Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR OLAFUR H. ÓLAFSSON + Ólafur Haf- steinn Ólafsson fæddist í Keflavík 7. júlí 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 17. júni síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðrún Fanney Hannesdóttir^ f. 14. maí 1907, og Ölafur Sólimann Lár- usson, f. 28. desem- ber 1903, d. 28. júlí 1974, útgerðar- maður í Keflavík. Systkini Ólafs eru: Guðrún K.J., f. 1926, Arnbjörn Hans, f. 1928, d. 1931, Jane Maria, f. 1929, Arnbjörn Hans, f. 1930, Lára Hulda, f. 1932, d. 1934, Guðjón Gunnar, f. 1935, Lárus Hörður, f. 1936, d. 1983, Bára Erna, f. 1939, Sigríður Karólína, f. 1943, Særún, f. 1946, og Reynir, f. 1948. Ólafur kynnt- ist 1956 eftirlifandi eiginkonu sinni Svölu Grímsdóttur, f. 1938, frá Húsa- vík. Þau eignuðust eina dóttur, Ragn- heiði, f. 1966, sem býr með Sigurbirni Elvarssyni. Búa þau í Grindavík og eiga tvö börn, Svölu og Ólaf Hafstein. Ólafur starfaði lengst af ævi sinnar sem verk- sljóri hjá Hraðfrystihúsi Ólafs S. Lárussonar hf. og síðar hjá íslenskum aðalverktökum. Útför Ólafs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. ELSKU frændi, þú ert farinn. Ég hélt að við mundum fá að hafa þig lengur en svona er lífið. Síðustu fimm árin hafa verið mér svo mik- ils virði, mér fínnst að ég hafi kynnst ykkur Svölu upp á nýtt. Mínar fyrstu minningar um þig eru þegar ég var send í pössun til ykkar Svölu. Þú varst svo hræðilega stríðinn. Sem dæmi um stríðni þína þá fékkst þú mig til að borða brauð með sardínum sem mér þótti sér- staklega vont, þú fórst í bláu úlpuna með skinninu og þóttist vera hún Kata gamla og ég át brauðið á mettíma því að í mínum augum var hún Kata grýla. Eftir þetta hef ég ekki getað litið á sardínur. Ég held að stríðni þinni og kímnigáfu sé best Iýst þegar Ragnheiður dóttir þín kom fyrir tveimur árum í heim- sókn til mín -til New York og var hún með sérstakan pakka til mín frá þér. Honuny var pakkað inn í rauðan pappír. Ég opnaði hann og hvað var inni í pakkanum? Jú, tvær sardínudósir. Þú varðst að stríða mér aðeins meira. Ég verð að eilífu þakklát fyrir að hafa verið á landinu til að geta kvatt þig áður en þú fórst frá okk- ur, elsku frændi. Ég mun alltaf minnast þín sem stríðnum og skemmtilegum frænda og þá sér- staklega 7. júlí, sem var afmælis- dagur þinn og brúðkaupsdagurinn minn. .___ Þó að ég geti ekki fylgt þer í dag elsku frændi þá ert þú í huga mínum og hjarta og verður þar alltaf. Ég bið Guð að gefa Svölu, Ragnheiði og fjölskyldu og elsku ömmu okkar styrk á þessum erfiðu sorgartímum. Guð geymi þig elsku frændi, ég veit að þú ert í góðum höndum því nú ert þú kominn til afa og Harðar. Erika. Ólafur Hafsteinn Ólafsson föður- bróðir minn er dáinn eftir löng og erfið veikindi. Það er margt sem kemur upp í hugann er einhver ná- kominn fellur frá. Það sem mér var efst í huga kvöldið er Óli yfirgaf þennan heim var, að sú hlýja, gleði og hlátur sem ávallt fylgdu honum heyra nú aðeins minningunni til. Þó Óli hafi kvatt okkur erum við sem hann þekktum rík, rík af góðum og ómetanlegum minningum um mann sem hugsaði vel um sína, var ávallt til staðar er á reyndi og gat eins og honum einum var lagið kom- ið manni í gott skap jafnvel á tímum erfiðra veikinda og gefið kaldhæðn- islegum veruleikanum langt nef. Eg mun alltaf minnast þeirra góðu og einlægu móttaka