Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 35 FRETTIR Umferðarfræðsla fyrir 5 og 6 ára börn UMFERÐARFRÆÐSLA 5 og 6 ára bama er samstarfsverkefni Umferð- arráðs, lögreglu og sveitarfélaga og hefur farið fram víða um land. Þessi tilhögun umferðarfræðslu 5 og 6 ára barna þekkist eftir því sem best er vitað eingöngu hér á landi. Hvert námskeið stendur í tvo daga, klukkustund í senn. Börnin fá bréf í eigin nafni þar sem þeim boðið á námskeiðin og eru foreldrar og forráðamenn þeirra einnig hvatt- ir til að mæta. Tilgangur námskeið- anna er m.a. að vekja athygli á og auka skilning barnanna á umferðar- reglunum og þeim aðstæðum sem á vegi þeirra verða. Spjallað er við börnin, sögð „um- ferðarsaga", sungið, sýndar stuttar kvikmyndir og umferðarmyndir á glærum. Fjallað er ítarlega um regl- ur fyrir gangandi fólk, um hjólreið- ir barna og mikilvægi þess að þau noti reiðhjólahjálm. Einnig er rætt um notkun barnabílstóla og bíl- belta. Lögð er mikil áhersla á að börnin fái að tjá eigin skoðanir og reynslu sína. Leikskólakennarar og lögreglumenn annast kennsluna. Umferðarskólinn hefur nú starf- að í 28 ár og hefur þátttaka bama og foreldra þeirra ávallt verið mjög góð. Starfsfólk leikskóla hefur einn- ig stutt þessa fræðslu dyggilega. Arið 1994 komu 75% barna sem boðið voru og í fámennum sveitarfé- lögum allt upp í 100%. Þau námskeið sem eftir eru fara fram við eftirtalda skóla: 22. og 23. júní, Hvaleyrarskóli kl. 9.15- 10.15, 5 ára börn, 22. og 23. júní, Álftaneskóli kl. 10.45-11.45, 5 ára börn, 22. og 23. júní, Hvaleyrar- skóli kl. 13.13-14.30, 6 ára börn, 22. og 23. júní, Lækjarskóli kl. 15-16, 6 ára böm, 26.-27. júní, Flataskóli 9.15—10.15, 5 ára börn, 26. og 27. júní, Hofsstaðaskóli kl. 10.45—11.45, 5 ára börn, 26. og 27. júní, Hofsstaðaskóli kl. 13.30- 14.30, 6 ára börn, 26. og 27. júní Flataskóli, kl. 15-16 6 ára börn. Islensk síða á Intemeti fyrir fhigáhugamenn Morgunblaðið/Árni Helgason TRÍÓ-NORDICA sem samanstendur af David Enns, Karl Konrad Toews og Lana Betts. Kanadískir lista- menn með tónleika FLU GMÓDELFÉLAGIÐ Þytur verður 25 ára á þessu ári. Af því tilefni hefur Þytur komið upp vefs- íðu fyrir flugáhugamenn á Internet- inu. Vefsíðan er í tveim útgáfum; ís- lenskri og enskri, og er þegar orðin vel þekkt meðal módelflugmanna erlendis. Á vefsíðunni era meðal annars upplýsingar um módelflug, myndir af fyrstu flugvél íslendinga AVRO-504,_ upplýsingar um Flug- málafélag íslands og aðildarfélög þess, og tenging við erlend söfn og ráðstefnusvæði. Netfang síðunnar er: http://rvik.ismennt.is/agbjarn/thyt ur.html Tilvísun í vefsíðuna má e innig finna á heimasíðu íslenska M enntanetsins. SKAK Undanrásir á at- skákmóti Atvinnu- mannasambandsins PCA NEW YORK 15—16. júní JÓHANN Hjartarson komst áfram ' í atskákmót Atvinnu- mannasambandsins PCA sem hefst í New York í dag. Á því tefla 16 skákmenn, þ.