Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Helgi Steinarr Kjartansson fæddist á Akureyri 25. júlí ;973. Hann lést á ísafirði 12. apríl síðastliðinn. Helgi var sonur Kjartans Júlíus- sonar, f. 6.7. 1950, d. 12.1. 1984, og Gunnhildar Elías- dóttur, f. 5.6. 1948. Hann átti eina systur, Katrínu, f. 11.3. 1977. Eftir grunn- skólaporóf fór Helgi á Bændaskólann á Hvan- neyri og lauk þaðan prófi árið 1991. Hann fór síðar í fram- haldsnám til Danmerkur. Helgi var virkur félagi í skáta- félagi og björgunarsveit á ísafirði. Útför Helga fer fram frá Isafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sennilega vorum við Helgi Stein- ' arr á fjórða ári er við kynntumst. Hann varð vinur minn, bekkjar- bróðir og skátafélagi. Foreidrar okk- ar unnu náið saman í skátafélögun- um Einheijum og Valkyrjunni á ísafirði og vegna samgangs fjöl- skyldnanna, vorum við orðnir bestu mátar áður en við settumst á skóla- bekk. Við sátum hlið við hiið í bekkn- um til sextán ára aldurs, en þá skildi leiðir. Helgi fór á Bændaskólann á Hvanneyri og síðan til Danmerkur í framhaldsnám, en ég í mennta- *.skóla. Þegar Helgi kom aftur að utan var hann búmannslegri en nokkurn tímann, hann var ánægður og hugði á frekara nám erlendis síð- ar. Ég á margar skemmtilegar minn- ingar um samverustundir okkar Helga í skóla- og skátastarfinu. Hann var driffjöðrin í útilegum á unglingsárunum og hjálparsveitin naut krafta hans í ríkum mæli. Mér er sérstaklega minnisstæð fyrsta útilegan semr við ætluðum í, en þá vorum við sjö ára. Við ætluðum { tjaldútilegu inn í Tunguskóg í marga, marga daga, a.m.k. í eina nótt! Ákvörðunin var tekin snemma vetrar og brottför áætluð um miðjan júlí. Helga fannst við hæfi að undir- búningurinn tæki um hálft ár. Við hlupum upp í Mjallargötu og hóf- umst handa við að skrifa lista yfir það sem taka ætti í ferðina. Listinn varð langur, á honum var allt frá saumnál og vasaljósi, upp í tjald og svefnpoka. Helgi var harðákveðinn í að gera ferðaáætlunina sem ná- kvæmasta og auk þess að skrifa dagskrá hvers dags, giskuðum við á hvað ferðin myndi kosta og skrifuð- um það á aukablað. Ég áttaði mig á því mörgum árum síðar að þetta var í fyrsta og líklega eina skiptið, enn sem komið er, sem ég hef form- lega samið fjárhagsáætlun. Við höfðum hljótt um undirbún- inginn, Helgi talaði um að við skyld- um sýna öllum (þ.e. foreldrum okk- ar) að við gætum skipulagt þetta sjálfir. Spenningurinn var mikill og allan veturinn ræddum við þau ævin- týri sem biðu okkar í sumarútileg- unni. En svo þegar átti að láta til skarar skríða, kom í ljós að foreldrar okkar voru alls ekki hrifnir af því að við færum einir okkar liðs í viku- útilegu inn í Skóg! Þetta varð okkur hið mesta áfall og neyddumst við til að fresta ferðinni um a.m.k. eitt ár. Þrátt fyrir að við færum saman í fjölmargar útilegur síðar, sem og á skátamót, var skógarferðin góða aldrei farin. En ferðaáætlunina á ég enn og hún er ein af mínum dýrmæt- ustu minningum um Helga Steinarr. Inni í mér varð myrkur og tóma- rúm þegar mér bárust fréttimar að Helgi Steinarr væri látinn. Reynsla fjölskyldunnar er erfið, faðir Helga, Kjartan Júlíusson, lést úr sama sjúk- dómi fyrir tólf árum. Ljóst var að Helgi bar einnig sjúkdóminn en samt var aldrei bilbug á hon- ,um að finna, hann ark- aði gegnum