Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ1995 31 1992 birtist löng ritgerð eftir Davíð um Ólaf Thors og landhelgismálið. Þar fer hann yfir 35 ára þátt Ólafs í landhelgisbaráttunni og bregður upp skýrri mynd af honum. Vann Davíð skipulega að því að afla sér heimiida í landhelgissöguna bæði heima og erlendis hin síðari ár. Finnst mér það enn sýna, að hann vildi ekki skilja við neitt verk öðru vísi en fullkannað. Sjálfur átti hann ásamt Hans G. Andersen sendi- herra ríkan þátt í undirbúningi und- ir hina skynsamlegu póltítísku stefnumótun, sem fólst í land- grunnslögunum frá 1948, en á þeim hafa allar aðgerðir í landhelgismál- um síðan byggst. Við vorum nágrannar Ágústu og Davíðs í Hlíðunum í áratugi. Á meðan Davíð gegndi störfum seðla- bankastjóra mátti jafnan hitta hann snemma morguns gangandi á leið til vinnu sinnarj hvernig sem viðr- aði. Væru þau Ágústa ekki í fjalla- ferð um heigar eða að loknum vinnudegi fóru þau gjarnan í göngu um Öskjuhlíðina. Söknum við þeirra einnig sem góðra granna. Ég færi Ágústu, börnum þeirra Davíðs, Ólafi og Sigrúnu og fjöl- skyldum þeirra, innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Davíðs Ólafs- sonar. Björn Bjarnason Móðurbróðir okkar, Davíð Ólafs- son, er fallinn frá, rúmlega 79 ára að aldri. Davíð var þekktur maður í þjóðlífinu á íslandi, m.a. sem fiski- málastjóri, alþingismaður, seðla- bankastjóri og forseti Ferðafélags íslands. Ýmsir munu eflaust verða til að minnast hinna opinberu starfa hans, en okkur langar til að draga upp svolitla mynd af fjölskyldu- manninum Davíð. Ólafssyni. Davíð var þriðji í röð sjö samheld- inna systkina. Föður sinn misstu þau er Davíð var á unglingsárum. Upp úr því flutti íjölskyldan til Reykjavíkur þar sem þau héldu heimili ásamt móður sinni uns þau fluttu burt eitt af öðru til að stofna eigin heimili. Eins og gengur þegar fjölskyldur stækka, barnabörn og barnabarnabörn koma, vilja tengsl- in milli skyldmenna smám saman rofna, einkum þegar samnefnarinn, í þessu tilviki amma okkar og móð- ir Davíðs, er horfin af sjónarsvið- inu. Afkomendur hennar eru nú komnir nokkuð á sjöunda tuginn. Líklega væru tengslin víða alveg rofin ef Davíð og Gústa, kona hans, hefðu ekki haldið boð fyrir fjöl- skylduna á annan dag jóla ár hvert í a.m.k. fjóra áratugi eða svo lengi sem minni okkar nær. í jólaboðunum var glatt á hjalla. Þar mættu þau systkinin, börn þeirra, barnabörn og á síðustu árum fóru barnabarnabörnin að sjást. Hápunkti náði hátíðin í augum barnanna þegar gengið var kring- um jólatréð og Davlð birtist í gervi jólasveinsins. Davíð hélt oft myndasýningar í jólaboðunum, sýndi þá myndir frá einhverri þeirra fjölmörgu ferða, sem þau hjónin höfðu farið saman, oftast um óbyggðir íslands. Er vandfundinn sá staður á landinu, sem þau hafa ekki heimsótt. Þótt okkur krökkunum hafi á stundum þótt myndasýningarnar nokkuð þreytandi meðan við vorum lítil, hyggjum við þó að þarna hafi kvikn- að sá neisti í brjóstum okkar margra, sem tendraði áhugann á landinu og töfrum þess. Þá gleym- ast okkur seint ferðir þær er við fórum í bernsku með þeim hjónum. Þar ber hæst minninguna um þenn- an fallega frænda, sem stikaði áfram svo litlir fætur áttu fullt í fangi með að fylgja honum eftir, frásagnir hans af undrum náttúr- unnar og glaðlegur hláturinn. Fyrir rúmri viku fór Davíð í sína hinstu gönguför hér á jörð. Máttfar- inn og heftur af langri sjúkralegu gekk hann stundarkorn ásamt Gústu í kvöldblíðunni eftir stígnum nýja við Skerjaförð. Tveimur sólar- hringum síðar lagði hann upp í för- ina miklu, sem