Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 61 I I ) > I I I I w Q ÍÞRÓTTIR UNGLINGA IÞROTTIR UNGLINGA / BADMINTON Morgunblaðið/Bjöm Blönda Hjörtur Arason 10 ára úr Víkingi og Sigrún Einars- dóttlr 10 ára úr TBR voru aö keppa á sínu fyrsta íslandsmótl. Á minni myndinnl eru Skaga- stúlkurnar Birna Guð- bjartsdóttlr til vinstri og Brynja K. Pétursdóttir en þær unnu langþráðan sigur I tvíliðaleik eftir skemmtllega keppni. Sætur sigur hjá Skagastúlkunum - á Unglingameistaramótinu í badminton UM 200 keppendurtóku þátt í Unglingameistaramótinu íbad minton sem haldið var i Kefla- vík um síðustu helgi. skrifar frá Keflavík Keppnin á mótinu var skemmti- leg í mörgum flokkum og þar má nefna viðureign Skagastúlkn- ■■■i anna Birnu Gu- Bjöm bjartsdóttur og Blöndal Brynju K. Péturs- dóttur í tvfliðaleik við stöllur sínar út TBR, þær Vigdísi Asgeirsdóttur og Margréti Dan Þórisdóttur í stúlkna- flokki. Þeirri viðureign lauk með sigri Skagastúlknanna 15:9 og 15:13 eftir snaggaralega keppni. Eftir að hafa tapað fyrstu lotunni 15:9, komust þær Vigdís og Mar- grét í 9:5, en þær Bima og Brynja unnu þá 9 stig í röð og breyttu stöð- unni í 14:9 og náðu síðan að sigra 15:13. „Þetta var bæði hörð og skemmti- leg viðureign og sigurinn var ákaf- lega sætur, því þær Vigdís og Mar- grét hafa alltaf unnið okkur undanf- arið,“ sögðu þær Skagastúlkur eftir að þær höfðu tryggt sér íslands- meistaratitilinn. Flestir keppendur voru frá TBR úr Reykjavík, liðlega fjörutiu, en heimamenn áttu 32 keppendur. Þeir sem voru lengst að komnir komu frá Akureyri, en Siglfirðingar og Húsvíkingar urðu að sitja heima veðurtepptir. Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, form. badminton- deildar Keflavíkur er mikill upp- gangur í íþróttinni í Keflavík og hefur Ámi Þór Hallgrímsson þjálfað hjá deildinni í vetur. Meðal keppenda vom þau Hjörtur Arason ára 10 úr Víkingi í Reykja- vík og Sigrún Einarsdóttir 10 ára úr TBR og sögðu þau að þetta væri fyrsta íslandsmótið sem þau tækju þátt í. Hjörtur sagðist ekki hafa náð langt að þessu sinni og tapað í fyrsta leik. Hann væri tiltölu- lega nýbyijaður að æfa og þrátt fyrir að vinna ekki gull á þessu móti þá væri hann staðráðinn í að gera betur næst. Sigrún sem hefur æft í 3 ár sagði að sér hefði gengið aðeins betur en Hirti og hún komist í undanúrslit í tvíliðaleik en mátt sætta sig við tap í sinni annarri við- ureign í einliðaleik. Sigrún sagði að þó svo að þetta væri sitt fyrsta meistaramót þá væri hún komin með nokkra keppnisreynslu og hún ætti nokkra gullpeninga heima. HANDKNATTLEIKUR Valsdrengir og Völsungsstúlkur íslandsmeistarar í fimmta flokki VALUR og Völsungur tryggðu sér íslandsmeistaratitia í fimmta flokki í handknattleik en úrslitakeppnin íþessum aldurs- flokki var haldin 11.-12 þessa mánaðar. Völsungar eignuðust sína fyrstu íslandsmeistara í handknatt- leik þegar lið félagsins sigraði í fimmta flokki kvenna. Úrslitakeppn- in fór fram í íþróttahúsi Fram og óhætt er að segja að úrslitin hafí komið á óvart. Stjarnan sigraði í tveimur mótum í vetur og Valur í einu en hvorugt þessara Iiða komst > undanúrslitin. Fylkir sem sló Stjöm- una út hafnaði í þriðja sætinu með sigri á Val 9:8. „Við áttum von á þvi að Stjarnan og FH mundu lenda saman í úrslit- inum. Við töpuðum fyrir FH-stelp- unum í riðlakeppninni og áttum alveg eins von á því að tapa fyrir þeim aftur í úrslitaleiknum. Leikurinn var erfiður en við spiluðum góða vörn og sóknin gekk vel og það réði úrslit- um,“ sagði Særún