Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 27 Morgunblaðið/Ásdís LÁRA V. Júíusdóttir tekur við viðurkenning-u bókasafnsfræð- inga fyrir fræðibók ársins 1995. Yiðurkenn- ing fyrir frumsamda íslenska fræðibók FÉLAG bókasafnsfræðinga veitti í gær Láru V. Júlíusdóttur viður- kenningu fyrir bókina Stéttarfé- lög og vinnudeilur sem Alþýðu- samband Islands gaf út í fyrra. Viðurkenningin er fyrir frum- samda islenska fræðibók fyrir fullorðna og er veitt í fjórða sinn. Fræðibækur annars vegar fyrir börn og hins vegar fyrir fullorðna hljóta að jafnaði viðurkenningu. Aftur á móti komst nefndin sem velja skyldi fræðibók fyrir börn að þeirri niðurstöðu að ekki væri ha'gt að tilnefna neina barnabók sem bestu.fræðibók ársins 1995. Nefndin segir í þessu sambandi: „Er þetta því miður þriðja árið í röð sem svo er háttað. Bókin Álf- ar og tröll eftir Olínu Þorvarðar- dóttur kemst næst því að eiga við- urkenningu skilið en þar sem ekki er um frumsaminn texta að ræða nema að hluta til kemur hún ekki til greina". Aðgengileg bók Margrét Ásgeirsdóttir, formað- ur Félags bókasafnsfræðinga, ávarpaði viðstadda og sagði að úrslitaáhrif við val hefði haft handbókargildi bókar Láru, efnis- meðferð væri skipuleg og bókin jafnframt fræðileg. „I bókinni er efni, sem mörgum finnst frekar óárennilegt og tyrfið, sett fram á aðgengilegan hátt,“ sagði Mar- grét. Lára V. Júlíusdóttir sagði að viðurkenningin væri ánægjuleg og óvænt fyrir sig. Fyrri hluti bókar- innar væri Rétt.indi og skyldur á vinnumarkaði sem kom út 1993. Hún kvaðst byggja á 10-12 ára starfi hjá Alþýðusambandinu og hefði viljað skilja þessa bók eftir sig. Vinnuveitendur hefðu komið til móts við hana og gefið henni frí til að sinna ritstörfum. Þótt hún væri hætt hjá Alþýðusam- bandinu og starfaði nú sjálfstætt sem lögfræðingur ynni hún áfram fyrir stéttarfélög. Hvort hún skrifaði meira væri óráðið, en við- urkenningin kærkomin hvatning. KVIKIYIYNDIR Háskölabíó DAUÐAMAÐUR NÁLGAST („Dead Man Walking“) ★ ★ ★ V2 Leikstjóri Tim Robbins. Handrits- höfundur Tini Robbins, byggt á samnefndri bók Helen Prejean. Kvikmyndatökustjóri Roger A. Deakins. Tónlist David Robbins. Aðalleikendur Sus.an Sarandon, Sean Penn, Robert Prosky, Raymond J. Barry, R. Lee Ermey, Celia Weston, Louis Smith, Scott Wilson. Bandarísk. Polygram 1995. HELEN Prejean (Susan Sar- andon), nunna sem sinnir félags- málastörfum í fátækrahverfi í Lou- LISTIR Morgunblaðið/Sverrir FÉLAGAR Mótettukórsins á æfingu. Jón Nordal, Tallis og Allegri í Hallgrímskirkju TÓNLEIKAR á vegum Mótettu- kórs Hallgrímskirkju og Listvinafé- lags kirkjunnar verða haldnir í Hallgrímskirkju sunnudaginn 24. mars kl. 17. Flutt verða þtjú tón- verk, Óttusöngvar á vori eftir Jón Nordal og tvær sögufrægar mótett- ur eftir Tallis og Allegri. Flytjendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju, Sverrir Guðjónsson og Þóra Einars- dóttir. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Tónleikarnir heijast á mótettu eftir enska tónskáldið Thomas Tall- is, sem er elstur þeirra þremenn- inga. Hann fæddist á Englandi (lík- lega í Leisterskíri) einhvern tímann á árunum 1505-1510 og dó í Greenwich árið 1585. Er Hinrik VIII rauf tengslin við páfann og stofnaði ensku biskupakirkjuna 1540, missti Tallis stöðu sína við klaustrið í Waltham. Þetta leiddi þó ekki tii langvarandi atvinnuleys- is, því skömmu síðar var hann kom- inn í þjónustu konungskapellunnar (Chapel Royal) í Lundúnum. Þar starfaði hann síðan alla ævi, hluta af tímanum í samvinnu við gamlan nemanda sinn, tónskáldið William Byrd. Þeir félagar voru afar áhrifa- miklir í ensku tónlistarlífi þessa tíma og Elísabet veitti þeim einka- leyfi á grentun nótna og nótna- pappírs. í sameiningu gáfu þeir svo út hefti með frumsömdum mótett- um og tileinkuðu drottningu sinni. Þá var Tallis meðal hinna fyrstu