Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNMEIMIMTAVETTVAIMGUR hugvitið, en það hefur dugað þeim til mikilla afreka. Bragi Asgeirsson vekur hér athygli á sýningu á hönnun og sjálfs- vitund sem stendur yfír í Louisiana. BIÐSKÝLIÐ umdeilda á Ráðhústorginu. Til vinstri sést í blaðasöluturn með auglýsingu fyrir Marlboro vindlinga. KAUPMANNAHÖFN tók kuldalega á móti ferðalanginum fimmtudaginn fyrir dymbilviku og voru það óvænt viðbrigði eftir blíðviðriskafla á heima- slóðum. Ekki var þó beinlínis kalt fyrir þá sem aldir eru upp við allar tegundir norðangarra og óblíðu kald- hamraða landsins, en rýnirinn er þó öllu vanari öfugu viðmóti veðurguð- anna er hann heldur suður í álfu. Hins vegar stafaði mikill funi af listrænum framkvæmdum í borginni og það svo mikill að hann fylltist stolti yfir því að þessi borg skyldi hafa verið höfuðborg þjóðarinnar í 500 ár. Við hefðum þrátt fyrir allt og miðað við aðstæður ekki getað óskað neins betra, því Kaupmanna- höfn er hlið norðursins að hámenn- ingu meginlandsins, eins og stundum er komist að orði, sem má teljast alveg rétt þó ekki sé nema fyrir legu landsins. Listrýnirinn er af þeirri kynslóð sem fékk lýðveldisstofnunina í æð, sömuleiðis allan þann andróður í garð Dana sem landlægur var á þeim árum í þá veru að menn voru bólu- settir og heilaþvegnir gegn dönskum áhrifum. Það hafði nokkrar afleiðing- ar og þá sýnu afdrifaríkasta að menn tóku flestu með full miklum fyrirvara á námsárunum í Höfn. Dönsk list átti að vera gamaldags og úrelt, söfn- in yfirfull af gömlu drasli og í hof- móði unglingsáranna vildi það fara framhjá mörgum að hér var um ein- sýni uppsafnaðrar og arfgengrar minnimáttarkenndar að ræða. Sem betur fer hefur þetta elst af rýninum og nú er hann er í þeirri aðstöðu að geta notið málverka og listhefðar án nokkurra fordóma, eykst virðingin fyrir danskri list og menningararfi í nokkuð jöfnu hlutfalli við heimsóknir til Iandsins. Hann hefur af mikilli aðdáun fylgst með undirbúningi menningarársins sem staðið hefur yfír í mörg ár, því menn eru hér bæði jarðbundnir og meðvitaðir um mikilvægi undirbyggingarinnar. Rétt er að koma því að hér, að það voru þeir Julius Bomholt fyrsti menningarmálaráðherra Dana og Knud W. Jensen ostaframleiðandi sem lögðu drögin að opinberri menn- ingarmálastefnu dönsku þjóðarinnar upp úr 1961. Það var Jensen sem byggði upp Louisiana safnið sem er eitt hið þokkafyllsta og nafnkennd- asta í Evrópu er svo er komið, og hann átti að auk meirihluta hluta- bréfa Gyldendals forlagsins og mest- ur áhrifamaður þar ásamt Ole Wi- vel. Hann var meðal þeirra 100 manna tengdu dönsku menningarlífi sem lýðræðissinninn Viggo Kamp- mann, nýskipaður forsætisráðherra, kallaði á sinn fund þegar hann ákvað að skilja menningarstofnanir frá kennslumálaráðuneytinu og stofna nýtt ráðuneyti, sem hann og gerði vorið 1961. Kampmann vildi fá góð ráð frá þessum 100 menningarvitum og átti Jensen hugmyndina að eins konar menningarmálaráði sem skyldi ' vera ráðherra til aðstoðar við að framfylgja þeirri stefnu, að mynd- list, tónlist, ritlist og ieiklist næði út til almennra skóla, æðri mennta- stofnana, sjúkrahúsa og á stóra vinnustaði. Líkt og Danmörk var á þeim tíma á undan öðrum þjóðum um félagslöggjöf, skyldi hún einnig , að vera á undan með löggjöf er varð- ' aði framgang lista, eins konar lista- löggjöf. Hér var um að ræða að út- víkka snertiflöt listarinnar, móta ramma um listalífíð, eðlileg tengsl og nálgun almennings við listir með virkjun listasafna og að koma upp staðbundnum menningarmiðstöðv- um. Aðalatriðið var að fínna út hvað helst væri skapandi atriðum til fremdar og menn skyldu hafa hug- rekki til að velja og hafna, vera ólýð- ræðislegir (!), þ.e. hafa þá stefnu að hygla þeim er sköruðu framúr en ekki fjöldanum. Stefnubrögðin skyldu að sjáfsögðu einnig hafín yfir almenn markaðslögmál. Þóðin er nú að uppskera víðsýni þessara manna sem ruddu brautina og án þessara stefnumarka væri danskt þjóðlíf ekki viðlíka auðugt af listmennt né landið jafn yndislegt heim að sækja. Og endurtekið má minna á að Danir hafa enga orku á landi aðra