lífið og naut þess með fjöl- skyldu sinni og vinum. Á öðrum degi eftir and- lát Helga var þó sem einhverskonar fargi væri af mér létt. Eg áttaði mig allt í einu á því að úr því sem kom- ið var, var þetta það sem Helgi hefði kosið. Hann leið miklar kvalir og hefði ekki valið að lifa lífinu tengdur við tól og tæki. Það er sárt að hann skuli kveðja svo ungur, hann átti svo margt ógert. Allir dást að styrk þeirra mæðgna, Katrínar og Gunnhildar. Meira er vart hægt að leggja á tvær manneskjur. Ég veit líka að harmur Haraldar frænda hans og annarra ástvina er sár. Hugur minn er hjá þeim öllum. Helgi minn, með þökk kveð ég þig að sinni og hver veit nema við eigum eftir að fara í Skóg- arútileguna okkar á öðru tilverustigi. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Þinn vinur, Hermann Þór. Tendraðu lítið skátaljós láttu það lýsa þér, láttu það efla andans eld og allt sem göfugt er. Þá verður litla ljósið þitt ljómandi stjama skær, lýsir lýs, alla tíð nær og Qær. (Hrefna Tynes.) Skátaljósið hans Helga Steinarrs mun lýsa við minninguna um hann og við hlið þess ljómar annað skáta- ljós og varðveitir minninguna um föður hans, Kjartan Júlíusson, sem kvaddi okkur fyrir 12 árum. Hann skartaði sínu fegursta fjörð- urinn okkar föstudaginn 12. apríl síðastliðinn. Heiðskír himinn, glamp- andi sól og Pollurinn spegilsléttur. Ljúfur fuglasöngur boðaði okkur vorkomu. Þennan morgun lauk erf- iðu veikindastríði ungs manns, Helga Steinarrs Kjartanssonar, og fegurð og friður náttúrunnar auð- veldaði manni á einhvern hátt að skynja, að nú hefði hann öðlazt frið og væri orðinn hluti af „Guði í al- heims geimi, Guði í sjálfum sér“. Minningarnar hrannast upp, minning um lítinn dreng, kappsfull- an og ákafan, sem alltaf þurfti að hafa nóg fyrir stafni. Ótal stundir saman í skátahópi, þar sem börn og fullorðnir voru þátttakendur í leik og starfi. Minningar um unga piltinn sem undi sér svo vel í sveitinni í Vatns- dalnum og var harðákveðinn í því að verða bóndi. Leiðin lá í bænda- skólann á Hvanneyri, síðar til fram- haldsnáms í Danmörku og hugurinn stefndi lengra. Þá tók lífið aðra stefnu og af heilsufarsástæðum breyttust framtíðaráformin. Enginn veit um þá baráttu sem Helgi Steinarr þurfti að heyja innra með sér við þessa stefnubreytingu, en víst er að hann ætlaði ekki að gefast upp. Hann gerðist starfsmað- ur Pósts og síma á ísafirði og þar eins og annars staðar kappkostaði hann að leysa störf sín vel af hendi og varð hvers manns hugljúfi. Áhugamáli sínu, starfmu í Hjálpar- sveit skáta á ísafirði og í skátafélag- inu sinnti hann af lífi og sái þó ekki gæti hann sem fyrr verið uppi um fjöll og firnindi. Er hörmungarnar dundu yfir í Súðavík á síðasta ári, vék Helgi Steinarr ekki af vaktinni í stjórnstöð Hjálparsveitarinnar á ísafirði þó enginn efaðist um að hann hefði heldur viljað vera með féiögum sínum á vettvangi við hjálp- arstörfin. Stórt áhugamál varð líka tölvan hans og allur sá töfraheimur er þar birtist. Náði hann góðu valdi á þeirri tækni og nutu ættingjar og vinir oft góðs af. Helgi Steinarr stóð ekki einn í erfiðleikum sínum. Fjölskyldan stóð saman og reyndi á alla lund að gera honum lífið auðveldara, amma Katrín, Haraldur föðurbróðir hans og allir hinir ástvinirnir vöktu yfir honum. Mestu og bestu stoðina átti hann í mömmu