Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ . . iViorgunbiaOiö/Kristinn F.v. Berta Kristinsdóttir og Sigurborg Bragadottir. Núer hækkandi sól í nóvember árið 1899 var Fríkirkjusöfnuður- inn í Reykjavík stofnaður og stuttu síðar var búið að stofna kvenfélag. 6. mars áríð 1906 var síðan stofnað nýtt Kvenfélag Frí- kirkjusafnaðarins, sem er elsta starfandi kirkjukvenfélagið á landinu. Guðrún Guðlaugsdóttir sannfrétti hjá for- manni þess og gjaldkera, þeim Sigurborgu Bragadóttur og Bertu Kristinsdóttur, tíðindi af lífshlaupi þessa níutíu ára félags. Höfuðmarkmið Kvenfélags Fríkirkjusafnaðarins er samkvæmt skipulagskrá þess „að sameina krafta voi-a trúarlífi og kristilegu siðgæði, til eflingar safnaðarlífi voru“ og að- „hjálpa fátækum konum, líkna sjúk- um og bágstöddum manneskjum í söfnuðinum." Með þetta að leiðar- ljósi hófst starf félagsins. Fyrstu fundirnii' voru haldnir í Bárunni, á Skjaldbreið og Hótel Reykjavík. Nú heldur félagið hins vegar fundi sína í nýbyggðu félagsheimili Fríkírkju- safnaðarins á Laufásvegi 13, en kvenfélagið sér m.a. um útleigu á sal þess og annast kaffisöluna. í umræddum sal hitti ég þær Sig- urborgu Bragadóttur og Bertu Krist- insdóttur. Sigurborg kveðst hafa gifst inn í Fríkirkjusöfnuðinn og ekki tekið mikinn þátt í starfi hans meðan börn hennar þtjú voru að vaxa upp. „En svo fór að hægjast um og þá datt mér í hug að beina kröftunum í starf kvenfélagsins,“ segir hún. Starf hennar féll ekki í grýttan jarð- veg, hún gekk í Kvenfélag Fríkirkju- safnaðarins fyrir þrettán árum og var fyrr en við var litið komin í stjórn þess, nú seinni árin sem formaður þess. „Þetta kom svona af sjálfu sér, eitt leiddi af öðru,“ segir hún hæglátlega þegar þessi snögga „upp- hefð“ er talfærð. I formannstíð Sig- urborgar hefur margt sögulegt gerst. Félagið hefur stutt sína kirkju af myndarskap og hefur haft öll spjót úti til þess að útvega íjármagn til þess. „Þar hefur hlutur Bertu Krist- insdóttur gjaldkera verið dijúgur," segir Sigurborg. Berta hefur verið potturinn og pannan í alls konar flár- öflun. Starf að líknarmálum „Ég er aðeins að halda áfram því starfi sem mótað hafði verið áður en ég kom til starfa í félaginu," seg- ir Berta hógvær þegar ijármálin ber á góma. „Allar götur síðan íslenskar konur söfnuðu fyrir byggingu Landspítalans hefur Kvenfélag Frí- kirkjusafnaðarins látið fé af hendi rakna til líknarmála, auk þess að styðja vel sína kirkju. Til alls þessa hefur orðið að afla peninga. Það hefur verið gert með ýmsum hætti, oftast þó með því að halda basara og hlutaveltur og standa fyrir kaffí- sölum og happdrætti. í plöggum félagsins sést að félag- ið sótti um leyfi árið 1934 hjá bæjar- yfirvöldum til þess að fá að halda hlutaveltu í ljáröflunarskyni. Meðal vinninga áttu að vera kjöt í kroppum, kol í tonnum og saltfiskur í skippund- um, sömuleiðis rúm með fjaðradýnu og bílferð til Akureyrar. Kvenfélags- konum var synjað um leyfið en það var gert mjög kurteisislega: Velæru- verðuga frú... stendur í upphafi synj- unarbréfsins. Ég fann drög að aug- lýsingu sem búið var að semja áður en synjunarbréfið kom. í drögunum stendur að hljóðfærasláttur yrði allt kvöldið, aðgangur myndi kosta 50 aura og drátturinn 50 aura. Það hefur vafalaust einhver orðið hnugg- inn þegar ekki varð af þessari ráða- gerð. En við getum glatt lesendur með því að þetta leyfi fékkst síðar og þá var hlutaveltan haldin.