Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Uppsögn skrifstofustjóra SVFÍ dregur dilk á eftir sér Stefnir í að málið fari fyrir dómstóla Morgunblaðið/HG SIGURLAUG snyrtir klaufir Sniðrósar. Sigurlaug klaufsnyrtir að störfum GUÐBJÖRN Ólafsson fyrrverandi skrifstofustjóri Slysavamafélags íslands segir flest benda til þess að hann muni stefna félaginu fyrir dómstóla vegna brots á ráðningar- samningi sínum. Garðar Eiríksson gjaldkeri SVFÍ segir að málið sé í höndum lögfræð- inga beggja aðila. Guðbimi var sagt upp fyrir 1. maí sl. og 7. júní var óskað eftir því að hann ynni ekki út uppsagnarfrest eftir að Guð- bjöm, að eigin sögn, hafði staðfest í samtali við fréttamenn að honum hefði verið sagt upp. „Ég hef falið lögfræðingi að gæta minna hagsmuna og fara með málið fyrir dómstóla ef á þarf að halda, því ég tel mig eiga meiri rétt en stjóm félagsins gerir sér grein fyrir. Ég tel að ráðningar- samningur minn hafi verið það sterkur að ég þurfi ekki að þola svona meðferð. Eins og málin standa í dag bendir flest til þess að ég stefni Slysavamafélaginu fyr- ir brot á ráðningarsamningi," sagði Guðbjörn. Guðbjöm segir að í ráðningar- samningi hans segi að um réttindi og skyldur hans fari samkvæmt samningum opinberra starfsmanna. Samkvæmt því sé óheimilt að segja honum upp nema hann hafi orðið uppvís að misfellum eða brotið af sér í starfi. Miskabætur og lengri uppsagnartími „Það er ekki í mínum samningi getið sérstaklega um uppsagnar- frest þannig að ég tel að mér verði ekki sagt upp störfum rtema um brot í starfi sé að ræða. Ég tel mig eiga rétt á miskabótum og lengri uppsagnarfresti. Það er verið að undirbúa að setja fram kröfur," sagði Guðbjöm. Hann segir að sér sé ekki kunn- ugt um það að hann hafí brotið af sér í starfí og stjórn SVFÍ hafi ekki heldur haldið því fram. „Að vísu var talið að ég hefði ekki stað- ið rétt að færslu miskabóta sem Hálfdáni Henryssyni voru greiddar. En síðan var mín framkvæmd á því staðfest af endurskoðanda félags- ins. Það voru því bomar á mig rang- ar sakir um tíma,“ sagði Guðbjöm. Gjaldkeri ræðir ekki málið Garðar Eiríksson gjaldkeri SVFÍ sagði að verið væri að vinna í þessu máli og menn hefðu á því ýmsar skoðanir. „Ég ræði ekki um ráðn- ingasamninga starfsmanna félags- ins. Þeir er einkamál þeirra og stjómar félagsins," sagði Garðar. KÝRNAR í Sólheimahjáleigu í Mýrdal leika nú við „hvurn sinn fingur" eftir að Sigurlaug Leifs- dóttir, búfræðingur, kom þar við og snyrti á þeim klaufimar. Klaufasnyrting er kúnum afar mikilvæg. Vaxi klaufirnar um of líður kúnum illa og nytin getur minnkað og því er snyrtingin þeim nauðsynleg. Sigurlaug býr að Laugarbakka í Miðfirði og er eini íslendingur- inn, sem tekur að sér að snyrta klaufir kúa. Hún er búfræðingur frá Hvanneyri og þar lærði hún þessa fátíðu iðn. Auk þess nam hún af manni í Eyjafirði, sem hafði fengizt við klaufasnyrtingu. Námskeið í iðninni hafa verið haldin á Hvanneyri og meðal ann- ars hefur Sigurlaug leiðbeint á þeim, en annars þarf fólk að leita til Danmerkur eftir menntun. Sigurlaug er fráNýja-Bæ undir Vestur-EyjafjöIIum, og sameinaði hún nú heimsókn til foreldra sinna vinnu sinni, en mikil eftir- spurn hefur verið eftir klaufa- snyrtingu á Suðurlandi að hennar sögn. Með Sigurlaugu í för er Ólafur Bjömsson og sjá þau sam- an um verkið og nota til þess sér- hannaðan, færanlegan bás. í Sól- heimahjálegu fengu flestar kýrn- ar fótsnyrtingu og hér er