Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.09.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 37 5 ; . . » j j i » ■ :j 3 J J 3 áhugi og einbeiting þessa félaga okkar. Það kom líka fljótlega í ljós þegar að prófum kom að góður árangur þar var í samræmi við áhug- ann. Það vakti sérstaka athygli okk- ar hvað merkjamálið (morse) til að þekkja í sundur radíóvitana lá létt fyrir honum, öll skyndipróf hans voru villulaus þó sumir aðrir rugluðu stöfunum saman. Öll viðkynning við þennan góða dreng var ljúf og ánægjuleg, jafnt í tómstundum sem í náminu, hress og góður félagi. Við kveðjum vin okkar Stjána með sökn- uð í huga og þakklæti fyrir góð en alltof stutt kynni. Við sendum for- eldrum hans og íjölskyldu innileg- ustu samúðarkveðjur. Fljúgðu á vængjum morgunroðans meir að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Þegar Erlendur hringdi að morgni föstudags þann 15. september sl. og sagði að flugvél væri saknað og þriggja ungra Patreksfirðinga; þeirra Krissa, Finns og Svans, setti mig hljóðan. Þegar ég var búinn að leggja símtólið á fór ég að hugsa hvort þetta væri raunveruleiki eða draumur, en þetta reyndist hinn ískaldi raunveruleiki. Krissa kynntist ég fyrir tæpum 15 árum þegar ég hóf störf við fyrirtæki föður hans, sá ég strax að Krissi hafði mikið til brunns að bera, heilsteyptari ungan mann er vart hægt að finna og allt- af sá hann jákvæðu hliðarnar á öllum málum. Fyrir 5 árum hóf hann störf við fyrirtæki föður síns og þá kynnt- ist ég honum einnig sem vinnufé- laga, oft var glatt á hjaila og margt var spjallað og spekúlerað og kynnt- umst við vinnufélagarnir hversu stutt var í húmorinn hjá honum. Á gleðistundum var hann hrókur alls fagnaðar og naut sín vel í góðra vina hópi. Krissi fór til framhalds- náms eftir að hann lauk grunnskóla- námi á Patreksfirði og fór aldrei á milli mála á hvað var stefnt og hefði hann lokið námi næsta vor, en marg- ir hlutir fara öðruvísi en ætlað er og veit ég að Guð hefur nú kallað hann til nýrra starfa sem hann mun leysa vel og trúmannlega af hendi. Eg bið Guð að styrkja foreldra, systkini og aðstandendur þeirra Krissa, Finns og Svans í þeirri miklu sorg sem ríkir. Guð blessi góðan félaga og vin. OIi Örn. _____ MIMNIIMGAR SVANUR ÞÓR JÓNASSON + Svanur Þór var fæddur á Pat- reksfirði 22. júní 1973. Hann fórst í flygslysi fímmtu- daginn 14. septem- ber sl. Foreldrar hans eru Jónas Sig- urðsson, f. 25. maí 1953, og Elsa Nína Sigurðardóttir, f. 19. maí 1954. Svan- ur átti eina systur, Sunnu Maríu, f. 23. mars 1980. Svanur Þór útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 9. júní sl. Fyrstu þijú ár ævinnar bjó Svanur Þór á Bíldudal ásamt foreldrum sínum, en fluttist þá til Reykjavíkur. 11 ára gamall flutti hann með foreldrum sín- um og systur til Patreksfjarð- ar, þar sem hann hefur átt lög- heimili síðan. Síðasta árið hefur hann búið að Laugalæk 62 í Reykjavík og starfaði hjá Pósti og síma. Útförin fer fram frá Patreks- firði í dag og hefst athöfnin kl. 14. ÞEGAR mér var sagt að bróðir minn hann Svanur væri dáinn, þá fann ég til svo mikils tómleika og fannst ég svo ein vegna þess að hann var eina systkini mitt og núna er ég bara ein með foreldrum mín- um og það er virkilega erfitt að hafa engan eins og Svan. Svanur var alltaf í góðu skapi og allir sem voru í kringum hann voru alltaf glaðir. Hann vissi alltaf hvað átti að segja og átti alltaf síð- asta orðið. Alltaf síðan ég man