er samdi tónlist við messutexta á enskri tungu. Leikni Tallis í með- ferð kontrapunkts hefur haldið nafni hans á lofti fram til þessa dags. Mótettan Spem in alium, sem nú verður flutt í fyrsta skipti hér á landi, er makalaust dæmi um fjöl- röddun. Hún er skrifuð fyrir átta fimm radda kóra, eða 40 raddir alls. Á tónleikunum fær hver kór sinn stað í kirkjunni og koma ein- kenni verksins þannig skýrt fram og hljómburður kirkjunnar hentar verkinu vel. Gregorio Allegri var fæddur í Rómaborg árið 1582 og dó í sömu borg árið 1652. Sem drengur söng hann í kirkjukór og er fram liðu stundir varð hann ágætur tenór- söngvari og tónskájd. Einnig tók hann prestvígslu. Árið 1629 var hann ráðinn til söngs í Sixtínsku kapellunni, af Urbani páfa VIII. í páfagarði samdi hann mörg tón- verk, þar á meðal mótettuna Miser-» ere (tónsetning 51. Davíðssálms) og var hún flutt þar í dymbilviku ár hvert. Hún er skrifuð fyrir tvo kóra sem syngjast á auk þess sem annað hvert vers er tónað. Um tíma var helgin yfir þessu tónverki slík, að bannað var að afrita það til flutnings utan páfagarðs, að við- lagðri bannfæringu. Munnmæla- sögur segja, að sjálfur Mozart hafi rofið bannhelgina og skrifað verkið niður (kórrétt að sjálfsögðu) eftir að hafa heyrt það einu sinni í Róm. Samkvæmt öruggum heimildum eru hins vegar þekkt þrjú afrit sem send voru úr páfagarði fyrir daga Mozarts, þar af eitt til Leopolds í Vín. Mótettukórinn þarf því ekki að óttast reiði páfa er hann flytur þetta verk næstkomandi sunnudag. Jón Nordal, sem átti sjötugsaf- mæli hinn 6. mars síðastliðinn, er höfundur þriðja og viðamesta verk- efnis tónleikanna, Ottusöngva á vori. Hann samdi tónverkið árið 1993 að beiðni aðstandenda Skál- holtstónleika, sem Helga Ingólfs- dóttir er í forsvari fyrir og tileink- aði Skálholtsdómskirkju. Verkið skiptist í fjóra kafla. Þrír hinir fyrstu eru hefðbundnir messuþætt- ir, þ.e. Kyrie, Sanctus og Agnus Dei, en fjórði kaflinn er saminn við Sólhjartarljóð eftir Matthías Jo- hannessen. Matthías samdi Sól- hjartarljóð í tilefni af því að þúsund ár voru síðan kristni var fyrst boð- uð í landinu og í kvæðinu vitnar hann beint til Sólarljóða. Jón mun hafa ætlað að semja tónlist við ljóð Matthíasar einum 12 árum fyrr, en ekki orðið af. Er hann var að semja messuna, fékk hann þá hug- mynd að enda á Sólhjartarljóðinu „og er það sérlega fallegur og áhrifamikill kafli“ að sögn aðstand- enda tónleikanna. Óttusöngvarnir voru frumfluttir í kirkjunni hinn 10 júlí sama ár af Þóru Einarsdótt- ur sópran, Sverri Guðjónssyni kontratenór, félögum úr Mótettu- kórnum og hljóðfæraleikurum und- ir stjórn Harðar Áskelssonar. Um haustið var verkið endurflutt í Hallgrímskirkju. Flytjendur voru hinir sömu, utan hvað nú söng all- ur kórinn. Tónverkinu var gríðarvel tekið af áheyrendum jafnt sem gagnrýnendum í bæði skiptin. Með tónleikunum á sunnudaginn langar flytjendur, sem enn eru flestir hin- ir sömu og fyrr, að þakka Jóni framlag hans til íslenskrar tónlistar og flytja honum hamingjuóskir á afmælisárinu. Enn fremur hefur íslensk tónverkamiðstöð ákveðið af Óttusöngvarnir verði gefnir út á hljómdiski sem einnig mun hafa að geyma tónverk Jóns, Aldasöng og Requiem, í flutningi Hljómeykis. Forsala aðgöngumiða er í kirkj- unni og er miðaverð 1.000-1.200. kr. Fyrirgefning syndanna isiana, fær bréf frá Matthew Ponce- let (Sean Penn), sem bíður dauða- dóms fyrir morð á tveimur ungling- um í ríkisfangelsinu. Prejean heldur á fund hans og reynir að ná sam- bandi við þennan forherta mann- drápara sem óskar þess að hún verði hans andlega hjálparhella og útvegi honum lögfræðing. Prejean verður við beiðni hans, leitast við að komast innfyrir harða skel Poncelets á meðan lögfræðingurinn Hilton Barber (Robert Prosky) ger- ír allt sem hann getur til að fá. dóminn mildaðan í lífstíðarfangelsi. Systir Prejean