Jónsdóttir, fyrir- liði Völsunga „Andinn hefur verið góður í vetur og mætingin góð á æfingar. Það voru sjaldnast færri en tuttugu á æfingum ívetur en líklega nítíu pró- sent æfingasókn hjá hópnum," sagði Særún. Það er dýrt að senda lið í íslands- mótið fyrir félög af landsbyggðinni. Flest mótin fara fram á stór-Reykja- víkursvæðinu og foreldrar hafa þurft að leggja út fé fyrir þessu. Fyrir mótið fékk félagið þó styrk frá Landsbanka og íslandsbanka. Hafdís Hinriksdóttir fyrirliði FH sagðist vera þokkalega ánægð með veturinn að úrslitaleiknum undan- skildum. „Við vorum neðstar til að byija með en erum fyrst að smella saman núna. Við erum búnar að spila vel í úrslitakeppninni en spil- uðum illa í þessum leik,“ sagði Haf- dís. Valsstúlkur urðu sigurvegarar B-liða í sama aldursflokki. Úrslita- leikurinn var á milli Vals og Víkings og lyktaði 10:7. Stjaman hafnaði í þriðja sæti B-liða með sigri á FH 11:10. Sterkur hópur hjá Val Valsarar urðu meistarar 5. flokks í fyrra með leikmönnum sem flestir vom á yngra árinu i þessum flokki. Það kemur því ekki á óvart að liðið skyldi endurtaka leikinn í ár. Vals- drengirnir sigmðu á tveimur mótum í vetur en HK sigraði í einu með því að leggja Valsmenn að velli í fram- lengingu. Þessi lið mættust í úrslita- leiknum og sigmðu Valsarar . „Flestir í A-liðunu hafa spilað handbolta saman lengi og þá höfum við alltaf verið með sömu þjálfarana sem em mjög góðir,“ taldi Snorri Steinn Guðjónsson að væri lykillinn að góðum árangri liðsins. Jón Heiðar Gunnarsson er fyrirliði HK. „Við emm með ágætt lið og margir okkar hafa spilað saman frá því við vomm níu ára. Við byijuðum reyndar illa í vetgur. Sváfum yfir okkur þegar við áttum að spila í milliriðli á Akureyri en unnum svo næsta mót. Úrslitakeppni Haukastúlkur reyndust sterkastar á íslandsmóti sjötta flokki en úrslitakeppnin fór fram í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Haukastúlkumar unnu ÍBV í úrslitaleik 9:6 og tryggðu sér þannig fslands- meistaratitilinn í þessum aldurs- flokki. Framstúlkumar urðu meistarar í B-liðum með sigrí á Fylki í leik sem þurfti að fram- lengja og Fram varð einnig meistari C-liða. Víkingur var valið prúðasta félagið. Víkingur varð meistari í 7. flokki drengja eftir hörkuspenn- andi úrslitaleik við FH á Sel- tjarnamesi. Jafnt var 8:8 eftir hefðbundin leiktíma og Víkingar skoruðu eina markið í framleng- ingunni. Fresta varð úrslitakeppninni í sjötta flokki karla sem fram átti að fara á Akureyri þar sem ófært var norður. Keppnin hefur verið.sett á helgina 31. mars - 3 aprfl. Morgunblaðið/Frosti VALUR - íslandsmeistari drengja í flmmta flokki. Aftari röð frá vinstri: Reynir Vign- ir form. Vals, Jón Halldórsson þjálfari, Halldór Stefánsson, Grétar Þorsteinsson, Jóhannes H. Sigurðsson, Markús M. Michaelson, Styrmir Hauksson, Sigurður Sigurþórsson þjálfari, Brynjar Harðarson form. hkd. Vals. Fremri röð frá vinstri: Fannar Þorbjörnsson, Birgir Þ. Birgisson, Ólafur H. Gíslason, Snorri Steinn Guðjónsson, Jón Valdimar Guðmundsson, Davíð Höskuldss. og Kristinn Diego. VÖLSUNGUR - íslandsmeistari í 5. flokki kvenna. Aftari röð frá vinstri: Magnús Ingi Eggertsson þjálfari, Jóhanna Gísladóttir, Elfa Birgisdóttir, Jóna Bima Óskarsdóttir, Særún Jónsdóttir og Kristjana Kristjánsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Hulda Hallgrímsdóttir, Harpa Siguijónsdóttir, Sigurbjörg Stefánsdóttir, Sigurbjörg Hjartardóttir, Helga B. Pálmadótt- ir og Huld Hafliðadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.