Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D 118. TBL. 84.ÁRG. SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Kosningabaráttan í ísrael nær hámarki Rómantíkin vandfundin CHARLOTTE Bingham, formaður breskrar dómnefndar, sem fékk það erfiða verkefni að veita verðlaun fyrir rómantískar skáldsögur, segir að verk- in sem bárust hafi verið á „hræðilega" lágu plani. Flest þeirra ,jöðruðu við klám, voru gagnsýrð af ofbeldi, eymd og jafnvel hatri“, að sögn formannsins. Bingham segir að fæst verkanna hafi verðskuldað þessi verðlaun „ekki frekar en Saddam Hussein friðarverð- laun Nóbels". Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá 1983 og eru kennd við Betty Trask, er skrifaði sjálf rómantiskar skáldsög- ur sem þykja misheppnaðar. Verð- launahafinn fær sem svarar 2,5 milljón- um króna og John Lanchester varð fyrir valinu í ár fyrir skáldsöguna „Skuldin við sæluna", sem fjallar um ferð sælkera um Frakkland. Dóm- nefndarmenn og rithöfundar voru þó sammála um að jafnvel það verk væri ekki rómantískt. Pentagon ótt- ast tölvuþrjóta RANNSÓKNá vegum Bandaríkjaþings hefur leitt í ljós að á einu ári hafa 250.000 tilraunir verið gerðar til að brjótast inn í tölvukerfi varnarmála- ráðuneytisins, Pentagon. Tvær af hverjum þremur þeirra tókust, en emb- ættismenn segja að tölvaþrjótarnir hafi ekki fengið aðgang að leynilegum gögnum. Margir óttast þó að óvinveitt ríki eða hermdarverkamenn geti brot- ist inn í bandarísk tölvukerfi og truflað samgöngur, rafveitu, fjarskipti og fjár- málastarfsemi með tölvuveirum. Svipt börnunum vegna reykinga? FAÐIR í Kentucky í Bandaríkjunum hefur höfðað mál til að freista þess að fá forræði yfir tveimur sonum sinum á þeirri forsendu að móðir þeirra reyki. Þar með komst stríðið gegn reykingum í Bandaríkjunum á nýtt stig. Litið er á málið sem enn eitt skrefið í þá átt að útskúfa reykingamönnum, sem hefur þegar verið bannað að reykja í veitingahúsum, á skrifstofum og fleiri stöðum í mörgum ríkjum - og jafnvel utandyra sumstaðar í Kali- forníu og Texas. Faðirinn heldur því fram að reyking- ar fyrrverandi eiginkonu sinnar geti skaðað heilsu sonanna tveggja, sex og níu ára. Lögfræðingur móðurinnar vill að kröfunni verði hafnað á þeirri for- sendu að ekki sé sannað að reykingar foreldra geti skaðað börn. KOSNINGABARÁTTAN í ísrael nær hámarki í dag, sunnudag, þegar Shimon Peres forsætisráðherra og Beiyamin Netanyahu, leiðtogi Likud- flokksins, mætast í sjónvarpskappræð- BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær, laugardag, að friðarviðræður hans við leiðtoga aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju, Zel- imkhan Jandarbíjev, hæfust á morgun. Hann kvaðst sannfærður um að samkomulag næðist um algjört vopnahlé. Pavel Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, var hins vegar á öndverðum meiði og kvaðst telja að viðræðurnar færu út um þúfur. Jeltsín áréttaði á kosningafundi í Vorkuta í norðurhluta Rússlands að ekki kæmi til greina að verða við kröfunni um sjálfstæði Tsjetsjníju. „Auðvitað gefum við ekki Tsjetsjníju eftir. Tsjetsjníja verður áfram hluti af Rússlandi.“ Franska dagblaðið Le Figaro birti í gær um. Netanyahu fær þá síðasta tækifærið til að vinna upp forskot Peres, sem er nú 4-7 prósentustig, ef marka má skoðanakannanir. Margir eru enn óákveðnir og gætu kosið Netanyahu. Á viðtal við yfirmann skæruliðasveita Tsjetsj- ena, Aslan Maskhadov, sem kvaðst telja að viðræðurnar gætu leitt til vopnahlés. Að- spurður um hvort aðskilnaðarsinnar settu einhver skilyrði fyrir viðræðunum sagði hann að Jeltsín yrði að fullvissa fulltrúa Tsjetsjena um að hann hefði ekki fyrirskipað drápið á Dzhokhar Dúdajev, fyrrverandi forseta Tsjetsjníju, sem beið bana í flugskeytaárás Rússa í síðasta mánuði. Maskhadov sagði að aðskilnaðarsinnarnir myndu ekki fallast á neinar tilslakanir í viðræðunum en hygð- ust þó ekki vekja máls á deilunni um sjálf- stæði þar sem engar líkur væru á að Jeltsín gæti rætt hana svo skömmu fyrir kosningar. Gratsjov varnarmálaráðherra, sem Jeltsín myndinni eru börn að leik meðan for- eldrar þeirra hlýða á arabíska frambjóð- endur í kosningunum. ■ Kosið um framhald friðarferlis/6 kann að víkja frá að kröfu umbótasinna, sagði að forsetanum myndi ekki takast að koma á friði í Tsjetsjníju í viðræðunum. Hann taldi ógjörning að tryggja frið án þess að „gereyða" hópum tsjetsjenskra aðskilnað- arsinna, sem vildu ekki friðmælast við Rússa. „Öfl í Moskvu ætla að spilla fundinum“ Fréttastofan Interfax hafði eftir ónafn- greindum samstarfsmanni Jandarbíjevs í gær að Jeltsín yrði að hafa taumhald á rússnesku hersveitunum í Tsjetsjníju, sem hann sagði geta stofnað viðræðunum í hættu. „Ákveðin öfl í Moskvu stjóma aðgerðum rússnesku hersveitanna og ætla að spilla fundinum." Borís Jeltsín vongóður um vopnahléssamning við Tsjetsjena Gratsjov segir friðar- viðræðurnar mistakast Vorkuta, Moskvu, París. Reuter. SJONVARPSEFNI í STYKKJAVÍS HVÍT ASUNNUHREYFINGIK Á ÍSLANDI75 ÁRA VIÐSHPTIfflyWNULÍF Á SUNNUDEGI KARLINN í KEXINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.