Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARUDAGUR 28. OKTÓBER 1995 35 GREINARGERÐ tekna en á þessu tímabili var mjög mikil og breytileg verðbólga. í þeirri ársskýrslu eftirlitsins sem vísað er til kemur fram að Vátrygg- ingaeftirlitið taldi hreint álag í tjóna- skuldinni í öllum greinum frumtrygg- inga samanlagt í árslok 1984 nema um 1,1 milljarði kr. samanlagt (verð- lag 1.1.1995). Þá voru bókfærð ið- gjöld í frumtryggingum samanlagt 7,3 milljarðar kr., bókfært eigið fé þessara félaga samanlagt um 1,8 milljarðar kr., sem var tæplega tvö- falt það lágmarksgjaldþol sem kraf- ist var samkvæmt lögum um vá- tryggingastarfsemi. Bókfært eigið fé að viðbættu mati á hreinu álagi tjónaskuldar var því 2,9 milljarðar kr. eða um þrefalt lágmarksgjaldþol. Lágmarksgjaldþol samsvarar sam- kvæmt gildandi reglum laga um vá- tryggingastarfsemi neðri mörkum þess eigin fjár sem krafist er að vátryggingafélag ráði yfír og jafn- gildir nánast hættumörkum í vá- tryggingarekstri. Telst þrefalt lág- markið almennt ekki hátt gjaldþols- hlutfall í þessari starfsemi. Það mat eftirlitsins að verulegt hreint álag væri fólgið í tjónaskuld- inni hafði ekki í för með sér neinar athugasemdir af hálfu eftirlitsins á árinu 1985. Með hliðsjón af eiginflár- stöðu félaganna var slíkt aldrei til umræðu. Fróðlegt er að skoða niður- stöðumar í ljósi þess sem síðar gerð- ist á þessum vettvangi og bera sam- an við stöðu mála í árslok 1994. Tímabilið 1985-1994 í árslok 1994 emm við í sömu sporum og í árslok 1984 að því leyti að framvinda tjónagreiðslna eftir þann tíma vegna tjóna áranna á undan er að miklu leyti óþekkt stærð. Við getum hins vegar ekki borið spá okkar um tjónaskuldina í árslok 1994 saman við tjónareynsluna með sama hætti fyrr en að áratug liðnum. Það er í hnotskum sá vandi sem ávallt er staðið frammi fyrir í vátrygginga- rekstri á hveijum tíma. Mat félag- anna á tjónaskuldinni var sem fyrr segir um 11 milljarðar kr. í árslok 1994 og verkefnið er að leggja mat á það hvort ætla megi að sú ijárhæð nægi til að félögin geti staðið við skuldbindingar sínar, hvort líkur séu á að um hreint álag verði að ræða þegar þær skulbindingar sem í árslok 1994 hvíldu á félögunum verða upp- gerðar. Hreina álagið í árslok 1984 var lítillega ofmetið eins og komið hefur fram. Er því rétt að skoða aðrar aðferðir við matið. Þá hefur ýmislegt gerst í umhverfi lögboðinna öku- tækjatrygginga á þessu seinna tíma- bili sem haft hefur í för með sér allt aðra þróun tjónagreiðslna en áður. Hæst ber tilkoma nýrrar vátrygg- ingagreinar, slysatryggingar öku- manns og á margan hátt aukin vá- tryggingavemd sem fólst í umferðar- lög^um sem sett voru 1987 og hafði í för með sér mikla ijölgun slysatjóna sem bætt eru úr lögboðnum öku- tækjatryggingum. Fjöldi tilkynntra slysatjóna meir en tvöfaldaðist 1988 og því nær fjórfaldaðist 1990 en er nú líklega um þrefaldur miðað við tímabilið á undan. Iðgjöld hækkuðu að sjálfsögðu en hvergi nærri nóg. Iðgjaldagrundvöllur hinnar nýju slysatryggingar ökumanns og eig- enda var of lágur í upphafí. Vátrygg- ingaefírlitið lét á þeim tíma í ljós efasemdir um að þau