Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 9 FRÉTTIR Þjóðverj- ar sóttir á Kaldadal BJÖRGUNARSVEIT sótti þýsk hjón með 4-5 ára gamalt barn á Kaldadal í fyrrakvöld. Fólkið hafði fest bíla- leigubíl í aurbleytu við veginn sem það vissi ekki að væri lokaður al- mennri umferð. Þjóðveijarnir höfðu tekið Suzuki- jeppa á leigu til dagsferðar og ekið inn á Uxahryggjaveg frá Þingvöllum. Að sögn Kristjáns Kristjánssónar, einn þriggja félaga í Björgunarsveit- inni Ók í Reykholtsdal sem sóttu fólk- ið, höfðu þau ekki veitt athygli um- ferðarmerkjum sem standa við vegar- kantinn og gefa til kynna að allur akstur sé bannaður. Áletrun undir umferðarmerkjunum er eingöngu á íslensku. Fólkið hafði að sögn fyrr um daginn fest bíl sinn en þá verið dregið upp af íslendingum sem einn- ig voru á ferð um lokaðan veginn. Kristján segir að bílaleigujeppinn hafí svo sokkið í aurbleytu þegar fólkið ætlaði að snúa við eftir að það kom að snjóskafli sem það treysti jeppanum ekki yfir. Hjónin gengu síðan með barnið rúmlega kílómetra leið í neyðarskýli Slysavamafélagsins á Kaldadal og kölluðu eftir hjálp í talstöð sem þar er. Vestmannaeyja- radíó heyrði sendingar fólksins um klukkan átta í fyrrakvöld og kom boðum til lögreglu. Lögreglan í Borg- arnesi kallaði út björgunarsveitina Ok í Reykholtsdal. Menn úr björgunarsveitinni komu að sögn Kristjáns að fólkinu um mið- nætti og væsti þá ekki um það í neyðarskýlinu þar sem það hafði hit- að upp og gætt sér á nesti sínu meðan það beið hjálpar. Reykhyltingar losuðu jeppa fólks- ins og óku með því að Þingvöllum en þaðan héldu Þjóðverjarnir sjálfir til Reykjavíkur. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 65 milljónir Dagana 9.-14. maí voru samtals 65.060.584 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Siifurpottar í vikunni: Dags. Staður Upphæð kr. 10. maí Háspenna, Laugavegi..... 236.082 10. maí Háspenna, Laugavegi..... 106.561 11. maí Hanastél, Kópavogi...... 119.716 11.maí Mónakó.................... 54.273 13. maí Mónakó..................... 264.256 13. maí Háspenna, Laugavegi..... 96.820 Staöa Gullpottsins 15. maí, kl. 12.30 var 4.125.900 krónur. o o Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta. Nýtt útbob ríkisvíxla föstudaginn 17. maí Ríkisvíxlar til 3, 6 og 12 mánaba, 9. fl. 1996 Útgáfudagur: 20. maí 1996 Lánstími: 3, 6 og 12 mánuöir Gjalddagar: 19. ágúst 1996, 20. nóvember 1996, 20. maí 1997 Liningar bréfa: 500.000, 1.000.000, 10.000.000, 50.000.000, 100.000.000 kr. Skráning: yerða skráðir á Verðbréfaþingi íslands Viðskiptavaki: Seðlabanki íslands Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt aö bjóöa í ríkisvíxla aö því tilskyldu að lágmarksfjárhæö tilboösins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, veröbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt í eigin nafni, að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00 á morgun, föstudaginn 17. maí. Útboösskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070. Sumar í Pelsinum Gallabuxur, bolir, vesti, dragtir, pils. Verðfrá kr. 2.400. Fallegir sumarlitir. PELSINN Kirkjuhvoli ■ sínii 552 0160 Ný sendingl Sfrefsgallabuxur Pils Kynnum það nýjasta í sjóstangveiðivörum á Veiðimessunni í Perlunni dagana 16.-19. maí. Nýju Penn stangimar , komnar. Odýrar Neoprene vöölurá 12.950- í sportveiöihorninu færöu stangveiöivörur á góöu veröi. Vorum að taka upp sendingu af amerísku Penn veiðistöngunum árgerð 96. Einnig Neoprene vöðlur, veiðihnífa, háfa, töskur, veiðivesti og margt fleira. Opið virka daga 8-18 og á laugardögum 9-14 Grandagarði 2, Reykjavik, sími 55-288-55, grænt númer 80CM5288.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.