Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 4
ímmR JttorgtmlribiMft KORFUKNATTLEIKUR Erfið fæding gegn Norð- mönnum Morgunblaðið/Sverrir HELGII. Guðfinnsson tllbúinn að skora gegn Norðmönnum. ISLENSKA landsliðið í körfu- knattleik sigraði það norska 78:72 í fyrri vináttuleik þjóð- anna í Laugardalshöll í gær- kvöldi. Norðmenn voru 42:32 yfir í leikhléi en fslensku leik- mennirnir náðu sigri með góð- um leik í síðari hálfleik, en þá lögðust allir á eitt og sýndu hvað liðið getur. Liðin mætast öðru sinni f kvöld kl. 20 í íþróttahúsinu við Strandgötu. Við getum miklu meira en við sýndum i kvöld, enda var alls ekki ætlunin að toppa í dag,“ sagði Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari eftir SkúliUnnar leikinn. „Það skorti Svemsson alla leikgleði í fyrri hálfleik, sem var mjög slakur, en í þeim síðari lagaðist það. Menn lögðu sig vel fram og léku sterkari vörn. Annars er ég mjög ánægður með að fá þessa leiki við Norðmenn, þeir eru með hávaxna leikmenn og ágætar þriggja stiga skyttur þannig að þeim svipar til þeirra liða sem við þurfum að fást við í Evrópukeppninni í næstu viku,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Islenska liðið virkaði frískara í upphafí leiks en Norðmenn voru þó aldrei langt undan og tókst um síðir að ná undirtökunum enda skoraði Irar voru greinilega ekki komnir hingað til liggja í vörn og sæta lagi að halda forskotinu frá fyrri ■■■■■^B leiknum. Þeir hófu j leikinn af miklum Benediktsson krafti með l'Purlegur skrifar spili og fengu horn- spyrnu strax á fyrstu mínútunni sem skapaði hættu. Og áfram héldu írar að sækja og nutu þeir sín greinilega vel í blíðunni í Laugardalnum. Það kom því engum á óvart er gestirnir skoruðu á 10. mínútu. Eftir stutta hornspyrnu Al- ans Mohan frá hægri barst knöttur- inn til Desmonds Baker sem staddur var óvaldaður við vítateigshornið. Baker var ekki með neinar vífilengj- ur heldur spyrnti knettinum efst í fjærhronið, óveijandi fyrir Ólaf Gunnarsson markvörð. íslenska liðið ekki eitt einasta stig síðustu fjórar mínútur fyrri hálfleiks. Raunar var furðulegt hvernig stiga- skorið skiptist hjá liðinu fyrir hlé. Fyrstu 27 stigin gerðu Helgi Jónas, Guðmundur og Teitur en síðustu fimm gerði Hermann. Helgi Jónas byijaði með látum, var síðan tekinn út af og kom ekkert inn á nema rétt fyrir hlé. „Ég er að reyna að finna út hvern- ig liðið vikrkar, hverjir leika best saman, og því þarf ég að skipta tal- vert mikið ipn á,“ sagði Jón Kr. þjálf- ari eftir leikinn. í vörninni var allt prófað, maður á mann vörn, svæðis- vörn og pressuvörn stöku sinnum. Norðmenn léku hins vegar maður á mann vörn mjög stíft og voru ætíð mjög nálægt manni sínum þannig að íslendingar áttu í erfiðleikum með að láta boltann ganga eðlilega manna á milli. Einnig var áberandi að menn stigu lítið út í fráköstum og hindranir voru sjaldséðar í sókn- inni. Norðmenn tóku 20 fráköst fyr- ir hlé á meðan íslenska liðið tók 6 slík. Teitur gaf tóninn í upphafi besta kafla íslands sem hófst þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Hann skoraði-með þriggja stiga körfu lengst utan af velli með mann í sér. Næstu sjö mínúturnar gerðu strák- arnir 16 stig gegn tveimur stigum Norðmanna en þeir svöruðu síðan „Það var aldrei inn í myndinni hjá okkur að fá á okkur mark, við ætluð- um að halda hreinu og sækja síðan á þá með skyndiupphlaupum," sagði Guðni Kjartansson, þjálfari Islands. „Eftir þetta urðum við að taka áhættu og sækja og fengum færin en vantaði herslumuninn. Það erki- legasta var