Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 19 Tregaljóð BOKMENNTIR Ljóðabök HLÉR Ljóðaflokkur eftir Hrafn Andrés Harðarson. Andblær 1995 — 64 síður. MISSIR, tregi og söknuður -eru undirstaða ljóðaflokksins. Hlér sem ljóðskáldið Hrafn Andrés Harðarson var að senda frá sér. Efniviður ljóða- flokksins er persónulegur harmur en höfundurinn til- einkar hann syni sínum sem dó mjög ungur fyrir tuttugu og einu ári. Með uppistöðu sem þessa getur höfundurinn far- ið margar leiðir. Leiðir sem hafa verið farnar og leiðir sem hljóta að liggja týndar í sameiginlegu ímyndunarafli mannsins. Auk þess gefur efni- .viðurinn honum frelsi undan viðj- um formsins því lesandi trega- Ijóða er opnari og gjafmildari en lesandi annarra tegunda af ljóðum. Ég finn í þessum ljóðum óútskýranlegan undirtón sem hreyfir við manni, alveg sér- staka tilfinningu sem fyrir mér var ný. En yfirborð ljóðanna er stundum of flöktandi til að festa athygli manns. 'Ljóðin eru einsog titrandi fiðrildi og stundum þurfti maður á því að halda að þau yrðu kyrr. Það þyrfti aðeins meiri ró_ í textann fyrir lesandann. Ég er ekki að tala um þann óró- leika sem fylgir sorg, því hann skynjar maður í þessum ljóð- um á mjög sterkan og sannan hátt. Það hljómar eins og kennslustund, og einsog ég ætli að rífa í mig ljóðin, að koma með dæmi. En það er hægara sagt en gert fyrir skáld að sækja sér myndir ofan í haug myndmálshefðar- innar án þess að lenda í vand- ræðum. T.d. þegar tíminn hangir sem ófallið lauf á lífsins tré, heyrt þvíumlíkt um tímann of oft. Og þó heyrir maður margt alla sína ævi aftur og aftur og hefur unun af, en ein- hvern veginn hoppar lesandinn ósjálfrátt yfir líkingu sem þessa. Samt beitir Hrafn Andrés myndmálinu dálítið frumlega. Það er einsog hann tíni tilvilj- anakennt upp úr gamla mynd- málshaugnum og raði saman. Og hvernig hann raðar er á einhvern hátt nýtt. Og af því að hann er ekki blindur og fastur í hefðarnetinu (þó er það ekkert vandamál að fesast þar) er ég viss um að hann geti farið lengra með sína skáldskaparkerru og forðast að stytta sér leið. Það vantar ekki ást og tilfinningu í þennan ljóða- flokk sem hlýtur að vega þyngra á metunum en formræn atriði sem þurfa sinn tíma. Ljóðaflokk- urinn er mynd- skreyttur af Grími Marinó Steindórs- syni og skapa myndirnar fínar pásur fyrir ljóðin. Nótur að lögum sem Gunnar Reynir Sveinsson hefur skrifað við mörg ljóðanna fylgja bókinni og kemur þeim sem kunna að spila á hljóðfæri til góða. Hér í endanum leyfi ég mér að birta eitt af fallegustu ljóð- unum úr ljóðaflokknum Hlér: Vaka Djúpt í vitund mér er tjörn með fiskum sem bera nafn þitt, sonur, og þeir vaka frá morgni til kvölds. Um nætur vaka þeir en vaka ekki. í hjarta minu er veiðimaður sem vonsvikinn reynir að veiða fískana öllum stundum. Stundum, mjög sjaldan, taka þeir en sleppa jafnharðan. Kristín Ómarsdóttir Hrafn Andrés Harðarson LISTIR Önnur alþjóðlega flautusamkeppnin í Verona Ashildur hlaut verðlaun Morgunblaðið/Gísli E. Hrafnsson ÁSHILDUR Haraldsdóttir ÁSHILDUR Haralds- dóttir, þverflautuleik- ari, vann til annarra, verðlauna í annarri al- þjóðlegu flautusam- keppninni Syrinx- musica riva sem fram fór rétt utan Verona- borgar á Ítalíu 31. október til 5. nóvem- ber. Auk þess vann Áshildur til sérstákra verðlauna fyrir flutn- ing á nútímaverki. Keppnin er, að sögn Áshildar, haldin annað- hvert ár. „Þetta er ein af fáum flautuleikara- keppnum sem haldnar eru í heiminum og því er það gott að hafa náð þessum árangri þarna. Það voru 100 flautu- leikarar sem sóttu um þátttöku í keppninni víðsvegar að úr heimin- um en aðeins 50 komust að. Það voru síðan leiknar þijár umferðir þar sem hópurinn var alltaf grisjaður og ég endaði sem sagt í öðru sæti. Þetta var erfið keppni og til að róa taugarnar las ég állt- af í eintaki af Morgunblaðinu sem ég var með mér, það var eitthvað svo heimilislegt og fékk mig til að leiða hugann frá keppninni og heim.