Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Dæmdir fyrir smygl á yfir 300 grömm- um af amfetamíni Útreikningar vátryggingaeftirlitsins um breytt skaðabótalög Iðgjöld ættu ekki að þurfa að hækka Tjaldað í góðviðrinu KRAKKARNIR við Háhæð í Garðabæ kunnu sér ekki læti í góða veðrinu í gær og því urðu þeir að tjalda i garðinum heima hjá einum þeirra. Á myndinni eru Einar Jón og Jónas Þór ásamt vinkonum sinum, Rakel og Hildi Ösp, í tjaldleik. Sjúkrahús Reykjavíkur Tölvusneið- myndatæki verður end- urnýjað INNKAUPASTOFNUN Reykjavík- urborgar hefur óskað eftir tilboðum í tölvusneiðmyndatæki ásamt fylgi- búnaði fyrir röntgendeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Örn Smári Arnaldsson, yfírlæknir á röntgendeild, segir að fyrir sé gam- alt og slitið tæki sem nú þurfí að endurnýja. Líftími tölvusneiðmynda- tækja er að meðaltali 5-6 ár en gamla tækið er orðið átta ára gamalt. Örn sagði að það hefði verið í undirbún- ingi sl. 2-3 ár að endumýja tækið. Hann segir að ný tæki sem nú eru komin á markað séu afkastameiri en þau eldri. Tölvusneiðmyndatæki kosta á bil- inu 60-90 milljónir króna. Tilboð verða opnuð 10. apríl næstkomandi. Tölvusneiðmyndatæki eru mikið not- uð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur vegna slysa, einkum höfuðslysa. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt Gunnar Valdimarsson, 34 ára, í tveggja ára fangeisi og Engil- bert Runólfsson, 31 árs, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa staðið saman I hagnaðarskyni að innflutningi á 313,7 grömmum af amfetamíni hingað til lands frá Lúx- emborg. Af dóminum má ráða að sími móður Engilberts hafí verið hleraður meðan á för mannanna tveggja úr landi stóð og fram kemur að lögregl- an hafí komið fyrir hlerunarbúnaði til að hlusta á samtal mannanna tveggja eftir að Gunnar hafði verið handtekinn og játað sakir en verið látinn laus til að standa við fyrirfram ákveðið stefnumót þeirra Engilberts. Tollverðir fundu amfetamínið við leit á Gunnari í október 1994 falið innanklæða er hann var að koma til landsins frá Lúxemborg. Hann ját- aði við yfirheyrslur að hafa staðið að innflutningnum ásamt Engilbert en þeir hafí verið saman í Amsterd- am þar sem Engilbert hafi keypt efnið. Hann hélt sig við þann fram- burð fyrir dómi. Engilbert, sem kom til landsins degi á eftir Gunnari, neitaði sökum frá upphafí en dómurinn taldi sekt hans sannaða, m.a. með framburði manns sem bar hjá lögreglu að Engilbert hefði beðið sig að fara á Keflavíkurflugvöll að fylgjast með því hvort Gunnar kæmist í gegnum tollskoðun og kvaðst síðar hafa ekið Engilbert til stefnumótsins við Gunnar en þá hafí hann verið mjög taugaóstyrkur og fylgst með því hvort sér væri veitt eftirför. Einnig er í dóminum vísað til þess að meðan Engilbert var erlendis hafí hann hringt í móður sína og sagt henni að hann væri á Egilsstöð- um. Ekki kemur fram að vitneskja lögreglunnar um samtalið hafí byggst á upplýsingum frá henni. Mennirnir voru eins og fyrr sagði dæmdir í 2 og 2'h árs fangelsi. Fram kemur að Gunnari hafí verið virt til hagsbóta að hann gekkst greiðlega við sakargiftum en Engilbert til refsiþyngingar ítrekunaráhrif eldri dóms vegna innflutnings á fíkniefn- SAMKVÆMT útreikningum Vá- tryggingaeftirlitsins eiga trygginga- félögin að geta mætt breytingu þeirri á skaðabótalögum, sem alls- herjarnefnd Alþingis hefur lagt til, án þess að hækka iðgjöld. Þetta kom fram hjá Sólveigu Pét- ursdóttur, þingmanni Sjálfstæð- isfiokks, þegar hún mælti fyrir frum- varpi