ám. þeir Kasparov og Anand. Mótið er með útsláttarfyrir- komulagi, tefld era tveggja skáka einvígi. Jóhann hreppti eitt af sjö sætum á mótinu sem teflt var um í und- anrásum sem fram fóru á fimmtudag og föstudag. Hann komst einnig í aðalkeppnina á slíku mótinu í Frakk- landi sl. haust. Þá náði hann fyrst að slá út Englendinginn Ad- ams, en tapaði fyrir Kasparov í fjórðungs- úrslitum. Undanrásirnar voru geysispennandi. Fyrir síðustu umferð var ljóst að við íslensku keppendurnir yrðum báð- ir að sigra til að eiga möguleika, en við höfðum þá báðir 6Vi v. af 10. Eg var svo óheppinn að lenda í tilefni afmælisins verður efnt til veglegrar flugsýningar á Hamra- nesflugvelli laugardaginn 1. júlí kl. 14.00. Flugsýning þessi verður ekki einskorðuð við módelflug, heldur verður þar væntanlega einnig margt stórra véla á sveimi. Aðgang- ur er ókeypis. Hamranesflugvöllur er stærsti módelflugvöllur landsins. Fram- kvæmdir þar hófust haustið 1987. Þegar félagið varð 20 ára árið 1990 keypti það nýtt sumarhús, sem not- að er sem félagsheimili. Rafstöð var keypt 1994. Félagið hefur lagt metnað sinn í að hafa allt sem snyrtilegast, og hefur plantað um 2000 tijáplöntum umhverfis flug- vallarsvæðið. Nánast öll vinna hefur verið framkvæmd í sjálfboðastarfi. í byijanagildru gegn Oll frá Eist- landi og sá aldrei til sólar, en Jóhann fékk snemma góða stöðu gegn Ilya Gurevich, Bandaríkjun- um og sigraði um síðir eftir mikið tímahrak. Úrslit mótsins: 1. Speelman, Englandi 8V2 v. af 11 2. Vyzmanavin, Rússlandi 8 v. 3—9. Jóhann Hjartarson, Ehlvest, Eistlandi, Adams, Englandi, de- Firmian og Christiansen, Banda- ríkjunum, Chernin, Ungveijalandi og Pigusov, Rússlandi 7 Vi v. 10—15. Oll, Eistlandi, Gulko, Bandaríkjunum, Wojtkiewicz, Pól- landi, Ljubojevic, Júgóslavíu, Svidler, Rússlandi og Har Zvi, ísrael 7 v. 16—22. Margeir Pétursson, I. Gurevich, Banda- ríkjunum, Miles, Englandi, Svesc- hnikov, Kharlov og Ibragimov, Rúss- landi og Vaiser, Frakklandi 6 '/2 v. 23-28. P. Nikolic, Bosníu, Blatny, Tékklandi, Atalik, Tyrklandi, Rohde, Kudrin og Fine- gold, Bandaríkjun- um 6 v. o.s.frv. Það þurfti aukakeppni til að skera úr um það hvaða fimm skákmenn kæmust áfram af þeim sjö sem deildu 3-9. sæti. Tefldar KANADÍSKT tríó, Tríó-Nordica, sem samanstendur af flautu, sellói og píanói heldur þrenna tónleika í þessari viku hér á landi. Fyrstu tónleikarnir verða í Stykkishólmi miðvikudaginn 21. júní kl. 20.30. Síðan fer tríóið til ísafjarðar og leikur í grunnskólan- um þar fimmtudaginn 22. júní kl. 20.30, í tengslum við Jónsmessu- tóna sem þar eru haldnir, og að lokum verða tónleikar í Norræna húsinu laugardaginn 24. júní kl. 16. KOLAPORTIÐ efnir til sérstakra kompudaga um helgina og býður þá seljendum notaðra muna afslátt af básaverði. Efnt hefur verið til slíkra sérstakra kompudaga nokkrum sinnum á undanförnum mánuðum. Þá er einnig nýjung hjá Kolaport- inu að hafa markaðstorgið opið fimmtudag og föstudag. Auk fjöl- voru fimm mínútna hraðskákir: Úrslit aukakeppninnar: 1—2. Ehlvest og Adams 4 v. af 6 3—4. Jóhann og Christiansen 3 v. 5—6. Chernin og deFirmian 2Vi v. 7. Pigusov 2 v. Chernin vann síðan deFirmian IV2-V2 í einvígi um sjöunda sætið, en deFirmian komst engu að síður áfram, þar sem hann fékk auka- sæti ætlað Bandaríkjamönnum. Þátttakendur í undanrásunum voru 70 talsins, flestir stórmeist- arar. Við skulum líta á tvær skemmtilegar fléttur frá mótinu: Svart: Jóhann Hjartarson ■ bedafgh Hvítt: Aleksander Wojtkiewicz 1. Rb6 - Hab8 2. Rc4! - Bxc4 3. bxc4 Nú væri 3. — Bxf4 4. gxf4 — Rxf4 vel svarað með 5. e3. Jó- hann byijar því á að lokka hvítu drottninguna burt úr vörninni: 3. — a4! 4. cxd5 — exd5 5. Dxa4 - Bxf4! 