Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.05.1996, Blaðsíða 4
+ íbBfmÞ TORFÆRA Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÍSLANDSMEISTARINN Haraldur Pétursson skoðaöi dekkjabúnað Einars Gunnlaugssonar, sem eru stærstu ausudekk sem fyrirfinnast í torfærunni. Gera spariskór Einars gæfumuninn? FRJALSIÞROTTIR Anna Lára í öðru sæti í Kaup- mannahöfn ANNA Lára Steingrímsdótt- ir og Ármann Kojic Jónsson, bæði átján ára, stóðu sig ágætlega á kappróðramóti í Kaupmammahöfn um sl. heigi. Þau keppti í léttvikt 18 ára og eldri. Anna Lára varð í öðru sæti báða keppn- isdagana og Armann í fjórða og fimmta sæti. Þau taka þátt í móti í Belgiu í júlí og hafa tekið stefnuna á heims- meistaramótið, sem verður í Skotlandi í ágúst. Hætt við hátíðarhöld í Amsterdam EKKERT varð af fyrir- huguðum hátiðarhöldum sem áttu að snúast um knatt- spyrnulið Ajax í Amsterdam í Hollandi í gær. Borgar- stjómin hafði skipulagt dag- skrá á Damtorgi og siglingu með leikmenn til að fagna ef liðið sigraði Juventus í úrslítum meistaradeildarinn- ar en sem kunnugt er vann Juve 4:2 í vitakeppni eftir að staðan hafði verið 1:1 að loknum framlengdum leik, „Þetta hefði orðið frábær dagur en því miður tapaði liðið og því ákváðum við að aflýsa hátíðinni," sagði tals- maður borgarstjórnar. FYRSTA torfærukeppni ársins verður á Akureyri í dag klukkan 13 og er það fyrsta mótið af fjór- um í stigakeppninni um Islands- meistaratitilinn. Norðlenskir ökumenn mæta með nokkur öflug keppnistæki og hafa hvergi til sparað. Markmiðið er að leggja sunnanmenn, sem unnu meistaratitlana i fyrra, að velli á heimavelli. Einar Gunnlaugsson hefur endurbætt jeppa sinn verulega í vetur og er nú með stærstu ausu- dekk sem fyrirfinnast í torfær- unni, en dekkjabúnaðurinn sem hann hefur yfir að ráða er met- inn á a.m.k. 700.000 krónur. Allt að milljón með eldri dekkjum. Einari tókst að vinna mótið á Akureyri þrjú ár í röð, en ís- landsmeistarinn Haraldur Pét- ursson fagnaði sigri þar í fyrra. Einar hefur gatslitna spariskó meðferðis í jeppanum, sem hann keppti í fyrsta ár sitt í torfær- unni. Hann keppir alltaf í spari- skóm, endurnýjaði parið í fyrra og hefur gamla settið við sætið í keppni. „Þetta eru lukkuskór. Eg próf- aði að keppa i vinnuskóm með stáltá í tveimur mótum í fyrra, en gekk þá ekkert. Hafði enga tilfinningu fyrir akstrinum. Loks þegar ég klæddi mig í spariskóna að nýju fór mér að ganga vel aftur. Ég vona að spariskórnir færi mér sigur. Jeppinn er líka vel skóaður, stóru dekkin hafa mikið grip og eru mýkri en eldri dekkinn. Augun stóðu hinsvegar á stilkum, þegar ég reiknaði sam- an verðmæti gúmmísins," sagði Einar. Viðar Sigþórsson er annar ákveðinn Akureyringur, sem lét sig ekki muna um að snara út hálfri milljón fyrir sérhannaðri keppnisvél, sem hann fékk með flugi frá Bandaríkjunum. Hann keppir á jeppa, sem Eyfirðingur- inn Helgi Schiöth átti áður. Vigdís kastaði spjótinu 51,96 VIGDÍS Guðjónsdóttir úr HSK bætti besta árangur sinn i spjótkasti um rúma tvo metra er hún sigraði í greininni á meistaramóti háskólanna í suðausturdeild Bandaríkj- anna en það fór fram í Lexing- ton í Kentucky sl. sunnudag. Vigdís kastaði 51,96 metra en átti best áður 49,60 metra, sem hún náði á landsmóti UMFI á Laugarvatni í hitteðfyrra. Hafði hún nokkra yfírburði á keppendur sína 12. Er hún jafnframt með sjöunda besta árangur banda- rískra háskólastúlkna í spjóti á árinu. Næsta mót Vigdísar er bandaríska háskólameistaramótið um aðra helgi í Eugene í Oregon- ríki. Með árangrinum hefur Vigdís skotist upp í annað sæti yfír bestu spjótkastara íslands frá upphafi í kvennaflokki. Auk þess er hún önnur konan sem kastar spjótinu lengra en 50 metra, aðeins met- hafínn íris Grönfeldt, UMSB, hef- ur áður afrekað það. Vigdís hélt til náms í háskólan- um í Aþenu í Georgíuríki í ársbyij- un en þar stundar nokkrir íslensk- ir fijálsíþróttamenn nám, m.a. Guðrún Amardóttir, sem varð þriðja í 100 grind á nýju íslands- meti og sigraði í 400 grind á mótinu í Lexington. Guðrún kepp- ir einnig á háskólameistaramótinu í Eugene og er með 2.