allsherjarnefndar. Samkvæmt frumvarpinu er margföldunarstuð- ull, sem ákveður hvernig fjártjón vegna varanlegrar örorku er metið, hækkaður úr 7,5 í 10 eða um þriðj- ung. Þessi breyting tekur gildi 1. júlí. Einnig er gert ráð fyrir því að heildarendurskoðun fari fram á skaðabótalögunum fyrir október á næsta ári. Allsheijarnefnd bað vátrygginga- eftirlitið að leggja mat á hvaða áhrif breytingamar hefðu á iðgjöld og taldi það að áhrifín af hærri marg- földunarstuðli leiði til þess að skaða- bætur fyrir líkamstjón hækki í heild um 21-25% en þá er miðað við allar bætur. Sólveig sagði að breyting marg- földunarstuðulsins hefði hins vegar aðeins áhrif á bætur fyrir varanlega örorku og útreikningar vátrygginga- eftirlitsins bentu til þess að heildar- bætur, þ.e. jafnt fyrir líkamstjón sem annað tjón, muni hækka um 7%. Eftirlitið telji að iðgjöld ásamt fjár- magnstekjum tryggingafélaganna ættu að nægja tryggingafélögunum til að mæta þeirri hækkun. Sólveig sagði að allsherjarnefnd legði áherslu á að takmarkið hlyti að vera að menn fengju fullar bætur fyrir það tjón sem þeir yrðu fyrir og þvi nauðsynlegt að gera lögin þannig úr garði að sem sanngjörn- ust niðurstaða fengist. Því væri vafasamt að velta sér of mikið upp úr því hvort hugsanlegar lagabreyt- ingar hefðu áhrif á iðgjöld en með hliðsjón af útreikningum vátrygg- ingaeftirlitsins virðist nefndinni að lagabreytingarnar eigi ekki að þurfa að leiða til hækkunar iðgjalda. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur Þjóðvaka, sagðist samþykkja frumvarpið í trausti þess að trygg- ingaiðgjöld hækki ekki. Hún sagði að Vátryggingaeftirlitið gæti gripið inn ef um yrði að ræða ósanngjarna iðgjaldahækkun. Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi, spurði hvaða ástæðu Jóhanna hefði til að treysta tryggingafélögunum. Hann sagði að ef ætti að samþykkja frumvarpið í trausti þess að tryggingafélögin hækkuðu ekki ætti Aiþingi frekar að setja inn ákvæði í lögin um að bannað væri að hækka iðgjöldin út á þessa breytingu. Deilur um aðlögunartíma Nokkur gagnrýni kom fram á frumvarpið frá þingmönnum sem töldu það ekki ganga nægilega langt til að hækka bætur. Einnig var gagnrýnt að lögin eigi ekki að taka gildi strax og lagði Bryndís Hlöð- versdóttir, Alþýðubandalagi, fram breytingartillögu um að lögin taki strax gildi. Valgerður Sverrisdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokks, sagði gildis- tökuákvæðið sáttaleið milli þeirra sjónarmiða að lögin tækju gildi strax og þeirra sjónarmiða að tryggingafé- lögin þyrftu mun lengri aðlögunar- tíma, jafnvel ár. Hún sagði að trygg- ingafélögin hefðu gert samninga til langs tíma samkvæmt gildandi lög- um og því hlyti að vera skiljanlegt að 'þau þyrftu aðlögunartíma. um. Menntamálaráðherra vonar að kennarar hefji fljótlega vinnu í nefndum um flutning grunnskólans Fagnar breyttri afstöðu kennara Islensk fyrirsæta í bandarískri sápu ÁSDÍS María Franklín fyrirsæta hefur fengið hlutverk í eftirmið- dagssápunni All My Children, sem sýnd er hjá ABC-sjónvarpsstöð- inni í Bandaríkjunum. Fyrsti þátturinn sem Ásdís leikur í var send- ur út á hádegi í gærdag og segir Kolbrún Aðal- steinsdóttir, umboðs- maður hennar, að búið sé að gera samning um 30 þætti til viðbótar. Kolbrún segir ekki búið að ganga endan- lega frá hlutverki Ás- dísar, hún hafi verið kynnt til sögunnar í gær en síðan muni hlutverkið vinda upp á sig taki hún sig vel út á skján- um og falli áhorfendum í geð. Mun hún á næstunni sækja leiklistarnám- skeið og kennslu til