Morgunblaðið - 25.04.1996, Page 14

Morgunblaðið - 25.04.1996, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ VERÐKÖNNUN SAMKEPPNISSTOFNUNAR Odýrast í Fjarðarkaup- um en dýrast á Isafirði ÓDÝRAST reyndist að kaupa inn hjá Fjarðarkaupum í Hafnarfírði en dýrast hjá Kaupfélagi ísfírð- inga og hjá versluninni Vöruval á ísafírði. Þetta kom fram í verð- könnun sem Samkeppnisstofnun gerði í síðasta mánuði. Kannað var verðlag í 22 stórum matvöruversl- unum víða um land. Könnunin leiddi í ljós að ákveðin tengsl eru milli verðlags og íjarlægðar frá höfuðborgarsvæðinu en þó eru búðir á Akureyri undantekning frá þessu. Sjá meðfylgjandi töflu. Áttatíu og fimm algengar vörutegundir Skráð var verð á 85 algengum vörutegundum, þar á meðal mjólk- ur- og landbúnaðarvörum og ný- lendu-, drykkjar- og hreinlætisvör- um. Verðlag var kannað í Bónus- verslunum á höfuðborgarsvæðinu og KEA-Nettó á Akureyri en vegna þess hversu fáar vöruteg- undir í þessum verslunum voru samanburðarhæfar var ekki reikn- að með þeim í niðurstöðum. Þess má þó geta að í þessum verslunum var meðalverð lægst á þeim vöru- tegundum sem sambærilegar voru. Meðalverð hverrar einstakrar vöru var reiknað út. Það var síðan notað sem stuðull til viðmiðunar og var miðað við meðaltöluna 100. Vöruverð í verslun með með- altöluna 100 er því í meðallagi miðað við þær verslanir sem voru með í könnunni. Frávik frá meðal- tali gefa hugmynd um verðlag í einstökum verslunum. í fréttabréfi Samkeppnisstofnunar þar sem greint er frá könnuninni eru les- endur beðnir um að taka tölunum með fyrirvara þar sem verðmunur á dýrum vörum og/eða vörum sem eru keyptar í miklum mæli skiptir meira máli fyrir neytandann en mikill verðmunur á vörum sem keyptar eru í Iitlum mæli. Verðkönnun í stórum matvöruverslunum, samanburður á meðalverði Meðal- verð ■s § Reykjavík: = 100 ic- 10-11, Borgarkringlu 93,6 64 Hagkaup, Kringlunni 96,9 73 Kaupgarður í Mjódd 97,0 78 Nóatún v/Hringbraut 100,0 80 Seltjamarnes: Hagkaup, Eiðistorgi 96,4 74 Garðabæn Hagkaup, Garðatorgi 97,3 71 Hafnarfjörður. Fjarðarkaup, Hólshraun 91,4 75 Samkaup v/Miðvang 95,8 77 Mosfellsbær: Nóatún 100,3 70 Kaupf. Kjalarnesþings 100,4 72 Akranes: Versl. Einar Ólafsson 99,0 71 Skagaver 103,9 63 Borgames: Kaupf. Borgfirðinga 103,4 67 ísafjörðun Vöruval, Skeiði 111,6 70 Kaupf. ísfirðinga 113,5 67 Akureyri: KEA, Hrísalundi 96,6 66 Hagkaup 97,0 72 Egilsstaðir: Kaupf. Héraðsbúa 111,3 68 Selfoss: Kaupf. Árnesinga 100,7 78 Höfn (-Þríhyrningur) 103,8 72 Reykjanesbær: Samkaup, Keflavík 96,3 75 Hagkaup, Njarðvik 96,4 69 Morgunblaðið/Jón Svavarsson FYRIRTÆKIÐ Víðir í Garðinum var með bás á sýningunni og þar var verið að gefa gestum að smakka á mörgum tegundum af ýsurúllum sem fylltar eru með islenskum smurostum og líka nýstárlegnm fiskisúpum. Matur 96 LA PREFERIDA heita þessar mexíkósku matvörur sem Dreifíng hf var að gefa gest- um að smakka á. Um er að ræða flögur, sósur, tacos og ýmislegft annað sem tengist mexíkóskri matargerð. SNAKKFISK var verið að kynna. Hann er unninn úr afskurði frá frystihúsi sem sendir ferskan físk til Banda- ríkjanna. Unnið er úr steinbít og ýsu og síðan er fáanlegur snakkfiskur með laukbragði. Flest fyrirtækin með nýjungar ÞAÐ voru um átján þúsund gestir sem sóttu sýninguna Matur 96 en hún.var haldin um síðustu helgi í Smáranum í Kópavogi. Gestum gafst kostur á að smakka á nýjum réttum og kynna sér ýmsar nýj- ungar í matvælaiðnaði en milli 50 og 60 fyrirtæki voru með bás á sýningunni. Mörg fyrirtæki voru með vörur ætlaðar mötuneytum og veitinga- húsum. Fyrirtækið Plastos kynnti vél sem steikir franskar kartöflur án olíu og fyrirtækið A. Karlsson var að kynna hraðkæla sem geta t.d. kælt álegg og kjöt niður í 0.2°C á 60-90 mínútum. í bási sem Dreifíng hf var með var verið að sýna ADM iðnaðarvörur og þar á meðal sojaprótein sem er notað í kjötvinnslu, kaffívél fyrir skip, vél sem þolir ólgusjó, var á einum básnum og svo framvegis. Við segjum nánar frá nýjungum sem voru kynntar á sýningunni á laugardag. KÖLD piparsósa og hvítlauks- grill- sósa er nýjung frá KEA. Á básnum sem KEA var með stóð einnig yfir kynning á ekta þýskum „brat- wurst“ pylsum sem þegar eru komnar í verslanir fyrir norðan. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kynningartilboð gildir til 10. jiml 10.000 kr. afsláttur á mann (fulloröinn) af verði pakkafer Flug og gisting: Verð með afslætti frá Flugogbíll: Verð með afslætti frá 35.650 kr. á mann m.v. 2 í bíl í A-flokki í eina viku . Lágmarksdvöl ein vika (7 dagar) og hámarksdvöl 1 mánuður. Síðasti hermkomudagur er 10. júní. Hafðu samband við sölufólk okkar, ferðaskrifstofurnar eða í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. frá kl. 8 -19 og á laugard. frá kl. 8 -16.) * Innifalið: 11 ug, bíll. ótakmarkaður akstur, LDW-tiygging, söluskattur og ASC-gjald. Sérstakur rf kisskattur af bflaleigu greiðisí ytra. Freistandi ferðamöguleikar 42450 kr. á mann í tvTbýli í 4 daga. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi JÖRGEN Þór Þráinsson fram- kvæmdastjóri fajá íslandskosti var að kynna svokallaðan HB-kost fyrir gestum en það er mötuneytisforrit fyrir einkatölvur. Um er að ræða sérhæfðan hugbúnað fyrir t.d. mötuneyti, heimili og skóla. Kerfíð heldur m.a. utan um uppskriftir, hráefni, sölu- tölur, nýtingu og fleira og er með næringarefnagrunn frá Rala. Þvi er einfalt að fylgjast með næringarefnainnihaldi framleiðslu. Sýnd var tenging við HB-kost-sölukerfí þar sem hægt er að bera saman hrá- efni og sölu matar. Morgunblaðið/Sverrir KARL K. Karlsson var að kynna fyrir veitingahúsum og mötuneytum Lavazza ex- pressó og cappucino kaffí. Einnig var gestum gefið að smakka á Lavazza Club kaffi sem nýlega kom á markað í neytendaumbúðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.