við öll förum á end- anum, án þess að vita með vissu hvort eða hvemig hún endar. Eftir situr minningin ein, minningin um góðan dreng og frænda, minning sem við erum þakklát fyrir að eiga. Megi hann hvíla í friði. Brynhildur, Margrét og Ólafur Flóvenz. Fréttin um að Davíð Ólafsson væri dáinn kom eiginlega ekki á óvart. Það var raunar merkilegt hversu lengi honum tókst að þrauka og berjast gegn vágestinum sem barið hafði að dyrum. En þótt við þessu hafi verið búist er einkenni- legt að hugsa til þess að hann sé ekki lengur meðal okkar. Ég átti því láni að fagna að kynnast Davíð bæði í starfi, í Seðlabankanum, og í leik því hann og Ágústa kona hans komu jafnan með í sumarferð starfsmanna þegar þau áttu þess kost. Það eru óneitanlega forrétt- indi að fá að kynnast svo indælu fólki sem þeim. í starfi var Davíð bæði vandvirkur og eljusamur. Hann var ákveðinn en jafnframt einstaklega tillitssamur og kurteis við samstarfsmenn. í fjölmörgum heimboðum til þeirra hjóna, sem einkum tengdust samningum við erlenda viðskiptavini, fléttuðust saman starf og ánægjulegar sam- verustundir. Heimilið var gert að vinnustað og þau hjónin gerðust í senn gestgjafar, skemmtikraftar og sendiherrar. Skemmtilegustu minn- ingarnar eru þó úr sumarferðunum. Minningar um gleði og söng á bjartri sumarnótt við undirleik fugla og lækja. Sviðið er grasbali umluk- inn björk nær en fjær eru fjallshlíð- ar baðaðar kvöldsól. Að morgni er haldið í göngu og Davíð kynnir okkur fjöllin og Ágústa blómin. Að kvöldi er leikið og sungið á ný. Aldursmunur er ekki til. Þegar ég rifja þessar stundir upp, til þess að þakka fyrir þær, er sem ég finni ilminn af björkinni, sjái fyrir mér litadýrð náttúrunnar og heyri klið- inn sem aðeins heyrist þegar komið er fjarri þeim ys og þys sem ein- kennir okkar daglega líf. Þótt Dav- íð hafi verið minn yfirmaður, sem ég bar virðingu fyrir og reyndi að læra af, er hann í mínum huga ekki síður tengdur stórkostlegri náttúru þessa lands, sem hann kunni svo sannarlega að njóta. Honum var líka mikið í mun að kynna öðrum unaðssemdir hennar. Við hjónin sendum Ágústu og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Það er gott að eiga svona minningar um góðan dreng. Eiríkur Guðnason. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast gamals yfírmanns, vinar og velgjörðarmanns, Davíðs Ólafsson- ar, sem í dag er borinn til moldar. Kynni okkar hófust fyrir alvöru þegar ég hóf störf í hagfræðideild Seðlabanka íslands haustið 1967. Davíð hafði komið til starfa í bank- anum skömmu áður eftir áratuga farsæl störf sem Fiskimálastjóri og alþingismaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Þó að Davíð væri ekki yfirmaður hagfræðideildarinnar skipuðust mál þó fljótlega svo að ég fór að sinna sérstökum verkefn- um á sviði útlána bankans og sér- verkefnum sem undir hann héyrðu. Mér er enn minnisstætt eitt fyrsta verkefnið sem ég vann sérstaklega fyrir hann, en það var samanburður á tilboðum á smíði skuttogara, sem seinna fengu nafnið Spánartogarar, fyrir Skuttogaranefnd ríkisins, sem Davíð var formaður fyrir. Fljótlega fór svo að ég fluttist úr hagfræði- deildinni og fór nær eingöngu að sinna verkefnum á verksviði Davíðs fyrst sem lánafulltrúi og síðar sem forstöðumaður Lánadeildar sem heyrði undir hann. Verkefnin voru fjölbreytt og þær voru margar skuldbreytingarnar í sjávarútvegi, sem ég vann að undir hans stjórn. Aldrei bar skugga á okkar sam- band. Hann var hógvær og hlé- drægur en fastur fyrir. Aldrei brýndi hann raustina þótt þeir sem hann þekktu vel, gætu séð þegar