6. gxf4 - Rxf4 7. Rel - Rxe2 8. Rf3 - h4 9. h3? Tríóið er skipað þremur Kanadabúum þeim Lana Betts, sem leikur á þverflautu, David Enns, sem leikur á píanó og Karl Konrad To- ews, sem leikur á selló. David og Lana hafa starfað við tónlistarskól- ann í Stykkishólmi sl. 12 ár og hafa tekið mikinn og virkan þátt í tónlist- arlífí bæjarins. Karl Konrad starfar í Bergen í Noregi og leikur þar með Fílharmoníusveitinni. Þremenning- amir þekkjast frá því að þeir stund- uðu tónlistamám í Kanada. margra fastra seljenda verða „auka- dagarnir" þessa viku sérstaklega til- einkaðir ungum seljendum, en börn og unglingar fá þá sölubása ókeypis til að bjóða hvers konar varning eða þjónustu. Kolaportið er opið fimmtudag og föstudag kl. 12-18, laugardag kl. 10-16 og sunnudag kl. 11-17. Afleikur í erfiðri stöðu. Eftir 9. Hcel - R4g3+! 10. hxg3 - Rxg3+ 11. Kh2 — Rxfl+ 12. Hxfl - Dg3+ 13. Khl - h3 stendur svartur einnig til vinn- ings. 9. - R4g3+ 10. Kh2 - Df4 og hvítur gafst upp. Svart: Margeir Pétursson ■ b c d * f 0 h Hvitt: Julian Hodgson 1. - Bd4! 2. Hxe8 - Hxe8 3. Dc4 Með tvöfaldri hótun á f7 og d4, en svartur hefur séð lengra. Ann- ar möguleiki var 3. Bxf7!? — Bxf2+! 4. Hxf2 - Hel+! 5. Rxel — Dh2+ 6. Kfl — Re3+ og hvítur fær ekki nægar bætur fyrir drottninguna. 3. - Bxf2+! 4. Hxf2 - Hel+ 5. Hfl - Hxfl+ 6. Dxfl - De3+ 7. Khl - Dxb3 8. De2 - Dd5 9. b4 — Dxf5 og með tveimur peðum meira og sterka stöðu vann svartur. Margeir Pétursson Skóg'ar- dagar á Mógilsá SKÓGARDAGUR verður haldinn á Rannsóknastöðinni á Mógilsá 24. júní nk. Dagskráin stendur frá kl. 14-17. Meðal efnis á skógardeginum er kynning á rannsóknastarfi og m.a. verður gerð grein fyrir tilraunum með nýjar tijá- og rannategundir og birkifræræktin kynnt. Boðið verður upp á gönguferðir um skóg- arreitina undir leiðsögn fagmanna og ráðgjöf veitt um ræktun nýrra skóga o.fl. Veitingar og léttmeti verða á boðstólum fyrir börnin. Vegagerðin hefur tekið í notkun nýtt áningarstæði við Mógilsá fýrir útivistarfólk og göngufólk sem ætl- ar sér í göguferðir í Esjunni. Agnes Agnarsdóttir, eigandi snyrtistofunnar í Ármúla 15. Ný snyrti- stofa í Armúla AGNES Agnarsdóttir, snyrti- og förðunarfræðingur, hefur opnað snyrtistofu í Ármúla 15 í samstarfi við hárgreiðslustofuna Kompaníið. Agnes hefur unnið til margra verðlauna í förðunarkeppnum hér- lendis Qg sá einnig um þættina Fal- leg húð og frískleg sem sýndir hafa verið á Stöð 2. Snyrtistofan býður upp á alla al- menna þjónustu s.s. andlitsbað, húð- hreinsun, AHA sýrumeðferð, litun, handsnyrtingu, fótsnyrtingu, silki- neglur, vaxmeðferðir, rafmagnshá- reyðingu og farðanir við öll tæki- færi. Notaðar eru La Prairir snyrti- vörur, Académi og Make up forever til förðunar. Snyrtistofan er opin alla virka daga og eftir bókunum á laugardög- um. WJeikvikaJTj-lSJúnMWS^ Nr. Leikur:_______________Röðirt: 1. Assyriska - Sirius - X - 2. Brommap. - GIF Sunds. I - - 3. Forward - Gefle - - 2 4. Lira - Vfisterás - - 2 5. llmeá - Luleá - X - 6. Vfisby - Visby - X - 7. Falkenberg - Gunnilse - X - 8. GAIS - Elfsborg - - 2 9. Hficken - Oddevold - X - 10. Kalmar - Hfissleholm 1 - - 11. Landskrona - Skövde - - 2 12. Norrby - Myresjö 1 - - 13. Stcnungsun - Ljungskilc - X - Heildarvinrilngsupphæðin: 13 réttir: r 4.525.780 12 réttir: 1 123.890 11 réttir: 9.070 10 réttir: 1 2.050 Jóhann í úrslit í New York Jóhann Hjartarson Krakka- og kompu- dagar í Kolaporti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.