iðgjöld sem félögin ákváðu í byijun myndu nægja fyrir tjónakostnaði enda reyndist svo ekki vera. Ljóst er nú að það álag sem fyrir var í tjónaskuld félaganna bæði í þessum og öðrum greinum var það forðabúr sem unnt var að ganga í til að mæta þeim áföllum sem urðu á þessum árum vegna of lágra iðgjalda og mikillar aukningar skuldbindinga félaganna. Þá hafa komið til breytingar á vaxtaforsendum við útreikning lík- amstjóna í kjölfar dóma til hækkunar á bótagrundvelli og ný skaðabótalög hafa séð dagsins ljós. Lítil reynsla er enn fengin af framkvæmd þeirra og nú þegar er boðuð endurskoðun laganna í atriðum sem geta skipt miklu máli um framtíðarþróun tjóna- greiðslna til hækkunar bóta. Ymis atriði geta vissulega eipnig haft áhrif í hina áttina til lækkunar bóta frá því sem nú horfír. Myndin af greiðslum tjóna á tíma- bilinu 1985-1994 reynist allt önnur TAFLA2 Greidd tjón alls 1985-1994 á 1.-10. uppgjörsári (ofan þrepa) og áætluð óuppgerð tjón 31.12.1994 (neðan þrepa). Aðferð I. Á verðlagi 1.1.1995. Milij. kr. Greidd Reiknuð Reiknuð Tjóna- Uppgj.- tjón tjóna- (jón skuld ár: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 alls skuld í alls fél.í Tjónaár: 85-94 iok 94 85-94 lok 94 1985 893 1.216 1.404 1.521 1.584 1.611 1.665 1.687 1.690 1.699 1.699 0 1.699 48 1986 993 1.348 1.603 1.691 1.730 1.791 1.812 1.819 1.825 1.834 1.825 9 1.834 72 1987 1.292 1.695 1.977 2.128 2.190 2.200 2.219 2.237 2.249 2.261 2.237 24 2.261 138 1988 1.558 2.130 2.664 2.845 2.910 2.943 2.992 3.040 3.057 3.074 2.992 82 3.074 280 1989 1.521 2.368 2.988 3.173 3.243 3.302 3.423 3.478 3.498 3.518 3.302 216 3.518 474 1990 1.460 2.331 2.654 2.893 3.195 3.320 3.438 3.490 3.511 3.529 3.195 334 3.529 939 1991 1.349 1.894 2.359 2.909 3.214 3.338 3.456 3.508 3.531 3.548 2.909 639 3.548 1.543 1992 1.330 1.724 2.196 2.722 3.007 3.121 3.228 3.274 3.298 3.313 2.196 1.117 3.313 1.839 1993 1.178 1.532 1.983 2.466 2.723 2.825 2.918 2.958 2.980 2.992 1.532 1.460 2.992 2.359 1994 1.086 1.755 2.258 2.796 3.087 3.208 3.317 3.363 3.388 3.403 1.086 2.317 3.403 3.415 Á ári %: Alls 22.972 6.197 29.169 11.107 43,4 18,3 14,0 10,5 6,0 2,7 2,8 1,3 0,6 0,5 100,0 TAFLA3 Áætlun tjónaskuldar 31.12.1994 vegna tjónaáranna 1985-1994 Samanburður við tjónaskuld félaganna og tjónareynslu til loka 1994 á verðlagi 1.1.1995. Mil(j. kr. Reiknuð tjónaskuld og álag I 11 % III % IV % Grunnáætlun: 5.449 79 4.746 74 6.130 79 Sveifluálag: 1.469 21 1.627 26 1.627 21 Reiknuð tjónaskuld: 6.197 6.918 100 6.373 100 7.757 100 Tjónaskuld fél. 31.12.94: 11.107 11.107 11.107 11.107 Öryggisálag 31.12.94: 4.911 4.189 4.734 3.350 % af tjónaskuld félaga: 44,2 37,7 42,6 30,2 en af tíu ára tímabilinu á undan. Í efri hluta töflu 2 er að finna rauntöl- ur tjónagreiðslna samanlagt á hveiju uppgjörsári vegna tjónaáranna 1985-1994 fram til ársloka 1994 og áætlun um óuppgerð tjón (tjóna- skuldina) til loka 10. uppgjörsárs: Sjá töflu 2 Til skýringar á töflu 2 er bent á að á árinu 1994 voru greiddar 1.086 millj. kr. vegna tjóna sem áttu sér stað 1994 (1. uppgjörsár), 1.532 millj. kr. höfðu alls verið greiddar vegna tjóna er urðu 1993 (1994 er 