Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.1995, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGA- GETRAUN 1217ARA Þrenn verðlaun eru veitt fyrir lausnir á unglingagetraun- 1. verðlaun eru fataúttekt að eigin vali frá versluninni Sautján að andvirði 20 þúsund krónur. 2. verðlaun eru bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 10 þúsund krónur og 3. verðlaun eru geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5 þús- und krónur. Að auki fá allir vinningshafar vekjaraklukku merkta Morgunblaðinu. Svarið hverri spumingu með því að merkja við einn möguleika af fjórum. Skrifíð nafn og aðrar upplýsingar í þar til gerðan reit, klippið síðuna út, -setjið í umslag og skrifíð utan á: Morgunblaðið - unglingagetraun, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16 mánudaginn 15. janúar. 1 ■ Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, lét af störfum í sumar. Nýr rektor er: a) Ragnheiður Erla Bjamadóttir. b) Ragnheiður Thorlacius. c) Ragnheiður Torfadóttir. d) Rannveig Rist. 2. Sala á ákveðinni vöru í Laug- ardalshöll, á meðan á heims- meistarakeppninni í handbolta stóð, var mjög umdeild. Hver var þessi vara? a) Bjór. b) Smokkar. c) Körfuboltamyndir. d) Gaslúðrar. 3. Mjög snjall eistneskur fim- leikamaður hlaut íslenskan ríkis- borgararétt í haust, eftir að hafa verið án rikisfangs um tíma. Hvað heitir hann? a) Ruslan Ovtshinnikov. b) Boris Jeltsín. c) Dmitrí Filippov. d) Sergej Bubka. 4» Breski leikarinn Hugh Grant komst í kast við lögin á árinu. Lögreglan í Los Angeles stóð hann að verki: a) Við búðarhnupl en leikarinn kvaðst þjást af stelsýki. b) Er hann var að koma fyrir gang- stéttarhellu með lófaförum sínum og nafni á Sunset Boulevard. c) Við að taka á móti börnum á sjúkrahúsi í borginni undir því yf- irskini að hann væri læknir en hann bar því síðar við að hann væri að búa sig undir hlutverk í næstu mynd. d) Við ósiðsamlegt athæfi með vændiskonu. 5* Hver tvíbætti íslandsmetið í tugþraut á árinu og fór fyrstur Islendinga yfir 8.000 stig í grein- inni? a) Sigurður Einarsson. b) Vilhjálmur Einarsson. c) Jón Amar Magnússon. d) Öm Clausen. 6. Silfur, sem fannst við bæ á Austfjörðum, var rannsakað og reyndist vera frá víkingaöld. Við hvaða bæ fannst silfrið? a) Miðbæ. b) Miðhús. c) Miðhól. d) Miðjuhól. 7 ■ Björn Bjarnason mennta- málaráðherra varpaði fram þeirri hugmynd á árinu að: a) Ríkið léti sauma skólabúninga á öll böm. b) Stofnað yrði íslenskt heimavarn- arlið. c) Kennarar legðu niður störf. d) Hætt yrði að halda próf í skólum. 8. Síðsumars var frumsýndur nýr íslenskur söngleikur í Is- lensku óperunni. Hvað heitir hann? a) Rindindin. b) Rindillinn. c) Lindinmín. d) Lindindin. ■ Hver skoraði fimmtán mörk c) Besta söngkona ársins. d) Best klædda söngkonan. 11» Kona var kjörin formaður Alþýðubandalagsins í haust. Hún heitir: a) Margrét Örnólfsdóttir. b) Margrét Frímannsdóttir. c) Halla Margrét Árnadóttir. d) Ólafía Ragna Grímsdóttir. ' 12 ■ Bandaríski flugmaðurinn sem skotinn var niður yfir Bosn- íu sl. sumar og var í felum í viku áður en honum var bjargað, hélt lífi með því að borða: a) lifrarpylsu og lýsi. b) hamborgara og pizzur. c) skordýr og súkkulaði. d) lauf og gras. í sjö jeikjum með íslandsmeistur- um IA í knattspymu í sumar? a) Bjarki Gunnlaugsson. b) Ólafur Þórðarson. c) Arnar Gunnlaugsson. d) Sigurður Jónsson. 10 ■ Björk Guðmundsdóttir hlaut fyrir skemmstu verðlaun MTV-sjónvarpsstöðvarinnar í Evrópu. Fyrir hvað var hún verð- launuð? a) Besta myndbandið. b) Besta lag ársins (Army of me) 13 ■ Fyrirtæki nokkurt heitir Orkan hf. Það rekur: a) líkamsræktarstöðvar. b) bensínstöðvar. c) flugstöðvar. d) höfuðstöðvar. 14 ■ Yitzhak Rabin var myrtur í nóvember. Forsætisráðherra hvaða ríkis var hann? a) ísraels. b) Egyptalands. c) Rússlands. d) Palestínu. UNGLINGA- GETRAUN — Sitni: Stahur:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.