heldur að hún sé að gera hið eina rétta uns hún hittir óhuggandi foreldra fórnarlamb- anna. Hér er tekið á alvarlegum um- ræðuefnum eins og líflátsdómum, sekt, sakleysi og ekki síst fyrirgefn- ingu syndanna. Tim Robbins skipar sér í fremstu röð ungra bandarískra handritshöfunda og leikstjóra með því að koma þessu vandmeðfarna og margslungna efni jafn afdráttar- og fordómalaust til skila og raun ber vitni. Forðast að gera píslarvott úr gálgamatnum, grefur hins vegar upp eins mannlega hlið á Poncelet og unnt er og þannig fær fanginn vissa samúð áhorfandans. Sean Penn, einum vanmetnasta leikara í Hollywood, tekst að túlka þessa persónu undravel. Hefur látið sér vaxa hár og skegg til að fá rétt, lágkúrulegt útlit. En innrætið er útlitinu verra, þó ófélegt sé. Ponce- let er óþokki sem hlýtur þó ein- hvers staðar undir niðri að lúra á mannlegum tilfinningum. Penn endurspeglar þessar ólíku hliðar með yfirveguðum leik og hefur ekki í annan thna gert betur. Sarandon sýnir enn eina ferðina að hún á fáa sína líka. Að þessu sinni er gamal- kunnur glamor víðs íjarri, nú bregð- ur hún sér í hlutverk hversdagskon- unnar, ráðvilltrar nunnu sem veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga Ikonaskoð- un í Lista- safninu í TILEFNI af sýningu á íkonum frá Norður-Rússlandi í Lista- safni íslands býður safnið á ný upp á skoðun á rússneskum íkonum í eigu Islendinga, en íkonasýningunni sjálfri lauk síðastliðinn sunnudag. Tveir sérfræðingar frá Listasafninu í Arkangelsk eru nú staddir hér á vegum safnsins og munu þeir taka við íkonum til skoðunar laugardaginn 23. mars kl. 10-18. Rússnesku sérfræðingarnir, Maya Mitkevich og Tatyana Koltsova, gefa eigendum ná- kvæmar upplýsingar um aldur íkonsins, skóla, myndefni og ástand. Þegar þessi þjónusta var veitt í janúar síðastliðinn varð nær helmingur þeirra sem komu frá að hverfa. Vegna mikillar eftirspurnar er því nauðsynlegt að þeir sem áhuga hafa á þessari þjónustu hafi samband við safnið. Góla sýnir í Listasetrinu SÝNING „Gólu“, Gunnhildar Ólafsdóttur, hefst í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi á laug- ardag. Gunnhildur sýnir þar grafíkverk, (tréristur og stein- þrykk). Gunnhildur er fædd árið 1954 og útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1989. Þetta er þriðja einka- sýning hennar og hefur hún einnig tekið þátt í mörgum sam- sýningum. Sýningunni lýkur 8. apríl og er opin virka daga frá kl. 16-18 og frá kl. 15-18 um helgar. Stórsveita- veisla í Ráð- húsi Reykja- víkur STÓRSVEITAVEISLA verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 24. mars kl. 16.00. Stórsveit Reykjavíkur verður þar með tónleika ásamt öllum þeim léttsveitum sem starfandi eru á suðvesturhorni landsins. Auk Stórsveitar Reykjavíkur eru það Stórsveit Tónlistarskóla FÍH, Léttsveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Léttsveit Tón- listarskóla Keflavíkur sem þarna munu koma fram. Stjómendur sveitanna eru Stefán S. Stefánsson, Edward Fredriksen, Sigurður Flosason og Karen Sturlaugsdóttir. Allir eru velkomnir á tónleik- ana meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. uns hún tekur þá sannkristilegu afstöðu sem markar myndina, að fyrirgefa. Aðrir leikarar eru einstaklega vel valdir; Prosky afbragð að venju, nú sem lögmaðurinn Barber, Ermy, Smith, Weston og Barry í hlutverk- um foreldranna og Scott Wilson sem fangapresturinn. Dauðamaður nálgast minnir um margt á tvær myndir um skylt efni, The Execut- ioner’s Song og ekki síður gömlu myndina hans Richards Brook, In * a Cold Blood. Heimildarmyndarleg á sínum lítt troðnu slóðum, hlaðin þeirri spennu sem er því samfara að sitja andspænis forhertum morð- ingja sem á sér ekki viðreisnar von. En á skilið þá sáluhjálp sem honum er veitt þegar öll sund virðast lokuð. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.