eft- ir mér hefur Svanur verið góður og skemmtilegur við alla en auðvit- að stundum svolítið stríðinn líka. Hvernig maður á að halda áfram að lifa án Svans veit ég ekki, en það sem ég veit er að ég sakna hans alveg óendanlega mikið. Þegar Svanur var aðeins 7 mán- aða gamall fékk hann hvolp sem hét Píppí, þau voru allt- af saman eins og systk- in í nærri því sextán ár og það var honum óskaplega erfitt þegar hún dó, og sagði hann þá að þegar hann dæi myndu þau hittast aft- ur og nú eru þau saman á ný. Öll ijölskyldan er í mikilli sorg, hvert sem Svanur fór, kom hann með gleðina með sér. Guð geymi þig. Þín systir, Sunna María. Menn halda stur.dum skammt á leikinn liðið, er lífið dregur tjaldið fyrir sviðið og skilur milli skars og kveiks. En stór og föpr stjömuaugu skína, er stormsins svanir hvíla vængi sína til hærra flugs, til fegra leiks. (D.St.) Þessar ljóðlínur þjóðskáldsins frá Fagraskógi komu eins og ósjálfrátt fram í hugann, þegar harmafregnin sára barst, að þrír ungir piltar, all- ir til heimilis á Patreksfirði, fá- mennu, vestfirsku byggðarlagi, hefðu farist í flugslysi skammt frá Akureyri 14. þessa mánaðar. Vissu- lega töldu allir, sem til þekktu, „skammt á leikinn liðið“, ársól ævi- dagsins skein í heiði og fegurstu vonir bundnar þeirri framtíð, sem í vændum var. En svo gerist þetta, sem við hvorki getum skýrt né skil- ið og alls ekki sætt okkur við, að: „lífið dregur tjaldið fyrir sviðið / og skilur milli skars og kveiks" á einni, örfleygri örlagastundu. Hvers vegna er ljósið tekið burtu, en okk- ur skilið eftir lífvana skarið eitt? Við slíkum spurningum eigum við engin svör, eða máske er þögnin eina svarið, sem mannlegur hugur þekkir. Eitt þessara þriggja ungmenna, sem hér um ræðir, Svanur Þór Jón- asson, var nemandi í Pjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi og lauk stúdentsprófi þaðan á síðast- liðnu vori. Auk námsins var hann mjög áhugasamur og virkur íþrótta- maður. Einkum var hann snjall körfuknattleiksmaður og lék með fyrstu deildar liði ÍA í körfuknatt- leik lengst af þess tíma, sem hann dvaldi á Akranesi. Svo vildi til, að Svanur var leigj- andi hjá okkur undirrituðum á með- an hann dvaldi á Akranesi. Kynnt- umst við honum því ailnáið á þeim árum. Við komumst fljótt að raun um, að hann var góður drengur, opinskár, einlægur, glaðlyndur og einstaklega viðmótshlýr. Það fór ekki hjá því, að hann nálgaðist okk- ur fljótt, okkur fór að þykja vænt um hann eins og hann væri okkar eigin sonur. Þó að haust og vetur færi að, þá var eins og alltaf birti yfir, þegar Svanur var mættur til leiks. Hann var þeirrar gerðar, að það fylgdi honum alltaf birta og gleði, hvar sem hann fór. Hann var glæsilegur að ytra útliti. og allur hinn gjörvilegasti bæði hið ytra og ekki síður að innri gerð. Við lítum á það sem sérstök forréttindi að hafa kynnst og átt samleið með þessum góða og efnilega vini okk- ar, sem varð okkur svo hugþekkur og hjartfólginn. Og minningin um þau hugljúfu kynni mun lifa í hjört- um okkar til lokadægurs. Það er sannfæring okkar, að hlutverki hans, og þeirra vinanna þriggja, sem mættu aldurtila sínum í Tröllaijalli í Glerárdal, sé þrátt fyrir allt og allt ekki lokið. Við minnum á niðurlagsorð erindisins, sem vitnað var til í upphafi er skáld- ið segir: En stór og föpr stjömuaugu skina, er stormsins svanir hvíla vængi sína til hærra flugs, til fegra leiks. Þessir ungu „stormsins svanir", voru af kærleika, sem við