sem bíða þeirra i Iífinu. Leiðir þeirra liggja um hetjuskap og hrylling stríðsáranna fyrri og týndu áranna í kjölfarið, síðan heim til Montana á nýjan leik og heims þar sem nútíminn Einn sá eftir- sóttasti BRAD Pitt hefur verið einn eftirsóttasti leikarinn af yngri kynslóðinni í Hollywood síðan hann lék í kvikmynd Ridleys Scott, Thelma & Louise, árið 1991. Hæfileikar hans hafa síð- an fengið að njóta sín til hins ítrasta í myndum á borð við A River Runs Through It, Kali- fornia og nú síðast í Interview With The Vampire. Pitt fæddist í bænum Shawnee í Oklahoma, en ólst upp í Springfield í Missouri. Hann lærði blaðamennsku í Missouri-háskóla í Columbia, en fluttist að námi loknu til Los Angeles til þess að leggja stund á nám þar í auglýsinga- heldur innreið sína á einni nóttu. Saga þeirra er saga ásta og sökn- uðar, svika og vona, og alltaf er hinn óútreiknanlegi Tristan þung- amiðjan í atburðarásinni. Leikstjóri Legends of the Fall er Edward Zwick, en framleiðandi er Marshall Herskovitz. Zwick hef- ur unnið mikið fyrir sjónvarp og unnið til fjölda verðlauna og hann á m.a. að baki kvikmyndina Glory með Matthew Broderick og Denzel Washington í aðalhlutverkum. Einnig skapaði hann sjónvarps- þáttaröðina Thirtysomething, sem sýnd hefur verið í sjónvarpi hér á landi. Hann segist hafa orðið djúpt snortinn þegar hann las sögu Harrisons í fyrsta sinn á áttunda áratugnum og ætíð síðan hafi sag- an búið í honum og kallað á að hann gerði kvikmynd eftir henni. „Þetta er mikilfengleg, dulúðug, falleg og gefandi fjölskyidusaga, sem auk þess að vera stórbrotin saga er einskonar hugleiðing um niðurlægingu og reisn manns.“ Undirbúningurinn að gerð myndarinnar veitti Zwick, sem er haldinn óslökkvandi áhuga á sagn- fræði, kærkomið tækifæri til að sökkva sér á kaf í akademískar rannsóknir af því tagi sem hann segist hafa haft unun af áður en hann gerðist kvikmyndagerðar- maður. Sagan sem myndin byggist á gefur að hans mati raunsanna lýsingu á endalokum innhverfu og sjálfbæmi Ameríku áður en hún breyttist að eilífu vegna heims- styijaldarinnar fyrri og iðnbylting- ar í kjölfar hennar. „Aðalatriðið var samt ekki að bregða upp raun- sannri mynd af þessum tíma held- ur að ná á einhvern hátt sjálfum tíðarandanum. Eina leiðin til að gera þetta var að lesa kynstrin öll af grunnheimildum, bréfum frá þessum tíma, dagbókum og ræða klukkustundum saman við sér- fræðinga í þessu tímabili. Sem betur fer var einn slíkur sérfræðingur í leikarahópnum, en ALFRED verður áhrifamikill stjórnmálamaður, en faðir hans, William (Anthony Hopkins), ber kala í brjósti til sljórnvalda. ALFRED (Aidan Quinn) ,og Tristan (Brad Pitt) eru báðir skotnir í Súsönnu (Julia Ormond), unnustu Samuels (Henry Thomas). það var indíáninn Gordon Tootoos- is, sem leikur One Stab, en hann er af einum ættflokki algonkvína og ólst upp á verndarsvæði indíána í Saskatchewan í Kanada. Hann er hæfileikamikill kúreki og jafn- framt þekktur sagnaþulur og hjálpaði hann Brad Pitt að læra þær setningar í mállýsku sinni sem Brad þurfti að nota í myndinni og jafnframt fór hann með hann á samkomur hjá ættflokki sínum. Marshall