Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Smáfólk SO LET S ALL KEEP CONCEHTRATIK&.. '~~Zf it's just a matter OF KEEPIN6 OUR MINDS ON THE GAME.. WE CAN T LET OUR MINP5 UJANPER.. SOME PANCAKES LUOULD TA5TE 600P RI6HT NOU).. Í-J Við skulum öll einbeita Það veltur bara á því að hafa Við getum ekki látið okkur. hugann við leikinn. hugann reika. Það væri gott að fá nokkrar pönnukökur nuna. BREF HL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Lax, lax o g aftur lax Frá Sigurbjörgu Viggósdóttur: VEGNA greina í blöðum í vetur og vor, um uppkaup á laxanetalögn- um við Faxaflóa, langar mig að koma á framfæri skoðunum minum, og sjónarmiðum laxveiðibænda. Ég bý á einni af Rauðanesjörðun- um, en þar er nú þríbýli. Árið 1935 keypti faðir minn, Viggó Jónsson, jörðina. Var þá búið að stunda hér laxveiði í net árum saman, það var skráð í fasteignamati jarðarinnar sem hlunnindi og hefur .verið nytjað alla tíð síðan. Af veiðinni hafa verið greidd öll lögboðin gjöld og einnig greitt í fiskræktarsjóð viss prósenta af veiðinni ár hvert, svo við höfum líka tekið þátt í ræktuninni. Veiðirétturinn er óumdeilanlegur, segja mér allir lögfróðir menn sem ég hef rætt þetta við. Það vakti furðu mína að þegar samið var við netaveiðibændur við Hvítá, fyrir nokkrum árum um leigu þeirra á lögnum, var ekkert talað við okkur hér í Rauðanesi og á Þurstastöðum, sem búum hér á leirusvæði Hvítár. Um 90-95% af þeim laxi sem við veiðum, eru lax á leið upp í Hvítá og þverár hennar. Furðuleg vinnubrögð. í nóvember síðastliðnum var boðað til fundar með bændum hér og kom þar fram að Samstarfsnefnd um uppkaup laxaneta í sjó, hefði áhuga á að kaupa upp þær netalagnir sem enn væru á svæðinu. Það er á þremur bæjum í Borgarfirði og tveimur við Hvalfjarðarströnd. Á þessum fundi kom fram að enginn vildi selja hlunnindin undan jörðum sínum, en væru tilbúnir til yiðræðu um leigu. Síðan heyrist ekkert frá neinum fyrr en í byrjun mars sl. Þá kemur bréf þess efnis að undirbúningur sé í fullum gangi og vænta megi fundar og tilboðs fýrir marslok. Sá fundur var aldrei boðaður né haldinn, en um þetta leyti fara að birtast fréttir í blöðum að ríkisstjórn sé búin að samþykkja að leggja fé í uppkaup á netalögnum og fleiri, þar á meðal Rafveita Reykjavíkur og hafbeitastöðvar áttu þar líka hlut að máli. Þar var fullyrt að búið væri að semja við bænduma, en það virðist nú alveg hafa gleymst. Finnst öllum að með þessu sé okkur sýnd hin mesta lítilsvirðing. Bændurnir á svæðinu héldu síðan fund hér í Rauðanesi 3 hinn 17. apríl. Voru þar allir sammála um að taka þessu ekki þegjandi lengur. Þá var ráðinn lögfræðingur, Lára V. Júlíusdóttir, til að semja bréf fýrir okkar hönd til að reyna að koma þessum mönnum í skilning um að sala á þessum hlunnindum væri ekki til umræðu. Nú var farið að nálgast veiðitímann, sem hefst 20. maí. Ekkert gerist nú í málinu annað en að Orri Vigfússon hringir á bæ- ina til að reyna að fá menn að sam- þykkja sölu. Síðan 22. maí kemur tilboð um kaup! Það var rétt yfír fasteignamatsverði og var í raun ekki nema til að hlæja að. Þar að auki er víst alls ekki leyfílegt að selja hlunnindi undan jörðum. Ég veit ekki um hina, en á minni jörð ÍRIS Hildur Sigmarsdóttir er dótturdóttir höfundar og er þar með fjórði ættliðurinn sem stundar laxveiði í Rauðanesi síðan Viggó Jónsson keypti jörðina 1935. Hér er hún með fyrsta lax sumarsins 1995. hvílir nokkurra milljóna króna veð- skuld, og sala á laxveiðinni myndi rýra verðgildi jarðarinnar það mikið að það fengist sennilega aldrei sam- þykkt. Sem partur af tilverunni, eins og ég sagði í upphafí greinarinnar, hafa þessar veiðar verið stundaðar hér mjög lengi og þetta er ekki bara góð búbót, heldur einnig hluti af lífí okkar hér. Það er alltaf spenn- andi að vitja um og fá fyrsta laxinn á vorin. Þótt þetta sé líka mikil vinna erum við alls ekki tilbúin að láta þetta frá okkur fyrir einhvetja smá- aura. Hótanir um eignamám höfum við fengið frá þessum aðilum, ef við vildum ekki selja með góðu. Þá fínnst mér eignarrétturinn orðinn lítils virði í þessu Iandi, ef það er nú hægt. Það er skýrt tekið fram í lögum að eignamámi sé aðeins mögulegt að beita ef almennings- heill krefjist þess. Hins vegar virð- ast þetta vera eiginhagsmunir nokk- urra veiðikalla, að ná af okkur veiði- réttinum svo þeir geti veitt aðeins meira sjálfir. Erum við þjófar og ræningjar? Það síðasta sem gerðist í þessu máli var að í síðustu viku fengum við bréf frá Silfurlaxi hf. þar sem þeir bera blákalt fram að við séum að stela frá þeim laxinum! Og fara fram á að við skilum honum aftur til þeirra. Ég er ekki kunnug því hvaðan sá lax kemur sem veiðist í Hvalfírðinum, en get fullyrt að sá lax sem kemur í netin hér í innan- verðum Borgarfirði er ekki á leið í hafbeitarstöð á Breiðafírði, heldur upp í ámar í Borgarfírði. Við teljum okkur í fullum rétti að veiða lax hér eins og gert hefur verið í áratugi, og munum halda því áfram, þar til komið verður fram við okkur eins og fólk, og samið um sanngjarna leigu eins og gert hefur verið við aðra laxveiðibændur hér í Borgarfírði. SIGURBJÖRG VIGGÓSDÓTTIR, Rauðanesi III. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.