sinni, henni Gunn- hildi og i Katrínu systur sinni, þau þijú hafa verið einstaklega sam- rýnd. Á kveðjustundinni vottum við þeim og ástvinum öllum innilega samúð og biðjum þann sem öllu ræður að veita þeim styrk og frið. Fjölskyldan í Silfurgötunni, „svannakerlurnar" og samstarfs- fólkið hjá Pósti og síma þakka Helga Steinarri ljúfa samfylgd. Minningin um góðan dreng mun lifa. Auður og Snorri. Nú ert þú, elsku frændi, búinn að fá þína hinstu hvíld eftir erfið veikindi. Það er erfitt að sætta sig við það að þú ert ekki lengur hérna hjá okkur. Það var sama hvar þú varst, þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar. Við minnumst þín sem stóra frænda sem alltaf var svo já- kvæður og hress og kunnir svör við flestum okkar vandamálum. Við munum alltaf muna þegar þú komst á Skagann á haustin, eftir sumar- langa dvöl á Hnjúki þar sem þú eyddir mörgum sumrum í góðu yfir- læti. Þá gátum við öll setið klukku- stundum saman og hlustað á þig segja frá ýmsum atvikum úr sveit- inni, á þinn einstaka og skemmti- lega hátt. Þær voru ótal margar ánægju- stundirnar sem við frændsystkinin áttum saman og uppátækin voru oft ótrúleg þegar við hittumst. Þar áttir þú oftast stærstan þátt í að gera þau skemmtileg, enda varst þú leiðtoginn í hópnum og sá sem allir litu upp til. Nú er stórt skarð komið í litiu fjölskylduna okkar en þó við sökn- um þín sárt, elsku frændi, huggum við okkur við það að vita að tekið verður vel á móti þér í Guðs ríki. Guð geymi þig, elsku Helgi Stein- arr, og gefi mömmu þinni og systur styrk hér eftir sem hingað til. Þín frændsystkini, Sigríður Ásta, Eyrún og Elías Jón. Okkur langar með fáeinum orð- um að kveðja fjölskylduvin okkar, Helga Steinarr. Sjúkdómur, sem greinst hefur í nokkrum ættum á Islandi, hefur nú Iagt að velli ungan og tápmikinn mann, tuttugu og tveggja ára gamlan. Faðir hans lést úr sama sjúkdómi fyrir tólf árum á besta aldri. Læknavísindi og tækni nútímans eru ráðþrota gagnvart sjúkdóminum en rannsóknum miðar áfram. „Heilavernd", félag stofnað af aðstandendum þeirra sem sýkst hafa, styrkja rannsóknirnar fjár- hagslega. Við kynntumst foreldrum Helga Steinarrs fyrir tuttugu árum og eftir því sem börnin úr báðum fjöl- skyldum uxu úr grasi efldist vinátt- an. Tilfinningar bærast sem erfitt er að koma í orð en minningarnar ylja. Barnaafmælin, heimboðin, úti- legurnar, laufabrauðsbaksturinn o.fl. o.fl. Eiginleikar Helga Stein- arrs komu fram í öllu sem hann aðhafðist. Hann var vinur vina sinna, hress, iðinn, ákafur, hjálpleg- ur en alltaf stutt í grallaraskapinn. Kínverskt spakmæli segir: „Fylgdu vini þúsund mílna leið, en á endanum þarftu þó að kveðja.“ Elsku Gunnhildur og Katrín, margar minningar lifa um góðan dreng. Guð styrki ykkur, ömmurnar og aðra vandamenn. Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert ungur, og æðrast ei, þótt straumur lífs sé þungur, en set þér snemma háleitt mark og mið, hef Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himins hlið. (Matth. Jochumsson.) Bryndís og Guðmundur. Nú þegar við kveðjum Helga Steinarr reikar hugurinn til Dan- merkur. Helgi Steinarr kom 6 mán- aða með Gunnhildi til Árósa þar sem Kjartan var við nám í Tækniskólan- um á árunum 1973 til 1975. Á þess- um árum tengdumst við vináttu- böndum sem haldist hafa æ síðan. Margar ljúfar