Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 48

Morgunblaðið - 25.03.1995, Page 48
48 LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Skemmtileg gömlu- dansa- og Rock’n’ Roll keppni PANS íþróttahúsið viö Strandgötu í Ilafnarfirði KEPPNISTRÍÓ DANSRÁÐS ÍSLANDS Gömludansakeppni og keppni í Rock’n’ Roll, sunnudag 19. mars. GÖMLUDANSARNIR okkar koma allir frá Evrópu og eru upprunnir þar. Þeir eru af- sprengi sígilda balletsins, en upp úr honum varð til austurríski þjóðdansinn „lendler", sem tal- inn er vera forfaðir bæði polkans og valsins. í flestum „okkar” gömlu dönsum koma þessir tveir dansar fyrir Dansráð íslands hefur síðastliðin 10 ár staðið fyrir margskonar dan- skeppni. Nú hefur verið haldin á hveiju ári, í nokk- urn tíma, gömlu- dansakeppni, við góðan orðstír. Fjölmargir kepp- endur voru mættir til leiks síðastliðinn sunnudag, í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafn- arfirði, til að keppa um íslandsmeist- aratitil í gömlu- dönsunum. Sam- hliða þeirri keppni var einnig keppt í Rock’n Roll. Öllum þessum keppendum fylgdi frítt föruneyti, sem fyllti næst- um húsið. Keppt var í fjölda mörgum flokkum, allt frá 7 ára og yngri upp í flokk 35-49 ára. Breiddin var mjög mikil og mátti þama sjá bæði þrautreynda keppendur í samkvæmisdönsum og eins fólk að keppa í fyrsta sinn. Þama em allir saman, sem gerir andrúms- loftið svolítið skemmtilegt. Það var forseti Dansráðs ís- land, Heiðar R. Ástvaldsson, sem setti keppnina. í ávarpi sínu minntist hann á það að íslenskir danskennarar væru búnir að samræma reglur um gömludans- ana, um það hafi staðið þó nokk- ur styr, en nú hefði náðst að lægja flestar öldur. Að lokinni setningarathöfn hófst ’keppnin. Keppnin fór vel af stað, en að þessu sinni var byijað á elstu riðlunum, sem er nokkur ný- breytni og kom það ágætlega út. Svo var haldið áfram og hver aldursflokkur tók við af öðmm og stóðu flestir ef ekki allir flokkar sig ákaflega vel, sérstaklega fannst mér þó gam- an að horfa á flokk 7 ára og yngri. Þessir krakkar em svo mikil „krútt“! Það sem vakti sérstaklega athygli mína á sunnudaginn var að polkinn var í langflestum til- fellum vitlaust dansaður! Þ.e.a.s. fótaburðurinn var kolrangur. Polka á að dansa á tábergi,öll þijú sporin, það horfði til und- antekninga ef maður sá polkann rétt dansaðan. Polkinn var ekki einu sinni rétt dansaður hiá öll- um sigurpömnum. Eins fannst mér ekki nógu sniðugt að sjá börnin sem dönsuðu Fingrapolka dansa, ræl á millispilinu! Dans- inn heitir nú einusinni Fingrap- olki, mér finnst lágmark að krakkarnir séu látnir dansa polka á þessum stað. Það er í rauninni eitt sem háð hefur gömludansakeppni í gegn- um árin og það er hve fjöl- breytni er lítil; hópur eftir hóp dansar alltaf sama og jafnvel sömu dansana. Mér fínndist t.d. alveg koma til greina að elstu krakkamir væm látnir dansa meira krefjandi dansa eins og t.d. marsúrka. Það myndi gera daginn betri. Keppni í Rock’n’ Roll setti nokkuð skemmtilegan svip á daginn, létti hann svolítið upp. Það var ekki keppt í mörgum flokkum en þeir vom mjög skemmtilegir, engu að síður. Flokkur 10-12 ára var fjölmenn- astur og í honum mesta spennan, og keppnin geysihörð. Akróbatík setti sinn svip á eldri flokkana, sérstak- lega þó á flokk 16 ára og eldri. Þar vora 2 pör mætt til leiks. Bæði vom þau með erfiðar og velsamsettar akró- batíkæfíngar, en mér fannst vanta nokkuð á granninn hjá báðum pömn- um, það þarf að vinna meira á dans- sporunum sjálfum. Aðeins eitt par var mætt til leiks í flokki atvinnu- manna og var keppnin þar því ekki mjög hörð. Rock’n Roll er ákaflega góð og uppbyggjandi hreyfíng og byggir upp mikið þol, jafnframt því að vera skemmtilegt, hvortheldur sém er að dansa eða á að horfa. Tímataflan stóðst nokkuð vel og allt