“ Áshildur segir að þessi árangur geti orðið til þess að auðvelda henni að koma sér á framfæri. „Ég hef þegar fengið tilboð um að leika nútímatónlist á tónleik- um í Pompidou-safninu í París í framhaldi af verðlaununum fyrir leik á nútímaverkum. Mér hefur einnig verið boðið að leika á flautuþingi í New York í ágúst á næsta ári. Svo fékk ég ágætis peningaverð- laun, 3 'h milljón ítal- skra líra, sem auðvitað koma sér vel.“ Áshildur starfar í kammerhljómsveit í París ásamt því að starfa sjálfstætt og seg- ist hafa haft nóg að gera síðustu misseri. „Ég vona hins vegar að þetta auki möguleika mína í verk- efnavali.“ LEIKLIST Lcikfclag Húsavíkur GAURAGANGUR Tónlist: Ný dönsk Tónlistarstjóri: Valmar Váljaots Leikmynd: Sigrún Valbergsdóttir, David Walters. Bún- ingar: Dómhildur Antonsdóttir, Hjör- dís Bjarnadóttir. Eftir Ólaf Hauk Símonarson Leikstjóri: Sigrún Vai- bergsdóttir. Aðalleikendur: Friðfimi- ur Hermannsson, Margrét Sverris- dóttir, Oddur B. Þorkelsson, Elisabet Bjömsdóttir, Guðný Þorgeirsdóttor, Kolbrún Þorkelsdóttir. Forsýning 3. nóvember. ÞAÐ brestur í fjölunum á sviði leikhússins á Húsavík þessa dag- ana þegar ungt fólk á öllum aldri hristir sig og skekur þar í pastel- litunum sem Sigrún Valbergs- dóttir hefur valið til að skapa nostalgíurammann utan um sívin- sælt brandarasafn Ólafs Hauks Símonarsonar, Gauragang. Að vísu er sumt í þessum skondna texta farið að grána svolítið í vöngum þótt ekki sé hann gamall og samtímasögulegt andrúmið blandað og því hætt við að sumt fari fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfendum, a.m.k. af yngri kyn- slóðinni. Og á einhvern hátt er textinn sótthreinsaður og átaka- lítill hjá höfundi sem hefur alla burði til þess að nísta mann inn að beini. Ég sakna líkamsvess- anna. Það er engu líkara en stutt- Dansað í past- ellitum ermabolum úr amerískum ungl- ingasöngleikjum og brókum úr Veggnum eftir Pink Floyd hafi verið stungið í þvottavél og hengd svo utan um kargan kroppinn á Sir Cliff Richard til þess að aug- lýsa þvottaduft. En auðvitað er Gauragangur á sviðinu til þess eins skemmta áhorfendum undanbragðalaust, og af viðtökum gesta á forsýningu að dæma var það einmitt það sem gerðist. Stúlkan við hliðina á mér bókstaflega veinaði af hlátri. Tón- listin er nýdönsk og kemur engum á óvart og er þægilega leikin af Húsvíkingum undir stjórn Valm- ars Váljaots. Sigurður Illugason pikkar á gítarinn en bregður sér inn á milli í búning Gumma Gumms leikfimikennara sem er ein skemmtilegasta stereótýpa verksins. Gummi Sigurðar bók- staflega geislar af forkláraðri heimsku og skefjalausri sannfær- ingu hins óupplýsta. Það fór um mig hrollur. I minni hlutverkum stóðu sig einnig vel Martha Hermannsdótt- ir sem Ási, bróðir Orms, og Hrönn Káradóttir sem Kristrún koppa- þeytir. Erlingur Bergvinsson er álappalegur og allt að því bijóstumkennanlegur kennari. Þó er það Oddur Bjarni Þorkelsson sem er hvað mestur senuþjófur- inn. Sem Ranúr er hann skemmti- lega kærulaus og afslappaður. Hann er einfaldlega hipp og það kemst vel til skila út í sal. Kol- brún Þorkelsdóttir kemst vel frá sínu sem systir Orms og Friðfinn- ur Hermannsson er ótrúlega ung- legur sem pottormurinn, sjeníið og gullgerðarmaðurinn Ormur Óðinsson. Honum mætti stundum líða aðeins verr. Þá liði áhorfend- um enn betur þegar hann kætist. Ég sá forsýningu verksins og þykist vita að leikhópurinn sé enn að eflast og fylla betur í hlutverk sín. Einkum á þetta við um dans- atriðin sem voru nokkuð vélræn og of vel hamin. Að vísu er sviðið lítið og gefur ekki mikið svigrúm til tilþrifa, en þó er vert að hafa hugfast að eggjun og ákafi getur legið í liðunum. Þetta sýndu Ran- úr og kennslukonan vel í einu besta atriði verksins. Mikið ber á litum í sýningunni. Pils eru stutt. Þess vegna var ég ekki alltaf viss um, hvar ég væri staddur í tíman- um. Sviðsmynd tekur mið af því rými sem til ráðstöfunar er. Hún er einföld, ágætlega hugsuð. Guðbrandur Gíslason. Getur þú ímyndað þér þá tilfinningu að taka við 44 milljóna króna ávísun? V I K I W G A tmvm Til mikils að vinna! Alla miðvikudaga fyrírkl 17.00. AÐALÚTIBÚ oravmabanki ÍSLANDS ÍM- Té kkareikningur nr. Greiðið gegn tókka þessum ^ Krónur J •Reykjavlk c W< 0158

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.