Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1995 7 FRÉTTIR Tölvustýrður sjálfvirkur sleppibúnaður er nú tilbúinn til frekari prófana EINS OG komið hefur fram í fréttum hefur lengi verið deilt um ágæti Sig- mundsbúnaðarins svokallaða, sjó- setningar- og losunarbúnaðar fyrir gúmmíbjörgunarbáta, og réttmæti þess að skylda öll skip til að hafa búnaðinn um borð. Síðan í marzmán- uði 'sl. er Sigmundsbúnaðurinn eini sleppibúnaðurinn sem viðurkenndur hefur verið af Siglingamálastofnun og uppfyllir þar með ákvæði reglu- gerðar þar að lútandi. LÍÚ sendi í júní sl. bréf til sam- gönguráðuneytisins, þar sem þess er m.a. óskað, að frestur á gildistöku skyiduákvæða um uppsetningu sleppibúnaðarins í öll fiskiskip verði framlengdur. Fresturinn sem nú er í gildi á gildistökunni stendur til næstu áramóta. Helztu rök LÍÚ fyrir beiðninni eru þau, að þótt Sigmundsbúnaðurinn hafi staðizt prófanir Iðntæknistofn- unar sé hann ekki fullreyndur enn. Og hann hafi því aðeins getað upp- fyllt þær kröfur sem gerðar eru til búnaðarins nú, að slakað hafi verið á kröfunum frá fyrri reglugerð, en núgildandi reglugerð um björgunar- °g öryggisbúnað íslenzkra skipa var sett 21. marz 1994. 4 þessari nýjustu reglugerð um öryggisbúnað skipa eru í þeim ákvæðum sem fjalla um sjósetning- arbúnað gúmmíbjörgunarbáta ekki skilgreindar nákvæmlega þær kröf- ur, sem slíkur búnaður skuli upp- fylla, heldur er vísað til reglna sem Siglingamálastofnun setur. I ákvæðum eldri reglugerðarinnar voru kröfurnar sem gerðar voru til búnaðarins skilgreindar allítarlega. Þessum kröfum hafði Sigmundsbún- aðurinn aldrei getað fullnægt að öllu leyti; t.d. að geta komið björgunar- bátnum á flot hvernig sem staða skipsins væri. Reynslan hefur líka sýnt, að oft eru vandkvæði á því að gúmmíbáturinn opnist og að hann blási út þegar í sjóinn er komið. Nýtt björgunarkerfi hannað Nú hefur verið hannaður og frum- reyndur búnaður, sem hönnuðirnir fullyrða að uppfylli strangari kröfur fyrri reglugerðar. Þorbjörn Á. Frið- riksson efnafræðingur og Magnús L. Alexíusson rafmagnstæknifræð- ingur hafa hannað búnaðinn og framkvæmt frumprófanir á honum, sem lofa góðu. Morgunblaðið fékk Þorbjörn til að lýsa hinum nýja bún- aði. Nýi búnaðurinn er í grundvallar- atriðum ólíkur eldri gerðum sleppi- búnaðar, þó að hann þjóni sama til- gangi: að koma gúmmíbjörgunarbát- um á flot þegar þess gerist þörf við allar aðstæður úti á sjó. í fyrsta lagi er hvorki um gorm né þrýstibelg að ræða, sem spyrnir björgunarbátnum fyrir borð, heldur sinnir sérstök spyrna því hlutverki, sem knúin er af eins konar sprengi- hleðslu (knýiefnum - propellants). Spyrnan er ræst með rafboði, en einnig má „hleypa af“ handvirkt. Má því segja, að björgunarbátnum sé _„skotið“ frá borði. í öðru lagi er opnað fyrir gas- streymið inn í björgunarbátinn méð sams konar tækni, þ.e.a.s. kveikir rafboð (eða handvirkur vír-„gikkur“) í smásprengihleðslu, sem opnar fyrir Bátnum skotið sjálf- virkt fyrir borð Morgunblaðið/Þorkell ÞORBJÖRN Á. Friðriksson situr hér við kjarnastykki nýja sjó- setningarbúnaðarins fyrir gúmmíbjörgunarbáta, sem er spyrnan fremst á myndinni. Hún er fyllt eins konar sprengihleðslu og „skýtur" bátnum langsum fyrir borð. Á gaskútnum sem hallast upp að steininum sést ræsihausinn. loku sem opnar gasinu leið inn í gúmmíbátinn. Allt gerist þetta á broti úr sekúndu. Rafskynjarar, sem mæla þrýsting, vatn og halla skipsins senda boð til tölvu sem metur hvort björgunar- bátnum skuli skotið fyrir borð. Tölv- an ber saman boð frá skynjurunum og er hægt að gefa henni mismun- andi fyrirskipanir. Þannig má draga mjög úr líkum á að báti verði skotið fyrir borð í ótíma eða við þær aðstæð- ur að litlir sem engir möguleikar séu á að hann komist upp á yfirborðið. Aðaluppfinningin, sem hönnun nýja búnaðarins byggist á, er spyrn- an, sem „skýtur" björgunarbátnum fyrir borð. Hún er þannig gerð, að stjórna má bæði heildarátaksaflinu svo og átakstímanum. Spyrnurnar verða útbúnar með nógu sterkri hleðslu til þess að geta skotið björg- unarbátnum fyrir borð hvort sem er ofan sjávar eða neðan. Þykk ísbrynja á heldur ekki að vera nein hindrun. Knýiefnin sem nota á í spyrnurnar eru sérhannaðar efnablöndur, sem t.d. hitasveiflur hafa engin áhrif á. Þau þola 100-150°C frost. Samsetn- ing þeirra og annar frágangur er snar þáttur í stjórnun