Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 11 SEGULBÖNDIN hefur Bendiksen geymt í innisundlauginni. Hann hefur losað sig við flest þeirra og vonast nú til þess að geta fyllt hana af vatni í stað tónlistar. Böndin heim Morgunblaðið/Kristinn ARNE Bendiksen með islensku segulböndin: „Heyrið þið hversu góð upptakan er... nei, er þetta ekki „Edelweiss“ [úr kvikmyndinni Tónaflóði],“ sagði Bendiksen er hann spilaði upptöku með Ellý og Vilhjálmi Vilhjálms á íslenskri útgáfu lagsins, sem kölluð var „Alparós". RNE Bendiksen fer ekki troðnar slóðir. Hann geislar af lífsgleði og heimili hans á Asker í Ósló ber vott um að þar býr og starfar einstakur maður. Bendiksen er þúsundþjalasmiður í tónlist; laga- höfundur, söngvari, hljóðfæra- leikari, hljómsveitarstjóri og flötuútgefandi. Og svo er hann slandsvinur. Hann hefur ákveðið að gefa íslendingum upptökur sem hann keypti af fyrirtæki sem pressaði hljómplötur. Segir hann ástæðuna einfaldlega þá að þær eigi hvergi annars staðar heima en á íslandi. Er von á upptökun- um í næstu viku. Forsaga málsins er sú að fyrir rúmum tíu árum hafði Bendiksen af því spumir að henda ætti gömlum segulbandsspólum með tónlist hans og öðru efni sem hann hefði gefið út. Hann hafði samband við plötupressuna og úr varð að hann keypti allar þær upptökur sem henda átti. Verðið lætur hann liggja á milli hluta en ljóst er að það hljóðaði upp á einhverjar milljónir króna. Himinlifandi Þegar Bendiksen fór að skoða upptökurnar kom í ljós að hluti þeirra var íslenskur og færeyskur og ákvað hann að reyna leita fyrir sér næst þegar hann ætti leið til íslands, en hann situr í stjórn norræns þings tónlistar- höfunda. í tvö skipti spurðist hann fyrir um hver myndi hafa mestan áhuga á upptökunum en gerði ekkert í málinu. í síðustu viku var hann svo hér á ferð og ákvað að hafa sam- band við Jónatan Garðarsson hjá Spori, sem hefur haft veg og vanda af útgáfu á gömlum ís- lenskum dægurlögum. Jónatan tók honum fagnandi. „Hann varð alveg himinlifandi þegar hann sá og heyrði hvað ég var með en ég sýndi honum fylgiskjöl með upptökunum. Þegar ég sagði honum að ég vildi að hann fengi upptökurnar sagði hann það einna líkast því að fá handritin Norski tónlistarmaður- inn Arne Bendiksen hefur ákveðið að færa íslendingum góða gjöf, ómetanlegt safn segul- banda með upptökum af íslenskum dægur- lögum. Urður Gunn- arsdóttir fékk að líta á segulböndin sem hann hefur geymt í innisundlaug á heimili sínu í Ósló heim,“ segir Bendiksen. Jónatan segir það ekki ofsagt að hann hafi fagnað Bendiksen. „Ég hafði leitað svo árum skipti að upptökunum, sem ég vissi að hlytu að vera einhvers staðar til. Ég henti öllu frá mér sem ég var að gera daginn sem Bendiksen hringdi og fór að hitta hann.“ Segir Jónatan að Spor muni gefa út safnplötur úr því efni sem á upptökunum sé, m.a. með hljóm- sveit Ingimars Eydal. Um er að ræða um fimmtíu segulbönd og er ein plata á hverju, ýmist 78, 45 og 33 snún- inga upptökur frá 1963-1980. Þjóðarbókhlaðan norska á að fá upptökurnar sem Bendiksen keypti, að frátöldum þeim ís- lensku, „sem ég sagði þeim að þeir gætu ekki fengið. Um er að ræða frumupptökur, sem margar hveijar eru ekki til hérlendis lengur. Segir Bendiksen að hljómurinn á þeim sé fyrirtak og því til sönnunar lék hann „Ó að það sé hann,“ sem Ellý Vilhjálms söng inn á plötu fyrir margt löngu. Hljómplata var í raun fimmta eintajcið sem gert var, fyrst var tekið upp á segulband, þá á lakk- plötu, silfurplötu, nikkelplötu og að endingu var sjálf platan press- uð. I þessu ferli gátu læðst inn loftbólur og annað snark, sem heyrðist á plötum en ekki á frum- upptökunni. „Það sem er svo skemmtilegt við þessar gömlu upptökur eru öll aukahljóðin og smámistökin. í þá daga var allt tekið upp í einu og ef einn gerði smámistök var ekki hætt, heldur haldið áfram. Ein og ein feilnóta, hósti og hljóðið þegar slagverks- leikarinn leggur simbalana frá sér, eykur gildi upptökunnar." Bendiksen hefur gefið töluvert út af því efni sem hann keypti, aðallega á safndiskum