“ Sigurborg getur þess að meðalald- ur kvenfélagskvenna sé orðinn nokk- uð hár. „Eigi að síður koma hér á fundi margar ungar konur úr söfnuð- inum þótt þær eigi ekki allar fasta félagsaðild. Mér finnst yndislegt að starfa meðal þessara kvenna, það ríkir svo mikil samheldni innan fé- lagsins og svo mikill einhugur þegar við vinnum að sameiginlegum mark- miðum," segir Sigurborg. í máli hennar kemur fram að Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins borgar m.a. uppeldi tveggja indverskra bama, „Við fylgjumst spenntar með fram- förum þessara „fósturbarna" okkar, við fáum sendar myndir af þeim og teikningar eftir þau. Við styðjum auðvitað eins og alltaf kirkjuna okk- ar eins og kostur,“ segir Sigurborg. Blómvendir til kaups Líknarstarfið hefur löngum verið mikilvægur þáttur í starfi félagsins. Á tímum fyrri heimsstyrjaldar jók Kvenfélag Fríkirkjunnar líknarstarf sitt að mun, þá voru margir félags- menn hjálparþurfi. Árið 1918 mun félagið fyrst hafa tekið upp þá venju að halda basara reglulega. Seinni árin hafa tekið við aðrar fjáröflun- arleiðir. Kvenfélagið hefur m.a. hin síðari ár gengist fyrir kaffisölu fyrir utan kirkjuna sína 17. júní. „Upp á síðkastið höfum við líka selt þar pylsur, fyrst vorum við bara með kaffi og vöfflur sem við bökuð- um í brúðarherberginu. Við höfum alltaf selt vel síðan við byijuðum á þessu,“ segir Sigurborg. Hún minnist þess líka þegar fél.agið var með blómasölu með meiru fyrir utan kirkjuna. „Þegar líða tók á daginn sagði einhver: Nú verður að fara að gera skurk í blómunum, það er alltof mikið eftir. Þá stöðvuðum við alla bíla sem óku um hornið hjá okkur og buðum bílstjórunum blómvendi til kaups og þeir keyptu nær allir, réttu okkur peningana út um bílgiuggana og við þeim blómin. Það hefur mörg konan fengið óvæntan glaðning það kvöldið," segir Sigurborg. Berta Kristinsdóttir gekk í Kven- félag Fríkirkjusafnaðarins árið 1979. „Ég gitist inn í söfnuðinn og mér fannst starf hans strax höfða sterkt til mín. Þar er svo góður vettvangur fyrir þá sem vilja starfa og samheldn- in er að jafnaði mikil. Þegar að því kom að ég hafði ráðrúm til að sinna félagsstörfum varð Kvenfélag Frí- kirkjunnar fyrir valinu. Mér er það kvöld minnisstætt þegar ég gekk í félagið, ég þekkti bara eina konu á fundinum, sem haldinn var þá í Iðnó. Hún mælti með mér til inngöngu í félagið. Á þessum fundi, sem sextíu konur sátu, fann ég streyma til mín svo góðan anda að ég fann að ég átti heima þarna.“ segir Berta. Engin lognmolla Það hefur ekki alltaf verið logn- molla í kringum Fríkirkjusöfnuðinn í Reykjavík. Innan hans hefur jafnan starfað fólk með lifandi áhuga á trú- arlífi og kirkjustarfí. Fríkirkjumenn velja sína presta sjálfir og greiða þeim laun, vald safnaðarstjórnar er því mikið. Það hefur verið tekist hraustlega á í prestkosningum í söfn- uðinum, svo sem árið 1950, þegar hluti safnaðarins klauf sig út úr Frí- kirkjunni í Reykjavík og stofnaði Óháða söfnuðinn. Sá atburður hafði áhrif á Kvenfélag Fríkirkjusafnaðar- ins. „Þá gerðist það að 24 konur