minningar eigum við frá þeim tíma. Aðeins 10 ára gamall missti Helgi Steinarr pabba sinn. Hann var þá mömmu sinni og systur mikill styrk- ur. Hann varð „húsbóndinn" á heim- ilinu og leysti það verkefni vel af hendi. Fyrir tveimur árum fór fyrst að bera á veikindum Helga Steinarrs. Hann tók því með ótrúlegu æðru- leysi. Uppgjöf var ekki til í hans huga. Alla tíð var hann staðráðinn í því að hafa betur. Þrátt fyrir mót- lætið gerði hann að gamni sínu og oft var stutt í stríðnina. Það var alltaf jafn gaman að fá Helga Steinarr í heimsókn þegar hann átti leið um Kópavoginn. Fyrir þær og aðrar ánægjustundir erum við þakklát. Minningin um góðan dreng er huggun í sorginni. Við vottum Gunnhildi og Katrínu, báðum ömmum og öðrum aðstand- endum innilega samúð. Sigurður og Kristín í Kópavogi. Það var failegur vordagur, 11. maí 1991. Þá útskrifuðust 29 bú- fræðingar frá bændadeild Bænda- skólans á Hvanneyri eftir skemmti- lega námsdvöl, sem við munum allt- af geyma í huga okkar. Helgi Stein- arr var einn af búfræðingunum og er einn þeirra nemenda sem standa upp úr í minningunni frá árunum á Hvanneyri. Hann var hress, traust- ur, góður námsmaður og hafði húm- orinn í lagi. Það var alltaf hægt að leita til Helga ef eitthvað bjátaði á, sérstaklega þegar um tölvur var að ræða en hann var snillingurinn á heimavistinni í þeim málum. Einnig fékk hann það vandasama hlutverk að vera sjoppustjóri en hann leysti það verkefni vel úr hendi því sjoppan skilaði góðum hagnaði í skólalok. Heigi Steinarr átti það til að taka hressilega í nefið enda stundaði ann- ar hver maður þessa iðju í skólanum á þessum tíma. Einnig hafði hann gaman af söng og tók virkan þátt í öllu félagslífi. Það er sárt að þurfa að sjá eftir ungum manni sem átti framtíðina fyrir sér en Helgi Stein- arr var búinn að glíma við erfið veik- indi. Við trúum því að Helga líði vel í dag og við munum alltaf minnast hans sem góðs drengs þegar við skólafélagarnir eigum eftir að hitt- ast og rifja upp skólaárin á Hvann- eyri. Fjölskyldu Helga Steinarrs vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja þau í þessari miklu sorg. Búfræðingar frá Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1991. Ég vil með orðum þessum minn- ast kærs æskuvinar míns, Helga Steinarrs, sem lést eftir harða bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Við kynnt- umst fyrst sem smástrákar á ísafirði. Ég bjó í Pólgötunni er Helgi flutti ásamt fjölskyldu sinni í Mjall- argötuna, næstu götu við mig og tókst með okkur strax mjög góður vinskapur. Er við byijuðum í skóla lentum við í sama bekk og vorum bekkjarbræður þar til í síðasta bekk í Gaggó. Á æskuárunum gerðum við okkur margt til skemmtunar og er mér eftirminnilegast litli kofinn sem pabbi hans smíðaði fyrir hann bak við hús og var okkar aðal athvarf fyrir hin ýmsu uppátæki. Pabbi Helga var mikill skáti og fylgdi Helgi í fótspor hans i skáta- hreyfinguna og fylgdi ég á eftir. Þar vorum við nokkur ár saman í skáta- flokki og var Helgi fljótt mikill HELGISTEINARR KJARTANSSON ábyrgðarmaður í flokknum okkar, Björnunum. Er ég var átta ára gamall flutti ég ásamt fjölskyldu minni inn í fjörð og var þá orðið ansi langt á milli okkar. Skömmu síðar flutti Helgi og hans fjölskylda einnig inn í fjörð og svo skemmtilega vildi til að þau fluttu á ný í