Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Innbrot og skemmdir í bakaríi Morgunblaðið/Bjöm Blöndal GUNNLAUGUR Hilmarsson fyrir framan verkstæðið og verslun- ina Innbú hf. við Smiðjuvelli 6 í Keflavík. Innbú hf. flytur í nýtt og stærra húsnæði Keflavík - Nýlega flutti Innbú hf. starfsemi sína af Vatnsnesvegi í nýtt og stærra húsnæði að Smiðjuvöllum 6 í Keflavík. Gunn- laugur Hilmarsson húsgagna- bólstrarameistari rekur fyrir- tækið sem hefur verið í miklum vexti að undanförnu. Gunnlaug- ur flytur inn allar vörur sjálfur, svo sem efni til að klæða með, húsgangagrindur og síðast en ekki sýst svamp. Gunnlaugur sagðist gera full- yrt að hann væri með hagstæð- asta verðið á svampi á landinu í dag, en svampur í þessari grein væri ákaflega vinsæll um þessar mundir og þá sérstaklega svo- kallaðar eggjabakkadýnur. Auk húsgagnanna sagðist Gunnlaug- ur einnig klæða bíla og með til- komu nýja húsnæðisins yrði bylt- ing í aðstöðinni hjá honum, því nú væri hægt að taka bílana inn. Starfsmenn hjá Innbú hf. eru nú þrír. Grindavík - Hún var ekki skemmti- leg aðkoman hjá starfsfólki Héra- stubbs, bakarísins í Grindavík, þeg- ar það var kallað til vinnu í fyrri- nótt. Brotist hafði verið inn í bakarí- ið og búið að bijóta stóra rúðu, hurð og síðan afgreiðsluborðið, sem var með þykku gleri, molað. Þjófur- inn lét ekki staðar numið og réðst að posa fyrir greiðslukort og annað sem fyrir varð. Þegar hann síðan ætlaði sér að ráðast til atlögu við bökunartæki gafst hann upp og var handtekinn á staðnum en vitni hafði tilkynnt lögreglunni um atburðinn. Sigurður Enoksson er bakari í Grindavík og var kallaður út þegar lögreglan var komin á staðinn. „Já, hún var hálfnöturleg, aðkoman, og við sögðum okkar á milli að hún væri ljót. Það var allt á rúi og stúi þegar ég kom inn. Búið að bijóta gler í hurð og glugga og síðan í afgreiðsluborðinu, 8 mm þykkt gler, sem lá út um allt gólf og yfir kök- um. Þá var búið að bijóta posann og henda honum síðan yfir bakaríið sem er nú töluvert afrek. Síðan hafði þjófurinn dregið eina bökunarvélina út á gólf. Ég tel okkur samt heppin því kæliskápur undir mjólk og hillur sluppu alveg og peningaskápurinn hefur skilað sinni vinnu í dag [í gær]. Það er hins vegar ljóst að það var ekki verið að bijótast inn til að stela peningum því ég geymi aldrei peninga í kassanum. Það er leiðinlegt að fá þetta á sig fyrir þessa helgi en við látum ekki slá okkur út af laginu óg Grind- víkingar fá sínar bollur án refja á bolludaginn," sagði Sigurður í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Sigurður kvaðst ekki gera sér grein fyrir tjóninu sem lægi í öllu glerinu sem var brotið. Lögreglan handtók rúmlega tvítugan dreng í bakaríinu og fékk hann að gista fangageymslur þangað til hægt var að yfirheyra hann. Fundur um vímu- varnir Stykkishólmi - í Stykkishólmi hef- ur verið mikil umræða um vímuefni og vímuvarnir eins og víða annars staðar á landinu. Fólk hefur áhyggj- ur af þessum vágesti sem oft á tíð- um er lítt sjáanlegur. Um daginn efndi æskulýðsnefnd Stykkishólmsbæjar til fundar um þessi málefni með fulltrúum félaga- samtaka og stofnana sem láta ungl- ingamál til sín taka. Á fundinn mættu tæplega 20 fulltrúar. Miklar umræður urðu um fíkniefni og af- leiðingar notkunar þeirra. Fram kom það álit að íbúar staða úti á landi hefðu verið betur varðir gegn