fyrirkomulag keppninnar virtist vera sem best yrði á kos- ið. Starfsmenn keppninnar stóðu sig með prýði og var tónlistin, einn mikilvægasti þátturinn, í ágætu lagi. Ég held að áhorfendur jafnt sem keppendur hafi skemmt sér konunglega þennan sunnudag og mæta eflaust aftur til keppni að ári. ÚRSLIT 7 ára og yngri 1. Jónatan Orlygsson og Bryn- dís M. Bjömsdóttir, DJK. 2. Friðrik Ámason og Inga María Baekman, DHR. 3. Ásgrímur Geir Logason og Ásta Bjarnadóttir, DJK. 8-9 ára 1. Sigurður Á. Gunnarsson og Stefanía T. Miljevic, DAH. 2. Davíð Gill Jónsson og Hall- dóra S. Halldórsdóttir, DJK 3. Hrafn Hjartarson og Sunna Magnúsdóttir, ND. 8-9 ára dömur 1. Bergrún Stefánsdóttir og Ingunn Ó. Benediktsdóttir, DJK. 2. Eva D. Sigtryggsdóttir og Laufey Sigurðardóttir, DJK. 3. Sigríður E. Hákonardóttir og Bergdís Geirsdóttir, DHR. 10-11 ára 1. Haraldur Anton Skúlason og Sigrún Ýr Magnúsdóttir, DAH. 2. ísak Halldórsson Nguyen og Halldóra Ó. Reynisdóttir, DSH. 3. Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir, DSH. EINBEITNIN leynir sér ekki hjá þeim Páli Kristjáns- syni og Steinunni Þóru Sigurðardóttur Morgunblaðið/Jón Svavarsson GLÆSILEGIR dansarar. Fyrir aftan eru Jónatan Örlygsson og Bryndís M. Björnsdóttir, en fyrir framan þau eru Ásgrímur Geir Logason og Ásta Björnsdóttir. ÞAU Gunnar Már Sverrisson og Anna Björk Jónsdóttir unnu bæði í rokkkeppninni og gömludansakeppninni á sunnudag. MAGNÚS Sigurjón Einars- son og Hrund Ólafsdóttir dönsuðu rokkið af miklum krafti. TJÚ, Tjú Trallalla. Friðrik Árnason og Inga María Backman dansa hér skósmíðadansinn. 10-11 ára dömur 1. Kristveig Þorbergsdóttir og Lilja R. Þórarinsdóttir, DSH. 2. Ásta Bjömsdóttir og Helga H. Halldórsdóttir, DHÁ. 3. Freyja R. Óskarsdóttir og Ósk Stefánsdóttir, DSH. 12-13 ára 1. Skapti Þóroddsson og Heiða B. Vigfúsdóttir, ND. 2. Ragnar M. Guðmundsson og Elín Birna Skarphéð- insd., DHÁ. 3. Kári Ö. Óskarsson og Björk Gunnarsdóttir, ND. 12- 13 ára dömur 1. Berglind Gísladóttir og Nanna R. Björgvinsdóttir, DHÁ. 2. Unnur M. Arnardóttir og Berglind Guðnadóttir, DHA. 3. Hrafnhildur Sigmarsdóttir og Lilja Dagbjartsdóttir DJK 14-15 ára 1. Bjartmar Þórðarson og Berglind H. Jónsdóttir, DHA. 2. Þorvaldur S. Gunnarsson og Jóhanna Ella Jónsdóttir, DAH. 3. Helgi M. ísaksen og Auður S. Jóhannsdóttir, DSH. 14-15 ára dömur 1. Katrín í. Kortsdóttir og Magney Ó. Bragadóttir, DHÁ. 2. Hrönn Magnúsdóttir og Laufey Árnadóttir, DJK. 3. Kolbrún Ámadóttir og Sól- rún Sigurgeirsdóttir, DHÁ. 16-18 ára 1. Haukur Gunnlaugsson og Sigrún Ósk Björgvinsdóttir, DSH. 2. Hlynur Rúnarsson og Elísa- bet G. Jónsdóttir, DSH. 19-24 ára 1. Gunnar Már Sverrisso og Anna Björk Jónsdóttir, DAH. 2. Árni G. Jónsson og Rósa Jónsdóttir, DJK. 25-35 ára 1 Guðmundur Æ. Guðmunds- son og Aðalheiður Jó- hannsd, DSH. 2. Hilmar Sigurðsson og Þór- dís Sigurðardóttir, DJK. 3. Stefán Guðleifsson og Harpa Gunnarsdóttir, DJK. 35-49 ára 1. Ólafur Ólafsson og Hlíf Þór- arinsdóttir, DJK. 2. Eyjólfur Baldursson og Þór- dís Sigurgeirsdóttir,DJK 3. Björn Sveinsson og Berg- þóra Bergþórsdóttir, DJK. Rock’n’ Roll keppnin 8-9 ára 1. Sigurður Á. Gunnarsson og Stefanía T. Miljavic, DAH. Þóra Jónsdóttir og Stefanía Benediktsdóttir, DHR. 3. Lárus Guðjónsson og Hall- dóra Kristjánsdóttir, DHR. 10-12 ára 1. Haraldur Anton Skúlason og Sigrún Ýr Magnúsdóttir, DAH. 2. Magnús Siguijón Einarsson og Hmnd Olafsdóttir, DHR. 3. Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir, DHR. 13- 15 ára 1. Bjartmar Þórðarson og Margrét Þorvaldsdóttir, DHR. 16 ára og eldri 1. Gunnar Már Sverrisson og Anna Björk Jónsdóttir, DAH. 2. Þorvarður Harðarson og Jóhanna R. Ágústdóttir, DAH. Atvinnumenn 1. Jóhann Gunnar Arnarsson og Sólborg Sigurðardóttir. Jóhann Gunnar Arnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.