Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. INNFLUTNIN GUR Á LANDBÚNAÐAR- AFURÐUM SAMKVÆMT frumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi, um breytingar á lögum vegna aðildar Islands að Alþjóða- viðskiptastofnuninni, er gert ráð fyrir að innflutningur á land- búnaðarafurðum megi hefjast í júlímánuði. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara þá leið að heimilaður verði innflutningur á ákveðnu magni af til dæmis kjöti, eggj- um, smjöri og ostum á lægri tollum en hámarkstollum. í upp- hafi verður þetta magn 3% af innanlandsneyslu á viðkomandi vöru en verður síðan aukið í 5% af innanlandsneyslu á næstu sex árum. Landbúnaðarráðherra mun úthluta þessum tollkvótum og gert er ráð fyrir tvenns konar fyrirkomulagi við úthlutun þeirra. í fyrsta lagi að úthlutað verði til umsækjenda með heildsöluleyfi og að hlutkesti verði látið ráða, ef umsóknir berast um meiri innflutning en sem nemur tollkvóta vörunn- ar. Einnig er heimilt að veita almenna heimild til innflutnings vöru á þeim tollum, sem um tollkvótana gilda. Innflutningur umfram tollkvóta verður tollaður á þann hátt að innflutt vara verði um 30% dýrari en sem nemur heild- söluverði sambærilegrar innlendrar vöru. Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, harmar í sam- tali við Morgunblaðið á sunnudag, að ekki hafi verið farin sú leið að lögbinda hámarkstolla á innfluttum landbúnaðaraf- urðum. Hann telur, að í upphafi muni innflutningurinn ekki hafa mikil áhrif. „Hins vegar óttast ég að síðar komi inn ein- hveijar vörutegundir, sérstaklega í blandaðri vöru, sem land- búnaðarafurðir eru hluti af, þar sem þetta tekur frá innlend- um markaði." Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir, að hann hefði talið eðlilegt að ganga lengra í upphafi þannig að innflutt vara yrði á sama verði og innlend. „Þá hefði verið keppt á grundvelli gæða og tollalækkanir á tímabil- inu nýst sem vopn til að knýja á um aukna hagræðingu í ís- lenskum landbúnaði,“ segir Jóhannes við Morgunblaðið. Hann fagnar þó því að fallið hafi verið frá „áformum um ofurtolla". Hart hefur verið deilt um innflutning á búvörum til íslands á undanförnum árum. Með gildistöku frumvarpsins er fallið frá þeirri grundvallarreglu, að innflutningur skuli vera bann- aður og hljóta það að teljast merk tímamót í íslenskri verslun- arsögu á þessari öld. Neytendur munu njóta góðs af fjölbreytt- ara úrvali og vonandi í einhverjum tilvikum lægra verði. Inn- lendri framleiðslu verður veitt aðhald með aukinni samkeppni. Engin leið er að spá um hvaða áhrif þessi breyting mun hafa á innlenda framleiðendur. í mörgum tilvikum er ólík- legt, að innflutningur muni ógna innlendri framleiðslu. Þetta á ekki síst við um mjólk og ýmsar mjólkurvörur, þar sem neytendur leggja mikið upp úr ferskleika og gæðum. Þegar komið var á frelsi í innflutningi á sælgæti á sínum tima, vegna aðildar íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), óttuðust margir að íslensk sælgætisframleiðsla væri dauðadæmd. Auðvitað rættust þeir spádómar ekki. Þvert á móti stendur íslensk sælgætisframleiðsla í miklum blóma og ekki verður annað séð en að innlend framleiðsla standist þeirri innfluttu fyllilega snúning jafnt hvað varðar verð og gæði. Þá bendir ekkert til annars en að innlend bjórframleiðsla muni halda sterkri markaðshlutdeild sinni þrátt fyrir að vernd- artoilar á innfluttan bjór hafi verið felldir niður. Vissulega verður mikil hagræðing að eiga sér stað í landbún- aði og framleiðendum á eftir að fækka. Það hefði eftir sem áður verið nauðsynlegt þó að GATT-samkomulagið hefði ekki komið til. Helsti vandi bænda er ekki yfirvofandi innflutning- ur heldur breyttir neysluhættir og úrelt og óhagkvæmt fram- leiðslukerfi. Innflutningur landbúnaðarvara gerir aftur á móti þörfina fvrir uppstokkun enn brýnni. Bændur eiga að bregðast við með skjótum hætti og keppa við innflutninginn með afurðum sem hæfa nútíma neysluvenjum, á verði sem neytendur geta sætt sig við. Islenskar afurðir eru um margt einstakar. Land okkar er hreint og ómengað og það sama á við um íslenskar búvörur. Þessar röksemdir hafa iðulega verið notaðar í útflutn- ingi landbúnaðarafurða. Ættu þessi rök ekki einnig að höfða til íslenskra neytenda? Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig skömmtunarkerfi við úthlutun tollkvóta á að geta staðist í raun. Uthlutunar- og skömmtunarkerfi hafa aldrei reynst vel og eru um margt óréttlát, jafnt gagnvart þeim innflytjendum sem ekki eiga þess kost að flytja inn vörur á lægri tollum og þeim neytend- um sem ekki gefst færi á að kaupa vörur á þessum kjörum. Það er því líklegt að brátt muni koma upp kröfur um aukið frjálsræði. X Flest ráðuneyti fengu athugasemdabréf frá ESA Tilvísana- reglugerðir dugðu ekki til Fyrsta ársskýrsla ESA, efbirlitsstofnunar EFTA, gefur ekki fagra mynd af árangri ís- lendinga við gildistöku EES-tilskipana. I sam- • • A antekt Onnu Gunnhildar Olafsdóttur kemur fram, að nánast öll ráðuneyti hafa fengið misalvarleg athugasemdabréf frá stofnuninni vegna framkvæmdarinnar. YMIST er minnt á að ekkert hafi verið gert til að upp- fylla ákvæði tilskipana eða að framkvæmdin hafi verið ófullkomin. Tengiliðir EES í ráðuneytunum bera ýmsu við og nefna t.d. að meira fé og mannskap þurfi til að vinna tímafrekt verk- efni. Einar Magnússon, skrifstofu- stjóri lyfjamálaskrifstofu heilbrigðis- ráðuneytisins, telur að rekja megi margar af athugasemdum ESA til misskilnings í ráðuneytunum. „Við völdum úr áríðandi reglu- gerðir að okkar rnati og afgreiddum hinar með svokölluðum tilvísana? reglugerðum og þýddum meðfylgj- andi tilskipanirnar. Sú vinna gekk fljótar fyrir sig og útgáfa reglu- gerðanna var auglýst í Stjórnartíð- indum í desember. ESA var hins vegar ekki sátt við vinnubrögð okk- ar og vildi að nákvæmar væri farið í sakirnar. Þeir hafa nokkuð til síns . máls því ef virkilega er rýnt í text- ann í einstökum tilskipunum má sjá að eftir á að fylla í ákveðnar eyð- ur,“ sagði Einar. Hann sagði að ráðuneytið hefði fengið svo alvarlega athugasemd að næsta stig væri kæra frá ESA. „Við höfum því verið í sambandi við ESA og erum að svara því lið fyrir lið hvenær við komum þessum reglugerðum út. Mér telst til að reglugerðirnar séu á bil- inu 8 til 9. Við höfum hugsað okkur að vinna hratt og koma þeim út fyrir áramót,“ sagði Ein- ar um leið og hann tók fram að vinnan hefði tekið meiri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir því ekki hefði verið nægilega mikill mannafli til að sinna starfinu. Góð staða á fjármálasviðinu Finnur Sveinbjörnsson, skrif- stofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, sagði að þegar væri búið að hrinda í framkvæmd öllum tilskipunum EES-samningsins varðandi fjár- málaþjónustu. Hins vegar væri hér um langan feril að ræða og enn ætti eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum. „Þegar þeir frá ESA eru að athuga hvort við höfum hrint löggjöfinni í framkvæmd með rétt- um hætti útbúa þeir svokallaða samanburðartöflu, þ.e. líta til ákveðinnar greinar í tilskipuninni og skrifa svo hjá sér hvar sé að finna viðeigandi ákvæði í íslenskum lögum eða reglugerðum. Þeir fóru svona yfir fyrstu og aðra bankatil- skipunina, tilskipun um peninga- þvætti, tilskipun um verðbréfasjóði og tilskipanir um vátryggingar, á fundi með okkur á síðasta ári. Full- trúarnir töldu eftir fundinn að enn ætti eftir að hrinda í framkvæmd nokkrum ákvæðum tilskipananna og sendu okkur bréf þar að lút- andi. Við höfum svarað því og telj- um að þarna þurfi að lagfæra nokk- ur atriði,“ sagði Finnur. Hann sagði að þegar á haustþingi yrðu flutt fimm frumvörp til að hrinda í fram- kvæmd nýjum tilskipunum og gera lagfæringar í tengslum við ábend- ingar ESA. Reynt