árás fíkniefna en það hefði breyst. Fjarlægðin frá höfuðborgarsvæðinu hefur styst verulega undanfarin ár og samgöngur aukist og þeir sem ætla sér að ná í slík efni eiga í litl- um vandræðum með það. Því þarf að efla sjálfstraust og styrk ungl- inga og fræða þá betur um þá áhættu sem fylgir notkun fíkniefna. Á fundinum kom fram að foreldr- ar væru sterkasta aflið sem þyrfti að virkja betur og einnig að auka fræðslu sem þeir svo gætu miðlað áfram. Allt forvarnastarf er nauð- synlegt og það getur komið fram í ýmsum myndum. Það þyrfti að hafa unglingana með og fá þá til sam- starfs á jákvæðum grunni. Fundar- menn höfðu mikinn áhuga 'á að vinna betur að þessum málum hér í bæ og var skipaður vinnuhópur til að skipuleggja næstu skref í þessum málum. ÁSGERÐUR Króknes í bakaríinu í Grindavík í gærdag. Morgunblaðið/Frímann Óiafsson Ondvegistíð í Skaftárhreppi Hnausum i Meðallandi - Ennþá fer veturinn ákaflega vel með okk- ur hér í Skaftárhreppi. Ef frá er talinn 10 daga frostakafli um jólin hefur verið öndvegistíð það sem af er vetri. Minna hefur þurft að gefa sauðfé en venjulega sem hef- ur komið sér vel vegna mikils kals í túnum á sl. sumri. í byijun þorra var blót á Klaustri og annað er fyrirhugað í Tunguseli nú um helgina. Síðasta laugardagskvöld, 10. febrúar, var einnig samkoma í Tunguseli sem stóð til klukkan fjögur um morg- uninn. Þar hélt Sumarliði Björns- son í Austur-Hlíð níræðisafmæli sitt. Voru þau hjónin, Sumarliði og Þórgunna Guðjónsdóttir, til loka samkomunanr. Málverk af Grafarkirkju fékk Sumarliði að gjöf frá sókninni og útskorna gestabók frá félögum í Samkór Ásaprestakalls. Þarna voru ræður fluttar, dansað og sungið og fór samkoman prýðilega fram við mikla rausn gestgjafa. Þetta skammdegi hefur verið nokkuð dimmt hér því jörð hefur oft verið auð, en sól hækkar nú ört á lofti því ekki er nema rúmur mánuður til voijafndægurs og allt- af er notalegra að horfa mót hækkandi sól. Og að lokum má geta þess að söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar var hér á ferð í Ásaprestakalli. Yfirfór kirkjusönginn og kom í kirkjurnar að líta á hljóðfærin. Eitthvert álag reyndist á orgelinu hér í Meðallandi í Langaholts- kirkju eystra. Morgunblaðið/Atli Vigfússon KEPPENDUR í ræðukeppni ITC-Flugu. BOLLA*BOLLA»BOLLA«BOLLA»BOLLA»BOLLA«BOLLA Ræðu- keppni ITC-Flugu Laxamýri - Árleg ræðukeppni ITC- Flugu var haldin í Hótel Reynihlíð í vikunni og var Guðrún Sigurðar- dóttir, kennari við Hafralækjar- skóla, sigurvegari að þessu sinni. Ræður þar sem haldnar voru voru ýmis hugarflugs- eða skemmtiræður uak þess sem ein könnunarræða var haldin. Var það samdóma álit þeirra sem í salnum voru að erfitt væri að gera upp á milli keppenda þar sem efnismeð- ferð og framsögn var jafnan með ágætum. Þrír dómarar gáfu stig í keppn- inni og gefið var fyrir skipulagningu ræðuefnis, áhrifamátt ræðunnar, fas í ræðustól og meðferð íslensks máls svo eitthvað sé nefnt. í Þingeyjarsýslu hefur ÍTC-Fluga haldið uppi öflugu starfi og deildin leggur áherslu á að kenna aðilum sínum góða mannskiptatækni. Markmiðið er að öllum líði vel er þeir ávarpa áheyrendahóp við öll tækifæri og hjálpa hverjum og ein- um að tjá sig af öryggi. Þátttakendum var öllum afhent viðurkenningarskjal auk þess sem sigurvegaranum var afhentur far- andgripur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.