honum mislíkaði. Mér er einnig mjög minnisstæð sú gagnkvæma virðing og nána samband sem var milli bankastjórnarinnar allrar, en einkum þó milli hans og Jóhannesar Nordal. Samtímis störfum að lána- málum bankans vann ég mikið fyr- ir Jóhannes Nordal, sem ritari hinna ýmsu samninganefnda um stóriðju. Það kom fyrir að vinnuálagið á báðum stöðum varð slíkt að eitt- hvað varð að sitja á hakanum. Þó þurfti Davíð ekki annað en að nefna það við félaga sinn Jóhannes að nú þyrfti hann á Garðari að halda og þar með voru áherslur lagðar. Mér er einnig minnisstætt úr samvinnu þeirra þegar öll lánamál bankans voru sameinuð í eina Lánadeild. Á undirbúningsfundum okkar að stofnun þeirrar deildar þurfti ekki mörg orð um að mitt meginhlutverk sem forstöðumanns var að vinna að því að hin nýja deild yrði lögð niður eins fljótt og pólitískar að- stæður leyfðu og starfseminni hætt. Leiðir okkar lágu víðar saman en í daglegu starfi. "Við vorum báð- ir þýskmenntaðir hagfræðingar og áttum gistilandi okkar skuld að gjalda. Það var því eðlilegt að sam- vinna okkar yrði nánari þegar hann gerðist formaður Germaníu, þar sem ég sat fyrir í stjórn. Við höfðum báðir mikinn áhuga á ferða- mennsku, þó hvor með sínum hætti og ég þurfti ekki langan umhugsun- artíma þegar hann kallaði eftir því að ég tæki sæti í stjórn Ferðafélags íslands, þar sem hann var forseti. Þar starfaði ég með honum sem gjaldkeri í sex ár. Alls staðar varð samvinna okkar náin og góð og ekki ræddum við' alltaf um starfið. Ég lærði að leita til hans með ýmis mál sem mér lágu á hjarta og oft bar stjórnmálin á góma, þar sem við störfuðum báðir í Sjálfstæðisflokknum. í einkalífinu var Davíð mikill gæfumaður, þar sem Ágústa hans mæta eiginkona og börn þeirra Óli og Sigrún og barnabörn voru. Við Unnur eigum þeim hjónum margar góðar samverustundir að þakka, sem ylja minninguna um góðan dreng. Nú þegar kemur að leiðarlokum vil ég enn þakka þessum dreng- skaparmanni fyrir samleiðina og forsjóninni fyrir að hafa leitt okkur saman. Ágústu og fjölskyldu sendum við Unnur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Garðar Ingvarsson. Þegar ég frétti af andláti Davíðs Ólafssonar, fyrrverandi fiskimála- stjóra og seðlabankastjóra, varð mér hugsað til alls þess góða sam- starfs, sem við áttum í stjórn Heklu hf. á árunum 1990-1994. Vegna þekkingar Davíðs og reynslu höfð- um við systkinin beðið hann um að taka sæti í stjórn Heklu, en það var í fyrsta sinn, sem við íeituðum til manns utan fjölskyldunnar og fyrir- tækisins í því skyni. Ég tók strax eftir því, hve Davíð var samvisku- samur og vandvirkur í þessu starfi og mat það mjög, hve hann var traustur í samskiptum. Hann vildi okkur systkinunum og fyrirtækinu allt hið besta og við gátum alltaf treyst á ráð hans og dómgreind. Davíð bar mikinn hlýhug til Þýskalands, þar sem hann stundaði nám og þar sem hann stofnaði síð- ar til kynna við margt áhrifafók í þýsku þjóðlífi. Fyrir nokkrum vikum hafði dr. Max Adenauer, ræðismað- ur Islands í Köln, orð á því við mig, hve Davíð hefði lagt mikið af mörkum til að efla tengsl íslands og Þýskalands. Davíð var formaður stjórnar Germaníu í fimm ár á 8. áratugnuin og var gerður þar að heiðursfélaga árið 1981. Hann fékk auk þess margar viðurkenningar fyrir störf sín að málefnum íslands og Þýskalands, þar á meðal Stór- kross þýsku Verdienstorðunnar. Það er sárt að sjá eftir svo vönd- uðum manni sem Davíð Ólafssyni. Hann markaði djúp spor í efnahags- sögu íslands, allt frá stríðslokum til síðustu ára, — á því tímabili, sem íslenskt atvinnulíf tók