verið að snyrta Sniðrós, en fulltrúi heimamanna við snyrtinguna var Jón Einarsson. Álit norskra stjórnvalda vegna togarans Más Ekki brot á ákvæðum EES-samn- ingsins EIÐUR Guðnason, sendiherra ís- lands í Ósló, fékk í gærmorgun af- hent bréf norskra stjórnvalda þar sem þau lýsa á formlegan hátt því áliti sínu að það hafi ekki brotið í bága við ákvæði EES-samningsins þegar togaranum Má SH frá Olafs- vík var meinað að leita hafnar í Noregi fyrr í mánuðinum, eftir að hafa fengið net í skrúfu. Skv. heimildum Morgunblaðsins er í álitinu ennfremur greint frá af- skiptum norskra yfírvalda af málinu þar sem m.a. kemur fram að norskt varðskip hefði hinn 11. júií tilkynnt norsku strandgæslunni að skoðun á skrúfu Más hefði leitt í ljós að ekki væri um neyðarástand að ræða. Hefði skipstjóra Más því verið til- kynnt að dvöl í norskri landhelgi væri ekki lengur heimil samkvæmt ákvæði reglugerðar frá 23. desem- ber 1994 um umferð innan norskrar landhelgi, en þar væri m.a. umferð þeirra fiskiskipa bönnuð sem stund- uðu veiðar í trássi við gildandi regl- ur um kvóta. Kafarar varðskipsins hefðu síðan losað net úr skrúfum Más hinn 14. júlí. Þjónusta eingöngu veitt ef um neyðarástand er að ræða Norsk yfirvöld lýsa ennfremur því áliti sínu í bréfinu, að þau geti ekki fallist á að fiskiskip, sem ekki fari að reglum sem sett hafi verið til að koma í veg fyrir óleyfilegar þorsk- veiðar í Barentshafi, geti nýtt sér þjónustu norskra hafna. Aðeins neyðarástand leyfi slíkt. Skv. upplýsingum Morgunblaðs- ins er ekki reiknað með sérstökum viðbrögðum af hálfu íslenskra stjómvalda við bréfinu þegar í stað en útgerðarfélag togarans Más hefur kært til Eftirlitsstofnunar EFTA þá ákvörðun norskra stjórnvalda að meina togaranum að leggjast að bryggju í Norður-Noregi. Regnboginn endumýjaður KVIKMYNDAHÚSIÐ Regnbog- inn hefur tekið stakkaskiptum í kjölfar gagngerrar endurnýjunar á öllum sýningarsölum bíósins. Fyrir tveimur árum hófust endurbætumar þegar anddyri hússins var endumýjað í hólf og gólf. Fjórir sýningarsalir em í Regnboganum í stað fimm áður. Tveir minni salir hafa verið sam- einaðir í einn sem nú rúmar tæplega 200 áhorfendur. Nýi salurinn er hlutfallslega meiri á breidd en lengd. Stærsti salur bíósins rúmar nú 320 áhorfendur og að auki em tveir minni salir sem rúma um 65 manns hvor. Allir salir vora endurbættir frá gmnni. í þeim em nýir stólar, teppi, gólfdúkar, vegg- og hljóð- einangmn, ljósakerfi og tveir salanna fengu ný sýningartjöld. Sýningartjald stærsta salarins stækkar um tæp 30%. Auk þessa hefur hljóðkerfi allra sala verið endurbætt og munu gestir njóta svokallaðs SDDS-hljóðkerfís í stærri sölunum tveimur. Sjómenn og útgerðarmenn skora á dómsmálaráðherra að senda aðstoðarskip í Smuguna Ráðherra viðurkennir þörf- ina en segir peninga skorta VARÐSKIPIÐ Óðinn fór í Smuguna í ágúst 1 tyrra tu ao aosiooa íslenska flotann þar. Hér er Jón Páll Asgeirsson stýrimaður að mæla fisk um borð í frystitogaranum Baldvini Þorsteinssyni EA. Morgunblaðið/Helgi Bjamason úst í fyrra til að aðstoða ÁHAFNIR tuttugu og tveggja ís- lenskra skipa í Smugunni sendu í gær áskomn til dómsmálaráðherra um að senda nú þegar aðstoðarskip með lækni í Smuguna í Barents- hafí. Þá hafa Landssamband ís- lenskra útvegsmanna, Sjómanna- samband íslands, Vélstjórafélag ís- lands og Farmanna- og fískimanna- samband Island farið þess á leit við sjávarútvegsráðherra að hann beiti sér fyrir því að sent verði aðstoðar- skip í Smuguna. Þorsteinn Pálsson, dómsmála- og sjávarútvegsráðherra segir ekki vera til fjármuni til þessa verkefnis en málið verði tekið til skoðunar þar sem það hafí sýnt sig að þörf sé á slíkri aðstoð. 