Morgunblaðið - 09.11.1995, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 09.11.1995, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ A Viktor Kortsnoj enn á uppleið skák Atskákmöt PCA og Intel UNDANRÁSIR í PARÍS 4.-5. NÓVEMBER Viktor Kortsnoj sigraði rnjög _ örugglega í undanrásunum. íslensku keppendumir Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson áttu báðir slakan endasprett og komust ekki áfram KORTSNOJ hlaut 8‘A vinning af 11 mögulegum. Hann fékk sjö vinninga úr fyrstu átta skák- unum og gat síðan leyft sér að gera þrjú stutt jafntefli. Þótt hann sé orðinn 64 ára gamall er snerpan enn upp á sitt besta og atskákin er ein hans sterk- asta hlið, þótt umhugsunar- tíminn sé aðeins 25 mínútur á skákina. Auk hans komust áfram þeir Kiril Georgiev, Búlgaríu, Predrag Nikolic, Bosníu, Vladím- ir Arbakov, Rússlandi, Konstant- ín Asejev, Rússlandi og Alexand- er Chemin, Ungveijalandi, allt stórmeistarar. Þessir sex skák- menn keppa nú um helgina í úrslitunum ásamt mörgum af bestu skákmönnum heims. Þegar tvær um- ferðir voru eftir stóð- um við íslendingarn- ir vel að vígi og átt- um möguleika á að hreppa enn einu sinni úrslitasæti. Undirrit- aður hafði þá 6 'A v. og Jóhann 6 v. En þá tapaði ég fyrir Nikolic og Jóhann fyrir Chemin og þar með vorum við báðir úr leik. Ég tapaði síð- an fyrir Arbakov í síðustu umferð en Jóhann vann sína skák og endaði með 7 v. Bragi Þorfinnsson, 14 ára, sigraði ömgglega á Unglinga- meistaramóti íslands fyrir 20 ára og yngri sem fram fór í Reykja- vík um helgina. Bragi hlaut sex vinninga af sjö mögulegum, gerði aðeins jafntefli við Björn bróður sinn í fyrstu umferð og síðan Davíð Kjartansson, 13 ára, í síðustu umferð. Yngri kynslóðin var sigursæl, en þrjá af stiga- hæstu unglingunum í þessum aldurs- flokki vantaði _ til leiks. Helgi Áss Grétarsson, 18 ára stórmeistari, hefur auðvitað lítið að sanna, enda búinn að vinna heims- meistaratitilinn í þessum aldursflokki. Auk hans voru þeir Magnús Örn Úlfars- son, 19 ára, og Jón Viktor Gunnarsson, 15 ára, ijarri góðu gamni. Bragi vann stiga- hæstu keppenduma á mótinu í ijórðu og fimmtu umferð, þá Arnar E. Gunnars- son, 16 ára, og Sigurbjöm Bjömsson, 19 ára. 1. Bragí Þorfinnsson 6 v. af 7 2. Amar E. Gunnarsson 5'/z v. 3. Davíð Kjartansson 5 v. 4. Sigurbjörn Björnsson 4‘A v. 5. Bergsteinn Einarsson 4'/z v. 6. Sigurður Páll Steindórss. 4'A v. 7. Hlíðar Þór Hreinsson 4 'A v. 8. Baldvin Öra Gíslason 4 '/> v. 9. Björn Þorfinnsson 4 v. 10. Ingi Þór Einarsson 4 v. 11. Guðni S. Pétursson 3‘A v. 12. Ólafur ísberg Hanness. 3'/«v. 13. Kjartan Thor Wikfeldt 3 ‘A v. 14. Sveinn Þór Wilhelmss. 3 '/z v. 15. Atli Jóhann Leósson 3'/z v. o.s.frv. Skákstjórar voru þeir Haraldur Baldursson og Gunnar Björnsson. Þröstur efstur á Hellismótinu Andri Áss Grétarsson stöðvaði sigufgöngu Þrastar Þórhallsson- ar á Hellismótinu þegar þeir tveir gerðu jafntefli í fimmtu umferð. Hellismótið fer fram í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti og lýkur í kvöld. Keppnin hefst kl. 19.30. Staðan eftir 5 umferðir 1. Þröstur Þórhallsson 4 '/z v. 2. Snorri G. Bergsson 4 v. 3. -6. Sævar Bjarnason, Halldór G. Einarsson, Andri Áss Grétarsson og Ólafur B. Þórsson 3'/z v. 7.-11. Jón Viktor Gunnarsson, Áskell Öra Kárason, Gunnar Björas- son, Hrannar Baldursson og Gunnar M. Nikulásson 3 v. o.s.frv. Opið mót á Krít Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari, er kominn aftur frá eyjunni Krít í Miðjarðarhafi þar sem hann tók þátt á tveimur öflugum opnum skákmótum. Hannesi hefur oft tekist betur upp en árangurinn var þó viðun- andi þar sem mótheijamir voru öflugir. Seinna mótið fór fram í þeirri fomfrægu borg Iraklion. Úrslit urðu nokkuð óvænt. Lítt_þekktur alþjóðlegur meistari frá Úkraínu, Golod að nafni, varð hlutskarp- astur, en hann er með 2.540 Elo-stig. 1. Golod, Úkraínu 7'/z v. af 9 2. -5. Nenashev, Úsbekistan, Shipo og Tregubov, Rússlandi og Zifroni, ísrael 7 v. 6. Mikhaelevski, ísrael 6'/z v. 7.-15. Hannes Hlífar, Agnos, Englandi, Grivas, Grikklandi, Guliev, Aserbad- sjan, Fish, Úkrafnu, Krum Georgiev, Búlgariu, Avrukh, Israel, Blees, Hollandi og Tzermidianos, Grikk- landi 6 v. Þátttakendur voru u.