Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.06.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Skoða - kanna og koma á bráðamóttöku ENGINN lofaði eins miklu og Framsóknarflokkurinn í nýliðinni kosningabaráttu til að bjarga skuldastöðu heimilanna. Flokks- þing framsóknarmanna ályktaði fyrir kosningar að ráðast J)yrfti í stærstu skuldbreytingu Islands- sögunnar og einn aðaltalsmaður flokksins í þessu máli, Guðni Ág- ústsson, orðaði það svo á Alþingi sl. vetur; „Líf, heill og hamingja þúsunda heimila ungs fólks um land állt veltur á skjótum aðgerð- um. Málið þolir enga bið. Það verð- ur að ganga strax til verks.“ „Bjargvættir heimilanna" Og nú eru „bjargvættir heimil- anna“ sjálfir komnir í ríkisstjórn, og þá þolir málið bið. Ekkert ligg- ur á að fá lögfestar aðgerðir til að bjarga heimilunum. Einkavæð- ing á ÁTVR, ofurtollar á landbún- aðarvörur og aðgerðir sem fækka um 400-500 manns í smábátaút- 'gerð og ógnar lífsviðurværi margra byggða í landinu eru nú mál málanna hjá framsóknar- mönnum, en ekki skuldastaða heimilanna. Gleymd eru orð núverandi við- skiptaráðherra, sem flutti frum- varp ásamt öllum þingmönnum framsóknarmanna um greiðsluað- Iögun. Það töldu þeir lífsnauðsyn að lögfesta á síðasta þingi, og Finnur Ingólfsson núverandi við- ^skiptaráðherra sagði þá að tími kannana og skoðana á ástandinu væri liðinn, en tími aðgerða væri runninn upp. Þegar eftir loforðum framsókn- armanna er gengið á Alþingi, eru svör fé- lagsmálaráðherra að nú þurfi bara að skipa nefndir til að skoða og kanna málið. Og félagsmálaráðherra bætti við að koma þyrfti á bráðamóttöku í félagsmálaráðuneyt- inu, væntanlega þá fyrir kjósendur Fram- sóknarflokksins, sem hljóta að verða fyrir áföllum þegar þeir nú uppgötva blekkingar og svikamyllu fram- sóknarmanna í kosn- ingabaráttunni. Og hver voru loforð Fram- sóknarflokksins; *Tafarlaus lagasetning um greiðsluaðlögun fyrir skuldsett heimili *Lækka skuldir fólks eða frysta tímabundið *Veija 3 milljörðum til lífskjara- jöfnunar *Draga úr skattaálögum hjá meðaltekjufólki - hækka skatt- leysismörk barnabætur og vaxta- bætur *Lengja húsnæðislánin í 40 ár Allir í biðröð Og nú bíður fólk eftir aðgerðum framsóknarmanna í húsnæðismál- um og hefur af því tilefni frestað sínum fasteignaviðskiptum, m.a. vegna loforða um greiðsluaðlögun, lánalengingu í 40 ár og hækkun á lánshlutfalli í húsbréfakerfmu úr 65% í 75%. Ljóst er að yfirlýsingar um aðgerðir í húsnæðis- málum, sem ekki ligg- ur fyrir hvenær koma eiga til framkvæmda, geta haft mjög óæski- leg áhrif á fasteigna- og vaxtamarkaðinn. Slíkt getur hæglega komið í bakið á fólki. Þannig er hætta á að vextir og áföll skrúfist upp, þegar allir fari í biðröð eftir að loforðin verði efnd og fresti sínum fasteignavið- skiptum, þar til að- gerðir koma til fram- Bjarnargreiði Því er það alvarlegur hlutur, þegar félagsmálaráðherra ætlar nú að skipa nefnd sem starfa á fram á næsta vetur t.d. til að skoða hvaða áhrif lánalengingar i 40 ár hefur, þegar hann hæglega gæti fengið þá niðurstöðu á 2-3 klukku- tímum ef hann bæri sig eftir henni. í fyrsta lagi er ljóst að afföll munu aukast við lánalengingu úr 25 árum í 40 ár. Þannig má