Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR + Tove Engilberts fæddist í Kaup- mannahöfn 14. jan- úar 1910. Hún lést á Landspítalanum 1. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Fred- rik Fugmann, mik- ilsmetinn húsa- smíðameistari í Kaupmannahöfn (byggði meðal ann- - - ars hús Politiken) og Amalie Fug- mann. Tove var yngst sjö systkina. Hún átti heima í Kaupmanna- höfn þar til þún fluttist til ís- lands 1940. I Kaupmannahöfn 18. október 1932 giftist Tove Jóni Engilberts, málara, f. í Reykjavík 23. maí 1908, d. 12. febrúar 1972. Eftir heimkom- una um Petsamo 1940 reistu Tove og Jón sér hús á Flóka- götu 17, í daglegu tali kallað Á DIMMU haustkvöldi, þegar óveðr- ið sem hefur ætt um landið er að -jganga niður, sit ég í sérkennilegri unaðskyrrð við banabeð vinkonu minnar á sjúkrahúsi í Reykjavík. Við erum einar. Dóttir hennar hefur hljóðlega vikið sér frá, og að eigin frumkvæði gefíð okkur þessa stund saman. Ég held hönd konunnar í rúminu þétt milli handa minna og fínn æðasláttinn í hlýjum lófa henn- ar við lófa minn. Ég minni hana á drauminn sem mig dreymdi þegar ég var að vinna bókina hennar, Eins manns kona: Mér fannst ég ganga jjí hvítri sjávarströnd á sólbjörtum morgni og mæta manninum hennar í ljósum sumarfötum. Hann réttir fram höndina með lófann upp, ég legg hönd mína í lófa hans með handarbakið niður og fínn hitann streyma gegnum höndina og inn í lófa minn. Ég segi, að hennar sé nú beðið á þessari strönd, þar sem land og haf mætast, eitt líf tekur við af öðru. Spyr hvort hún' sé búin að gleyma kappsömu telpunni sem synti frá ströndinni í Danmörku og trúði því að hún hefði komist langleiðina yfír til Svíþjóðar. í þetta skipti muni hún ná landi handan við hafið og ferðin verði greið. Lífsástin og gleðin sem hún af örlæti hafí stráð í kringum j^ig á langri ævi, berist nú til hennar alls staðar frá, umvefji hana og fylgi henni inn í heiðríkjuna. Hún liggur á koddanum, falleg eins og alltaf, þótt hún sé á níræðis- aldri, óförðuð og meðvitundin að ganga úr vistinni. Ég veit ekki hvort hún heyrir það sem ég er að segja, en ég finn að hún skynjar það. Fáein- um_ klukkutímum síðar er hún öll. Á liðnum áratug hef ég stundum skrifað rabbgreinar um lífið og til- veruna í Lesbók Morgunblaðsins. Þrásinnis reyndi ég að skrifa um vináttuna, en varð jafnan að hverfa frá því. Fann engin orð. Þegar reynt er að skilgreina það sem engin orð ,ná yfir missa þau mátt sinn. Helst Jlíö þau hreyfi við einhverju þegar sparlega er með þau farið. Upphafið orðskrúð um skaparann verður nán- ast vandræðalegt við hliðina á ávarpi skáldsins: „Faðir og vinur alls sem er“. Tæpast er hægt að komast lengra en að vera vinur alls sem er. Vinátta manna í milli stenst þar engan samanburð, en er þó ein af dýrmætustu gjöfum lífsins. Þessi kennd liggur í öllum mönnum, en er misjafnlega sterk. Margir velja sér fólk eins og föt eða húsgögn og kalla það vini sína. Fólk sem klæðir „ það sjálft. Annaðhvort vegna áhuga- mála, stöðu sinnar eða skoðana. Stundum er um gagnkvæma hags- muni að ræða og þá er vináttan nokkurs konar skiptimynt, gjaldmið- ill sem verður verðlaus ef áhugamál- in eða hagsmunirnir breytast. Vin- átta er landamæralaus. Hún er ekki bundin við aldur, kyn, litarhátt, stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð, ’ skyldleika eða hagsmuni. Góðir Hús málarans, og bjuggu þar alla tíð. Dætur þeirra eru: Amy Engilberts, f. 4. nóvemer 1934, og Birgitta Engilberts