Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.01.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ BLYSFÖR - Norðlenskir álfar í blysför ásamt kóngi sínum og drottningu. murguiiuiauiu/ xvria tjai i Morgunblaðið/Jón Svavarsson ALLT er fertugum fært. Þrettándi hefur ætíð verið lokadagur jóla hér á landi, en 6. janúar var upphaflega opin- berunarhátíð og tengdur ýmsum kristnum trúaratburðuni, þar á meðal fæðingu Krists. í heilagri ritningu er þess hvergi getið hver sé fæðingardagur Jesú og að von- um fóru kristnir menn snemma að velta því fyrir sér. Allt frá byrjun 3. aldar eru heimildir fyrir því að menn hafí reynt að tímasetja fæðingu Krists og í því sambandi nefndir dagarnir 6. janúar, 23. mars, 28. mars, 9. apríl, 20. apríl, 20. maí, ,17. nóvember og 25. des- ember. í fyrstu náði 6. janúar mestri útbreiðslu. Konstantínus mikli veitti krist- num mönnum trúfrelsi í Rómaveldi árið 313. Á 4. og 5. öld vék opinberunarhátíðin 6. janúar smám saman fyrir öðrum degi, 25. desember, sem fæðingardagur Krists og átti sú breyting sér sögulegar rómverskar ástæður BÍÐASTI dagur jóla er runninn upp og af því tilefni bregða Islending- ar blysum á loft samkvæmt gamalli hefð, með tilheyrandi álfadansi og álfabrenn- um, enda var þetta hér í eina tíð kallað að „brenna út jólin“. Norðlendingar kölluðu reyndar til- standið að „rota jólin“, þótt óljóst sé hvernig það orðatiltæki er hugsað. Það er gamall siður að gera sér dagamun á þrettánda og hér áður fyrr var á þeim degi borið fram það sem eftir var af jólamat og drykk. Þá var einnig alþekkt að áramótabrennu væri írestað fram á þrettánda vegna veðurgog á þessum síðasta degi jóla kveíirtu menn á þeim kertisstubbum sem eftir voru og „brenndu jólin út“. Þá eru heimildir fyrir því að talað var um að „spila jólin út“ enda var þrettándakvöld síðasta spilakvöld jólahátíðarinnar. < Fæðingardanur Krists? Mominblaðið/Þorkell LJOSHRINGUR - Onefndur Reykvíkingur myndar ljóshring í tilefni dagsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞRETTÁNDAKVÖLD - Sunnlenskaryngismeyjar í tilheyrandi búningum. daginn og fyrr á árum einkenndist hann öðru fremur af óspektum unglinga og meðal annars fór mikl- um sögum af róstum og ólátum í Hafnarfirði á þrettándanum hér áður fyrr, en það er liðin tíð. Nú koma menn saman við álfabrennur til að kveðja Grýlu, Leppalúða og jólasveinana og heilsa upp á álfa- kóng og álfadrottningu og vel við hæfí að ljúka jólahátíðinni með þeim hætti. Eða eins og segir í söngnum, eftir Sæmund Eyjólfsson og Helga Helgason, sem saminn var fyrir þrettánda- brennu á Austurvelli í Reykjavík árið 1891: Nú er glatt í hverjum hól hátt nú allir kveði, hinstu nótt um heilög jól, höldum álfagleði. Fagurt er rökkrið við ramman vætta söng. Syngjum dátt og dönsum því nóttin er svo löng. Heimild; Saga daganna eftirÁrna Björnsson. Höidum álfaglEði Hvað sem öðru líður er sjálfsagt að halda í þann sið að „brenna út jólin“. Reyndar hefur það verið nokkuð sveiflukennt hvernig íslendingar hafa haldið upp á sem ekki verða raktar hér. Skal hér aðeins vitnað í fornkristinn sýrlenskan höfund um þessa til- færslu frá 6. janúar til 25. desem- ber: Heiðingjarnir voru vanir að halda hátíðlega fæðingu sólarínnar og kveiktu elda viðþau tækifæri. Krístnir menn tóku einnig þátt í leikum þeim oggleði sem þessu fylgdi. Þegar hinir kristnu kenni- menn sáu að hátíðin dró ki-istna menn að sér, sáu þeir svo um að hin sanna fæðingarhátíð færi fram þann dag (25. desember), en opin- berunarhátíðin 6. janúar. Og þeir héldu áfram þeim sið að tendra ljós. Það var svo um 440 að æðstu menn í höfuðstöðvum kirkjunnar ákváðu að 25. desember skyldi opinberlega haldinn hátíðlegur sem fæðingardagur Krists. Tilstandið okkur til heiðurs „TILSTANDIÐ á þrettándanum setti alltaf skemmtilegan svip á afmælisdaginn og þegar við vorum yngri höfum við sjálfsagt haldið að þetta væri ailt gert okkur til heiðurs,“ sögðu tvíburabræðurnir Sigursteinn og Þór Mýrdal, sem eni fertugir í dag. Bræðurnir eru í hópi tvö hundruð íslendinga sem eiga afmæli í dag samkvæmt þjóðskrá, og einu tvíburarnir af nítján einstaklingum, sem halda upp á fertugsafmæli sitt. Sigursteinn og Þór eru fæddir í Reykjavík og aldir upp í Kópavogi, synir Njáls Mýrdal, scm er látinn og Theodóru Mýrdal og eiga þeir cina eldri systur. „Sigursteinn kom á undan og móðir okkar sagði mér að átökin við fæðingu hans hefðu verið svo mikil að hún þurfti að fá súrefni áður en hafist var handa við að koma mér í heiminn,“ sagði Þór. „Við crum ekkert líkir, en vorum oft eins klæddir og Sigursteinn átti það til að troða sér í fötin mín, þótt hann liafí alltaf verið stærri.“ Þeir bræður vildu ekki gefa upp hvað þeir ætla að gera í tilefni dagsins. „Það kemur bara í ljós,“ sögðu þeir. ÞRETT ÁNDABRÆÐUR ÞRETTÁNDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.