gerbreyting- um og almenn velmegun jókst. All- ur sá fjöldi trúnaðarstarfa, sem Davið gegndi á löngum starfsferli, ber því vitni, hve honum var vel treyst. Hann kenndi mér mikið og ég mun alltaf búa að því, sem ég lærði af honum í stjórn Heklu. Ég votta konu Davíðs, Ágústu Gísla- dóttur, og börnum hans innilega samúð. Ingimundur Sigfússon. Með Davíð Ólafssyni, fyrrum fiskimálastjóra og síðar banka- stjóra Seðlabanka íslands, er horf- inn af sjónarsviðinu einn af braut- ryðjendum efnahagslegra framfara á Islandi á lýðveldistímanum. Ég átti því láti að fagna að eiga Davíð sem nánasta samstarfsmann í bankastjórn Seðlabankans í nær tvo áratugi, samstarf sem mótaðist ekki sízt af mannkostum hans, rétt- sýni, góðvild og löngun til þess að veita brautargengi öllu því er til framfara horfði. Og honum auðn- aðist að eiga lengri og árangursrík- ari starfsævi í þágu þjóðar sinnar en flestir honum samtíða. Davíð Ólafsson var fæddur í Börgarfirði eystra, sonur Ölafs Gíslasonar, síðar útgerðarmanns í Viðey. Að afloknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík fór Davíð til náms í Þýzkalandi og lauk því árið 1939, rétt áður en heims- styijöldin síðari hófst. Þegar á næsta ári, 8. marz 1940, var hann kjörinn forseti Fiskifélags íslands og fiskimálastjóri, þá aðeins tæp- lega 24 ára gamall. Þótt hann hafi þá verið búinn að afla sér góðrar hagfræðiþekkingar og verið kunn- ugur sjávarútvegi frá blautu barns- beini, var það óneitanlega djaiflega telft að velja svo ungan mann til forystu í þessari helztu stofnun sjávarútvegsins. En Davíð brást ekki trausti þeirra, sem að þessari ákvörðun stóðu. Starfsemi Fiskifé- lagsins efldist stórlega undir hans stjórn og starf fiskimálastjóra tengdist brátt flestu því sem til framfara horfði í íslenzkum sjávar- útvegi, og var Davíð þá hvort tveggja í senn talsmaður sjávarút- vegsins gagnvart stjórnvöldum og ráðgjafi ríkisstjórna um flest mál er vörðuðu hagsmuni atvinnugrein- arinnar. Sérstaklega er ástæða til að nefna þátt Davíðs í vaxandi sam- skiptum og samvinnu íslendinga við aðrar þjóðir í sjávarútvegsmál- um og reyndar á öðrum sviðum efnahagsþróunar. Hann var ásamt Hans G. Andersen helzti ráðgjafi íslenzkra ríkisstjórna um útfærslu landhelginnar og tók dijúgan þátt í því starfi, á meðan fyrstu og erfið- ustu skrefin voru tekin og grund- völlur var lagður að_ stefnu Islend- inga á þessu sviði. Á meðan Davíð var fiskimálastjóri, var hann sjálf- kjörinn fulltrúi íslands á öllum ráð- stefnum, sem um þessi mál fjölluðu á vegum Sameinuðu þjóðanna og var fastafulltrúi íslands í Alþjóða- hafrannsóknaráðinu í hálfan annan áratug. I þessu starfi nutu íslend- ingar hæfileika og mannkosta Dav- íðs í ríkum mæli. Hann var mikill málafylgjumaður, fastur fyrir, en sanngjarn, enda skildi hann manna bezt að lítil þjóð getur í slíkum málum eingöngu náð árangri með traustum rökum og drengilegri framkomu. í þessum og öðrum störfum sínum á erlendum vett- vangi aflaði Davíð sér hvarvetna trausts og eignaðist marga vini, sem fyrir atbeina hans öðluðust skilning á málstað og hagsmunum íslendinga. Davíð hafði ætíð mikinn áhuga á þjóðmálum, og var náinn vinur og samstarfsmaður Bjarna Bene- diktssonar og annarra leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Hann tók um tíma mjög virkan þátt í stjórnmál- um, sat m.a. á Alþingi sem þing- maður Reykvíkinga 1963-67. Þótt Davíð væri ekki minni málafylgju- maður á vettvangi stjórnmála en í öðrum störfum sínum, var athyglis- vert, hversu mikils trausts hann ætíð naut meðal stjórnmálamanna, sem með honum