700 íslendingar í Smugunni Nú era 24 íslensk skip á veiðum í Smugunni og 9 skip á leiðinni þann- ig að ætla má að þar séu um 700 Islendingar við vinnu. í áskomn áhafnanna segir að það hafi sýnt sig að á síðasta ári hafi verið full þörf var fyrir aðstoðarskip á svæðinu og þörfin sé jafnvel meiri nú, þegar sýnt er að skipin geta ekki vænst þjónustu Norðmanna komi eitthvað uppá. Þar sem útlit sé fyrir að um eitt þúsund manns komi til með að vera að störfum í Smugunni næstu mánuði telja áhafnir skipanna það lágmarksþjón- ustu að senda þeim skip til aðsoðar. í bréfinu sem samtök útvegs- og sjómanna sendu sjávarútvegsráð- herra í gærmorgun er honum þakk- að það að hafa staðið að því að hafa sent varðskipið Óðin í Smuguna í fyrrasumar og hann minntur á þá góðu reynslu sem af því hlaust. Þess er farið á leit við hann að hann beiti sér fyrir að aðstoðarskip verði sent í Smuguna einnig í sumar. Telja samtökin æskilegt að um borð í að- stoðarskipinu verði læknir ef óhöpp ber að höndum og ennfremur kafari sem geti veitt aðstoð ef veiðarfæri festast í skrúfubúnaði skipa. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að þessi mál verði skoðuð en að vísu séu ekki til fjár- munir til að standa undir slíkum útgerðarrekstri. „Það sýndi sig á síðasta ári að það var þörf fyrir slíka þjónustu þegar mörg íslensk skip vom á veiðum á sama tíma á fjar- lægum miðum. Við munum þess vegna taka þetta til skoðunar.“ Þor- steinn sagði að ákvörðun um þetta mál. færi eftir því hvort peningar fýndust til að setja í verkefnið. Veiðin brellin Mjög léleg veiði var í Smugunni í fyrrinótt og virðist botninn vera dottinn úr mokveiðinni sem var þar fyrr i vikunni, í bili að minnsta kosti. Hafþór Eide, fyrsti stýrimaður á Snæfugli SU frá Reyðarfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að veiðin væri mjög brellin og misjöfn á milli skipa. „Við eram að draga eftir þessari Noregslínu og það er búið að vera mjög lélegt hérna í nótt [fyrrinótt] hjá skipunum. Þetta er lengi dregið og skást svona fimm til sex tonn eftir tólf tíma tog í flott- roll. Það era öll skipin hér á flott- rolli enda fæst enginn fískur í botnt- roll. Þetta hefur verið þokkalegur fisk- ur sem við höfum verið að fá undan- farna daga en frekar blandaður þessi sem fékkst í nótt.“ Að sögn Hafþórs eru nokkur er- lend skip á svæðinu en engin þeirra eru norsk. Hann sagði að Norðmenn hefðu engin afskipti haft af íslensku skipunum í Smugunni. „Það eru ein- ir fjórir eða fimm Portúgalar hérna og einhveijir Færeyingar en Norð- mennirnir hafa ekki sést. Þeir voru hinsvegar hérna á flugvél í nótt að fylgjast með skipum og kalla í skip.“ Snæfugl hefur nú verið nákvæm- lega eina viku að veiðum í Smugunni og sagði Hafþór að algjör ördeyða hafi verið á svæðinu fyrstu dagana. Fyrstu þrjá dagana hafi þeir fengið aðeins tvö tonn af fiski. „Síðan var nokkuð góð veiði hjá nokkram skip- um héma í tvo til þijá daga, en að vísu var þetta mjög brellið og mjög misjafnt á milli skipa. Það var mjög þokkalegt hjá okkur í tvo eða þijá daga. Ætli það hafi verið fimm eða sex skip sem vora þá að fá mjög góðan áfla.“ I > > > > \ y i I i I f I » I I I t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.