Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.01.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 39 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís GYLFI Björnsson sjóntækjafræðingnr og eigandi Sjáðu ásamt Onnu Þóru Björnsdóttur og Láru Albertsdóttur afgreiðslustúlku. Sjáðu - ný gleraugnaverslun GLERAUGNAVERSLUNIN Sjáðu hefur verið opnuð á Laugar- vegi 40. Verslunin býður vörur frá L.A. Eyework. Þær eru upphaf- lega frá Bandaríkjunum en eru nú framleiddar á Ítalíu. Auk þess verða m.a. ítölsku Fendi gleraugun til sölu í Gleraugnaversluninni Sjáðu, svo og japönsku umgjörð- irnar Blazon, en þær eru úr títani og henta mjög vel þeim sem hafa ofnæmi fyrir málmum. Umgjörð- irnar eru mjög léttar en titan hef- ur m.a. verið notað í geimferðaiðn- aði. Þá verður mikið úrval af um- gjörðum fyrir böm. Eigendur versl- unarinnar eru Ingibjörg Jónasdóttir og Gylfi Bjömsson sjóntækjafræð- ingur. Gylfi segir að mest áhersla verði lögð á góða þjónustu í nýju versluninni. „Við ætlum að fylgja eftir gleraugunum sem við seljum. Við viljum fá viðskiptavinina til okkar aftur ef þeir eru ekki fylli- lega sáttir, svo að við getum leyst vandamálið," sagði Gylfí. Innanrými verslunarinnar hannaði Allan Ford innanhúshönn- uður. Ættfræði- námskeið að hefjast ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN fer bráðlega af stað með ættfræð- inámskeið. Kennt er í Austur- stræti lOa. Grunnnámskeið í Reykjavík hefjast upp úr 16. janúar, fram- haldsnámskeið um næstu mánaða- mót og grunnnámskeið verða væntanlega í Keflavík, á Akranesi og víða úti á landi. Á námskeiðun- um !æra menn til verka við ætt- rannsóknir, fræðast um ættfræði- heimildir, leitaraðferðir og úr- vinnslu í ættskrám af ýmsu tagi. Auk þjálfunar í vinnubrögðum fá þátttakendur aðstöðu til að rekja eigin ættir með notkun frumheim- ilda og prentaðra bóka. Leiðbein- andi er sem fyrr Jón Valur Jens- son, guðfræðingur. Gönguferð um Garðabæ SÚ nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar að efna til gönguferða um hverfi bæjarins, ásamt bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Næsta gönguferð verður farin sunnudaginn 14. janúar. Gengið veiður um Fitja-, Ása- og Grundarhverfi. Áætlað er að hitt- ast við íþróttamiðstöðina við Ás- garð og leggja af stað þaðan kl. 10.30. Gangan endar einnig þar. Allir íbúar Fitjar, Ása- og Grundarhverfa eru velkomnir og eindregið hvattir til að koma í gönguferð og ræða við bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins um sitt hverfi. Bæjarfulltrúar Sjálfstæði- flokksins í Garðabæ eru einnig með viðtalstíma í húsi Sjálfstæðis- félagsins að Lyngási 12. Fyrsti viðtalstími ársins verður laugar- daginn 27. janúar milli kl. 10.30 og 11.30. Staðtölur almannatrygg- inga gefnar út í fyrsta sinn TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur gefið út í fyrsta sinn nýtt tölfræðihefti, Staðtölur almanna-- trygginga 1994. Ætlunin er að staðtölur almannatrygginga komi framvegis út á hveiju vori, þannig að nýjustu tölur úr rekstri al- mannatryggingakerfisins liggi ávallt fyrir. Staðtölur fyrir 1995 munu því koma út í vor. Staðtölur almannatrygginga 1994 innihalda tölulegar upplýs- ingar um útgjöld lífeyris-, sjúkra- og slysatrygginga fyrir árið 1994. Tölurnar eru bornar saman við útgjöld fyrri ára, þannig að hægt er að sjá þróun almannatrygginga síðustu ár. Ritstjóri Staðtalna er Ólafur Þorsteinsson, deildarstjóri hag- deildar Tryggingastofnunar, en ábyrgðarmaður er Karl Steinar Guðnason, forstjóri. Staðtölunum er dreift til yfir 2000 einstaklinga, opinberra stofnana og fyrirtækja sem starfa að heilbrigðis- og fé- lagsmálum. Krossgátubókin komin út KROSS- GÁTUBÓKIN 1996 er ný- komin út. Þetta er í 13. skipti sem Ó.P. útgáfan gefur út krossgátu- bók. Bókin er 68 blaðsíður og eru