gengu úr kvenfélaginu. Formaður þá var Bryndís Þórarinsdóttir. Hún hafði _þá nýlega misst mann sinn, séra Árna Sigurðsson fríkirkjuprest. Sá missir var sár og ekki hefur mót- lætið orðið léttbærara við þau átök og klofning sem varð í söfnuðinum." Fyrir hartnær tíu árum urðu átök í söfnuðinum vegna brottvikningar prests eins og alþjóð er kunnugt af umfjöllun íjölmiðla. Komu þeir at- burðir við starf Kvenfélags Fríkirkju- safnaðarins? „Nei, ekkert að ráði. Auðvitað fundum við fyrir þessum leiðindum en engin kona gekk úr félaginu vegna þessa. Þvert á móti gengu margar nýjar konur í félagið," segir Sigurborg. „Við upphaf aðalfundar komu inn á fundinn á annan tug kvenna sem fylgdu umræddum presti að málum. „Nú þarf að halda rétt á spöðunum, “ sagði þá ein, og það var gert. Við gættum þess að fylgja vandlega réttum aðalfundarlögum. Samkvæmt þeim var fyrst gengið frá endurkosningu stjórnar og síðan teknir inn nýir félagar. Koma þess- ara kvenna hafði því engin áhrif á stjórnarkosninguna. “ Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins hefur að sögn þeirra Sigurborgar og Bertu haldið merkinu hátt á lofti, jafnt í blíðu sem stríðu, og reynt að vinna kirkjunni sinni allt það gagn sem það hefur mátt, jafnframt því að sinna líknarmálum, sem ekki hef- ur þó verið haft hátt um. Loks hefur félagið tekið þátt í samstarfi kvenfé- laga. „Við höfum ekki verið einangr- aðar, þvert á móti höfum við tekið þátt í starfi Bandalags kvenna í Reykjavík og átt fulltrúa í nefndum þess. Við tókum líka þátt í uppbygg- ingu Hallveigarstaða. Loks má geta þess að árið 1948 gerðist Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins aðili að Kven- réttindafélaginu," segir Sigurborg. Umfangsmesta starf félagskvenna hefur þó tengst fjáröfluninni. „í raun hefur starf okkar síðari árin verið með líkum hætti og forvera okkar. Eftir að Kolaportið kom til sög- unnar var minna upp úr bösurum að hafa, þá ákváðum við að hafa sölu fyrir utan kirkjuna 17. júní eins og fyrr sagði. Við megum hafa sölu á Fríkirkjuhominu þegar við viljum af þvi kirkjan á lóðina. Upp á það hafa yfirvöld skrifað,“ segir Berta. Það er mikill hugur í þeim stöllum Bertu og Sigurborgu. Þær eru sam- mála um að starf kirkjukvenfélaga sé þýðingarmikið fyrir safnaðarlíf í landinu og telja að þar sé góður vett- vangur fyrir konur að starfa. Orðum sínum til áréttingar vitna þær í ljóð Margrétar Þ. Vilhjálmssonar sem hún orti á þijátíu ára afmæli félags- ins: Nú er hækkandi sól, hörfa skuggar 1 skjól, nú er skammdegið vikið úr huga. Við þinn vaxandi yl yngist allt, sem er til, thugið! Pjóimsfa Sl.ióscliiiiijí Skrifstofa Skútuvogur 1B ■* Afgrciðsla farmbrcfa Skúhtvogur 1B Farmsöludeild Skútuvogur 1B ► Vöruafgrciðsla Hcðinsgata 3 ► Otflutningur Hcðinsgata 3 Óbreytt síma- og faxnúmer Mánudaginn 1. apríi verður skrifstofa fraktdeildar Flugleiða flutt í Skútuvog 1B. Vöruafgreiðsla verður eftir sem áður að Héðinsgötu 3. FLUGLEIÐIR F R A K T og þess óskar að starfa og duga. Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddust meÖ mér á 70 ára afmœli mínu meÖ gjöfum og skeytum. GuÖ launi ykkur og blessi um ókomna framtíö. Unnur Elíasardóttir, Hátúni lOa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.