snyrtifræðingur, f. 4. nóvember 1934, sambýlismaður hennar er Sveinn Björnsson málari. Fyrri maður Birg- ittu var Jóhann Gunnar Halldórs- son, tónlistarmað- ur, og eignuðust þau eina dóttur, Gretu, f. 20. apríl 1959, kennara að mennt, gift Guðmundi Hilm- arssyni flugsljóra. Barnabörnin eru tvö: Birgitta, f. 11. júní 1986, og Ellen, f. 22. júní 1993. Út hefur komið ævisaga Tove Engilberts, „Eins manns kona“, eftir Jónínu Michaelsdóttur. Útför Tove fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. kunningjar eru eins og hlý og þægi- leg föt sem manni líður vel í en geymir inni í skáp milli þess sem þau eru í notkun. Vináttuna skilur maður hins vegar aldrei við sig. Tove og Jón Engilberts voru nánir vinir, auk þess að vera elskendur og hjón. Það var þessi vinátta, sem öðru fremur helgaði hjónaband þeirra og gerði ástina á milli þeirra að ævintýri. Tove Engilberts var stór af sjálfri sér. Þessi lágvaxna kona, sem var allt í senn, yfírstéttarkona, bóhem og alþýðukona, bar með sér óvenju- lega reisn og persónutöfra. í svipnum var karakterþokki og græskulaus hlýja. Við kynntumst þegar ég tók við hana viðtal fyrir Vísi seint á átt- unda áratugnum. Það var sérstök reynsla að koma inn á þetta heimili. Andinn þar innandyra var ólíkur því sem ég hafði áður kynnst og konan í húsinu öðruvísi en aðrar konur. Við urðum vinkonur. Fyrst í stað hittumst við einu sinni á ári. Við uppgötvuðum að við áttum sama afmælisdag og bundumst fastmæl- um að eiga saman stund í Engla- borg ár hvert þennan dag. Með tím- anum fjölgaði fundum og þegar ég var beðin um að fara þess á leit við hana að um hana yrði skrifuð bók, tók hún því vel. Þótti það bara skemmtiieg tilhugsun. Hún hafði enga fyrirvara í þessu samstarfi. Trúði mér fyrir lífi sínu án nokkurra skilyrða. Afhenti mér dagbækur sem hún hafði skrifað á ferðalögum þeirra Jóns, og enginn hafði áður fengið að líta í. Hún dró ekkert und- an í samtölum okkar, en lét mig um úrvinnsluna. Sagði að sér þætti jafn fráleitt að blanda sér í það og ef fyrirsæta hjá Jóni hefði ætlað að kenna honum að mála portrett. Líf hennar snerist um Jón. Hún sagðist í raun og sannleika vera eins manns kona. í lífi sínu hefði ástin verið í aðalhlutverki. Hun hefði bæði búið við fátækt og ríkidæmi og fundið jafn lítið fyrir hvoru tveggja, en hún myndi ekki hafa afborið ástleysi. Jón Engilberts féll frá í febrúar árið 1972, fáeinum mánuðum fyrir fjörutíu ára hjúskaparafmæli þeirra Tove. Hún tók fráfall hans mjög nærri sér og var við það að bugast, en náði smám saman gleði sinni á ný. Hún hélt áfram að ferðast um heiminn, nú með Birgittu dóttur sinni, sótti Iistsýningar og menning- arviðburði og tók á móti vinum sín- um í Englaborg. Á síðustu árum fór hún æ sjaldnar á mannamót, því að hún heyrði orðið illa: Þessi kúltiver- aða heimskona vildi ekki hvá þó að hún missti af því sem aðrir voru að segja, og þaðan af síður vildi hún að fólk hækkaði röddina af tillitssemi við hana. Þess vegna brosti hún blítt við þeim sem gáfu sig á tal við hana, hvort sem hún heyrði það sem sagt var eða ekki. Vinátta Tove og Birgittu dóttur hennar var óvenjulega falleg. Vegna Birgittu gat Tove búið í húsi sínu til dauðadags. Hún naut mjög sam- vista við Grétu dótturdóttur sína og langömmubörnin, Birgittu og Ellen. En þó að hún væri í eðli sínu gleðinn- ar barn, fannst henni hlutverki sínu lokið og þráði endurfundi við mann- inn í lífi sínu. Hún trúði því að hann biði komu hennar með óþreyju. Á kveðjustund