2. uppgjörsár) o.s.frv. Þá var vitað um þróunina til 10. uppgjörsárs vegna 1985 (tjón samtals 1.699 millj. kr. í árslok 1994), til 9. uppgjörsárs vegna 1986 o.s.frv. í þessum tölum eru engar áætlanir um tjónaskuldina, þ.e. það sem óuppgert var í lok 1994, eingöngu tölur yfír greidd tjón sam- anlagt. í neðri hluta töflu 2 er fram- vinda tjónagreiðslna vegna sömu tjónaára til loka 10. uppgjörsárs áætluð með því að reikna út hlutföll- in milli greiddra tjóna alls tiltekið uppgjörsár, og greiddra tjóna alls uppgjörsárið áður, eins og þessi hlut- föll eru samkvæmt reynslu í efri hluta töflunnar. Gengið er út frá hámarkshlutföllum milli ára. Samtals er áætlað að tjón vegna þessara ára nemi þegar upp er staðið 29,2 millj- örðum kr., þar af var búið að greiða um 23 milljarða kr. í árslok 1994 og mismunurinn er 6,2 milljarðar kr. sem er reiknuð tjónaskuld S árslok 1994 samkvæmt þessari aðferð I. Tjónaskuld félaganna í árslok 1994 var 11,1 milljarður kr. eða 4,9 millj- örðum kr. hærri en þessir útreikning- ar sýna. Hluti hins reiknaða örygg- isálags er álag fyrir ótilkynntum tjónum og annarri óvissu um endan- legt uppgjör tjóna. Mismunurinn væri hreint álag. Þetta er eitt afbrigði aðferða sem beita má við mat tjónaskuldarinnar. Hefði sömu aðferð verið beitt á tíma- bilið 1975-1984 miðað við árslok 1984 hefði mat eftirlitsins á tjóna- skuldinni hækkað um 300 millj. kr. og reiknað hreint álag lækkað sem því svarar. Áætlanir hafa einnig verið gerðar með öðrum aðferðum þar sem geng- ið er út frá mati á því hve hátt hlut- fall heildartjóna verði gert upp á 1. ári, 2. ári o.s.frv. í töflu 2 eru þessi hlutföll reiknuð fyrir heildina og þar kemur fram að áætlað er að 43,4% tjóna alls verði gerð upp á 1. upp- gjörsári, 18,3% á 2. uppgjörsári, 14,0% á 3. o.s.frv. Samsvarandi tölur fyrir fyrra tímabilið voru 63,2%, 17,5% og 7,4% sem sýnir glögglega allt aðra þróun tjónagreiðslna á tíma- bilinu 1985-1994 en á áratugnum á undan. Aðferðir af þessum toga gera það mögulegt að meta það álag sem leggja verður á tjónaskuldina vegna margs konar frávika frá meðaltalsút- reikningi tjónaskuldar og hér er nefnt sveifluálag. Þijú mismunandi afbrigði slíkra útreikninga eru birt í töflu 3 (aðferðir, II, III og IV) ásamt niðurstöðum aðferðar I: Sjá töflu 3 Eins og fram kemur í töflu 3 eru niðurstöður þeirra útreikninga sem hér eru gerðir mjög mismunandi. Reiknað öryggisálag tjónaskuldar- innar er samkvæmt aðferðum II-IV á bilinu 3,3-4,2 milljarðar eða 30-42% tjónaskuldar félaganna. Hér er ekki rúm til að skýra nánar for- sendur þessara útreikninga. Þær eru reistar á gögnum um greiðsluþróun- ina eins og í töflu 2 og dreifíng hlut- falla þess sem greitt er á hverju ári skoðuð og frávik ár frá ári. Alagið er hér nefnt öryggisálag en ekki hreint álag þar eð á þessari stundu er ekki vitað að hvaða marki álagið reynist „hreint“ og þar með ígildi eigin fjár eða hvort þess verði þörf til að mæta óvæntum tjónakostnaði í framtíðinni. Sýna þessir útreikning- ar glögglega að þær aðferðir sem standa til boða til útreiknings heild- artjóna leiða til mjög ólíkra niður- staðna. Gerðir hafa verið fleiri