skiljum ekki enn, kvaddir til nýrra starfa, háleitari hlutverka en þeim hefði nokkru sinni hlotnast hér í tímans heimi. Bakvið sorgartjaldið, sem í dag hylur sviðið, eru svanirnir ungu að hvíla vængi sína, til þess svo innan tíðar að hefja sig „til hærra flugs, til fegra leiks". Við trúum því, að til þess flugs hafí flugþráin í barmi Svans, okkar hjartafólgna vinar, verið vakin. Við þökkum og blessum þær stundir, sem við áttum samleið með honum. Foreldrum hans Jónasi Sig- urðssyni og Elsu Nínu Sigurðar- dóttur, Sunnu Maríu einkasystur og öðrum nánum ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur, svo og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna hins ótímabæra dauða ungu mannanna þriggja. Guð þerri tár, græði sár og sefi sorgir. „Drottinn, sem lífgar líf, lækna þú sár.“ Sjöfn og Björn, Akranesi. Hann Svanur okkar er dáinn. Hvaða réttlæti er það, að hrifsa þijá unga menn, sem eru að heíja lífið, í burtu? Við verðum að trúa því, að þeim hafi verið ætlað eitt- hvert annað hlutverk. Ég kynntist Svani Þór þegar hann var fimm ára, þá flutti hann með foreldrum sínum þeim Elsu Nínu og Jónasi í Skipasundið, þar sem við Guðjón bjuggum með Ernu dóttur okkar, þá eins árs. Þær eru margar minningarnar sem koma nú upp í hugann frá sambýlisárun- um og einnig síðar. Ég sé hann fyrir mér nýfluttan, kotroskinn standandi í dyrunum hjá mér, til að athuga hvort hann geti leikið við Ernu. Þau áttu eftir að leika sér mikið saman þrátt fyrir aldurs- muninn. Svanur var mjög góður við hana og ég man ekki eftir að hann hafi neitað henni um nokkurn hlut. Hann Svanur var barngóður alla tíð. Ég man þegar hann kom upp til mín með lesblað úr skólanum og las, hann var orðinn læs og nú gat hann líka lesið fyrir Ernu. Sú minn- ing sem er hvað skýrust er frá síð- astliðnu sumri, ég rekst á þá feðga í Kringlunni, við Jónas föðmumst, síðan lít ég á Svan og kemst ein- hvern veginn við, mér finnst ég þurfa að stijúka honum um vang- ann, sem ég og gerði, þó ég hafi þurft að tilla á tá, og mér verður á orði: „Þú ert orðinn svo fullorð- inn, Svanur, svo stór.“ Ég hafði þá ekki séð hann í tæp fjögur ár. Hafi honum Svani þótt keriingin skrýtin, þá fór hann vel með það. Samband Svans og foreldra hans var einstaklega náið og gott. Þau höfðu daglegt símasamband og þannig var hann alltaf nálægur þeim, þó að vegalengdir skildu að. Elsku Elsa Nína, Jónas og Sunna Sjá næstu síðu. margt á þessari stuttu ævi. Elsku bróðir, þitt skarð verður ekki fyllt, við fjölskyldan munum þig eins og þú varst, hress og glaður og tilbúinn til alls. Alltaf tilbúinn til 9 þess að gleðja okkur öll með ein- ffl hveq'u gríni eða framkvæmdum. Elsku Finnur. M Ég bið Guð að geyma þig og fé- laga þína vel. Ég hugsa til ykkar allra með ást og söknuði. Kveðju- stundin er sár og brottför þín óskilj- anleg. Guð gefi okkur sem eftirerum styrk og ég finn að þú ert með okk- ur þrátt fyrir allt. Ég kveð þig að sinni elsku bróðir, takk fyrir allt. |f Þín systir, Anna Lilja. Föstudaginn 15. september sl. var mildur haustdagur á Breiðafirðinum. Kyrrt var í sjóinn, lítilsháttar gola og hlýtt miðað við árstíma. Þung- búið til landsins, þoka í hlíðum. Sjá- anlega stutt í rigninguna. Við hjónin vorum á leiðinni með Baldri yfir Breiðafjörð á kjördæmisþing Al- þýðuflokksins á Vestíjörðum, sem ® heijast átti síðdegis þennan föstudag H á Núpi í Dýrafirði. Klukkan rúmlega m tólf á hádegi var lagt að bryggju í • Flatey, rúmlega