Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 B 5 DAGLEGT LÍF SKELJAR eru ekki bara fal- legar eins og þessar hér, þær geta geymt mjög góðan fisk. KRÆKLINGUR er blásvartur þegar hann er fullvaxinn, en það tekur um 7 ár hér við land. Hann verður 10-15 cm langur. BÁRUSKEL, sem hér sést, er gulhvít eða ljósbrún og finnst eins og hvít eða gul- hvít hjartaskel hálfgrafin í leir- og sandfjörum. SANDSKEL, með dökkgult hýði en hvít undir, er uppá- hald skeljasælkera. Henni þarf að moka upp úr sandi og svo er gott að borða inni- haldið hrátt. ÖÐUSKEL er brúnleit, stærri og breiðari fram- an til en kræklingur. Hún er best eftir 8-10 ára vaxtartima og hefur þá náð 15-20 cm lengd. F orðabúr kræklings öðu og fleiri skelja í fjörunni “ NÝR SKELFISKUR er veislu- I matur og merkilegt að geta Stínt hann sjálfur úr tjörunni. Það er ólíkt skemmtilegra en veiðar upp úr frystikistu stór- markaðar og þar að auki er oJ nýr íslenskur kræklingur, al- gengasta æta skelin í fjörun- ►" um, mun stærri og betri en SE frosinn eða niðursoðinn. Þó verður að minna á hættu á Ujj þörungaeitrun yfir sumarmán- uðina og undirstrika að hver taki ábyrgð á eigin tínslu. Erlendis er oft sagt að skelfiskur sé varasamur í r-lausum mánuðum, frá maí fram til september, því eitur kemur helst upp í þörungum þegar hlýnar. Hér upp við land hafa fjörur stundum mengast og í fyrrasumar mældist nokkurt magn þörungaeit- urs í kræklingi úr Hvalfjarðarfjöru. Þangað leita einmitt margir úr höf- uðborginni til að tína. Kræklingasýni voru tekin í Hval- firði í lok síðustu viku og er niður- stöðu athugana á þeim að vænta á næstu dögum. Hollustuvernd ríkisins fylgist með og annast aðvaranir í fjÖlmiðlum meðal annars, ef eitur finnst í skeljunum. Eftirlit með þör- ungaeitri í skelfiski er þó enn ekki reglulegt, en samstarf Hollustu- verndar og Fiskistofu við Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og Haf- rannsóknastofnun er öryggisnet að einhverju marki. Heilbrigðiseftirlit á hverjum stað annast sýnatöku. Tínt fjarri byggð Að þörungaeitri slepptu er nauð- synlegt að flýja skolpmengun og fara vel út fyrir þéttbýli þegar tína á krækling eða aðra skel. Fyrir Reykvíkinga þýðir þetta a.m.k. ferð í Kollafjörð, að sögn Guðjóns Atla Auðunssonar deildarstjóra á Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, og suð- ur fyrir Straumsvík ef haldið er í hina áttina. Sólmundur Einarsson fiskifræðingur á Hafrannsókna- stofnun segir ágætar fjörur á Reykjanesi: Ósabotna í Höfnum, leirufjöru milli Keflavíkur og Garðs og svo fjörur við Grindavík, Krísuvík og Selvog. En vinsælast er líklega að fara upp í Hvalfjörð ef gerður er út skeljatínsluleiðangur frá Reykjavík. Gott er til dæmis að tína í fjörunni við Fossá, í Hvítanesi, Brynjudals- vogi og Hvammsvík innan við Stapa. Líka er hægt að tína í Botnsvogi, Þyrli, Litla-Sandi, Mið-Sandi og Brekku. Aðrir kræklingastaðir í Hvalfirði eru Bjarteyjarsandur og Kalastaðir. Sjálfsagt er að biðja um leyfi til að tína ef fjaran er sjáanlega innan landareignar. Fólk þarf vitanlega að gæta þess að fara þegar háfjara er og stór- straumsfjara