en hugvitið, en það hefur dugað þeim til mikilla afreka og skil- ar þeim hundruðum milljarða í ríkis- kassann á ári. Húsgagnaiðnaðurinn einn 120 milljörðum á næstliðnu ári. Tilgangurinn með heimsókn minni til Hafnar að þessu sinni var auðvit- að að fá í návígi yfirlit yfír helstu viðburði á myndlistarsviði á menn- ingarári og skoða sem mest af því sem í gangi var. Grunaði mig að mun fleira væri að ske en upplýs- ingar sem maður hafði milli hand- anna gerðu manni ljóst og kom fljót- lega fram að sá grunur var vægast sagt á rökum reistur, jafnvel upp- götvaði ég að einstaka sýningar af hárri gráðu höfðu farið framhjá lista- mönnum búsettum í borginni! Annað kom þó meir á óvart að svo vel er búið að flestum sýningum að það er eins og best gerist í London, París, New York og Tókýó. Sýning- arskrárnar eru afburða vel hannað- ar, miklar um sig og standa í engu að baki slíkra í hinum borgunum svo að álykta má að með þessu framtaki sínu sé Kaupmannahöfn að skipa sér á bekk með helstu listaborgum ver- aldar. Ekki síst fyrir þá sök hve mikið er af litlum sem stórum söfnum í útborgunum, svo sem Gl. Holte- gaard Holte, Sophienholm Lyngby, Skovhuset Værlose, 0regárd Muse- ym Hellerup, Kastrupgaardsamling- en Kastrup, Friðriksborgarhöll Hill- erod, Nivágárdsamlingen Nivá og loks stóru söfnin Louisiana, Humlebæk og Örkin í Ishej við Kage- flóa. Og að auk er stutt yfír sundið til Malmö þar sem jafnan er sitthvað að ske á menningarsviðinu. Byggt hefur verið við listiðnaðar- safnið á Breiðgötu og rýmið útvíkkað í Kunstforeningen í því sögufræga húsi Gammel Strand 48, auk þess sem bygging nautgripamiðlunarinn- FRANK Gehry: Vitra hönnunarsafnið, 1989. ar risastóru við Halmtorvet hefur verið virkjuð á þágu listarinnar. Þetta er afar vel af sér vikið og ber mik- illi menningarást og dugnaði vitni, því ekki sækja staðarmenn í viðlíka fjármuni og fyrrnefndar stórborgir. Vitaskuld styrkir þetta inniviði dönsku þjóðarinnar og ris hennar verður meira út á við, þrátt fyrir að landamærin hafi opnast með því að þeir voru langfyrstir norrænna þjóða til að ganga í Efnahagsbandalagið. Má vera staðfesting á því, að sam- virk þjóðreisn byggist ekki á einangr- un heldur öflugri sjálfsvitund, þannig geta menn allt eins glatað sjálfstæð- inu séu þeir ekki á verði í þeim efn- um og þrátt fyrir að þeir standi utan allra bandaiaga. Hef ég áður endurtekið vísað til þess hvernig stóru og leiðandi þjóð- irnar, Þýskaland, Frakkland og Eng- land hafa á undanförnum árum keppst við að styrkja ímynd sína sem menningarríki og má hver og einn draga sínar ályktanir af því. Mikið er það svo upplífgandi að litlu þjóð- irnar gera það líka og standa Danir mjög sterkt og hér telst „litla Dan- mörk“ stór. Auðséð er af þessu, að þjóðunum í Evrópusambandinu er annt um sjálfsvitund sína hvað sem allri sameiningu líður, kannski meira en nokkru sinni fyrr, en nú eru það ekki hin veraldlegu og skjalfestu landamæri sem máli skipta heldur sjálft andrýmið og hér er menningin í forsvari. Eins og að líkum lætur hefur verið flikkað upp á borgina í tilefni ársins og hefur sumt tekist vel en annað miður og nefni ég hér einungis tvö skýr dæmi sökum þess að ég hef enn svo takmarkaða yfir- sýn í þessu efni. Það sem vel hefur verið gert að mínu mati er að nú gengur maður að Ríkislistasafninu eins og það var í sinni upprunalegu mynd samkvæmt teikningu Vilhelms Dahlerup, og sem ég kann afar vel að meta er svo er komið. Hið um- deilda listaverk Bjorns Norgárds fyr- ir framan inngangin sem eins og afskræmdi bygginguna er sem sagt á brott, og ber vott um sjálfstæði og hugrekki Allis Hellelands, hins nýja forstöðumanns safnsins. Val- kyijan er svo jafnvel enn frægari fyrir að hafa kústað burt úr húsinu Fluxusgjöf þýska listasafnarans Ro- ys Blocks, þrátt fyrir afar hörð mót- mæli danskra núlistamanna. Hún gat svarað vel fyrir sig og taldi danska FRÁ hönnunarsýningunni á Louisiana safninu: Kjóll með glitr- andi glysdoppum (pailettum) eftir Romano Gigli Ítalíu, 1992-93. Menning- arborg Danir hafa enga orku á landi aðra en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.