-3. besta tíma ársins í 400 grind fyrir mót- ið og 5.-6. besta tímann í 100 grind. Zidane til Juventus SNOKER / EM I ANTWERPEN Kristján í KRISTJÁN Helgason varð íöðru sæti á Evrópumóti áhuga- og atvinnumanna í snóker sem lauk í Antwerpen f Belgíu um sfðustu helgi. Hann fékk um 50 þúsund krónur í verðlaun en sigurvegarinn, Skotinn Greame Horne, helmingi meira. Jó- hannes B. Jóhannesson, sem einnig tók þátt í mótinu, féll úr keppni í 16-manna úrslitum. Kristján, sem er 22 ára og núverandi íslandsmeistari, vann Björn Hanoveer frá Belgíu í undanúrslitum 6:5. Kristján lenti undir 3:5 en sýndi mikinn styrk með því að vinna næstu þijá ramma og sigra. Hann mætti síð- an Skotanum Home í úrslitum og tapaði 5:8. Skotinn komst í 5:3 en Kristján jafnaði 5:5. Síðan lék Skotinn vöm og lagði snóker eftir snóker og vann á því. Kristján er mikill sóknarmaður og leikur mjög hratt og kann illa við varnar- leik og það varð honum að falli í mótinu. „Hann hugsaði aðeins um að leika vörn í stöðunni 5:5. Ég hafði hreinlega ekki þá þolinmæði sem öðrusæti eitthvað kemur út úr því og verð- ur bara að koma í ljós. Helst vildi ég fara til Englands í næsta mán- uði og vera þar við æfingar og keppni í tvo til þijá mánuði. Taka þátt í úrtökumótunum til að kom- ast inn á stórmót atvinnumanna þar sem miklir peningar eru í verðlaun. Ég tel mig hafa hæfi- leika til að ná alla leið inn á þessi stórmót, annars væri ég ekki að þessu." Kritján og félagar hans í ís- lenska landsliðinu, Jóhannes B. Jóhannesson og Eðvarð Matthías- son, taka þátt í heimsmeistara- keppni landsliða í Tælandi í nóv- ember. Þar beijast 20 þjóðir um heimsmeistaratitilinn. Sigurlaun- in í mótinu eru um 15 milljónir króna. Kristján taldi líkur á því að íslendingar mættu Skotum í KRISTJÁN Helgason stóð fyrstu umferð, en þar er Stephen slg vel á Evrópumótinu í Hendry, margfaldur heimsmeist- Antwerpen og kom heim ari, á meðal keppenda. með sllfurverðlaunln. þurfti og sprakk. Kannski var það taugaspennan. Ég var ekki ánægður með úrslitaleikinn því égtaldi mig betri en Home,“ sagði Kristján. Hæsta stuðið í mótinu var 114 en Kristján átti næsthæsta stuðið í einum leik, 112. Hann var hins vegar sá keppandi sem náði oft- ast meira en 100 í einu stuði í mótinu, eða fjórum sinnum alls. Kristján sagðist verða að kom- ast erlendis til að keppa meira og þá helst til Englands. „Tveir aðil- ar, annar frá Hollandi og hinn frá Englandi, komu að máli við mig eftir mótið í Belgíu og viðruðu styrktarsamning við mig. Það er of snemmt að segja til um hvort FRANSKI landsiiðsmaðurinn Zinedine Zidane staðfestí i gær að hann væri á förum frá Bordeaux til Evrópu- meistara Juventus á ítaliu. „Ég geri sennilega samning tíl Qögurra ára,“ sagði miðju- maðurinn sem er í æfínga- búðum með franska landslið- inu fyrir Evrópukeppnina í júni. „Ég hef ekki skrifað undir neitt en gengið verður frá málinu eftir Evrópu- keppnina.“ Zidane, sem verður 24 ára í næsta mánuði, og kjörinn var leikmaður ársins af leik- mönnum í Frakklandi í vor, sagði að Juve væri drauma- liðið. „Draumurinn verður að veruleika og ánægjulegt er að feta í fótspor Michels Plat- inis, sem var fyrirmynd mín,“ sagði hann, en Platini, sem talinn er besti knattspyrnu- maður sem Frakkar hafa átt, var aðalmaðurinn í sterku liði Juve á níunda áratugn- um. Zidane, sem er framsæk- inn miðjumaður og lcik- sljórnandi Bordeaux, hóf að leika í frönsku 1. deildinni með Cannes aðeins 16 ára, fór til Bordeaux tvítugur og lék fyrsta landsleikinn tveim- ur árum síðar. f I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.