út- reikningar reistir á sama grunni þar sem engir tveir gefa sömu niðurstöð- ur. M.a. skiptir máli hversu langt tímabil er valið til skoðunar. Útreikningarnir hníga þó allir í sömu átt. Það virðist mega draga þá ályktun að verulegt álag sé fólgið í tjónaskuld félaganna í árslok 1994. Líklegt er að samanlagt sé svipað álag fólgið í tjónaskuldinni og í árs- lok 1984, þ.e. að um þriðjungur hennar geti talist hreint álag. Rétt- ara væri að nefna þennan hluta tjónaskuldarinnar áhættusjóð eða útjöfnunarsjóð vegna þess hlutverks sem hann gegnir í vátrygginga- rekstrinum. Þess má geta að tjónaskuld um- ræddra fímm félaga nam samanlagt í öllum greinum vátrygginga um 24,5 milljörðum kr. í árslok 1994, bókfærð iðgjöld 1994 voru um 12,2 milljarðar kr. en bókfært eigið fé um 3,1 milljarður kr. Lágmarksgjaldþol þessara félaga varð að nema saman- lagt um 1,9 milljörðum kr. á sama tíma samkvæmt reglum laga um vátryggingastarfsemi. Hlutfall bók- færðs eigin fjár á móti lágmarks- gjaldþoli var því 1,66 eða lægra en samsvarandi hlutfall í árslok 1984. Á hinn bóginn er styrkur tjónaskuld- arinnar sennilega meiri. Sé reiknað með 3,5 milljörðum kr. sem hreinu álagi í tjónaskuld lögboðinna öku- tækjatrygginga nú nemur eigið fé 6,6 milljörðum kr. og hækkar hlut- fallið á móti tilskildu lágmarki þá í, um 3,5 sem er hærra en fyrir 10 árum og hefur þá ekki verið lagt mat á tjónaskuld annarra greina vátrygginga. Eru því líkur á að fjár- hagsstaða félaganna hafi batnað undanfarin ár. Iðgjöld, tjón og kostnaður 1975-1994 í töflu 4 er gerður samanburður á bókfærðum iðgjöldum hvers árs annars vegar og tjónum og kostnaði sem fellur á sömu ár 1975-1984 og 1985-1994. Gengið er út frá reikn- aðri tjónaskuld í árslok 1994 í stað áætlana félaganna og gert ráð fyrir að tjónaskuldin í heild sé 7,5 milljarð- ar eða um 2A tjónaskuldar félaganna: Sjá töflu 4 Samkvæmt töflu 4 er hlutfall tjóna og kostnaðar á móti bókfærðum ið- gjöldum tjónaáranna 1975-1984 86% og „hagnaður“ á því tímabili um 2,3 milljarðar kr. Á síðara tíma- bilinu er samsvarandi hlutfall 108% og „tap“ um 2,9 milljarðar kr. Hér er ekki tekið tillit til kostnaðar vegná endurtrygginga eða fjármunatekna en ávöxtun fjármuna hefur verið mjög góð hin síðari ár hjá félögunum og töluvert meiri en sem svarar verð- bólgu. Tafla 4 sýnir greinilega allt aðra þróun og lakari afkomu á tíma- bilinu 1985-1994 þrátt fyrir að gengið sé út frá tjónaskuld sem er um 3,6 milljörðum kr. lægri en tjóna- skuld félaganna. Enn skal á það minnt að hér eru einvörðungu til- greindar greiddar tjónabætur á tíma- bilinu ásamt reiknaðri tjónaskuld { árslok 1994 á föstu verðlagi. Einnig er á það bent að árin eru hér tjónaár en ekki reikningsár þannig að hagn- tap sem tilgreint er í töflu 4 tiltekið ár kemur ekki allt fram á því sama reikningsári. Það er einnig athyglis- vert, sbr. töflu 4, að tjón seinna tíma- bilsins eru þrefalt hærri en tjón hins fyrra samanlagt en iðgjöld hafa á sama tíma hækkað rúmlega tvöfalt og rekstrarkostnaður 1,8-falt. Niðurstaða Vátryggingaeftiriits- ins er að að öllum líkindum sé fólgið verulegt öryggisálag í tjónaskuldinni