og segir nauðsynlegt að gera hið sama við íslenska efnið. Meðal þess sem hann hefur gefið út er safn- geisladiskur með norsku söng- konunni Noru Brocksted sem söng m.a. „Svo ung og blíð“ á dulítið bjagaðri íslensku. Undir söng karlakvartettins Monkeys, og einn söngvaranna var einmitt Arne Bendiksen. Hyggst hann láta Spor fá efni með Brocksted. Bendiksen býr í stóru einbýlis- húsi og öllum sem inn koma má vera ljóst að þar fer óvenjulegur persónuleiki. I kjallaranum hefur hann komið böndunum fyrir í innisundlauginni, þar sem er kalt og dimmt og því fyrirtaks- geymsla fyrir böndin. Töluvert af þeim hefur þegar verið flutt í Þjóðarbókhlöðuna og segist Bendiksen vera farinn að hlakka til að geta aftur látið vatn renna í laugina og skellt sér út í. Minna hefur þurft til að gera menn að íslandsvinum en gjöf á borð við segulbönd Bendiksens. „íslandsvinur? Það hef ég lengi verið. Mér finnst svo mikilvægt að huga að upprunanum og þá hef ég ekki síst horft til íslend- inga og Snorra. Ég er frá Björg- vin á vesturströndinni og ég finn ekki ræturnar hér í Ósló. Svo er ég líka rómantíker, það er gott að upptökurnar komist að end- ingu heim.“ Sammngur um sjóvinnuþjálfun SAMNINGUR um sjóvinnuþjálfun ungmenna hefur verið gerður milli fjögurra sveitarfélaga og Karels Karelssonar útgerðarmanns. Sveitarfélögin sem aðild eiga að samningnum eru Reykjavíkur- borg, Kópavogsbær, Hafnarfjarð- arbær, Keflavík, Hafnir og Njarð- vík. Verkefnið er stýrkt af Atvinnu- leysistryggingasjóði, sveitarfélög- unum íjórum og nýtur fyrir- greiðslu Byggðastofnunar. Hver unglingur einn mánuð til sjós Karel sagði í samtali við Morgunblaðið að samningurinn hljóðaði upp á sex mánaða tíma- bil. Hann keypti Haftind fyrir nokkrum dögum með fyrirgreiðslu frá Byggðastofnun. Haftindur er 58 tonna eikarbátur, smíðaður í Hafnarfirði árið 1946. Karel gerði út samnefndan bát til sjóvinnuþjálfunar fyrir 20 árum, þá fyrir Unglingaheimili ríkisins, og svo aftur árið 1993. Sex til sjö unglingar verða um borð í skipinu í einu auk þriggja leiðbeinenda, skipstjóra, stýrimanns og vél- stjóra. Báturinn verður á hand- færaveiðum og hugsanlega einnig lúðulóðum. Gert er ráð fyrir að hver unglingur verði a.m.k. einn mánuð til sjós. Lágmarkslaun þeirra verða 55 þúsund krónur á mánuði og auk þess frítt fæði. Þegar fiskað hefur verið fyrir tryggingu eiga þeir helminginn af þeim afla sem er dreginn. Settur skólameistari við Borgarholtsskóla MENNTAMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ hefur sett Eygló Eyjólfs- dóttur, framhalds- skólakennara við Menntaskólann við Hamrahlíð, skóla- meistara við Borgar- holtsskóla í Reykjavík frá 1. júní 1995 til 31. júlí 1996. Eygló er fædd 28. nóvember 1943. Eig- inmaður hennar er Steinarr Höskuldsson, viðskiptafræðingur, og eiga þau tvö börn. Eygló Eyjólfsdóttir Eygló lauk BA- prófi frá Háskóla ís- lands 1969 og námi í uppeldis- og kennslufræði 1971. Hún lauk MA-prófi í skólastjórnun frá Ríkisháskólanum í Minnesota 1991. Hún hefur verið kennari við Mennta- skólann við Hamra- hlíð frá 1970 og hef- ur auk þess gegnt þar tímabundið stöðu áfangastjóra og kon- rektors. Morgunblaðið/Sverrir Karlakórinn byggir á ný FRAMKVÆMDIR við ný- byggingu Karlakórs Reykja- víkur við Skógarhlíð eru hafnar á ný eftir nokkurt hlé en tíu ár eru síðan fyrsta skóflustungan var tekin. Að sögn Bjarna Reynarssonar, formanns kórsins, verður unnið við húsið í allt sumar og því komið undir þak. Kór- inn átti húseign við Freyju- götu sem hefur verið seld og er kórinn því á götunni eins og er. „Okkur vantar samstarfs- aðila að nýja húsinu,“ sagði Bjarni. Sagði hann að húsið væri hannað sem menningar- og samkomuhús og að í upp- hafi hafi tveir tónlistarskólar sýnt áhuga á samstarfi en gefist upp þegar á reyndi. Benti hann á að kórinn nýtti húsið ekki nema í tvö til þrjú kvöld í viku en húsið er dýrt í byggingu eða um 100 mil]j- ónir króna og dýrt í rekstri. „Þetta var full mikil bjartsýni í upphafi," sagði Bjarni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.