að tala með réttum hreim. Ásdís María, sem er 17 ára, var í 3. sæti í fyrirsætukeppni Elite- umboösskrifstofunnar í Seoul í Suður-Kóreu í ágúst 1995 og starfar nú á hennar vegum í New York með góðum árangri, segir Kolbrún. Samningur Ásdísar er tii kominn í gegnum fyrirtæki sem heitir The Waterfront Comp- any og leitar uppi áhugafólk fyrir kvik- myndir og sjón- varpssápur. Mun stárfsmaður þess, Henry Newman, koma hingað til lands með vorinu í samstarfí við Kolbrúnu og leita að íslensku hæfi- leikafólki. Ásdís María Franklín EIRÍKUR Jónsson, formaður KÍ, segist telja að ríkisstjómin eigi auð- veldlega að geta fallist á skilyrði kennara fyrir því að koma aftur að undirbúningi að flutningi grunnskól- ans frá ríki til sveitarfélaga. Kennar- ar vilja skrifleg svör um skilyrðin frá stjórnvöldum og sveitarfélögum. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra segist fagna yfirlýsingu KÍ og vonar að kennarar komi sem fyrst til starfa í nefndum sem undirbúa flutning grunnskólans. „Ég fagna þeirri jákvæðu afstöðu fulltrúaráðs KI þar sem það lýsir sig reiðubúið til að taka aftur þátt í undirbúningi að flutningi grunnskól- ans frá ríki til sveitarfélaga. Þetta er í samræmi við það góða samstarf sem við höfum átt á fyrri stigum málsins. Ég get á þessu stigi ekki tjáð mig um þau skilyrði sem kennar- ar setja því ég þarf fyrst að ræða þau við samstarfsmenn mína í ríkis- stjóminni. Málið verður unnið í sam- ræmi við þá yfírlýsingu sem forsætis- ráðherra gaf á þingi í síðustu viku. Til þessa höfum við unnið að flutn- ingi grunnskólans án úrslitakosta og gengið vel. Ég mun, eins og hingað til, leggja mig fram um að allir verði samstíga í þessu máli og vona að kennararnir komi sem fyrst til starfa í nefndum sem vinna að því,“ sagði Björn. Vænta svara frá stjórnvöldum og sveitarfélögum Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sagðist telja að það ætti ekki að þurfa að vera erfitt fyrir stjórnvöld að ganga að þeim skilyrðum sem kennarar setja. Það þyrfti ekki að gera neinar breytingar á framkomnu frumvarpi um réttindi og skyldur kennara og skólastjómenda. Frum- varp félagsmálaráðherra um sátta- störf á vinnumarkaði væri ekki kom- ið fram, en kennarar væru einungis að fara fram á að núverandi samn- ingsréttindi þeirra yrðu ekki skert. „Við setjum engin skilyrði um hvemig löggjöfín um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins á að líta út held- ur einungis að um verði að ræða jafnverðmæt réttindi og að núver- andi sjóðsfélögum verði tryggt að þeir haldi sínu og að þeir geti byggt ofan á núverandi réttindi. Ég mun skrifa stjórnvöldum og Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga bréf þar sem þessi skilyrði verða sett fram af okk- ar hendi. Verði því svarað játandi munum við koma að borðinu aftur. Gangi þetta eftir ætti ekkert að geta stöðvað flutning grunnskólans,“ sagði Eiríkur. Eiríkur sagði að KÍ kæmi til með að taka áfram þátt í samstarfí félaga opinberra starfsmanna, en félögin hafa bundist samtökum um að veija réttindi opinberra starfsmanna og hafa lýst yfir harðri andstöðu við frumvörpin um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og um sátta- störf í vinnudeilum. Ef til aðgerða kæmi af hálfu samtaka opinberra starfsmanna myndi KÍ taka þátt í þeim. Hagsmunaráð HÍK kemur saman til fundar í dag til að taka afstöðu til flutnings grunnskólans eftir yfir- lýsingu forsætisráðherra. Búist er við að HÍK taki sömu afstöðu til málsins og KÍ. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.