gera ráð fyrir að afföll sem nú eru 11% myndu aukast í 18%. Að auki er líklegt að söluverð eigna sem væru með 40 ára lán yrði verulega hærra en eign sem væri með 25 ára lán. Áætla má að seljandi 7-8 milljón króna eignar gerði kröfu til kaupenda um 500 þúsund króna hærra verð fyrir eign sem kaup- Bjargráð framsóknar- manna, segir Jóhanna Sigurðardóttir, mun engu skila fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum. andi hyggðist bjóða í með 40 ára lánstíma húsnæðislána. Þannig myndi 3 þúsund króna lækkun á greiðslubyrði á mánuði hjá fólki með 40 ára lánstíma og 3 milljón króna húsbréfalán hverfa í meiri afföllum og hærra verði íbúðar. Heildarvaxtagreiðslur á 3 millj- ón króna fasteignaveðbréfi til 25 ára eru nálægt 2 milljónir allan Iánstímann en gera má ráð fyrir að þær yrðu tvöfalt meiri eða um 4 milljónir á fasteignaveðbréfi til 40 ára, auk þess sem eignarmynd- unin yrði mun hægari. Eftir stend- ur síðan hver bæri kostnaðinn sem myndaðist vegna mismunar sem yrði á útstreymi vegna 25 ára bréfa og hægara innstreymi vegna 40 ára bréfa vegna breytinga á lánstíma eldri lána, sem ekki er ólíklegt að yrðu skuldarar fast- eignaveðbréfanna. Gallarnir við lánalengingu til 40 ára eru því augljósir: Aukin afföll og kostnaður fyrir skuldara Hærra íbúðarverð og hægari eignarmyndun Tvöfalt meiri vaxtagreiðslur á lánstímanum Jóhanna Sigurðardóttir kvæmda. Væntanlega mun nefnd félags- málaráðherra, sem starfa á fram á næsta vetur til að komast að þessum augljósu staðreyndum og fá þá niðurstöðu að þetta bjargráð framsóknarmanna mun engu skila fyrir fólk í miklum greiðsluerfið- leikurrt. Slík vinnubrögð eru ekki bara alvarleg fyrir fólkið sem á hlut að máli. Það er líka ábyrgðar- hluti að setja fasteignamarkaðinn í uppnám í marga mánuði meðan nefnd ráðherra skoðar og kannar úrræði sem þegar liggur ljóst fyr- ir að er bjarnargreiði við fólkið. Auk þess sem umræðan ein og sér getur skrúfað upp vexti, en það eykur bæði greiðslubyrði heimila og atvinnulífsins. Hverjir fá hækkun á lánshlutfalli? Félagsmálaráðherra lofaði því fyrir einum mánuði að hann myndi hækka lánshlutfalli í hús- bréfakerfinu úr 65% í 75% fyrir fyrstu íbúðarkaupendur. Þetta er vissulega aðgerð sem myndi auð- velda fólki íbúðarkaup. En nú er ráðherrann kominn á flótta frá þeirri yfirlýsingu, því á Alþingi upplýsti hann að lánshlutfallið muni einungis hækka í 70%. Eftir því verður nú gengið á Alþingi, hveijir það verða sem njóta muni þessarara hækkunar. Mun fólk sem misst hefur íbúð sína og stendur uppi eignalaust fá þessa hækkun? Á að útiloka hjón eða sambúðarfólk, sem enga íbúð eiga, ef annar aðilinn hefur ein- hverntíman á ævinni átt hluta í íbúð sem hann hefur misst? Hvað ef fólk hefur skilið og stendur uppi eignalaust, en vill stofna heimili aftur á að útiloka það frá hærra lánshlutfalli? Þeir sem allan vanda heimilanna ætluðu að leysa í kosningabarátt- unni - eiga vissulega ýmsu ósvar- að við fólkið í landinu. Höfundur er þingmaður fyrir Þjóðvaka. Um prestamál í Hverageröi og vanhæfi kirkjuyfirvalda , KÆRLÆKI, friður og lotning, þannig endar biskup íslands grein sína í Mbl. í síðustu viku þar sem hann er að svara opnu bréfi mínu sem