er náttúrlega best. Ekki síst ef fólk langar líka í öðu- skel, eins konar stóru systur krækl- ingsins. Upplýsingar um flóð og fjöru eru m.a. í dagblöðum. Af öðr- um undirbúningi er eflaust gott að skoða bók með myndum af skeljun- um og nefna má Skeldýrafánu ís- lands eftir Ingimar Óskarsson (um 400 kr) og kver Ferðafélagsins, Fjörulíf (um 800 kr). Útbúnaður ogmeðhöndlun Ekki þarf mikinn útbúnað í tínsl- una, en stígvél, fata og hnífur eru nauðsynleg. Vettlingar og gúmmí- hanskar utan yfir eru líka þarfa- þing. Kræklingur festir sig í þara og steinahrúgur og berhentum kóln- ar manni fljótt við að losa skeljarnar í flæðarmálinu. Þeir áköfustu opna skeljarnar án frekari viðhafnar og háma í sig inni- haldið, en það er alls ekki ráðlegt ef fólk vill forðast magaveiki. Betra er að fara milliveginn og elda kræklinginn á prímus eða hlóðum í fjör- unni, skeljarnar opnast í sjóðandi vatni, á heitri pönnu eða grilli. Þær sem ekki opnast eru ónýtar. Þeim sem hafa bið- lund til að fara með Kræklingur bakaður með tómötum, hvítlauk kartöflum og kúrbít. fenginn heim gefast margir mögu- leikar á matreiðslunni. En fyrst er að hreinsa skeljarnar vel í köldu vatni og henda öllum brotnum eða opnum. Þær þarf svo að elda sem fyrst því ferskvatn drepur krækling- inn. Þess vegna borgar sig að geyma skeljar óþvegnar í ísskáp ef ætlunin er að bíða með snæðinginn frá því komið er úr tínslu. Biðin má þó ekki verða lengri en nokkrir klukkutímar. Eftir hreinsun skeljanna má sjóða þær nokkrar mínútur í stórum potti í svolitlu vatni, mysu eða hvítvíni með kryddjurtum og gjarna hvít- lauk. Gott er til dæmis að sjóða í um 10 mínútur hvítvín, blaðlauk, hvítlauk og steinselju. Bæta svo hreinsuðum skeljum í og bullsjóða í 5 mínútur, en þá ættu þær að hafa opnast. Svo má hella soðinu í annan pott og þykkja aðeins með smjöri og smá hveiti. Hella síðan sósunni yfir skeljarnar á diski og skreyta með steinselju. Líka er einfalt og gott að setja hreinsaðar skeljar á þurra og snarp- heita pönnu, til dæmis með söxuðum hvítlauk, pipar og steinselju. Sumum finnst gott að hafa líka smátt skor- inn tómat. Vel má svo skvetta yfir skeljarnar á pönn- unni smá sítrónusafa eða hvítvíni og viti menn; þær opnast eftir örfá- ar mínútur og eru mjög góðar. Auk þessara aðferða er hægt að opna skeljarnar í gufu yfir sjóðandi vatni. Kreista kannski má sítrónu yfir þær og setja nokkrar á spag- hettídisk með ólífuolíu og svörtum pipar. Eða velja spænska aðferð og blanda elduðum skeljum ásamt steiktu grænmeti í saffranhrísgrjón. Þegar skeljarnar opnast Matreiðsla kræklings getur sem sagt verið einföld og auðvelt að sjá að nóg er komið þegar skeljarnar hafa opnað sig svolítið. Ef þær hafa verið soðnar er mestur vökvinn (soð- ið) látinn dtjúpa af, hann má nota í sósu, kæla eða frysta fyrir seinni ævintýri, fiskisúpu til dæmis. Skelj- unum er svo hrúgað á disk og annar settur á borðið fyrir þær sem tæm- ast í máltíðinni. Kræklingur er góður einn og sér eða með brauði, kannski kaldri sósu (sýrður ijómi, sítróna, kryddjurtir) eða heitri (soðið bragðbætt og ef vill þykkt). Ferskt salat