ber því að sam- gleðjast henni og þakka af hjarta einstaka vináttu og ógleymanleg kynni. Jónína Michaelsdóttir. Hún Tove Engiiberts er farin til feðranna og Jóns síns. Lést á Land- spítalanum 1. okt. sl. eftir stutta sjúkrahúslegu, 85 ára. Hún vildi fyrir löngu vera farin og búin lengi að tala um það og stundum á hvetjum degi, en ég sagði henni ávallt að tíminn væri ekki kominn. Þá var ekki talað um það meira, heldur um list og sýningar og gamla daga, sem hún mundi vel. Annars var hún farin að gleyma því daglega og heyra illa. Ég kynntist Tove og Jóni fyrir margt löngu eða á Þingvöllum 1953, þar sem við Jón hittumst úti í hrauni á sólbjörtum haustdegi, þar sem báðir voru að mála. Alltaf síðan hefi ég notið þess að koma í Englaborg. Tove var allt- af jafn sæt og góð við mig. Það var gaman að tala við hana. Hún lét sig varða hvað ég væri að mála og hvernig það gengi. Talaði aldrei illa um neinn, alltaf svo elskuleg og já- kvæð. Síðustu árin fórum við oft út að keyra, til Þingvalla og Krísuvíkur og Birgitta var með nesti og nýja skó. Helgina áður en hún yfirgaf þennan heim fórum við á Listasafn Islands, að skoða gömlu meistarana. Þess naut hún vel og þakkaði mér víst tíu sinnum fyrir að hafa farið með sig þangað. Það var orðinn vani um helgar að fara á sýningar. Stundum á þrjár sama daginn í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Á þessari áðurnefndu sýningu í Listasafni íslands var hún sérstak- lega hress. Hún líktist drottningu í framkomu og bar sig vel. Tíguleg kona. Einstök. Birgitta og Tove voru miklar vin- konur og vinir. Mamman vissi og talaði um að Birgitta væri yndisleg dóttir, sem gerði allt fyrir hana sem hægt var og líka að hún hefði ekki getað búið í Englaborg, ef Birgitta væri þar ekki til að sjá um hana og húsið. Ég hélt að dóttir gæti ekki fórnað sér svo algjörlega fyrir móður sína. Það er ábyggilega sjaldgæft nú á tímum og vera líka að vinna, reyndar í sama húsi, Englaborg. Ég veit, Tove mín, að englarnir munu fylgja þér alla leið til Jóns þíns, sem þú talaðir svo oft um að þú vildir hitta sem fyrst. Málari sem hefur átt slíka konu sem þig var sannarlega vel settur, en því miður misstir þú hann alltof fljótt. Guð blessi þig, Tove mín, og þessa hinstu ferð þína. Ég samhryggist fjölskyldu og vinum, sem áttu þess kost að kynnast þessari einstæðu konu, en þó sérstaklega Birgittu, Grétu og Guðmundi og litlu Birgittu og Ellen. Sveinn Björnsson. Kveðja frá langömmutelpunum Elsku amma Tove. Mikið var alltaf gaman að koma til þín á Flókagötuna. I okkar augum varst þú ætíð svo falleg, skemmtileg og góð. Alltaf þegar við birtumst varst þú svo glöð yfir því að sjá okkur. En nú ert þú ekki lengur á Flókagötunni þegar við komum þangað. Mikið á hún amma Bigga eftir að sakna þín, þið voruð svo mikið saman og miklir mátar og góðar hvor við aðra. En nú skulum við hugga ömmu Biggu og vera góðar við hana fyrir þig. Við ætlum líka að vera góðar við mömmu því henni þótti líka svo vænt um þig og þú varst henni svo mikils virði. Mamma segir okkur að þú sért núna hjá afa Jóni og það fínnst okkur gott því þú elskaðir hann svo heitt og hlakkaðir svo mik- ið til endurfundanna við hann. Þó að við syrgjum þig, elsku amma, þá tekur enginn frá okkur þær góðu minningar sem við eigum um þig. Hvað þú gladdist yfir litlu og hversu fallega andlitið þitt ljómaði þegar við heimsóttum þig. Þegar sorgin er liðin hjá munum við deila minn- ingunum um góða ömmu Tove með mömmu og ömmu