þ.b. 100 talsins, þar af 12 stórmeistarar. íslandsmót 15 ára og yngri Keppni í drengja- og telpna- flokki á Skákþingi íslands verður haldin í Skákmiðstöðinni Faxa- feni 12 dagana 11. og 12. nóvem- ber. Mótið er opið öllum bömum og unglingum fæddum 1980 og síðar. Það hefst kl. 13.00 laugar- daginn 11. nóvember og fer skráning fram á skákstað hálf- tíma áður. Þátttökugjald er kr. 800. Margeir Pétursson Viktor Kortsnoj Bragi Þorfinnsson unglingameistari RAÐAUGí YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Heimilisaðstoð Vantar einstakling 8-10 daga í mánuði til að gæta barna, 2 og 7 ára, og sinna léttum heimilisstörfum. Verður að vera barngóð, reglusöm og stundvís. Vinnutími eftir hádegi og fram á kvöld. Upplýsingar í síma 581 1921. Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast í 100% starf nú þegar á heilsugæslu. Um er að ræða tíma- bundna stöðu. Upplýsingar veitir Hrafnhildur Sigurjónsdóttir, deildarstjóri heilsugæslu, í síma 568 9540 eða 568 9500. Fyrirtæki okkar óskar að ráða rafvirkja í þjónustudeild. Starfið felur í sér viðgerðir á Siemens-heimil- istækjum og ýmsum öðrum raftækjum. Við leitum að ungum og röskum manni, sem hefur áhuga á þægilegum, mannlegum sam- skiptum og vilja til að veita góða þjónustu. Þeir, sem hafa áhuga á ofangreindu starfi, eru beðnir um að senda okkur eiginhandar- umsókn með upplýsingum um aldur og fyrri störf, ásamt meðmælum, ef þau eru fyrir hendi, fyrir 14. nóvember nk. SMITH & NORLAND pósthólf519, 121 Reykjavík, Nóatúni4. fAkureyrarbær Útboð Bæjarsjóður Akureyrarbæjar óskar eftir til- boðum í skrifstofuhúsgögn á Glerárgötu 26. Tilboðsupphæðin skal miðast við afhendingu á Glerárgötu 26. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Akur- eyrarbæjar frá og með miðvikudeginum 8. nóvember. Tilboð skulu hafa borist skrifstofu Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 á Akureyri, eigi síðar en miðvikudaginn 22. nóvember 1995 kl. 11.00 f.h., og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Allar nánari upplýsingar gefa starfsmenn Áætlana- og hagsýsludeildar Akureyrarþæjar. Hagsýslustjórinn á Akureyri. Optiker - gleraugnasali Til leigu er versluinarbil, tilvalið undir gler- augnaverslun, í KópavogsKjarnanum, Engi- hjalla 8, Kópavogi. Upplýsingar eru veittar hjá Fofni hf., Austur- stræti 17, 6. hæð, sími 561-8011. KópavogsKjarninn - þar sem hjartað slær. Apótek - lyfjabúð Til leigu er verslunarbil, tilvalið undir rekstur apóteks, í KópavogsKjarnanum, Engihjalla 8, Kópavogi. Upplýsingar eru veittar hjá Fofni hf., Austur- stræti 17, 6. hæð, sími 561-8011. Kópa vogsKjarninn - þar sem hjartað slær. Smá auglýsingar FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 11 = 17711098’/z = E.T.1. BK. I.O.O.F. 5 = 1771198 = 9.0. □ MlMIR 5995110919II 6 FRL. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Láttu sjá þig, þú ert innilega velkominn. \r—n KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Spádómsbók Haggaí. Biblíu- lestur í umsjón Ragnars Gunn- arsson. Upphafsorð hefur Ragn- ar Baldursson. Allir karlmenn velkomnir. Mannræktin, Sogavegi 108, fyrir ofan Garðsapótek, sími 588 2722 Skyggnilýsing Ingibjörg Þengilsdóttir, miðill, verður með skyggnilýsingu i kvöld kl. 20.30. Fræðsla eftir kaffihlé. Aögangseyrir kr. 1.000. Upplýsingar i síma 588 2722. Ingibjörg Þengilsd., Jón Jóhann. Námskeið í kvöld í Aðalstræti 4, 3. hæð, kl. 20-22. Efni: Að lifa i sátt - heima og á vinnustað. Umsjón: Sf. MagniJs Björnsson og Guðrún Dóra Guð- mannsdóttir. Heilbrigðisstarfsmenn sérstak- lega velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Fimmtudagur 9. nóv.' kl. 20.00. Göngum til betrl heilsu. Um 1 klst. ganga um Öskjuhlíö í samvinnu við íþróttir fyrir alla. Mæting við Perluna. Föstudagur 10. nóv. kl. 20.00. Tunglvaka F.í. og Allsnægta- klúbbsins. Mæting í Ferðafélagshúsið, Mörkinni 6 (miðju), en húsið veröur opnað kl. 19.30. Heitt á könnunni og meðlæti. Brottför kl. 20.00. Haldið verður á dul- magnaðan stað þar sem veröur uppákoma tengd vættatrú. Til- gangur tunglvökunnar er að lýsa upp skammdegið. Verð 1.000 kr. (innifaldar eru kaffiveitingar, rútuferð, þlys og fararstjórn). Sunnudagur 12. nóv. kl. 13.00. a) Fjöruferö á Kjalarnesi. b) Gönguferð um Blikdal í Esju. Brottför frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Upplýsingar á skrifstofunni, Mörkinni 6, í síma 568-2533. Ferðafélag Islands. - kjarni málsins!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.