er líka alltaf gott meðlæti. Þar sem nýr skelfiskur er við- kvæmur matur er öll geymsla vara- söm. Þó er hægt að frysta eldaðar skeljar í soðinu og mjólkurfemur eru þá ágætis ílát. Enn er minnt á að soðið má nota líka, þegar stundin rennur upp. Sólmundur Einarsson leggur stund á rannsóknir í eldhúsinu heima hjá sér, ekki síður en á Hafrann- sóknastofnun. Hann matreiðir alls kyns óvenjulegan fisk og lumaði á ýmsum ráðum um kræklinginn. Og hann vill reyndar að fólk tíni fleiri skeljar sér til matar en krækling. Aða og aðrar skeljar Talsvert er af öðuskel víða við landið og best að tína hana á stór- straumsfjöru þar sem hún er meira djúpvatnsdýr en kræklingur. Oft er aðan grafin í leir eða sand, þannig að röndin stendur ein upp úr, en hún getur líka verið föst við steina og þöngla eins og kræklingur. Þetta eru líkar skeljar, en aðan stærri og breið- ari fremst, hún er brún á litinn, en kræklingur blásvartur. Æskileg meðhöndlun er svolítið frábrugðin, að sögn Sólmundar og sjálfur notar hann eftirfarandi aðferð við öðuskel. Eftir að skelin hefur verið hreins- uð vel er hún soðin yfir gufu í 3-4 mínútur svo hún opnist. Þá er fisk- urinn tekinn úr skelinni og maginn sem oftast er dökkleitur fjarlægður. Festiþráður með áföstum hring- vöðva er líka tekinn burt. Því sem er eftir er svo velt upp úr eggja- hræru og raspi og aðeins steikt á pönnu eða djúpsteikt í góðri olíu. Sólmundur lætur ekki staðar numið við öðuna, en leitar líka að báruskel og hjartaskel, sem að hluta eru grafnar eru í sand eða leirfjöru, og gleðst sérstaklega ef hann finnur sandskel. Hún er alveg niðurgrafin og Sólmundur beitir stunguskóflu þar bunga er á leir í fjörum. Þannig næst sandskelin upp og þykir albest hrá með sítrónusafa. ■ Þórunn Þórsdóttir ÞAÐ ER ekki amalegt að spóka sig um í kulda og slagviðri i þessum litaglöðu stígvélum T ískuvaðstígvél nú fáanleg í öllum regnbogans litum NU er aldeilis hægt að klæða sig sem birtist í blaðinu Harpers & upp í rigningunni og í útilegunni Queen eru stígvélin ágæt viðbót því hönnuð hafa verið nýtísku við hefðbundinn skófatnað og nú kvenvaðstígvél í öllum regnbogans er óþarfi að láta sig blotna í fæ- litum. Eins og sjá má af myndinni turna af pempíuskap. ■ sJáHsvörn Veist þú hvers vegna skorið epli verður brúnt? Það er súrefnið í andrúmsloftinu sem veldur oxun í sárinu. Þegar súrefnið umbreytist í líkamanum getur svipað átt sér stað af völdum svonefndra sindurefna. Hver fruma líkamans er varin með himnu sem inniheldur m.a. hátt fituhlutfall. Sindurefnin valda því að þessi fita oxar, sem veikir vörn frumunnar og gerir hana viðkvæma fyrir árásum. Þetta getur gerst vegna utanaðkomandi áhrifa, t.d. reykinga, streytu og mengunar. Rannsóknir vísindamanna benda til að slíkar frumuskemmdir geti skaðað heilsuna. Líkaminn getur varist sindurefnum með svonefnd- um andoxunarefinum. Sum andoxunarefni fáum við úr fæðunni. Andox inniheldur valin andoxunarefni í einu öflugu hylki. Eitt hylki á dag getur hjálpað líkama þínum að verjast sindurefnum. lEÍIsuhúsið Skólavörðustíg &Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.