til að mæta óvissu um þróun tjóna- kostnaðar í framtíðinni og sennilega svipað hlutfallslega og var í lok 1984. Það stendur ásamt eigin fé félags sem áhættufé til öryggis fyrir vá- tryggingataka og tjónþola og þá sem eiga kröfur á félagið. Reynslan sýnir að slíkur áhættusjóður eða útjöfnun- arsjóður getur riðið baggamuninn og ráðið úrslitum um það hvort félag getur staðið við skuldbindingar sín- ar. Talandi dæmi um þetta er þróun- in eftir miðjan níunda áratuginn eins og hér hefur komið fram. Vátrygg- ingafélögin hefðu sannanlega átt í erfiðleikum með að standa við skuld- bindingar sínar og uppfylla lagaskil- yrði um fullnægjandi gjaldþol ef ekki hefði verið slíkur sjóður innbyggður í tjónaskuldina þá. Nú hafa stjómvöld ekki lengur hönd í bagga þegar iðgjöld í lögboðn- um ökutækjatryggingum em ákveð- in. Markaðslögmálin ráða ferðinni í ríkari mæli en áður. Aukin sam- keppni sem af því kann að leiða er af hinu góða en hafa ber í huga að það kann að reynast erfiðara en áður að aðlaga iðgjöldin til hækkunar þegar þörf er á vegna aukinnar áhættutöku. Iðgjöldin verður að skoða í samhengi við þá vátrygginga- vernd sem þau eiga að tryggja og þann tjónakostnað sem af því leiðir. Þau verða einnig að nægja til að viðhalda traustri flárhagsstöðu { samræmi við gildandi lög og reglur og þau lögmál sem þessi starfsemi lýtur. í því sambandi er nauðsynlegt að byggja upp áhættusjóð sem er til taks þegar boðaföllin verða. Sú staða er ekki komin upp hér á landi að mati Vátryggingaeftirlitsins að unnt sé að mæla með því að áhættusjóður vátryggingafélaga í lögboðnum öku- tækjum sé borgaður út í formi ið- gjaldsafsláttar. Það útilokar hins vegar ekki að svigrúm geti verið til aðlögunar og breytinga á iðgjöldum og jafnvel til lækkunar í samræmi við mat á áhættu framtíðarinnar og öðrum þáttum í rekstri og umhverfi ökutækjatrygginga. TAFLA4 Iðgjöld, tjón og kostnaður alls Ijónaár1975-1984 Tj'ón Þaraf Rekstr.- Tjón Bókf. Iðgj.- Tj.ko. Tjóna- ár: alls í lok94 reikn. tj.skld kostn. og kostn. •ðgj. ijón- kostn. /iðgj. % 89 1975 746 0 257 1.003 1.127 124 1976 . 693 0 283 977 1.336 360 73 1977 787 0 318 1.105 1.437 332 77 1978 918 0 363 1.281 1.615 334 79 1979 931 0 393 1.324 1.641 317 81 1980 957 0 375 1.333 1.528 196 87 1981 1.119 1 439 1.558 1.783 225 87 1982 1.356 5 505 1.861 2.021 160 92 1983 1.227 10 488 1.714 2.068 353 83 1984 1.416 20 462 1.877 1.742 -135 108 Alls 10.150 36 3.883 14.033 16.298 2.265 86 1975-1984. Miiy. kr. Verðlag 1.1.1995. Tjónaár1985-1994 Tjón Þaraf Rekstr.- Tjón Bókf. Iðgj.- Tj.ko. Tjóna ár: alls í lok94 reikn. tj.skuld kostn. °g kostn. •ðgj. tjón- kostn. /iðgj % 110 1985 1.729 30 505 2.233 2.030 -204 1986 1.835 40 537 2.373 1.992 -380 119 1987 2.264 50 641 2.905 2.209 -696 132 1988 3.090 98 843 3.933 3.567 -366 110 1989 3.560 258 812 4.372 3.886 -486 113 1990 3.594 400 788 4.382 3.952 -431 111 1991 3.674 764 851 4.525 4.868 343 93 1992 3.533 1.336 715 4.248 4.328 80 98 1993 3.278 1.747 687 3.966 3.798 -167 104 1994 3.858 2.772 698 4.556 3.983 -572 114 30.416 7.496 7.076 37.493 34.612 -2.880 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.