væri að hraða verkinu eftir megni. Umhverfismál - stór málaflokkur Karitas Gunnarsdóttir, deildar- sérfræðingur í umhverfisráðuneyt- inu, sagði að aðalástæðan fyrir því hvað hægt gengi við framkvæmd tilskipananna væri sú að meiri mannskap þyrfti til að ■ vinna að reglugerðum fyrir stóran mála- flokk. „Því er ekki óeðlilegt að ráðu- neytinu berist formleg bréf. Þau eru nokkur og ekki mörg miðað við hvað reglugerðirnar eru margar. Við erum einfaldlega með stöðuga vinnu í gangi að reyna að fram- fylgja ákvæðum samningsins og ljúka reglugerðunum," sagði Karit- as. Hún nefndi sem dærni að ráð- herra hefði mælt fyrir tveimur frumvöi'pum í tengslum við EES- samninginn, þ.e. um erfðabreyttar lífverur og matvæli, á miðvikudag. Hún sagði að vinna við reglu- gerðirnar væri aðallega á vegum sérfræðinga ráðuneytisins í Holl- ustuvernd og hefði verk- efnum verið raðað í for- gangsröð. „Forgangs- verkefni eru t.d. á sviði matvæla. Sumar af reglu- gerðunum varða ekki ís- lenskar aðstæður sérstaklega. Því eru þær ekki settar efst á listann þó kvartað sé yfir því að þeim hafi ekki verið komið í framkvæmd,“ sagði Karitas. Varðandi stöðu Islands almennt sagði Karitas að margir samverk- andi_ þættir hefðu eflaust áhrif á að Islendingar væru styst á veg komnir í lögleiðingu EES-reglna. Fram hefði komið að ekki gengi alltaf jafngreiðlega að koma málum gegnum þingið, samningurinn væri viðamikill og íslendingar væru óvanir því hve mikil skriffinnska fylgdi honum; Hins vegar sagði hún að ekki mætti gleyma því að tölu- verðri vinnu væri þegar lokið. Reynt væri að hraða verkefnum af fremsta megni og t.d. teldi hún að ráðuneytið væri komið á sæmilegt ról gagnvart ESA. Ólokið einni reglugerð um landbúnaðarmál Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, sagði að gengið hefði verið frá tveimur reglugerðum af þremur í ráðuneytinu. „Við erum búnir að ganga frá fóðurreglugerðinni. Sáð- vörureglugerðinni erum við búin að Vantar fé og fólk í tíma- frekt verk EES-SAMNINGURINN tek viðurkenningar á s ganga frá en hugsanlega ekki að láta vita af því,“ sagði hann en ráðuneytinu hafa einmitt verið send fjölmörg athugasemdabréf vegna síðarnefnda málaflokksins. Guð- mundui' sagði að gerðar hefðu ver- ið tillögur að einfaldari gerð áburð- arreglugerðarinnar. „Fundið var að þeim og því verðum við að fara einhvern dýrari veg. Engu að síður gerum við ráð fyrir að reglugerðin verði tilbúin fyrir 1. júlí. Við höfum látið vita af því.“ Hann sagði að vinnan hefði gengið hægar en ella því kostnaður- inn við reglugerðirnar væri mikil, t.d. hefði fóðurreglugerðin kostað milljón og sáðvörureglugerðin hálfa, og vinnan væri ____________ flókin og tímafrek. „Reglugerðirnar eru gríð- arlega flóknar og inni- halda mikið af smáatrið- um. Ég get nefnt að í Til en sem ki regluj Evrópu er verið að framleiða fræ sem er ekki framleitt hér. Við skul- um eftir sem áður hafa reglur um þetta eins og við séum að framleiða það. Áburðurinn er framleiddur af einum aðila hérna og verslað með hann af einum aðila. Samt erum við með reglur sem gera ráð fyrir allt, allt öðru fyrirkomulagi." Gengið frá síðustu reglugerðinni Ragnhildur Hjaltadóttir, skrif- stofustjóri í samgönguráðuneytinu, sagði að verið væri að undirbúa setningu síðustu reglugerðarinnar. „Hún mælir fyrir um að ríkin eigi að viðurkenna gagnkvæmt flug- skírteini ef kröfurnar eru þær sömu. Ég var nú síðast á fundi útaf reglu- gerðinni í morgun. Við erum eigin- lega að ganga frá því hér og nú. Hvers vegna vinnan hefur ekki gengið hraðar? Á því eru ýmsar skýringar. Við höfum verið að fara yfir efnisatriði tilskipunarinnar og aðlaga okkar framkvæmd henni. Nú er nánast allt komið á. Ég vona að ég geti tilkynnt ESA um þessa reglugerð á föstudaginn. Ég ræddi einmitt um þetta við þá í síðustu viku,“ sagði hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.