klukkustundarferð eftir þar til komið yrði í land við Btjánslæk á Barðaströnd. Ég hafði fengið leyfi til þess að koma upp í brú og var að fylgjast með þegar Baldur lagði að bryggjunni í Flatey þegar mér var sagt að ungu menn- irnir þrír, sem þá var vitað að hefðu farist í flugslysi daginn áður, hefðu @ allir verið frá Patreksfirði. Synir ýj hjónanna Erlendar Kristjánssonar, • rafvirkjameistara og Sigríðar Karls- dóttur, Jónasar Sigurðssonar, yfir- lögregluþjóns og Elsu Sigurðardótt- ur og Björns Gíslasonar, húsasmíða- meistara og Sigríðar Sigfúsdóttur. Allir þrír ungir menn, jafnaldrar, vinir og félagar. Ég þekkti vel til foreldra þeirra allra, ekki síst Björns og Sigríðar, sem ég tel í hópi allra nánustu vina minna á Vestfjörðum. Drenginn þeirra þekkti ég líka af öllu góðu. Skömmu síðar hringdi til mín Ægir Hafberg, varaþingmaður minn frá Flateyri og staðfesti þessa sorg- arfrétt. Að höfðu samráði við forvíg- ismenn Alþýðuflokksins á Vestfjörð- um var tafarlaust ákveðið að fresta fundi kjördæmisráðsins. Við hjónin snerum því við í Flókalundi og ókum aftur suður til Reykjavíkur. Það rigndi alla leiðina. Slysin gera ekki boð á undan sér. Þó er eins og aldrei sé ein báran stök. Eins og hvert ólagið ríði yfir á fætur öðru eftir að það fyrsta hefur komið. Þannig hefur það verið í byggðunum vestra upp á síðkastið. Hvert ólagið á fætur öðru. Slys á sjó. Mannskæð snjóflóð hvert á fæt- ur öðru með fárra mánaða millibili í mörgum byggðarlögum. ítrekað lýst yfir hættuástandi og fólk flutt af heimilum sínum æ ofan í æ. Öll þessi harka, allt þetta vægðarleysi náttúruaflanna til viðbótar við af- leiðingar mannanna verka á atvinnu- líf og afkomumöguleika fólks á þess- um harðbýla landshluta. Og nú þetta. Þrír ungir menn í blóma lífs- ins látnir í slysi. Myrkur harms hef- ur síðan hvílt yfir litla þorpinu þeirra. Fólk er slegið og margur spyr: Var ekki komið nóg af hörmungum? Af hveiju þetta líka? Hver getur svarað slíkum spurn- ingum? Enginn, því ...... autt er allt sviðið, og harðlæst hvert hlið, og hljóður sá andi, sem býr þar . ..“ Tíminn og trúin munu lækna sárin. En spurningum eins og þeim, sem ættingjar og vinir ungu mannanna þriggja spyija í hugum sínum, getur enginn svarað. Heimili þeirra Björns Gíslasonar og Sigríðar Sigfúsdóttur á Patreks- firði er bæði glæsilegt heimili og mikið myndarheimili. Sigríður rekur þar snyrtistofu sína og allt er þar fágað og strokið, bæði innanhúss og utan. Börn þeirra ólust því upp við gott atlæti á góðu heimili. Björn er húsasmiður að mennt og starfaði í mörg ár hjá byggingafyrirtæki sem hann rekur ásamt öðrum á Patreks- firði. Þegar fór að gæta samdráttar í byggingariðnaðinum sneri hann sér að útgerðarmálum og var í nokkur ár útgerðarstjóri en hefur upp á síð- kastið stundað sjó með Finni, syni sínum, á bát, sem þeir feðgar eiga. Það var Finnur, sem réði nafninu á bátnum, og skírði hann í höfuðið á föðurafa sínum og nefndi bátinn „Gísla á Bakka“ en afi hans, Gísli Jónsson, bjó á Bakka í Tálknafirði og var við bæinn kenndur. Drengur- inn var aðeins 7-8 ára gamall, þeg- ar hann fór fyrst á sjó með afa sín- um. Slíka menntun fá margir ungir drengir á Vestijörðum og kemur hún þeim oft að gagni síðar í lífinu, því menntunin fæst miklu víðar en bara á skólabekkjunum. Þá eru þau Björn og Sigríður einnig mjög félagslynt fólk og glaðvært og eiga marga vini og velunnara. Björn er forystumaður að upplagi, sat mörg ár í