Herskowitz, sem hefur rannsakað íslendingasögurnar, segist samstundis hafa séð sam- svörun nieð þeim og sögu Harri- sons. „í gömlu sögunum er þessi hræðilega en jafnframt æsandi til- finning að þú veist aldrei hvað skeður, að örlögin eru hvorki rétt- lát eða fyrirsjáanleg. Það sama fannst mér um sögu Harrisons." í hlutverki Willíams Ludlows er Anthony Hopkins, „gæddur snilli, hofmennsku, sjálfsstjórn og virð- ingu fyrir öðrum, sem er einkenn- andi fyrir William Ludlow,“ segir Zwick. „Það mátti finna siðferði- legt vald Hopkins um leið og hann gekk inn á sviðið.“ Hlutverk ofurstans er enn ein skrautljöðrin sem Anthony Hopk- ins bætir í hatt sinn, en hann hef- ur unnið hvern leiksigurinn á fæt- ur öðrum á undanförnum árum. Þegar hann tók að sér hlutverkið rættist gamall draumur hans um að ríða um í víðáttum Ameríku, en hann segist alla tíð hafa verið mikill aðdáandi leikstjórans Johns Fords, sem gerði marga af eftir- minnilegustu vestrum kvikmynda- sögunnar. Aidan Quinn, sem leikur Alfred, vakti fyrst verulega athygli þegar hann lék í kvikmyndinni Desperat- ely Seeking Susan með Madonnu og Rasanna Arquette árið 1985. Síðan hefur hann leikið í The Missi- on, Stakeout, Avalon, At Play in the Fields of the Lord, The Play- boys, Benny & Joon, Blink og nú síðast Mary Shelley’s Franken- stein. Næsta mynd sem hann gerði á eftir Legends of the Fall heitir The Stars Fell on Henrietta, en í henni leikur hann á móti Robert Duvall. Henry Thomas, sem leikur Samuel, var kornungur þegar hann kom fram í sinni fyrstu mynd, en það var Raggedy Man með þeim Sissy Spacek og Eric Roberts. Áður en sú mynd var frumsýnd var hann svo ráðinn til að fara með aðalhlutverkið í mynd Steven Spielbergs, E.T. The Extra-Terr- estrial, sem er önnur mest sótta mynd allra tíma. Meðal mynda sem hann hefur leikið í síðan eru The Quest, Cloak & Dagger, Valmont, Misunderstood ,og Fire in the Sky. Nýlega lék hann svo aðalhlutverk á móti þeim James Woods og Kat- hy Bates í mynd sem gerð var eftir leikriti Sams Shepard, Curse of the Starving Class. ONE Stab (Gordon Tootoosis) er indíáni í þjónustu Williams sem kennir Tristan hæfni og eiginleika stríðsmannsins. gerð og grafískri hönnun. í stað þess sneri hann sér að leiklistinni og fékk hann brátt hlutverk í sjónvarpsþáttunum Another World og Dallas og aðalhlutverk áskotnaðist hon- um I þáttaröðinni Glory Days, en einnig lék hann í kapalsjón- varpsmyndunum The Image og Too Young to Die. Aðrar kvikmyndir sem Brad Pitt hefur leikið í eru aðalhlut- verk í Johnny Suede, sem vann Gullna hlébarðann sem besta mynd á kvikmyndahátíðinni í Lucarno árið 1992, Cool World, Across the Tracks, Dark Side of the Sun og stutt- myndin Contact, sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna. Næsta mynd sem hann sést svo í á hvíta tjaldinu er Seven, en í henni leikur hann aðalhlut- verk á móti Morgan Freeman, sem tilnefndur er til Óskars- verðlauna í ár sem besti leik- ari í aðalhlutverki í myndinni The Shawshank Redemtion. BRAD Pitt er einn af eftirsótt- ustu leikurunum í Hollywood um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.