reyndar er stílað til kirkjumála- ráðherra en ekki biskups. I grein biskupsins er reiddur á loft refsi- vöndurinn og skal nú flengdur snautlega menntaður forseti bæjar- stjórnar Hveragerðis firrtur sann- leika í anda, ofsafenginn og heiftúð- ugor. Svona umsögn hef ég aldrei fengið áður, hvorki frá manni né mús né heldur frá biskupi. Kærleiks-, friðar- og lotningar- postulinn styður þessa einkunna- gjöf sína við tilvísun í ræðu Guðna rektors Menntaskólans í Reykjavík, -sem var að útskrifa síðasta stúd- entahóp sinn. Rektorinn talar um hógværð við sína stúdenta og ef ég man rétt fengum við nýstúdent- ar frá Akureyri svipaða ræðu frá okkar kæra skólameistara Þórarni Björnssyni fyrir um það bil 40 árum. Og rétt er það, að ekki veitir af að minna menn sífellt á að gæta hóg- værðar og auðmýktar gagnvart líf- inu en mér er ekki grunlaust um að biskupar falli undir sömu reglu, og það hefði biskupinn átt að hafa hugfast þegar hann ritaði greinina „Um heift í Hveragerði". En hvers vegna er biskupinn svona reiður? Það skyldi ekki vera að þrátt fyrir allt leynist eitt lítið sannleikskom í bréfi mínu til kirkju- málaráherrans. Einhvers staðar stendur, að sannleikanum verði hver sárreiðastur. Viðbrögð bisk- upsins við þessu litla opna bréfi Tiínu til kirkjumálaráðherra eru vissulega með þeim hætti, að hann ætti sjálfur að hugleiða vel og vandlega hugtökin hógværð, lotning, kær- leiki og friður. Ekki er úr vegi fyrst biskup leitar fanga hjá húsbónda Menntaskól- ans í Reykjavík til þess að gefa mér fallein- kunn, að ég minnist rétt aðeins á gamlan nágranna skólans séra Friðrik Friðriksson, en hann ásamt foreldrum mínum blés í mig því lítilræði af kristilegum anda, sem ég hef í farteski mínu. Það hefur oft reynst mér vel í líf- inu, einkum þegar ég hef þurft að taka erfiðar ákvarðanir, að spyija sjálfan mig, hvað heldur þú að séra Friðrik hefði sagt við þessu? Ég leyfi mér því af hógværð og í góðri trú, að benda biskupi á þetta ráð, áður en hann lyftir refsivendinum í næstu blaðagrein um eitthvert málefni. En Hvergerðinga og prestastétt landsins skiptir litlu máli, hvaða meiningar biskup leggur í þessi stóru hugtök hér að framan og ennþá minna máli prívatskoðanir þess er þessar línur ritar. Hitt get ég fullvissað biskupinn um, að vali prests hér í plássinu mun ég engu ráða nema ef til kæmi að vera hugs- anlega eitt atkvæði í slíku vali. Og biskupi til frekari upplýsingar gildir sú regla hér í pólitíkinni eins og reyndar annars staðar á landinu, að enginn einn ræður. Atkvæði íbúanna réðu hér meirihluta og einn varð að velja til þess að vera fremstan með- al jafningja í bæjar- stjórninni. Þeir 370 íbúar Hveragerðis, sem óskuðu eftir því, að embætti prests í Hveragerði yrði aug- lýst laust til umsóknar tóku einnig þátt í sveitastjórnarkosning- um í Hveragerði. Þetta fólk er óvant fámennis- stjórn og biskupsyfir- lýsingum úr Reykjavík. En víkjum nú að staðreyndum þessa máls, köllun prests til Kot- strandar- og Hveragerðissókna og viðbrögðum fólksins hér, sem fara svona fyrir bijóstið á biskupi ís- lands. * Sóknarnefndir ákveða að kalla prest til starfa í aprílmánuði sl. og áður en sá gjörningur er klár- aður koma fram