sveitar- stjórn á Patreksfirði og sem oddviti, sat í ijölmörgum nefndum og ráðum, var um hríð varaþingmaður Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum og sat þá oft á þingi. Þegar félag smábátasjó- manna á sunnanverðum Vestfjörð- um var endurreist var leitað til Björns um formennskuna sem hann gegnir nú. Börnin hans ólust því upp á heimili með víðan sjóndeildarhring þar sem félagsstarfsemi og sam- skiptum við fólk var gert hátt undir höfði. Eftir grunnskólapróf á Pat- reksfirði lá leið Finns til Ástralíu þar sem hann var skiptinemi í eitt ár og heimkominn settist hann svo í Stýrimannaskólann í Reykjavík þar sem hann lauk prófi, sem veittu honum rétt til skipstjórnar á allt að 200 tonna skipum. Finnur var dug- legur sjómaður og hafði mikinn áhuga á öllu því, sem laut að sjó- sókn og útgerðarmálum og 'þá ekki hvað síst á slysavarnamálum sjó- manna. Hann starfaði í unglinga- deild björgunarsveitarinnar Blakks á Patreksfirði og um tíma meðan hann var við nám í Reykjavík með björg- unarsveitinni Ingólfi. Sjómennskan er kalsasamt starf, erfitt og hættu- legt og því fékk Finnur að kynnast af eigin raun þótt ungur væri, því fyrir réttu einu ári lenti hann í sjávarháska þegar eldur kom upp i báti hans úti á sjó. Hann var þá einn um borð og bjargaðist naum- lega í gúmmíbát en var síðan bjarg- að þaðan af áhöfninni af Garra BA frá Tálknafirði. En skammt leið stórra högga á milli og var það síð- asta þyngst. Þrátt fyrir áhuga Finns á sjó- mennsku hafði hann í hyggju að snúa sér að öðrum starfsvettvangi. Hann hafði lagt út á braut flugnáms og lauk einkaflugmannsprófi frá flugskólanum Flugtaki í Reykjavík árið 1995. Hann var staðráðinn í því að halda áfram og ljúka prófi sem atvinnuflugmaður. Félagar hans, jafnaldrar og vinir frá barn- æsku, þeir Kristján Rafn og Svanur, voi-u sama sinnis. Kristján Rafn mun hafa átt skammt eftir til þess að öðlast atvinnumannsréttindi, en Svanur var að byija sitt flugmanns- nám. Þeir vinirnir voru í æfingaflugi þegar slysið varð. Þar sem flug er nú í miklum uppgangi í heiminum, eftir erfið ár í flugrekstri, og mikil eftirspurn er víða um lönd eftir at- vinnuflugmönnum, hefðu þeir félag- arnir sjálfsagt átt góða framtíð fyrir sér í þeirri atvinnugrein ef þeim hefði orðið lengra lífs auðið. Finnur Björnsson var dugnaðar- drengur og myndarlegur á velli. Ég hef það eftir jafnöldrum hans á Pat- reksfirði, ekki síst Ragnari, sem deildi með honum íbúð upp á síðkast- ið, að hann hafi verið einstaklega góður félagi og tryggur vinur vina sinna. Hann átti mjög auðvelt með að umgangast fólk, var opinskár og hlýr, blátt áfram og ófeiminn. Hann var laginn við allt, sem hann tók sér fyrir hendur, gat bakað og búið til góðan mat, sem ekki er öllum gefið og kannski síst á æskuárum. Að öllum þessum ungu mönnum þremur er mikill skaði. Þeir hefðu átt sér góða framtíð, orðið nýtir þegnar þessarar þjóðar og vinum sínum og ættingjum til sóma hefði þeim auðn- ast að lifa lengur. Ég sendi vinum mínum, Birni og Sigríði ásamt börnum þeirra, for- eldrum Sigríðar á ísafirði og öðrum ættingjum og vinum Finns Björns- sonar einlægar samúðarkveðjur. Jafnframt votta ég samúð mína for- eldrum, systkinum og öðrum ætt- ingjum þeirra Kristjáns Rafns Er- lendssonar og Svans Þórs Jónasson- ar. Sorg ykkar er sár, en minningin um syni ykkar mun lifa í hugum þeirra, sem þekktu þá. Siglivalur Björgvinsson, alþni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.