næstu götu við okkur. Þá vorum við komnir inn í sveit því húsin okkar stóðu við Góustaðatún- ið, þar sem Siggi Sveins var með kindurnar sínar. Þar má segja að Helgi hafi komist í návist við það sem síðar meir var honum mjög kært, sveitina og dýrin. Á hveiju sumri og hausti vorum við mættir galvaskir að hjálpa Sigga Sveins við sauðburð, heyskap og göngur. Þar mátti glöggt sjá hversu mikill áhuga- maður Helgi var um sveitina því hann lagði sig allan fram í þetta sjálfboðaliðastarf svo aðdáunarvert var. Mér er mjög eftirminnilegur dag- ur einn í janúar ’84. Við vorum þá tíu ára gamlir að leik heima hjá frænku hans. Þá var mér skyndilega sagt að ég yrði að fara heim og vorum við báðir mjög ósáttir við það en mér var svo sagt að pabbi hans væri dáinn. Það hefur eflaust verið þung raun fyrir svo ungan dreng að missa föður sinn svo snemma. Hvern hefði þá grunað að „maðurinn með ljáinn" mundi knýja á dyr svo fljótt aftur hjá sömu fjölskyldunni eins og raunin er í dag. Helgi var mjög þroskaður ein- staklingur og snemma fullorðinn, eiginlega mjög stutt táningur. Hann var mjög duglegur, ósérhlífínn og hjálpsamur. Besta dæmið um það er að foreldrar mínir voru með kart- öflugarð og í hvert sinn sem þau byijuðu að taka upp var Helgi mætt- ur, uppfullur af orku og byijaði óbeð- inn að taka upp. Hann var óstöðv- andi og hætti helst ekki fyrr en hver einasta kartafla var komin úr jörðu. Þá stóð hann upp sæll og sveittur og ljómaði af gleði yfir að hafa fengið að nota orku sína í að hjálpa til. Eftir að við lukum gaggó fór Helgi í Bændaskólann og síðar meir til Danmerkur og dvaldi þar um tíma. Fundum okkar bar síðast sam- an síðasta sumar. Þá hittumst við hressir og kátir hjá vini okkar og var það mjög ánægjuleg stund. Mig óraði ekki fyrir því þá að það yrði okkar síðasti samfundur. Ég fékk svo þær fréttir að Helgi væri orðinn mjög veikur á ný. Elsku mæðgur, Gunnhildur og Katrín. Megi Guð gefa ykkur styrk til að standast mótlætið sem á ykkur hefur dunið. Kæri vinur, ég og fjölskylda mín kveðjum þig nú með þessum orðum og geymum minninguna um þig eins og þú varst áður, fullur af orku og fjöri. Ég treysti mér ekki til að koma til þín því ég þorði ekki að horfast í augu við sársaukafullar staðreynd- ir lífsins. Þú varst mér ávallt sannur vinur. Þinn vinur, Sigþór Sig. Að morgni 12. apríl barst okkur sú harmafregn að félagi okkar Helgi Steinarr væri látinn. Að lokum varð hann að láta undan síga eftir mikla baráttu við erfiðan sjúkdóm. Það er sárt til þess að hugsa að eiga ekki eftir að hitta þennan glaðværa dreng í húsi okkar á Hjallaveginum fram- ar, því þær voru svo margar góðu stundirnar sem við áttum þar saman. Þegar Helgi Steinarr lauk drótt- skátastarfi í skátafélaginu Einheij- ar-Valkyijan, gekk hann til liðs við Hjálparsveit skáta, ísafirði. Féll hann strax vel inn í hópinn, og allt það sem hann tók að sér fyrir sveit- ina leysti hann vel af hendi. Við minnumst þín sem góðs félaga og gleðjumst í huga okkar er við lítum til baka til þeirra stunda er við áttum saman. Við viljum votta aðstandend- um Helga Steinarrs okkar dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Félagar í Hjálparsveit skáta, Isafirði. Nú er horfinn okkur sjónum góð- ur vinur og félagi, Helgi Steinarr. Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.