að þeir fengu ekki mörg færi, við fengum fleiri." Islenska liðið vaknaði við markið en sóknarleikurinn varð aldrei nægi- lega beittur og ekki nógu ákveðinn í sóknaraðgerðum og þær strönduðu á ónákvæmum sendingum. Þorbjörn Atli Sveinsson var við það að kom- ast í gegn á 19. mínútu og virtist hindraður af varnarmanni í þann mund er hann var að sleppa í gegn en dómarinn sleppti vítaspyrnu sem hefði líklega ekki verið ósanngjörn. með 10:2 kafla og allt var í járnum. Á lokakaflanum lék íslenska liðið al- veg ágæta vörn, náði að stela knettin- um nokkrum sinnum og strákarnir sýndu að þeir eru til alls líklegir í næstu viku. Teitur var bestur í liði íslands, skoraði grimmt og var mjög duglegur í vörninni. Guðmundur er ómissandi Bjarni Guðjónsson var einnig nálægt því að sleppa innfyrir skömmu síðar en vantaði skrefið til viðbótar. írar voru fljótari og nákvæmari en íslendingar í fyrri hálfleik sem hófu leikinn mjög aftarlega og héldu þeirri leikaðferð að mestu út leikhlut- ann. Við það vantaði meiri vinnslu á miðjuna og Irar réðu þar því sem þeir vildu ráða. Síðari hálfleikur fór rólega af stað. Islenska liðið sótti í sig veðrið og var ákveðnara en áður og leikmenn stað- ráðnir í að lagfæra bága stöðu. Jó- hann Guðmundsson slapp upp hægri kantinn á 8. mínútu og sendi laglega fyrir og herslumuninn vantaði að sendingin rataði á koll Þorbjamar Atla. En þar kom að íslenska liðinu tókst að jafna á 62. mínútu. Var þar að verki Þorbjöm Atli eftir laglega sendingu frá Heiðari Siguijónssyni. Sendingin kom úr aukaspyrnu á miðj- um leikvelli íra. Heiðar sendi hárfína sendingu upp í vinstra teighornið þar sem Þorbjörn tók við boltanum og lyfti yfir írska markvörðinn sem gerði tilraun til vamar með úthlaupi. Ekki voru liðnar nema tvær mínút- ur frá markinu er Þorbjörn komst aftur í færi en írsku varnarmennirn- og það virðist ætla að verða einhver bið á að ísland eignist miðheija sem getur hvílt hann eða leyst af hólmi. Hermann stóð sig raunar ágætlega í gærkvöldi. Aðrir áttu þokkalega spretti en eiga að geta miklu betur. Hjá Norðmönnum var gamla brýnið Torgeir Bryn bestur í annars nokkuð jöfnu og ungu liði. ir náðu að bjarga í horn. Upp úr því átti Ivar Ingimarsson skalla í stöng frá markteig og írum tókst að hreinsa á elleftu stundu. írar áttu fá færi og það eina markverða var þegar Colin Hawkins komst á auðan sjó á 75. mínútu en Ólafur bjargaði í markinu. Islenska liðið hélt áfram að sækja og enn var Þorbjörn Atii í möguleika en skot hans af stuttu færi var bjargað á línu. Á lokakaflan- um reyndi íslenska liðið hvað það gat til að skora og kreista út fram- lengingu. Best færið var þegar skalla frá Heiðari Siguijónssyni var bjargað á marklínu. „Hann var nálægt en ekki inni,“ sagði Heiðar að leikslok- um. íslenska liðið hafði allt að vinna í þessum leik og því hefði það að ósekju mátt koma mun beittara til leiks og sækja af meiri móð í fyrri hálfleik en raun varð á í stað þess að láta írana ráða ferðinni og sækja síðan með skyndiupphlaupum. Síðari hálfleikurinn var lengst af góður en dugði ekki til. „Við erum ósáttir við að ná ekki markmiðið okkar að vinna og kom- ast áfram í keppninni," sagði Guðni Kjartansson að leikslokum og hafði ástæðu til að vera óánægður. ÍÞRÚmR FOLX ■ BORDEAUX og Bayern Múnchen mætast í seinni úrslitaleik UEFA-keppninnar í Bordeaux í kvöld. Frakkarnir tefla fram hin- um sterku Christophe Dugarry og Zinedine Zidane, sem voru í leikbanni í fyrri leiknum, sem Bay- ern vann 2:0. ■ BORDEAUXtapaði einnig fyrir AC Milan í fyrri leiknum í undanúr- slitum, en vann heima 3:0. „Frakk- arnir náðu því ómögulega gegn AC Milan, þeir geta endurtekið það gegn okkur," sagði Franz Becken- bauer, þjálfari og stjórnarforseti Bayern. ■ BÆJARAR telja að það sé þýð- ingarmikið fyrir sig að skora mark í byijun. „Þeim er fijálst að reyna hvað þeir geta,“ sagði Gaetan Huard, markvörður Bordeaux. „Ef þeir skora eitt mark, skorum við fjögur. Ef þeir skora þijú, skorum við sex.