unnu, hvar í flokki sem þeir stóðu. Árið 1967 verða þáttaskil í lífi Davíðs Ólafssonar, er hann tekur við starfi bankastjóra Seðlabank- ans fyrir áeggjan Bjama Bene- diktssonar. Breyttist nú starfsvett- vangur hans verulega, er hann lét af störfum sem fiskimálastjóri eftir 27 ár og sagði jafnframt af sér þingmennsku. í störfum Davíðs í Seðlabankanum naut hann vel víð- tækrar þekkingar sinnar á íslenzk- um þjóðarbúskap og alþjóðlegu samstarfi, en þar skipti ekki minnstu máli skilningur hans á málefnum höfuðatvinnuvegar þjóð- arinnar, sjávarútvegsins. Var Dav- íð m.a. fulltrúi bankans í stjórn Fiskveiðasjóðs og jafnframt stjórn- arformaður, svo og formaður stjórnar Verðjöfnunarsjóðs fiskiðn- aðarins. Þegar Davíð hvarf frá störfUm við Seðlabankann fyrir aldurs sakir í lok ágústmánaðar 1986 hafði hann gegnt tveimur mikilvægum ábyrgðarstöðum á sviði íslenzkra efnahagsmála í samtals 46 Vi ár, og mun það vera einsdæmi. Aldrei heyrði ég honum hallmælt fyrir embættisstörf sín, enda var hann samvizkusamur með afbrigðum og óvilhallur í afgreiðslu mála. Að loknum þessum langa starfsdegi var Davíð samt sízt í huga að sitja auðum höndum, þótt honum þætti vissulega gott að geta varið meiri tíma til ferðalaga innan lands og utan, en gönguferðir og útivist' voru líf hans og yndi. En auk slíkra áhugamála sneri Davíð sér nú brátt að nýju og viðamiklu verkefni, rannsóknum á sögu landhelgis- málsins frá upphafi og fram yfir 1960. Réðst hann í víðtæka heim- ildasöfnun bæði innan lands og í erlendum skjalasöfnum, er varpar nýju ljósi á þetta mikilvæga tíma- bil í íslandssögunni. Þótt honum entist ekki aldur til þess að ljúka þessu verki með þeim hætti, sem hann hafði hugsað sér, á það áreið- anlega eftir að reynast ómetanlegt framlag fyrir þá fræðimenn, sem á eftir koma. Að leiðarlokum hrannast minn- ingarnar að. Davíð Ólafsson var einn af fyrstu mönnunum, sem ég Ieitaði til, þegar ég hóf störf að íslenzkum efnahagsmálum með samningu ársskýrslu Landsbank- ans fyrir árið 1950. Síðan hafa leið- ir okkar legið saman með margvís- legum hætti, en þó aldrei nánar en þau 19 ár, sem við sátum sam- an í bankastjórn Seðlabankans, þar sem herbergi okkar voru hlið við hlið og dyr á milli, svo að við þurft- um ekki að fara nema fáein skref til að ráðfæra okkur hvor við ann- an. Þetta voru ekki auðveld ár í efnahagsmálum íslendinga, og oft stóð styrr um Seðlabankann og ákvarðanir hans. Á samstarf okkar bar þó aldrei skugga, enda vorum við sammála um flest grundvallar- atriði er vörðuðu stjórn peninga- mála og stefnu bankans. Hins veg- ar leiddi samneyti okkar til djúprar vináttu, sem náði til fjölskyldna okkar beggja. Davíð var glæsimenni á velli, hávaxinn, spengilegur og léttur í spori, enda annálaður göngugarp- ur. Hann var enginn hávaðamaður, heldur bar öll framganga hans vitni um hófsemi og festu, og mál sitt ‘ flutti han ætíð af yfirvegun og studdi skoðanir sínar skýrum rök- um. Þótt Davíð hafi undir lokið háð langa og erfiða sjúkdómsbaráttu, var hann mikill gæfumaður. Hon- um var ungum að aldri falin mikil ábyrgð, og hann fékk tækifæri til að vinna að framgangi fjölmargra framfaramála þjóðar sinnar og njóta krafta sinna og þekkingar til hins ýtrasta. Ungur kvæntist hann mikilli mannkostakonu, Ágústu Gísladóttur, sem bjó honum og börnum þeirra tveimur yndislegt heimili og reyndist hún honum jafn vel í blíðu sem stríðu. Það er því bjart yfir minningum okkar um Davíð Ólafsson, þegar við kveðjum hann nú á sólríkustu dögum ársins. Jóhannes Nordal. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.