sem ég ávallt fékk á heimili ykkar Svölu þar sem aldrei mætti manni annað en vingjamlegheit og hlýja, sem gerðu að verkum að þangað vildi maður aftur koma. Nú ert þú, Óli minn, farinn á stað sem örugglega er betri en sá sem þú kvaddir og eftir baráttu við sjúk- dóm sem á endanum var þér yfir- sterkari vona ég að þú fáir loksins hvíld sem þú svo átt svo sannarlega skilda. Eftir stöndum við með tilver- una tómlegri en fjársjóð dýrmætra minninga um góðan og hlýjan mann sem við er eftir lifum fáum ætíð notið. Ég þakka þér frá mínum dýpstu hjartarótum fyrir þær og að hafa verið góður frændi. Ég votta þér, Svala mín, Ragn- heiði, Bjössa manni hennar og börn- um þeirra mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum og megi Guð almáttugur styrkja ykkur við þenn- an mikla missi. Gestur Páll. Hann Óli er dáinn. Þessar fréttir fengum við að kvöldi 17. júní. Við vissum að hveiju stefndi en öll héld- um við í vonina. Ég ætla að minn- ast hans og síðustu heimsóknar minnar til hans. Hann átti erfitt með að tala hátt svo það var hvísl- að. Þetta var ljúf stund sem við áttum saman. Þegar ég kvaddi þrýsti hann fast hönd mína og sagði hátt og skýrt, ég bið að heilsa Sidda. Það var fyrir 36 árum sem ég kynntist Óla. Hann varð eiginmaður æskuvinkonu minnar, Svölu Gríms- dóttur frá Húsavík. Með okkur fjór- um tókst góður vinskapur sem hald- ist hefur ætið síðan. Margt var brall- að og sér til gamans gert og var Óli alltaf hrókur alls fagnaðar. Hann var mikill húmoristi og átti til að segja mér og Gunnu systur Svölu hinar ótrúlegustu sögur og fréttir og hafði gaman af hve trúgjamar við vorum. í lokin sló hann létt á öxl mína og hló sínum indæla hlátri. Það var aldrei hægt að reiðast Óla. Eitt sinn bakaði ég súkkulaðitertu, á kremið lét ég gerviflugu og bauð svo Óla í kaffí. Hann sló til flugunn- ar af og til og ekki hreyfðist hún. Nú hafði mér tekist að hefna fyrir ófarirnar. Þegar upp komst hlógum við dátt. En Óli átti síðasta svarið þegar hann sagði: „Ekki vissi ég að þú gætir búið til krem sem gervi- flugur sækja í.“ Eitt sinn sem oftar fór ég í kaffi og kleinur til þeirra. Þegar Svala bauð mér meira sagði ég nei takk, ég er búin að borða þijár kleinur. Ekki stóð á athuga- semd frá Óla en hann sagði: „Þú ert búin að borða sex kleinur, ég tel allt sem borðað er hér og skrifa það í bók,“ og svo var hlegið. Það voru ófá handtökin hans þegar við byggðum húsið okkar á Vörðubrún 4. Þegar við klæddum loftið í for- stofunni datt okkur tveimur í hug að setja þijá hluti undir klæðning- una og hétum hvort öðra að eiga það leyndarmál saman og verður það heit haldið. Þegar ég hóf störf í frystihúsi Óla Sól árið 1969 kynntist ég flest- um úr ættinni og er þakklát fyrir það. Frystihúsið var lítið og við öll eins og ein fjölskylda. Þar vann Óli sem verkstjóri og flesta morgna fór ég með honum heim til Svölu að borða hafragraut. Óli var mjög barngóður, eru nafnar hans orðnir þrír og segir það nokkuð. Dætrum okkar var hann sem góður frændi þó alls óskyldur. Þá reyndust þau hjónin Önnu Birgittu mjög vel og töldu sig eiga dálítið í henni og var það gagnkvæmt. Einu sinni sem oftar gættu þau Þóreyjar Guðnýjar meðan við fórum í frí. Sú litla vildi vita hvar mamma og pabbi væru, svarið frá Óla var: Þau eru að mála kirkjuturninn en það var einmitt verið að mála Keflavíkurkirkju