krossgátur á hverri síðu. I frétt frá útgáfunni segir að bókin hafi fest sig í sessi á markaðnum og krossgátubókin í fyrra hafi t.d. selst í stærra upplagi en fyrri bækur. Eitthvað er til af eldri bókum hjá útgáfunni. KIN -leikur að læra! Vinningstölur 11. jan. 1996 1 *5 *8» 14*23»29«30 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 RADAUGl YSINGAR Atvinna Rafvirki óskast til starfa strax í Rafverki hf., Bolungarvík. Mikil vinna. Framtíðarstarf fyrir réttan mann. Upplýsingar í Rafverki í síma 456 7373. Laus staða við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri Staða endurmenntunarstjóra við búvísinda- deild Bændaskólans á Hvanneyri er laus til umsóknar. Starf endurmenntunarstjóra felst í nám- skeiðahaldi og þróun endurmenntunar við skólann, en einnig fylgir starfinu kennslu- skylda við báðar deildir skólans, bændadeild og búvísindadeild. Staðan veitist frá 1. mars 1996, en umsókn- arfrestur er til 1. febrúar 1996. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir Magn- ús B. Jónsson, skólastjóri, í síma 437 OOOO. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneyt- inu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík. Landbúnaðarráðuneytið, 1 l.janúar 1996. Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar, endur- skoðenda og trúnaðarráðs í Verslunarmanna- félagi Hafnarfjarðar fyrir árið 1996. Framboðslistum skal skila á skrifstofu félags- ins, Lækjargötu 34D, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi mánudaginn 15. janúar 1996. Stjórnin. K I P U L A G R f K I S I N S Reykjanesbraut/ Fífuhvammsvegur Mislæg gatnamót og tvö- földun Reykjanesbrautar Mat á umhverfisáhrifum - frumathugun Skipulag ríkisins kynnir mat á umhverfisáhrif- um mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar og tvöföldunar Reykja- nesbrautar frá Nýbýlavegi, suður fyrir Fífu- hvammsveg í Kópavogi. Tillaga að ofangreindum framkvæmdum og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum þeirra liggur frammi til kynningar frá 12. janúar til 19. febrúar 1996 hjá Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík og Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 2, Kópavogi. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdirn- ar og leggja fram athugasemdir. Athuga- semdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 19. febrúar 1996 til Skipulags ríkis- ins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins. Rafstöðvar Til sölu lítið notaðar neyðarrafstöðvar 15 kVA, bensín- eða dieselknúnar. Upplýsingar í heimasíma 555 3594 og í síma 852 0202, fax 565 4636. Hafnasandur hf., Fagrabergi 38, Hafnarfirði. Þýskunámskeið Germaniu Námskeiðin hefjast mánudaginn 15. janúar. Þeir, sem ekki náðu að innrita sig á kynning- arfundum, er bent á að upplýsingar eru veitt- ar í síma 551 0705 milli kl. 11.30 og 12.30 og 16.30-17.30. Stjórn Germaniu. Framhaldsnámskeið Framhaldsnámskeið í starfsnámi fyrir upp- eldis-, meðferðarfulltrúa og fólk íhliðstæðum störfum, s.s. stuðningsfulltrúa, starfsleið- beinendur, gæslumenn o.fl. Framhaldsnámskeiðið hefst 19. febrúar og stendur til 19. apríl 1996. (Vakin er athygli á misritun í Félagstíðindum, þar sem segir að námskeiðið hefjist 27. febrúar). Skilyrði fyrir inntöku á framhaldsnámskeiðið er, að umsækjendur hafi lokið grunnnám- skeiði í starfsnámi. Framhaldsnámskeiðið spannar yfir 80 kennslustundir og fer kennsla fram á Grettisgötu 89, Reykjavík. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana, Grettisgötu 89, Reykjavík, sími 562 9644. Umsóknum ber að skila fyrir 20. janúar 1996. Fræðslunefnd féiagsmáiaráðuneytisins. Kringlan Til leigu u.þ.b. 100 fm verslunarbil í Kringl- unni 8-12. Umsóknir óskast sendar fyrir 16. janúar nk., merktar: „Kringlan - 15563“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.