“ ■ GERNOT Rohr, þjálfari Borde- aux, og fyrrum leikmaður með Bayern, skaut á Beckenbauer á fréttamannafundi í Bordeaux í gær og sagði að þegar Otto Rehhagel, fyrrum þjálfari Bayern, hafi verið rekinn fyrir fyrri UEFA-leikinn, hefði fólk sagt að Beckenbauer gæti látið liðið vinna allt. Síðan þá hefur Bayern tapað fyrir Bremen og Schelke og misst af meistaratitl- inum. ■ ABERDEEN tryggði sér í gær búlgarska landsliðsmanninn Ilian Kiriakov frá Anorthosis Famag- usta á Kýpur á 400 þús. sterlings- pund. Kiriakov, sem er 28 ára miðvallarspilari, hefur leikið 52 landsleiki. Hann skrifaði undir fjög- urra ára samning. ÚRSLIT ísland - írland 1:1 Laugardalsvöllur, undankeppni Evrópumóts landsliða 18 ára og yngri í knattspyrnu, þriðjudaginn 14. mái 1996. Aðstæður:Bjartviðri, tíu gráðu hiti og nær því logn. Vöílurinn í toppstandi og vafamál hvort hann geti verið betri. Mark íslands: Þorbjörn Atli (62.) Mark fra: Desmond Baker (10.) Gult spjald: Simon Webb (23.), Colin Hawkins (89.) Rautt spjald: Enginn. Dómari: Stáhl frá Svíþjóð, var ragur. Ahorfendur: Rúmlega eittþúsund. Island: Ólafur Gunnarsson - ívar Ingimars- son, Rúnar Ágústsson, Arnar Viðarsson - Jóhann Guðmundsson, Valur Fannar Gísla- son, Bjarni Guðjónsson (Heiðar Siguijóns- son 54.), Edilon Hreinsson (Njörður Stein- arsson 68.), Sigurður Haraldsson - Þorbjörn Atli Sveinsson, Arni Pjetursson. frland: Derek O’Connor - Alana Maybury, Colin Hawkins, David Worrel, Ian Harte - Lee Boylan (Alan Kirby 54.), Michael Cummins, Simon Webb, Alan Mahon (Gra- ham Cassin 68.) - Clen Crowe, Desmond Baker. ísland - IMoregur 78:72 Laugardalshöll, vináttulandsleikur í körfu- knattleik, þriðjudaginn 14. maí 1996. Gangur leiksins: 4:0, 4:5, 14:7, 21:16, 29:24, 29:32, 32:42, 35:42, 40:45, 40:50, 49:52, 56:52, 56:60, 72:65, 75:67, 78:72. Stig íslands: Teitur Örlygsson 28, Guð- mundur Bragason 16, Helgi Jónas Guð- finnsson 15, Hermann Hauksson 10, Hjört- ur Harðarson 6, Jón Arnar Ingvarsson 2, Herbert Amarson 1. Fráköst: 13 í vörn, 4 í sókn. Stig Noregs: Torgeir Bryn 20, Lars Gunn- ar Sönsteby 15, Halvor Larsen 11, Dagfinn Dyngedal 10, Geir Mandt 10, Björge Kri- stoffersen 2, Börre Sundberg 2, Morten Gjerde 2. Fráköst: 30 í vörn, 5 í sókn. Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Jan Korshavn. Sá síðarnefndi sá ótrúlega vel, jafnvel það sem menn voru að hugsa um að gera - og dæmdi á það. Villur: ísland 26 — Noregur 15. Áhorfendur: 25 greiddu aðgangseyri. KNATTSPYRNA / EM UNGLINGALANDSLIÐA Draumurinn rættist ekki DRAUMUR íslenska 18 ára landsliðsins að komast ílokakeppni Evrópumótsins í Frakklandi er úti að loknu jafntefli 1:1 við Ira í si'ðari leik liðanna á Laugardalsvelli i' gær. íslenska liðið tapaði í fyrri leiknum 2:1 og þurfti hið minnsta að sigra 1:0 í gærkvöldi. En sú von slokknaði fljótt er írar settu mark á tíundu mínútu. Við það jókst pressan á íslenska liðið sem þurfti að gera þrjú til að komast áfram. í síðari hálfleik náði það að skapa sér nokkur góð færi en tókst aðeins að gera eitt mark og það nægði ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.