Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eggert Haukdal, Suburlandslistanum: Heimilislæknar segja sérfræðinga á villigötum Sérfræðingar segjast ekki eiga í útistöðum við heimilislækna SIGURBJÖRN Sveinsson formað- ur Félag íslenskra heimilislækna, segir Sérfræðingafélag íslenskra lækna á villigötum í baráttu sinni gegn tilvísanakerfinu. Sigurður Bjömsson formaður Sérfræðinga- félagsins segir yfirlýsingu stjómar Heimilislæknafélagsins byggða á misskilningi. Sérfræðingar eigi í útistöðum við heilbrigðisráðuneyt- ið en ekki heimilislækna. Áróður gegn heimilislæknum Harðorð yfirlýsing frá stjóm Félags íslenskra heimilislækna var birt í Morgunblaðinu í gær og segir Sigurbjörn Sveinsson formaður félagsins, að með því að efna til auglýsingaherferðar gegn heilbrigðisráðherra væm sérfræðingar í raun að beina áróðrinum gegn heimilislæknum og vekja upp tortryggni og ugg meðal sjúklinga. Þá hafi sérfræð- ingar látið hafa eftir sér ýmis ummæli um heimilislækna í fjöl- miðlum. „En það virðist sem menn hafi eitthvað séð að sér, þar sem búið er að breyta texta í auglýs- ingu sem birt var í dag,“ sagði hann. Sigurbjöm sagði að málflutn- ingur sérfræðinga og tillögur um spamað í heilbrigðiskerfinu hafí aðallega beinst að sparnaði í heilsugæslunni en ekki á þeirra sviði sem sérfræðinga. „Við stöndum því við hvert orð sem er í yfirlýsingunni," sagði hann. „Það að segja að yfirlýsingin sé byggð á misskilning er ósk- hyggja. Hún byggir á ísköldum staðreyndum." Sagði hann ennfremur að ein- stakir læknar væra að athuga hvort ein auglýsinganna, sem 28 sérfræðingar skrifuðu undir bryti í bága við siðareglur lækna og hvort ástæða væri til að hún yrði kærð en um það hafi ekki verið tekin ákvörðun. Sigurður Bjömsson formaður Sérfræðingafélags ísle'nskra lækna segir að félagið eigi ekki í neinum útistöðum við heimilis- lækna. „Við erum að reyna að sannfæra heilbrigðisráðherra um að tilvísunarkerfið sé röng leið til spamaðar í heilbrigðiskerfinu," sagði hann. „Við teljum okkur á engan hátt vera í stríði við heimilislækna og era þeir helst til stórorðir í sinni yfirlýsingu. Við viljum að sjúkling- ar geti sjálfir valið um til hvaða lækna þeir leita hvort sem er heim- ilislæknis eða sérfræðings." Sagðist hann telja að málflutn- ingur sérfræðinga hafi verið mál- efnalegur. Lögð hafi verið fram álitsgerð, sem unnin var af fag- mönnum og málstaður sérfræð- inga hafí hlotið hljómgrann meðal almennings og stjórnmálamanna. „Félag sjálfstætt starfandi heim- ilislækna og mikill meirihluti fé- laga í Læknafélagi íslands styðja okkur og hafa lýst sig mótfallna tilvísunarkerfinu," sagði hann. Formaður Iðju um kjarasamninga sljórnvalda og kennara Verðum líklega órólegir í haust NOKKRAR umræður fóra fram um nýgerða kjarasamninga kenn- arafélaganna og ríkisins á fundi formanna landssambanda innan ASÍ á miðvikudag. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssam- bands iðnverkafólks og Iðju, segir að í kennarasamningunum sé farið langt fram úr þeim samningum sem gerðir vora á almenna vinnu- markaðinum, hætt sé við að hækk- animar fari út í verðlagið en óvíst sé hvort þessi þróun muni leiða til uppsagnar kjarasamninga landssambandanna í haust. „Okkur sýnist þetta vera tals- vert mikið á skjön við þá samninga sem við gerðum og fara langt fram úr því sem við sömdum um. Við erum með bundinn samning sem við getum ekki losað fyrr en í fyrsta lagi um næstu áramót, ef mál þróast þannig. Auðvitað munum við fylgjast með þessari þróun en ég get ekki sagt um á þessu stigi hvort hún leiðir til uppsagnar í haust. En mér finnst ekki ólíklegt að við verðum mjög órólegir. Við höfðum reiknað með að við væram að gera einhverskonar launajöfnun- arsamning, en þessu er algerlega snúið við þama,“ sagði Guðmund- ur. Grétar Þorsteinsson, formaður Samiðnar, sagði að meiri tíma þyrfti ti! að átta sig á samningum kennara því ekki væri einfalt að átta sig á hvaða launabreytingar fælust í samningunum, sem virt- ust að hluta til byggjast á breyttu fyrirkomulagi í skólastarfi. Samkvæmt kjarasamningi lands- sambanda ASÍ og samtaka vinnu- veitenda er hvorum aðila um sig heimilt að segja samningnum laus- um með mánaðar fyrirvara fyrir 1. janúar 1996 ef marktæk frávik hafa orðið á samningsforsendum. Rannsókn á Parkinsonveiki Sjúkdómurínn algengari hér en í nágrannalöndum? Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir Parkinsonveiki á ís- landi er viðfangs- efni rannsóknar, sem nú er unnið að á taugasj úkdómadeild Landspítalans. Markmið- ið með rannsókninni er að ná til allra, sem greinst hafa með Parkin- sonveiki, svo unnt verði að meta algegni og tíðni veikinnar hér á landi, en ýmislegt bendir til að sjúkdómurinn sé algeng- ari hér en í nágranna- löndunum. Sigurlaug Sveinbjömsdóttir er einn þeirra lækna sem vinna að rannsókninni. Hver eru helstu ein- kenni Parkinsonsjúk- dómsins? „Helstu einkennin eru stirðleiki, stífni, skjálfti, breytt stelling, óstöðug- leiki og fábreytt andlitsviðbrögð. Eftir meðferð í nokkur ár koma fram aukahreyfingar, sem erfitt getur reynst að ráða við. Við áætlum að hér á landi séu 600 einstaklingar með Parkinson- veiki, en rannsókn okkar hefur þegar náð til 50 þeirra. Einkenni sjúkdómsins koma yfirleitt fram við 50-70 ára aldur. Sjúklingar hafa stundum haft vægari ein- kenni í fjölda ára, áður en sjúk- dómurinn greinist. Það er mjög misjafnt hvemig sjúkdómurinn leggst á fólk, sumir em með lítil einkenni í allt að 20 ár, en aðrir versna mjög hratt.“ Hvernig fer rannsóknin fram? „Við fáum sjúklinga til viðtals á göngudeild taugadeildar Land- spítalans, þar sem þeir fylla út spumingalista í samvinnu við taugasjúkdómalækni. Þá er gerð líkamsskoðun, þar sem einkenni sjúkdómsins eru metin og tekið blóðsýni til erfðafræðirannsókn- ar.“ Er eitthvað sem bendir til að Parkinson veikin sé arfgengur sjúkdómur? „Já, það virðist sem erfða- tengsl séu í tæplega 20% tilfella. í rannsókn, sem Kjartan Guð- mundsson læknir gerjði árið 1960, komu í ljós 48 fjölsícyldur hér á landi, þar sem tíðni sjúkdómsins var meiri en almennt gerðist. Á þeim tíma, sem liðinn er frá þeirri rannsókn, hafa forsendur til greiningar á Parkin- sonveiki breyst, því menn hafa skilgreint aðra sjúkdóma, sem hafa svipuð einkenni. í hluta tilfella getur því verið að greiningin sé ekki rétt. Þá ætlum við að kanna hvað er til í þeim kenningum, að mikil notkun Parkisonlyfja frá upphafi hraði því að sjúkdómurinn versni. Við munum einnig reyna að meta hugsanlega áhættuþætti í um- hverfmu." Hvaða þættir í umhverfinu eru taldir hafa áhrif á Parkinsonveiki? „Læknar hafa aðallega haft uppi tvenns konar kenningu um Parkinsonveiki. Annars vegar, að um sé að ræða einhver eituráhrif í umhverfinu, sem valda dauða þeirra fruma sem framleiða dópa- mín. Á þessum frumum verður ákveðin hrömun með aldrinum, en þegar einkenni Parkinsonsjúk- dóms koma fram eru aðeins 20% þessara fruma enn virkar. Þetta er langt umfram eðlilega hrörn- un. Aðrir telja að frumueyðingin sé einhvers konar erfðasjúkdómur eða hrörnunarsjúkdómur. Sú ► Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir íæknir er fædd 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1975 og prófi frá læknadeild HÍ 1981. Sigurlaug stundaði framhalds- nám í taugalækningum, með flogaveiki sem sérfag, í 3 ár við Hvidovre-sjúkrahúsið í Kaup- mannahöfn og í S'A ár í Lond- on, á The National Hospital for Neurology and Neurosurgery og Chalfont Centre for Epilepsy í Buckinghamshire. Hún hóf störf á taugadeild Landspítal- ans árið 1993. skýring hefur einnig verið sett fram, að blöndu af þessu tvennu sé um að kenna, þ.e. umhverfis- þættir nái að hafa áhrif vegna erfðafræðilegs veikleika." Hvaða dæmi eru um áhrif umhverfis sem talin eru valda sjúkdómnum? „Fyrir 15 árum fékk hópur fólks í Bandaríkjunum dæmigerð Parkinsoneinkenni. Þetta fólk átti það sameiginlegt að hafa spraut- að sig með efninu MPTP, sem var framleitt í ólöglegum efna- verksmiðjum sem aukefni við he- róínframleiðslu. Einkennin komu í ljós aðeins tveimur vikum éftir neyslu og sjúklingamir svara meðferð með dópamín lyijum á svipaðan hátt og Parkinsonsjúkl- ingar. Rannsóknir á MPTP hafa valdið byltingu í grunnþekkingu á Parkisonsjúkdómn- um. Þá hefur Parkin- sonveiki sums staðar verið tengd við léleg vatnsból og í Vestur- Indíum hefur greinst sjúkdómur, sem lýsir sér sem blanda af vöðvalömun og Parkin- sonsjúkdómi. Sá sjúkdómur hefur verið tengdur mataræði." . ^vert e‘£a sjúklingar að leita, vilji þeir taka þátt í rannsókninni? „Sjúklingar á höfuðborgar- svæðinu ættu að hafa samband við ritara taugadeildar Landspít- alans, í síma 601660. Göngudeild taugadeildar er opin fyrir hádegi á þriðjudögum og fimmtudögum. Ef sjúklingar eiga ekki heiman- gengt vegna hreyfihömlunar geta læknar vitjað þeirra heima. Sjúk- lingar á landsbyggðinni ættu að hafa samband við sinn lækni, sem lætur okkur vita og við munum vitja sjúklinganna þegar við för- um í ferðir um landið. Rannsókn- inni lýkur í lok næsta árs, en það er afar mikilvægt að sem flestir taki þátt í henni, svo við getum fengið góða heildarmynd af sjúk- dómnum hér á landi.“ Mikilvægt að sem flestir taki þátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.