átaks spyrn- anna. Að sögn Þorbjarnar hefur ver- ið prófað að hlaða spyrnuna með sjö- faldri hleðslu án þess að það hefði nokkur mælanleg áhrif á spyrnuna sjálfa. Einn meginþáttur búnaðarins felst í þeirri tækni sem hleypir koltvíildi í sjálfan björgunarbátinn. Sérstakur ræsihaus hefur verið hannaður, sem opnar fyrir gasstreymið með litlum sprengihleðslum. Önnur hleðslan er ræst með rafboði og er tengd tölvu kerfisins eins og spyrnan. Hin er ræst með því að kippa í spotta eins og í hefðbundnum ræsihausum. Ekki er nauðsynlegt að ræsa nema aðra hleðsluna til að báturinn þenjist út. Til að stýra búnaðinum verður tölva staðsett í stýrishúsi skipsins. Hún tekur við boðum frá þrýsti-, vökva- og stöðuskynjurum þeim, sem komið er fyrir á völdum stöðum úti um allt skipið, ber þau saman og metur hvort og hvenær ræsa skuli spyrnurnar. Tölvan er látin vaka yfir öllu kerf- ' inu og gefa strax til kynna með hljóð- og/eða ljósmerki ef einhver bilun kemur fram. Búnaðurinn er ræstur með rafboði og er því hægt að hafa neyðarrofa nánast hvar sem er í skipinu. Við- kvæmasti hluti kerfisins eru vafa- laust raflagnir þess. Nota á sérhann- aða kapla sem ætlaðir eru til notkun- ar á sjó. Kaplarnir yrðu að auki lagð- ir í rör. Allur þessi búnaður á að standast kröfur Siglingamálastofn- unar og vera tiltölulega ónæmur fyr- ir hitasveiflum. Orku fær kerfið úr öryggisrafkerfi skipsins. Til vara verður kerfið einn- ig útbúið rafhlöðum. Pýrótekník Mikilvægustu hlutar öryggiskerfis þess, sem hér hefur verið iýst, felast í svokölluðum „pyroteknískum" tækjum, sem eru grundvöllur örygg- iskerfa í geimförum og flugvélum. Tækni þessi hefur þróazt hjá vopna- framleiðendum erlendis og þykir sú áreiðanlegasta sem völ er á. Til þess hafa stórþjóðirnar varið ógnarstórum fjárhæðum. Sem dæmi um beitingu þessarar tækni má nefna „katapult“- sæti í herflugvélum og geimfeijurnar amerísku. Þær munu vera fullar af slíkum „pýróteknískum" tækjum, sem leysa alls kyns verk sem aðeins þarf að gera einu sinni, s.s. opna og loka lokum, opna lása, hreyfa stýri- fleti o.fl. Frekari þróun búnaðarins strandar á kostnaði Hið nýja íslenzka öryggiskerfi fyr- ir skip er dýrt í þróun og prófunum, en á að vera tiltölulega ódýrt í fram- leiðslu, þar sem flestir hlutar þess eru nú þegar í framleiðslu (aðrir en spyrnan og ræsihausinn). Hingað til hafa hönnuðirnir sjálfir borið allan kostnað af smíði og þróun kerfisins. Frekari prófanir á búnaðinum stranda því á fjárveitingu. Verið er að athuga málið hjá þeim ráðuneyt- um sem málið varðar: samgöngu- ráðuneyti, dómsmálaráðuneyti (sem fer með málefni Landhelgisgæzlunn- ar) og iðnaðarráðuneyti. Enn er því langt í land, að búnaðurinn hafi und- irgengizt allar nauðsynlegar prófanir og komist þar með á framleiðslustig. En hönnuðirnir hafa tröllatrú á hinum nýja búnaði og vonast til að hægt verði að koma honum í fram- ieiðslu sem fyrst, sjómönnum til hagsbóta. Þorbjörn Á. Friðriksson vildi taka fram, að hann hefði leiðzt út í hönn- un hins nýja búnaðar eingöngu vegna þess að hann vissi að hann hefði lausnir á þeim vanda, sem hann heyrði að sjómenn hefðu oft átt við að etja í sjávarháska. Ný gerð flaggstanga > Trefjaplast - toppur snýst - lína inn í - sveif. > Álbrunastigi á stærð við síma- skrá. Verð 4.900 kr., ódýr lífsbjörg. >- Innbrots-, vatns- og gaslekavið- vörun. >• Armorcoat öiyggisfilma sem breytir gleri í óryggisgler, 300% sterkara. Skemmtilegt hf. Bíldshöfða 8, s. 587 6777 vantar þig FAN H HEIMSKLUBBUR INGOLFS Austurstræti 17, 4. hæö 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564 UMBOÐ Á ÍSLANDI - CARNIVAL CRUISE LINE PARADÍS í KARÍBAHAFI 1 vika draumasigling + 1 vika draumadvöl á Dominíkana Nýjasta skemmtiferðaskipið, IMAGINATION, yfir 70 þús. TN, frá CARNTVAL CRUISE LINE, býður farþega Heimsklúbbsins velkomna í 7 daga jómfrúr- siglingu með öllum hugsanlegum þægindum um fagurblátt Karíbahafið á sérkjörum, með brottför frá Islandi 8. september. Flug, gisting í Flórída og vikusigUng: Verð frá kr. 96.885. Framhaldsdvöl á hinni fögru, blómskrýddu Karíbahafseyju Dóminíkana. Nýtt glæsilegt lúxushótel, RENAISSANCE, á fagurri strönd skammt frá höfuðborginni SANTO DOMINGO. Flug milli Miami og Santo Domingo með nýjum flugvélum APA AIR og frábærri þjónustu. Fá sæti laus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.