Biggu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) .Birgitta og Ellen. Elskuleg og falleg kona hefur kvatt þennan heim. Margs er að minnast þegar litið ep- til baka yfir þau 25 ár sem ég þekkti Tove. Þó eru mér efstar í huga minningar um konu sem geislaði af góðmennsku og lifandi frásagnargleði. Sögur hennar frá barnæsku urðu ljóslif- andi, svo ég tali ekki um árin þeirra Jóns allt frá því að þau kynntust í danska Iistaskólanum. Þetta voru skemmtilegar og fallegar sögur. Ég læt öðrum eftir að rifja upp fyrstu árin hennar á Islandi, en það þurfti örugglega mikinn viljastyrk og sanna ást til að standast þær breyt- ingar sem urðu á högum hennar fyrstu búskaparárin á Fróni. Því ’ sannfæring hennar var: „Þegar ástin kallar þig, þá fylgdu henni, þótt vegir hennar séu brattir og hálir.“ (Kahlil Gibran.) Utanlandsferðir mínar og Gretu með ömmu Tove eru einnig ofarlega í minningunni. Þar var maður á ferð með heimskonu, sem brá fyrir sig frönsku á spönskum veitingahúsum, sem varð til þess að við fengum þjón- ustu sem hefðardömum ber. í Dan- mörku naut hún þess að sýna okkur allt sem unglingum þykir spenn- andi, og vart mátti á milli sjá hver okkar skemmti sér best þegar við Greta þeystum um öll Tívolítæki og hún sat á bekk og hló sínum dil- landi hlátri. Elsku Tove, að lokum langar mig að þakka þér allt sem þú varst mér. Þær góðu móttökur sem ég fékk frá fyrstu tíð í Englaborg og síðar mað- urinn minn og dætur, sem nutu þess að koma í stofuna þína og fá að setjast í fang þér og hlusta á þig syngja danskar barnagælur sem þú gerðir jú gjarnan þegar við litum inn. Fyrir þetta erum við öll þakklát. Elsku Bigga, Greta vinkona og aðrir ástvinir, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið ykkur að muna að amma Tove kvaddi sátt við dvölina á „Hótel Jörð“, svo viss um að loks hitti hún Jón sinn aftur eftir langan aðskilnað. „Trúðu á draum þinn, því hann er hlið eilífðarinnar." (Kahlil Gibran.) Guðrún. Á horninu þar sem Rauðarárstíg- ur og Flókagata mætast við Mikla- tún stendur harla sérstætt og leynd- ardómsfullt hús, sem ber hið óvenju- lega nafn Englaborg. Hús sem óhjá- kvæmilega vekur athygli allra veg- farenda. Þetta hús reistu Jón Engil- berts listmálari og kona hans Tove af afar miklum stórhug skömmu eftir að þau fluttu endanlega tii landsins frá Danmörku. Það er ekki nokkur vafi á að það hefur kostað mikil andleg átök og peningalega útsjónarsemi á þeim erfiðu árum. Það stendur nú sem minnisvarði um hvað þau hjón hafa í raun og veru verið dugmikil. Ekkert íbúðarhús hef ég komið inn í sem hefur jafn sterka listræna útgeislun og tilfinningar í hveiju einasta horni og þetta. Það er eins og álfaklettur úr ævintýri með menningarlegar víddir í allar áttir og sjálfa listagyðjuna svífandi stöðugt milli herbergja, gefandi góð ráð. Myndlist á hveijum einasta vegg frá lofti og niður í gólf, og oft á árum Jóns glymjandi óperuaríur með heimsfrægum söngvurum á fóninum svo undir tók í öllu húsinu og gerði stemmningu líðandi stundar enn magnaðri. Tove Engilberts var ung kona þegar hún tók þá afdrifaríku og um leið heilladijúgu ákvörðun að yfir- gefa endanlega heimaland sitt og flytjast til íslands með Jóni. Þau TOVE ENGILBERTS komu hingað í miðjum hildarleik síð- ari heimsstyijaldar í hinni sögu- frægu ferð frá Petsamo 1940. Það hefur vafalaust verið átakamikil ákvörðun fyrir unga, glæsilega konu af ríkum, fínum ættum í sjálfri heimsborginni Kaupmannahöfn að fylgja lítt þekktum