óskir allra bæj- arstjórnarmanna og 370 íbúa sóknarinnar rúmlega 30% sókn- arbama um að prestsembættið verði auglýst laust til umsóknar. Nefndirnar og biskupinn telja enga ástæðu til þess að verða við þessum óskum. * Stjórn Prestafélags íslands sam- þykkir hörð mótmæli við þessari köllun, að vísu ekki einróma, einn stjórnarmanna gerir athugasemd við skoðanir kollega sinna í stjórninni, og nú hefur sá verið skipaður biskupsritari. Þessi makalausa með- ferð á skipun prests í Hveragerði og Kot- strandarsókn, segir Knútur Bruun, er ekki kirkjuyfirvöldum í landinu til sóma. * Formaður Prestafélagsins kærir þessa afgreiðslu til kirkjumála- ráðuneytis og ennfremur séra Egill Hallgrímsson, sem telur, að á sér og reyndar öðrum prestum séu brotin lög. Allir þegnar lands- ins eigi að hafa þau sjálfsögðu réttindi að geta sótt um lausar stöður. * Kirkjumálaráðuneytið tilkynnir biskupi Islands með bréfi dags. 24. maí 1995 eftirfarandi: „Þar sem verulegur formgalli er á því, hvernig staðið var að meðferð málsins, sem felst aðallega í því, að kjörmenn prestakallsins voru eigi boðaðir á sameiginlegan fund, eins og áskilið er í 7. gr. laga nr. 44/1987 um veitingu prestakalla telur ráðuneytið sér eigi fært að verða við erindi yðar frá 11. apríl sl. um áð skipa séra Jón Ragnarsson til að vera sókn- arprestur prestakallsins tíma- bundið.“ Spurt hefur verið, kann biskupsembættið ekki til verka? * Biskup íslands lýsir því yfir í rík- Knútur Bruun isútvarpinu, að muni sóknar- nefndir óska eftir að endurtaka köllunina þá muni hann strax heimila að svo verði gert. Þessi yfirlýsing var lesin í útvarpinu, áður en sóknarnefndirnar fara fram á þeimild til að endurtaka köllun. í útvarpinu sá biskupinn enga ástæðu til þess að minnast á óskir 370 sóknarbarna um að embættið yrði auglýst. * Sóknarnefndimar endurtaka síð- an köllunina með blessun biskups, presturinn skal ti! Hveragerðis, hvað sem tautar og raular. * Með bréfi dags. 7. júní sl. sendir hæstarréttarlögmaður í Reykjavík, f.h. Björgvins Ásgeirssonar íbúa í Hveragerði, sem tekið hefur þátt í starfi í Hveragerðiskirkju um langt árabil, prófasti, kirkjumálaráð- herra, biskupi íslands og formönn- um sóknarnefnda stjórnsýslukæru, þar sem hann telur alla þessa aðila vanhæfa til þess að koma að þessum málum í annað sinn. Lögmaðurinn vísar til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38/1954 og jafnframt til stjórnsýslulaga nr. 37/1993 kröfum sínum til stuðn- ings. Nú fer að hitna í kolunum, því eins og biskup ritaði í blaða- grein sinni, eru allir jafnir fyrir lög- unum jafnt biskupar sem og forset- ar bæjarstjórna. En hvernig sem öll þessi kæru- mál enda er eitt víst, að þessi maka- lausa meðferð á skipun prests í Hveragerði og Kotstrandarsókn er ekki kirkjuyfirvöldum í landinu til sóma. Ráðlegra hefði verið að fara að með meiri gát og kannski hefði biskupinn átt að spyija sjálfan sig í huganum, hvað hefði séra Friðrik sagt við þessu. Að lokum þetta. Megi mér og biskupi Islands auðnast að temja okkur hógværð, kærleika og frið og jafnframt að starfa með auð- mýkt í huga. Höfundur er forseti bæjurstjórnar Hveragerðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.