þá stundina. Þetta svar nægði þeirri stuttu og ekki var spurt meir. Þetta atvik sýnir hve börnum leið vel hjá þeim hjónunum. Eitt sinn lét ein kunningjakona mín í ljós að henni fyndist ég þekkja fátt fólk í Kefla- vík eftir svo langa dvöl. Ég svaraði með stolti að ég þekkti alla Sóli- mansættina og það nægði mér. Fyrir 29 árum eignuðust þau dóttur sem var látin heita Ragnheið- ur í höfuðið á mér sem þetta skrifa. Þetta eitt sýnir hve vinátta okkar var dýrmæt. Þessi yndislega dóttir þeirra er búin að gefa þeim tvö barnabörn og það þriðja rétt ófætt. Ég veit hve heitt Óli þráði að lifa að sjá það. Þegar ÓIi varð fímmtug- ur minntumst við þess þegar við vorum 25 ára og okkur fannst allir fimmtugir vera orðnir gamlir, en Óli lét berlega í ljós að honum fannst hann alls ekkert gamall og var ég honum hjartanlega sammála. Við fórum saman í margar góðar ferðir til útlanda. Þá bjuggu þau hjónin í Aiaska í hálft ár og þangað sóttum við þau heim. Óli sýndi okkur allt það markverðasta og áttum við góða dvöl hjá þeim. Þau sneru aftur heim rétt fyrir jólin og eyddu þeim með nokkur og er sá tími ógleymanleg- ur. Þegar dætur okkar voru fluttar að heiman og Siddi var að vinna voru ófaár ferðirnar sem þau buðu mér með sér í kaffi til Gunnu og Kristjáns í Hafnarfirði. En reiðar- slagið kom, Óli fékk hjartaáfall og þurfti að fara til Lundúna í aðgerð sem tókst vel. Öll glöddumst við yfir því og sýndi Óli mikið æðru- leysi. Sl. ár rak hvert áfallið annað en alltaf stóð Svala við hlið hans sem klettur og lét aldrei bugast. Kæra Guðrún Hannesar. Mikið hefur þú mátt reyna gegnum árin en alltaf ert þú sterkust. Við biðjum Guð að blessa þig og alla þína fjöl- skyldu og megi hann gefa ykkur styrk. Elsku Bjössi, Svala og Óli litli. Nú er hann farinn frá okkur elsku- legur faðir, tengdafaðir og afi og líður nú vel. Við vitum að missir ykkar er mikill en við skulum muna að Guð er með ykkur og hjálpar ykkur að sigrast á sorginni. Elsku Svala okkar. Mestur er missir þinn. Megi góður Guð gefa þér styrk og mundu að þú átt okkur alltaf að. Að Ieiðarlokum kveðjum við góðan vin og þökkum áratuga vináttu. Nú vitum við að þrautum þínum er lokið og biðjum þér heilla á nýjum brautum. Kristur minn ég kalla á þig komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig Guð í faðmi þínum. (H.P.) Ragnheiður og Sigurður. Þegar mamma hringdi í okkur að kvöldi 17. júní og sagði okkur að Óli væri dáinn varð okkur hverft við. Við vissum hve mikið veikur hann var og við báðum fyrir honum og vonuðum að Guð bænheyrði okk- ur. Það var alltaf gaman að umgang- ast Svölu og Óla. Þegar Ragnheiður fæddist fengum við litla frænku. Það voru mörg gamlárskvöldin sem við eyddum saman. Fyrst var borð- að, þá var spilað bingó og farið í leiki, svo dönsuðu þær Svala og mamma við okkur en Óli og pabbi skutu upp flugeldum. Eftir brenn- una á þrettándanum var það til siðs að fara til Svölu og Óla til að fá heitt súkkulaði. Fyrsta vinna okkar beggja systranna var í frystihúsi Óla Sól. Okkur er minnisstætt kvöldið sem þau hjónin komu úr Reykjavík og voru búin að kaupa sér bíl. Við vor- um háttaðar en mamma klæddi okkur í náttsloppa því nú var búið að bjóða okkur í bíltúr út í Sand- gerði. Bíllinn var VW og gólfið var það ryðgað að við sáum niður á götuna. En þótt þetta hefði verið eðalvagn hefði ekki verið hægt að gleðja okkur meira. Síðan gerði Óli bílinn upp. Ófáar voru bílferðirnar sem þau buðu okkur í. Við erum þakklátar fyrir að hafa átt Óla sem vin og velunnara. Elsku Svala, Ragnheiður, Bjössi, Svala og Óli yngri. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur styrk. Sigurveig og Þóra Guðný. Kristur minn ég kalla á þig komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig Guð, í faðmi þínum. (H.P.) Það er erfitt að kveðja elskulegan bróður. Óli bróðir lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 17. júní úr sjúkdómi sem heijað hafði á hann síðastliðin tvö ár. Það var reiðarslag fyrir hann og okkur öll þegar upp kom fyrir tveimur árum að hann væri með krabbamein. Af hveiju hann, hann sem var að ná góðri heilsu eftir að hafa gengist undir erfiða hjartaað- gerð? Við hlið Óla stóð eiginkona hans Svala eins og klettur ög stóðu þau saman í gegnum öll þau áföll sem þau urðu fyrir. Þau voru sér- staklega samrýnd hjón, áttu mjög vel saman og var eins og þau læsu hugsanir hvors annars. Oli var mjög stríðinn og lenti stríðnin oft á Svölu og alltaf var stutt í grínið. Svala hugsaði alla tíð sérstaklega vel um Óla. Umhyggja hennar fyrir honum kom best í ljós í veikindum hans, sá ég það best þegar ég fór með þeim til Lundúna þar sem hann gekkst undir hjartaaðgerðina og svo í þessum veikindum. Á hún okkar þökk fyrir. Ragnheiður dóttir þeirra og Bjössi voru alltaf reiðubúin til að hjálpa og gerðu allt sem þau gátu til að létta undir. Óli hafði mjög gaman af barna- börnum sínum tveim, Svölu 12 ára og Óla 5 ára. Þau voru mikið hjá afa og ömmu og styttu Óla oft stundirnar. Von er á þriðja barna- baminu núna í júlí. Óli var sannur bróðir og sýndi hvað í honum bjó þegar á þurfti að halda. Þegar ég varð fyrir stórum áföllum, fyrst fyr- ir 23 árum, þá stödd í annarri heims- álfu, var hann fljótur að koma og hjálpa, og aftur fyrir tíu árum þeg- ar ég missti manninn minn. Þá stóð hann eins og klettur við hlið mér og bamanna og veit ég ekki hvað við hefðum gert hefðum við ekki haft hann. Börnin mín, Kim, Stína og Eiríkur, ásamt systurdóttur hans, Ólu Helgu, öll stödd í Banda- ríkjunum verða saman í dag til að minnast frænda síns og þakka hon- um allt og biðja Guð að geyma hann. Hans heitasta ósk var að komast heim 17. júní og held ég að honum hafi tekist það. Elsku bróðir, takk fyrir allt og megir þú hvíla í friði. Élsku mamma, Svala, Ragnheiður, Bjössi, Svala, Óli og aðrir ættingj- ar, ég bið góðan Guð að hjálpa ykk- ur og styrkja í þessari miklu sorg. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Særún. Elsku afi okkar. Það var sárt að missa þig en mamma hefur sagt okkur að nú sért þú hjá Guði og þar líður öllum vel. Okkur finnst skrítið að koma í heimsókn á Faxa- brautina núna, enginn Óli afi að taka á móti okkur en alltaf verður nú gott að hafa hana ömmu í dyrun- um. Ég og Óli bróðir eigum eftir að sakna alls íjörsins sem ríkti í kringum þig afí en þú varst nú voða stríðinn á þinn góða hátt. Óli bróðir missti blöðruna sína af svölunum í gærkvöldi og hún sveif í átt til himna og hann sagði að það væri allt í lagi því þú afi okkar mættir eiga hana. Við kveðjum þig í dag í síðasta sinn en við vitum að þú ert samt alltaf hjá okkur. Bless elsku afi. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Svala og Óli. Elsku Óli frændi. Ég þakka þér samfylgdina á þessari Jörð. Ég reyni að vera sátt við orðin hlut, því að ég trúi að þér líði vel þar sem þú ert núna. Ér ég minnist þín nú, breiðist bros yfir andlit mitt því þær myndir sem birtast í huga mér eru frá þeim tíma er ég ásamt fleiri frændsystkinum, unnum í frystihús- inu undir þinni stjórn, já stjórn! Því þú varst góður verkstjóri og alltaf var glens og gaman í kringum þig en við máttum ekki gleyma að við vorum að vinna með matvæli, það hafði forgang. Elsku frændi, spjall okkar er þú dvaldir á sjúkrahúsi Keflavíkur geymi ég sem fjársjóð í hjarta mínu, þar lifir áfram minn- ingin um þig. Ljós og friður í þínu hjarta. Himnum á hjá ljósinu bjarta - fæðist þú á ný. Ég kveð þig elsku frændi, um leið bið ég góðan Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar elsku Svala, Ragnheiður og Bjössi og ekki síst þig amma mín. Guð geymi ykk- ur öll. Brynja frænka. Hann Óli frændi er dáinn. Hann hafði barist við erfiðan sjúkdóm og að kvöldi 17. júní skildi hann við. Það er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá hann aftur, heyra hann segja sögur eða hlæja með honum. En í huganum á ég lif- andi minningar um ljúfan dreng og tryggan vin sem ég er þakklát fyrir að hafa átt. Sem barn var ég svo heppin að fá að dvelja hjá Óla og Svölu konu hans af og til. Þar var stjanað og dekrað við mig öllum stundum. Á unglingsárunum kynntist ég Óla betur þegar ég vann undir stjórn hans í frystihúsinu. Hann var góður verkstjóri, ákveðinn en alltaf sann- gjarn. Hann gerði kröfur um góð vinnubrögð og að við gengjum ekki til verka með hangandi hendi. Hann átti gott með að ná til okk- ar unglinganna sem komum í vinnu til hans á vorin. í upphafi sumars hræddust margir þennan alvarlega og stranga mann sem fylgdist vökul- um augum með öllu því sem fram fór í vinnslusalnum. I lok sumars höfðu þau þó komist að því að und- ir alvarlegu yfirbragðinu leyndist hjartahlýr, stríðinn og glettinn mað- ur. Þessi aðferð sem Óli notaði, það að virðast strangur í fyrstu en sýna síðar sína mildari hlið, hefur orðið mér sjálfri að leiðarljósi í mínu starfí sem unglingakennari. Óli var skemmtilegi frændi minn sem hafði stórkostlega frásagnar- hæfileika. Hann gerði sögur svo lif- andi og skemmtilegar að maður ekki aðeins veltist um af hlátri yfir inni- haldi þeirra, heldur urðu þær manni minnistæðar vegna svipbrigðanna og látbragðsins sem hann notaði, hann talaði með öllu andlitinu. Óli var sannur vinur vina sinna og ef einhver átti í erfiðleikum var hann ætið reiðubúinn að rétta hjálp- arhönd og styrkja þann sem átti erfitt. Óli og Svala kona hans voru ákaf- lega samrýnd, þó ekki væru þau endilega alltaf sammála. Þau voru einstaklega gestrisin og frá þeim fór maður ekki öðruvísi en saddur og glaður. Eftir að Óli veiktist annaðist Svala Óla sinn af einstakri þolin- mæði og umhyggjusemi. Elsku Svala, Ragnheiður, Bjössi, Svala Iitla og Óli, ég bið Guð að styrkja ykkur í ykkar djúpu ?org. Einnig bið ég Guð að styrkja elsku ömmu og systkini Óla í sorg sinni. Óla er sárt saknað af fjölskyldu og vinum, þó trúum við því að hann hafi aðeins flutt frá þessu jarðneska lífi til betra lífs hjá Guði. Minning okkar um góðan mann deyr aldrei. Höndin þig sem hingað leiddi himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Arnbjörg Eiðsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.