listamanni nán- ast á heimsenda með tvær ungar dætur og hefja með honum búskap í sjónadeildarhring þar sem harla lítið virtist framundan nema fátækt og takmarkalaust basl frá einum degi til annars. Inn í líf þar sem hver einasta stund var miskunnar- laus barátta við andlega drauga og takmarkalausa fáfræði og skilnings- leysi á öllum sviðum. Þau ógeðfelldu nátttröll sem hvert tímaskeið virðist óhjákvæmilega fæða af sér í lífi hverrar þjóðar. Frá þeim erfiðu frumbyggjaárum kunna aðrir betur að greina en ég. Sérstæð æskuár Tove og allan lífs- vef hefur Jónína Michaelsdóttir fært í letur á ógleymanlegan hátt í ævi- minningum Tove, „Eins manns kona“, sem út kom fyrir örfáum árum. Þar má glöggt lesa hvað Tove kemur úr allt annarri tilveru en bíð- ur hennar hér. Hvað umskiptin hljóta að hafa verið ótrúlega snögg og harkaleg fyrir hana. Það þarf nán- ast að skipta um sviðsmynd og lýs- ingu eins og í leikhúsi til að reyna að átta sig á þeim afar sérstæðu aðstæðum. Ekki er nokkur vafi á því að sá erlendi menningarlegi andblær sem Tove bar hingað með sér, hefur haft mikil og afdrifarík áhrif á alla list Jóns, og vafalaust reynst honum ótæmandi uppspretta nýrra hug- mynda; fjársjóður sem ávallt var hægt að sækja í. Vart get ég hugs- að mér að listamaður geti eignast betri og skilningsríkari eiginkonu en Tove var. Hún fórnaði nánast hverri einustu stund á sinn afar ljúfa hátt. Þó held ég að fátt sé erfiðara fyrir konu en að giftast listamanni. Senni- lega fátt vafasamara. Koma þar ótal þættir til. Það var mér ungum að árum ómetanlegt að vera ætíð velkominn og njóta stöðugrar gestrisni í Engla- borg. Ómetanlegt að vera ætíð einn af þeim fáu útvöldu sem fengu ávallt að fara beinustu leið upp leyndar- dómsfullan stigann upp í sjálfan helgidóminn - vinnustofuna. í enda- laust ævintýri sagna og hrynjandi litadýrðar eins og kröftugra fossa í sjálfri náttúrunni. Ævintýra sem áttu sér ekkert upphaf og engan endi. Sögur og litadýrð sem munu vafalaust fylgja mér alla tíð. Meira að segja lyktin þar var allt önnur og auðvitað margfalt forvitnilegri en annars staðar. Lævís þefur olíu- lita, striga, terpentínu og sérstæð lykt sem ég hef aldrei getað skil- greint og hvergi fundið þar sem leið mín hefur legið. Tove og Jón voru einlægir listunn- endur og fylgdust mæta vel með öllu bæði hér á landi, í Danmörku og reyndar víðar um Evrópu. Þau sóttu regiulega tónleika, leikhús, myndlist- arsýningar og uppi í vinnustofunni man ég eftir miklu af góðum bókum og ávallt nýjustu dagblöðunum frá Danmörku, sem litið var í milli þess sem teflt var af miklum eldmóð við listagyðjuna. Oft gat sú viðureign vissulega staðið frá því eldsnemma morguns og fram á kvöld. Nú, við snögglegt fráfall Tove, verða viss tímamót í Iítilli íjölskyldu. Englaborg, hús Jóns frænda míns og hennar, stendur ekki samt eftir. Það er komið að vissum óhjákvæmi- legum endapunkti. Allt á sér upphaf og endi. Með þessum fáu fátæklegu línum vil ég innilega þakka það afar hlýja viðmót sem ætíð hefur tekið við mér innan við járnklædda útihurðina á Englaborg. Eg þakka Tove hjartanlega fyrir samfylgdina. Blessuð sé minning merkrar konu. Birgir Engilberts. Eyrarsund 1932. Rysjótt loft, en í skýjarofum gyllir sólin skip á sigl- ingu með stefnu framhjá Krónborg á stjórnborða. Klofinn póstfáni við hún, þórshamar á skorsteini. Hér siglir flaggskip íslenska flotans, fljótandi fullveldistákn stórlátrar ör-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.